Morgunblaðið - 03.04.1971, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.04.1971, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971 3 ÖRLAGAXENINGURINN heitir páskasýning Mynd- lista- og handíðaskóla is- lands, nefnd eftir frægri abstraktmynd, sem Finnur Jónsson, listmálari, málaði 1923 í Þýzkalandi og sem í sumar var sýnd og vakti at- hygli á alþjóðlegri sýningu um frumherja þessa tímabils í Evrópu. Myndlistar- og handíðaskólinn sýnir um páskana í húsakynnum sín- um í Skipholti 1, 23 af fram úrstefnuverkum Finns, sem gerð eru á árunum 1921-25 og þera m.a. vott um hin nánu kynni Finns að Sturm- hreyfingunni þýzku. En Finnur mun vera fyrsti Norð urlandamáiarinn, sem gerði óhlutlægar myndir. Verður sýnlngi opnuð síð- degis á laugardag og opin frá 3. apríl til 13. apríl kl. 14—22 eða fram yfir páska. Hörður Ágústsson, skólastjóri skýrði fréttamönnum svo frá, að tilgangurinn með ■ páskasýningum skólans, sem teknar voru upp fyrir 3 ár- um, væri að kynna sérstaka þætti í íslenzkri eða erlendri list. í hittifyrra var kynnt sænsk grafík og í fyrra tveir frægir erlendir Finnur fyrir framan eina myndina á sýningunni, aðra þeirra, sem sýnd var í Strassbor: Fyrstu íslenzku abstraktmyndirnar á páskasýningu Myndlista- skólans Myndir Finns frá 1921 - 25 grafiklistamenn. Og þegar Hörður frétti í sumar af frama Finns, datt honum í hug að það væri verðugt verkefni að kynna þetta framiag og þetta ævintýri, sem Finnur tók þátt í á sin- um tíma og vekja athygli á brautryðjendastarfi hans fyr- ir fimrn áratugum. Tveir nemendur skólana hafa sett upp sýninguna í samráði við listamanninn. Sá háttur er á hafður í skólan- um að þeir nemendur, sem iokið hafa þar námi, fá á fimmta ári þennan sal. Og • bafa þeir örn Þorsteinsson og Hailmundur Kristinsson feng '58 það verkefni að koma upp páskasýningunni. Hafa þeir rýmt vinnusalinn, málað hann, hengt upp myndirnar og unnið sýningarskrána. Sagði Hörður, að það væri í rauninni mikil vanræksla að ekki skyldi fyrr vera búið að kynna þennan þátt í is- lenzkri myndlist. En Finnur mam hafa verið fyrstá Norður iandabúinn, sem gerði óhlut- lægar myndir. Héit hann sýningu m.a. á slikum mynd um í Reykjavik árið 1925. Sagði Hörður að til vansa væri hve lítið væri unnið að markvissri kynningu á mynd list og bíði þar mörg verk- efni. Myndirnar, sem nú verða kynntar, iágu hjá Finni í 44 ár. Þegar unnið var að uppsetningu sýningar innar ,.Evrópa 25“ í Strass- borg, kom í Ijós, að Finnur hafði á þessum árum unnið mjög merkt starf. Myndir hans voru því valdar á sýn- inguna og vöktu verðskuld- aða athygli. Til marks um það nefndi Hörður, að nýlega fékk hann nýjasta heftið af Cimaise, einhverju merkasta tímariti um myndlist og arkitektúr, sem kemur út í París. Þar ritar frægur listfræðingur, Herta Wescher, grein um sýninguna í Strassbourg og birtir myndir eftir nokkra af toppmönnum Evrópu í mynd list og þar á meðal er Finn- ur Jónsson. Listgagnrýnendur frá stórblöðum í Evrópu, eins og „Le Figaro“ í París og „Die Zeit“ í Hamborg nefna Finn sérstaklega meðal fárra af sýningunni í Strassborg og lofa hann mjög. Er hann þar nefndur í hópi þekktustu iistamanna heims. í „Le Figaro“ skrifar Jeannine Warnod til dæmis: „Á þessari sögulegu sýn- ingu, þar sem saman eru komin 222 verk, stöndum við frammi fyrir safni af verkum, sem eru með líku svipmóti, og mynda því sterka heild, en þó eru þarna lístamenn, sem skera sig úr þessum þremur listastefnum („expressionismi", „Kon- struktvismi“, ,,surreali%ni“). Til dæmis Klee eða Kan- dinsky, sem eru í senn skáld legir og töfrandi, ýmist „abstrakt* eða „figurativir"; Léger, sem auðjáanlega legg ur mikla áherzlu á flötinn; fslendingurinn (Finnur) Jóns son, „konstruktivisti", en þó mannlegri; Magnelli, sem er jafnstrangur i myndbygg- ingu sinni og Ozenfant, sem ekki á verk á þessari sýn- ingu; Gromaire, sem er „ex- pressionisti" i Cézanne-stil; Nicholson, Werkmann og fleiri brautryðj endur, sem hú eru að falla í gleymsku U Og Helmut Schneider seg- ir í „Die Zeit, eftir að hafa nefnt listamenn eins og Salva dor Dali, Shrimpf Max Ernst, Karlo Mense, Braque, Chagall o.fl. að það veki traust að vita, að einnig ís- landi eigi mjög virðulegan Framhald á bls. 21 EJÖRIK , „ FERÐAFEL AGcAR KASSETTUTÆKI FRÁ PHILIPS 1. EL 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki, 2. N 2202 —„DE LUXE" rafhlöðu kassettu ségulbandstæki 3. N 2204 — ráfhlöðU/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — „DE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvítað 4 gerðir, svo þér getið valið rétta ferða- . félaganrt tiil að hafa með, hvert sem yður herttar. Lrtið við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. HEIMiLISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 STAKSTEINAR Hafið yfir dægurþras SVERRIR Hermannsson, sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Austurlands- kjördæmi, ritar forystugrein í nýtt tölublað af Þór, málgagni Sjálfstæðismanna á Austurlandi. Þar segir Sverrir Hermannsson: Engum blandast hugur um, að íslendingar eiga afkomu sína og efnahagslegar framfarir fyrst og fremst undir því komið, að þeim takist að nýta fyrir sig eina fiskistofnana í sjónum umhverf- is landið. Um ófyrirsjáanlega framtíð mun það verða aðalundirstaða íslenzks þjóðarbúskapar. Þess er að vænta, að íslendingar beri gæfu til þess að standa samati sem einn maður í sókn til sigurs í því mikla lífshagsmunamáli þjóðarinnar. Það mál er nauðsyn að hefja yfir pólitískt dæguxþras og sundrung í málinu, sem fylgir þvi jafnan. Ástæður eru til að ætla, að svo megi verða. Á síðasta ári var skipuð nefnd fulltrúa allra þing- flokka til að vera í fyrirsvari í þessu veigamikla máli okkar. Mikið starf hefur að undan- fömu verið unnið til undirbún- ings þessa máls. Sérstaka áherzJu þarf að leggja á allan undirbún- ing af okkar hálfu fyrir hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður á árinu 1973. Ekki mun af veita, þar sem fyrir liggur, að stórveldin í austri og vestri munu fylkja liði gegn hagsmunum íslendinga ásamt með erfðafjendum okkar, Bretum, að sjálfsögðu. Á hitt ber að líta, að við mun- um eiga marga góða Iiðsmenn t. d. Suður-Ameríkuríkin og vel- flest ef ekki öll hin svonefndu þróunarlönd. í tíma þurfum vlð að taka höndum saman við þau um sóknaraðgerðir. Skýlaus krafa Síðan segir Sverrir Hermanns- son: Ástæðulaust er fyrir okkur að örvænta um okkar hag þótt ris- arair meðal þjóða gangi í móti okkur. Brezka ljónið hefur áður sýnt okkur vígtennurnar, og er þess skemmst að minnást. Nó er hins vegar svo komið, að Bretar eru meðal þeirra þjóða, sem herj ast fvrir því, að 12 mílna land- helgi verði lögleidd. Hver skyldi hafa tróað því á tímum „þorska- stríðsins", að svo færi? Þannig breytast viðhorfin á skömmum tíma, og er þess enn að vænta, að aflsmunir fái ekki að ráða, heldur réttlætið. Krafa okkar er skýlaus: Is- lendingar eigi einir rétt til þess að nýta fiskimiðin og önnur auð- æfi hafsins umhverfis landið, ásamt með öllum auðlindum hafs hotnsins innan endimarka land- grunnsins. Um þetta höfum við sett okk- ur ein lög allir og lög þau munum við ekki sundur slíta. Að eggja íslendinga lögeggjan i máli þessu ætti að vera óþarft, þar sem líf okkar liggur við. En að fleiru þarf að hyggja. fslendingar þurfa strax að miða öll sín áform og aðgerðir við, að við náum rétti okkar. Við verð- um að sýna öllum þjóðum fram á, að við séum menn til að nýta og gæta hinna miklu verðmæta, sem við fáum í hendur. Að við séum til þess hæfari en nokkrir aðrir. Því ber hina hrýnusin nauðsyn til að leggja áherzlu á stórauknar hafrannsóknir, rann- sóknir á lífinu i hafinu, fiskimið- unum, fiskistofnunum og síðan rannsóknir á hafshotninum og þeim auðiindum, sem þar kunna að gefast.“ < <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.