Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 3

Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 3 Ömurleg lýsing Eins og menn vita hafa nng- ir Framsóknarnienn laigt til, að mynduð verði vinstri stjóm að kosningiim loknurn. Tíminn lýs- ir í gser þeim stjórnmáiaflokk- nm, sem þátt eiga að taka I slíku stjórnarsamstarfi. Blaðið segir í forystugrein: „Alþýðu- bandalagið kemur þar ekki til greina, eins og bezt sést á því, að það hefur misst þriðjung þingliðs síns á þessu kjörtíma- biii og áhrif kommúnista þar hafa enn eflzt. Enn síður kuma samtök hannibalista til greina, enda játa þau sjálf, að þau séu að því leyti í ætt við verðstöðv- unina, að þeim sé aðeins ætlað að verða til bráðabirgða," Og loks segir blaðið, að foringjar Alþýðuflokksins séu tækifæris- sinnar, sem vilji halda öllum dyrum opnum. I»essi lýsing er gefin til þess að sýna fram á, að þessir ofangreindu flokkar séu ekki vænlegir til þess að „belma stjórnmálaþróuninni að nýju inn á réttari og farsælli braut." Þrátt fyrir þetta mat Timans vilja ungir Framsóknarmenn og fleiri stjórna landi með slíku liði. Hver getur t.reyst slíkum ftokki og flokkum? Þrælaflutning arnir sama og gerðist í Auschwitz Samtal við rithöfundinn Hans Thorkild Hansen, sem les hér upp úr Þrælabókum sínum I ALLAN vetur höfum við verið að lesa upphátt Islend- ingasöginr, og svo fékk égboð um að koma hingað og lesa upp. Einhvers konar hug- skeyti hefur farið á milli sagði danski rithöfimdurinn Tbork- ild Hansen við blaðamenn í Norræna húsinu í gær, en þar las hann síðdegis npp úr síðustu bók sinni um þræla- flutningana frá Afdríku, Þrælaeyjunum". Og framhald ið les hann síðdegis á sunnu- dag. Við komu sina f fyrra- kvöld lét hann uppi ósk um að fá að sjá einn stað á Is- landi — Hliðarenda, þar sem Gnnnar bjó. Af öllum persón- um fslendingasagna hafði Gunnar vakið mesta aðdáun hans. — I*að er maður sem stendur upp úr — maður sem reyndi að vera heiðarlegur við erfiðiistu liugsanleg skilyrði sagði rithöfiindurinn. En saga hans er líka mikil ástarsaga. Hann elskaði Hallgerði og það var ólán hans. Og hann bætir þvi við ilok samtalsins, að þar sem hann skilji ekki eitt orð í íslenzku, þá sé hann þakklátur Islend- 'ingum fyrir að skilja dönsku. Það sé merkilegt að geta geng ið hér um og allir skilja dönsk una og gott að geta iesið upp fyrir fullum sal af íslending- um og vita að þeir skilja. —- t>að er stór gjöf frá íslandi til Danmerkur að þetta er svona. Ég vil segja stærri gjöf en sú sem Danir koma nú með. Meðan Thorkild Hansen var að lesa Islendingasögumar, hafði undirritaður blaðamað- ur verið að lesa bækumar hans, sem hann hlaut Norð- urlandaverðlaunin fyrir. Það era bækurnar þrjár um þræla flutningana frá Guineuströnd Afriku til eyjanna i Vestur- Indíum og þátt Dana í þeim. Þessar bækur heita Þræla- ströndin, Þrælaskipin og Þræiaeyjaraar, geyisimikil verk upp á 400 Ws. hver, og langar heimildaskrár með. — En það tók iengri tima að skrifa þær en tekur að lesa þær, sagði Thorkild Han- sen og hló við. Verkið tók hann fimm áy, sem ekki er undarlegt, þegar litið er á list ann yfir allar þær bækur og heimildarskjöl, sem hann hef ur farið í gegnum i bókasöfn- um, állar þær plantekrurúst- ir, sem hann heimsótti á eyj- unum og dönsk virki á Afr- íkuströndinni er hann leitaði uppi. En hvað var það, sem gerði það að verkum, að hann hóf slíkt verk og valdi þetta verkefni ? — Upphafið var sendiförtil Póllands árið 1965, útskýrir hann. Þá kom ég m.a. í Aus- ehwitz-fangabúðirnar, sem var auðvitað skelfileg reynsla. Þá var það einkum tvennt, sem laust niður í huga mín- um. 1 fyrsta lagi var ekki í listrænu formi hægt að lýsa því, sem hér hafði gerzt. Og hitt, að þetta var ekki bara eitthvað sem Þjóðverjar höfðu gert, heldur nokkuð sem ein manneskja hafði gert ann- ThorkiJd Hamsien. arri. Svo fór ég að spyrja sjálfan mig hvort hægt væri að taka þessa tvo þætti og glíma við þá saman. Og ég spurði sjálfan mig hvort við hefðum nokkuð þessu likt i okkar sögu. Þá hafði ég er ég vann bókina um Jens Munk, komizt i snertingu við efnið. Ég vissi um þrælaflutn- ingana, en mig gruhaði ekki umfang þeirra. Til Vestur- India höfðu verið flutt hundruð þúsunda af þrælum frá Afriku. — Og hver varð niðurstaða yðar að iokum — var þetta sambærilegt við það sem nas istarnir höfðu gert í Ausch- witz? — Já, það var það sama, svaraði Thorkild Hansen. Það varð nokkur þögn, áður en hann hélt áfram. — Óhætt er að reikna með að mennirn- ir hafi ekki batnað. Þetta er hið sama. En það ætti ekki að halda okkur frá þvi að reyna að bæta okkur. — Er það kannski eitthvað slíkt sem þér höfðuð í huga? Að fá fólk til að sjá að sér með því að draga fram það skelfiiega, sem maður hafði gerí manni áður? — Maður reytnir að rann- saka hvað það er sem veld- ur þvi að farið er að með- höndla fólk á þennan hátt, svaraði rithöfundurinn. Svona illska gerist ekki án hræsni. Menn verða að telja sér trú um að þetta sé hinum til Framhald á bls. 10 SIAKSTEIIMAR Yfirvofandi liðhlaup Fiokksþing Franisóknarflokks- ins hófst í gærkvöldi eins og kunnugt er og verður vafalaust tíðindasamt á þeim vígstöðvum. Margir hafa beðið eftir þessu flokksþingi og lyktum þess. I þeirra hópi eru m.a. Hannibalist- ar, sem gera sér alvarlegar von- ir um, að a,m.k. tveir þekktir ungir Framsóknarmenn muni ganga til liðs við þá í kosning- unum I vor og skipa efstu sæti í tvelmur kjördæmum. Þetta verður þó ekki endanlega ráðið fyrr en að flokksþinginu loknu. Hinir ungu Framsóknarmenn munu fyrst ætla að sjá hverjar vegtyllur þeim veröi boðnar á vegum Framsóknarflokksins — ef þeim verður þá boðið nokkuð — áður en þeir ganga til Iiðs víð Hannibal. En þetta yfirvofandi liðhlaup niun vafaiaiist hafa sín áhrif á gang mála á flokksþlmg- Hvar er samræmið? 1 fyrradag birtist í Þjóðviljan- um pistill, þar sem mjög var fár- azt yfir þvi að Morgunblaðið hefði skammað stjórnarandstæð- inga fyrir að stuðla að klofningi nieðal þjóðarinnar í landhelgis- málinu og taldi Þjóðviljinn, að til lítils gagns væri að sýna elm- hierja gervieiningu út á við. Þetta var tónninn i uppbafi pist- ilsins. I lok þessa sama pistils voru Sjálfstæðismenn hins vegar skammaðir fyrir afstöðu þeirra í landhelgismálinti 1958 og þar sagði: „Og þeir skerast úr leik, þegar á öllu veltur að lands- menn standi saman á örlaga- stundum.“ Sem sagt. I byrjitn er talað með fyrirlitningu um ,.gervi“einingu en í iokin er lögð j áherzía á samstöðu á örlaga- stundum. Hvar er samræniið?! Engin keSja er sterkari en veikasti hlekkMrinn. Einnig STEREO keSjan: nál—tónhöfuS—tónarmur—magnari—hálalarar. PHILIPS STEREO HiFi Inlernational keðjan tryggir yður beztu gæSi i hverjum hlekk. ÚrvaliS er meira en ySur grunar. LítiS inn cg heyrið rnuninn. ÖII tækin eru uppsett og tengd í verzlun okkar. HEIMIUSTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 SIMI: 20-4-55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.