Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971
FJÖGUR leikrit eru á fjölum
Þjóðleikhússins um þessar
mundir. í þessari viku nær
hvert leikrit heilum eða hálfum
tug, hvað sýningafjölda snertir
og er það all óvenjulegt á þetta
skömum tíma. Ég vil — ég vil
verður sýnt í 40. skiptið n. k.
fimmtudag, og eru þá eftir að-
eins 3 sýningar á leiknum. —
Ég vil — ég vil, var frumsýnt
í lok október og hefur leik-
urinn verið sýndur við mjög
góða aðsókn.
Fást verður sýndur í 30.
skiptið n.k. sunnudag og verð-
ur það næst síðasta sýning
leiksins. Leikurinn hefur vakið
óskipta athygli og góða að-
sókn. 25. sýningin á Litla Klá-
usi og Stóra Kláusi verður á
sumardaginn fyrsta. Uppselt
hefur verið á 22 sýningar leiks-
ins.
N.k. laugardag verður svo 10.
sýningin á Svartfugli Gunnars
Gunnarssonar, en leikgerðin er
sem kunnugt er eftir Örnólf
Árnason. Leikurinn var frum-
sýndur fyrir réttum mánuði.
Heilsubrunnar
t>að var meira en strekkingur,
báihvasst í hrynunum. Þegar
kom upp fyrir Rauðhólana sást
ekki til vegarins fyrir hriðar-
(kófinu, þó var eornn bjart aif degi,
en myrkrið var skammt undan,
skammdegið sat að völdum.
Sumir farþegarnir í bílnum, en
þeir voru yfir tuttugu, voru
jafnveJ uggandi um vegferðina.
Bílstjórinn var óttalaus, kunn-
ugur vegi og veðri, og hafði oft
séð hann svartari. Óttinn var
ástæðulaus, bílnum var stjórnað
af sjónfráum augum og styrkri
hendi. Vélfákurinn klauf hrið-
arsortann svo hvergi skeikaði,
og skilaði farþegum og farangri
heiiu og höldnu á leiðarenda.
Nokkrir farþeganna, þ.á.m. við
hjónin, vorum að fara til nokk-
urra vikna dvalar á Heilsuhæli
Náttú rul ækni.ngafélags ísJands í
Hveragerði. Við væntanlegir
dvalargestir vorum boðnir vel-
komnir, í blómskreyttu anddyri
hælisins. Hlýjar móttökur á
ókunnum stað eru gestum gulli
betri. Or and-dyrinu vorum við
leidd um uþpljómaða ganga til
ibúðarherbergja, er okkur hafði
verið úthlutað. Ibúðarherbergin
eru rúmgóð, búin öllum þægind-
um, auk svefnbeðanna: borð,
stóiar og þvottaskál. Við fyrstu
sýn var ljóst að hér var þreytt-
um gott að hvíiast, og njóta
kyrrðarinnar. Á borðinu er út-
varpstæki, í gegnum það
er hægt að kalla íbúana í síma,
eða til annarra erinda, þegar
með þarf. Biblía, með stóru letri
er í hverju herbergi. Sýnir það
hvers vernd hælið er falið og
hverjum þar ber að þjóna.
Eftir stvmdar hvíld gengum
við á fund yfirlæknisins, Björns
L. Jónssonar. Vorum við fyrst
mæld og vegin, hjá hjúkrunar-
konu, og síðan tók læknirinn
heiisu okkar til rækilegrar at-
hugunar, og gerði ráðstafan-
ir um meðferð í heilsu-
bótadeildum hælisins._
Þegar gengið var til kvöld-
verðar, voru sumir, nýkomnir
dvalargestir nokkuð uggandi
um að þeim mundi ekki falla
matur, sem að mestu væri sótt-
ur í jurtaríkið, hvorki kjöt eða
íiskur. En brúnir lyftust, þegar
að matborðinu var komið, þar
blöstu við margir gimiiegir
réttir, er úr mátti velja, og svo
lystilega framreiddir að boðlegt
var hverjum sælkera af kon-
unga kyni. Flestir voru réttim-
ir gerðir úr sannkölluðum Para-
dísar ávöxtum og margs konar
fjörefnaríkum jurtum, en á
borðum voru og hvítur matur:
mjóik, ný og súr, skyr og rjómi,
fjailagrasamjólk, heilgrjóna-
mjólk, söl og lýsi. (Lýsi er að-
eins á borðum, þegar etinn er
dögurður). Þessi al-íslenzki
matur, er sú fæða, er íslend-
ingar hafa lengst á lifað, og
fengið frá sína mestu döngun.
Mjólkin verður alltaf ein aðal-
fæðutegund manna, og neyzia
hennar mun aukast. Hins vegar
munu menn er tímar líða sælija
fæðu sína milliliðalaust í skaut
jarðargróðurs og vatna. Þá
hætta menn að heimta blóð til
eldis sér og sínum. Ræktun
landsins heldur áfram, og meiri
enn nú. island er heitt land.
Það kann að hljóma kynlega í
sumra eyrum, en er þó rétt,
verður ekki nánar skýrt í þess-
ari grein.
Hér hefur verið minnzt
á fyrsta kvöldverðinn á hælinu,
og þó réttirnir í öðrum máltíð-
um séu flestir gerðir úr sömu
efnum, þá er fjölbreytni mikil
og þeir svo vel gerðir og smekk-
lega fram reiddir, að hverjum
heilbrigðum manni hugnast vel,
og getur vart kosið sér annað
betra.
„Maturinn er mannsins meg-
in." Þetta er stjórnendum
Heilsuhælisins vel ljóst, og þá
jafnframt að fæðan verður að
fullnægja heilsufarslegum kröf-
um líkamans, annars veldur
hún hrörnun og heilsubilun fyr-
ir aldur fram. Það er staðreynd,
sem ekki verður véfengd, að nú-
tíma matreiðsla, þegar mest er
haft við um matargerð þver-
brýtur hollnustu náttúrulegra
fæðutegunda. Hveiti og hrís-
grjóri er svift næringar- og
lífefnarikustu hlutum sinum, og
síðan jafnvel blönduð ann-
arlegum efnum. Sýkurinn er vél
unninn úr jurtaríkinu og á
þann hátt gerður óhæfur til
neyzlu, enda súpa margir af því
seyðið, svo mætti langan lista
gera. Á heilsuhælinu í Hvera-
gerði eru korntegundirnar not-
aðar eins og þær koma óspillt-
ar af jörðinni. Sykur er ekki
notaður, nema lítið eitt hrásyk-
ur. Líkaminn fær fullnægingu
af sykri í mjólk og ávöxtum.
„Maðurinn lifir ekki af brauði
einu sarnan." Þetta sígilda spak
mæli getur átt við bæði efnið
og andann, enda störf sálar og
líkama svo samslungin, að ef
annað þjáist þá liður hitt. Þó
dæmi finnist um hið gagnstæða
eru þau ekki algild. Hvort
tveggja er og, að einstaklingar
er heilsuna missa taka út þján-
ingar, er sennilega hefði mátt
hindra, og samfélaginu er glöt-
uð starfsorka þeirra, er annars
hefðu getað ávaxtað sitt pund
hundraðfalt. Þetta er forráða-
mönnum hælisins Ijóst, og því
hafa þeir sett í stefnuskrá fé-
lagsins: „Ljós, loft, vatn, hollur
matur, hreyfing, hvíld." Hæl-
ið og vistin þar er og grundvöll-
uð á þessarri Stefmiskrá. Þsur er
ekki láíið sitja við orðiin tóm.
Tvær laugar eru við hælið, svo
haglega fyrir komið, að þrjár
áimur hússins veita þeim skjól,
en sér veggur á eina hlið. Önn-
ur laugin er allstór sundlaug,
en hin er minni f»g grynnri, ætl-
uð ósyndum, er þar geta buslað
og endumært sig í heitu vatni.
1 þeirri laug eru setbekkir und-
ir yfirborði vatnsins, svo hægt
er að hvílast eftir buslið og
baxið við sundtökin, sem ekki
náðust. Þarna er náðugt að sitja,
láta fætur og arma fljóta á hita-
uppstreyminu. Minnast gjarnan
Snorra i Reykholti, er fyrstur
Islendinga byggði setlaug á Is-
landi. Sennilega hefði Snorri,
vegna heilsuræktar sinnar náð
yl*'' ■* , ^ , -
%&■<¥•* * p,-
V
/ y.V »
^ í'itiJu'jjí ■
Heilsuhæli NLFÍ i Hveragerði
Málverk af Jónasi Kristjánssyni
háum aldri, ef Gissur hefði ekki
gripið fram í, og fornbókmennt-
ir okkar auðgazt af rnörgum
dýrgripum sannfræðilegra bók-
mennta. Þetta er orðin önnur
saga en ætlað var.
Áður en farið er í laugarnar
verða menn að þvo sér rækilega
úr sápuvatni, sturtu, er það gert
í baðálmunni bak við laugarn-
ar. Þegar stigið er upp úr, fá
menn sér heilsusamlegan sprett
kringum laugamar.
1 leikfimissal hússins, sem bú-
inn er mörgum leikfimistækjum,
ágætum liðkunaráhöldum, geta
dvalargestir fengið ágætar hreyf
ingar innanhúss, þegar veð-
ur hamla útivist.
Auk þessa, er hér hefur nefnt
verið, fá dvalargestir margs kon
ar meðferð, eftir læknisráði,
hver við sitt hæfi. Til þess er
m.a. haft: nudd, strokur, stutt-
bylgjur, hljóðbylgjur, kolboga-
ljós, kerlaugar, heitar og kald-
ar, og leirböð, sérstaklega fyrir
gigtveika. Af þessari stuttu frá-
sögn má marka, að bæði ung-
um og öldnum er hollt að dvelja
á hælinu. Ungir læra þar heilsu-
samlega lifnaðarhætti, og end-
urtiæfa sig, ef þess er þörf. Þeir
öldnu fá dásamlega hvild og
hressingu, yngjast jafnvel, sem
svarar áratugum. Margir hafa
fengið mikla bót meina sinna.
Þess má þó ekki vænta að ailir
likamskvillar verði þarna þurrk
aðir út, eða eilin ytfirbuguð að
öllu.
1 allrúmgóðri setustofu geta
dvalargestir skemmt sér við tafl
og spil, lestur bóka og blaða,
eða rabbað við náungann.
í matsalnum safnast fólk-
ið saman til að horfa á sjón-
varp, þeir, sem það kjósa. f mat-
salnum fara og fram kvöldvök-
ur. Þar eru flutt erindi, lesnar
sögur, sungið o.fl. þess háttar.
Föndurstofa er og rekin
í hælinu.
Þögn heitir eitt herbergið í
húsinu. Það er kapelia
fagurlega búin. Kristsmynd er á
altari, svo og skrautbund-
in Biblía. Gluggi er mynd-
skreyttur. Þarna geta trúaðir
átt þögla bænastund með Guði.
Reykingar eru stranglega
bannaðar í öllum vistarverum
hælisins, nema einni, það er
turnlaga salur, er til þessa eins
var byggður utanvelt við eina
álmu hússins, áfastur með gangL
Þama er þéttsetið að loknum
máltíðum. Dvalargestir kalla sal
inn Syndina, líklega réttnefnL
Verða stundum úr gamanmál,
þegar aðvífandi maður spyr eft-
Framhald á bls. 24.