Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 100. tbl. 58. árg. FIMMTUDAGUR 6. MAI 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jarðhrun CHICOUTIMI, Quebec, 5. \maí — AP. Mikið jarðhrun varð í St. Jean j Vianney í Quebec-riki í Kan-, ada á þriðjudagskvöld, og' myndaði jarðhrunið gíg, sem! er nm 200 metrar í þvermál | og 60 metra djúpur. Talið er i að 20 manns að minnsta kosti hafi farizt í jarðhruninu, og' 20 manna er saknað. Um 200 manina björgunar- lið er koanið á vetitvanig, en ] björgunartsitarifið gengur erf- iðlega vegna úrkocn!U og aur- bbeytu i gígnurn. Einn björg- unarmannia ffliaug yfir svæðið , í þyrlu, og sagði hann að þrjú hús væru uppistiandandi' á botni gígisins, en ekki er | vitað hvort þau eru manndaus. Tilræði við Króata Vestur-Berlín, 5. maí NTB. FORYSTUMAÖUR útlaga frá Króatiu, Branomir Jelic, og ritari hans særðust er sprengja sprakk framan við læknisstofu hans í brezka borgarhverfinu í Berlín í dag. Sprengju hafði verið koniið fyrír á gangstéttinni við dyrn- ar að skrifstofunni og sprakk þegar Jelic og ritarinn voru aðeins í eins metra f jarlægð. Ritarinn þeyttist í loft upp, en hlaut aðeins smáskrámur. Jel ic mun hafa slasazt meir. Jelic er ritstjóri blaðs sem berst gegn Tító og fyrir að- skilnaði Króata. Talsmaður króatískra útlaga hélt því fram að júgóslavneska leyni- lögreglan stæði á bak við til- ræðið. Jelic var sýnt svipað tilræði fyrir nokkrum árum, en sakaði ekki. Sakaður um njósnir MOSKVU 5. maí — AP. Moskvublaðið „Eiteraturnaya Gaz eta" sakaði í dag menningar- máladeild bandariska sendiráðs- ins í Moskvu um njósnir gegn Sovétríkjunum og tilraunir til að fá bandaiiska þatttakendur i menningarsamskiptum tll þess að stunda njósnir. Menningar- Framhald á bls. 3. Við komuna til Arlanda-flugvallar í gær. Svíakonungur tekur á móti forseta Islands. 1 baksýn eru Bertil prins og Karl Gustav krónprins (vinstra megin) og Ove Ljung hershöfðingi (til hægri) Forsetahjónin færðu Svíum sumarveðrið Kvöddu Noreg þakklátum huga og komu til Stokkhólms síðdegis í gær „VIÐ hjónin höfum fengið mJög ágætar viðtökur hér í Noregi, fyrst og fremst hjá konunginum og konungsf jöl- skyldunni og ríkisstjórn, en einnig hjá öllum þeim, sem við höfum hitt. Við höfum verið mjög heppin með veð- ur; það hefur verið sólar- birta yfir öllu, og andi sól- skins í öllu viðmóti í okkar garð. Við kveðjum Noreg þakklátum huga", sagði for- seti fslands, herra Kristján Eldjárn við Morgunblaðið þegar opinberri heimsókn ís- lenzku forsetahjónanna í Nor egi lauk í dag. Síðasta degi Noregsheimsókn arinnar var varið í heimsókn í norska heimavarnairsaxhið á Akershus í Osló, en þarna er sýnd í máli og myndum barátta Norðmanna gegn Þjóðverjum á árunum frá 1940 til 1945. Safn þetta var fyrst opnað fyrir um ári. Lét forsetinn þau orð falla að loikinni skoðunartflerð um safn- ið að sér þætiti mikið til safns- ins koma. Að loknum hádegisverði í kon ungshöllinni var svo ekið út á Fornebu-flugvöll. Á flugvellin- um kvöddu forsetahjónin og fylgdarlið þeirra Ólaf V. Nor- egskonung, Harald krónprins og Sonju krónprinsessu, en að því loknu stigu þau um borð í áætl unarflugvél SAS til Stokkhólms. Fyrstu opinberu heimsókn for setahjónanna íslenzku til Nor- egs var lokið. Ólafur Noregskonungur sæmdi í heimsókninni forseta fslands keðju St. Ólafsorðunnar, en stór kross hennar hafði forsetinn áð ur hlotið. Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri var sæmdur stórkrossi orðunnar, og Birgir Möller forsetaritari stórriddara- krossi með stjörnu. Forseta- frúnni gaf Noregskonungur hnífapör með smelti. Forsetinn sæmdi ýmsa aðila íslenzkum heiðursmerkjum í heímsókninni, þar á meðal Höllu Bergs sendiráðsritara í Osló og Skarphéðin Árnason skrifstofu stjóra Flugfélags íslands í Osló riddarakrossi Fálkaorðunnar. Frá Fornebu fylgdu flugvél- inmi fjórar þotur úr norsika flug- hernuim og flugu þær með henni að norsk- sænslku landamærun- um, en skömimu síðar tóku átta sænskar herþotur við og fylgdu Framhald á bls. 3. Rogers ræðir við Egypta KAÍRÓ 5. maí — AP, NTB. William P. Bogers, utamikisráð- herra Bandarikjanna, hélt áfram í dag viðræðiun sinum i Kairó við Mahmoud Biad, utanrikis- Ný gjaldeyriskreppa? ? Víðtækar afleiðingar ráðstaf ana Vestur - Þjóðver ja vegna dollaraflóðsins Bonn, 5. maí. NTB—AP. NÝ gjaldeyriskreppa virSist skollin yfir á Vesturlöndum eftir ákvörðun Vestur-Þjóð- verja að loka kauphöllum fram á mánudag og stöðva viðskipti með dollara. Seðlabankar í mörg- um öðrum Evrópulöndum hafa farið að dæmi Vestur-Þjóðverja til þess að hamla gegn spá- kaupmönnum, sem vonast til að geta knúio fram gengislækkun dollarans og hækkun á gengi vestur-þýzka marksins. I»ess vegna hafa þeir selt dollara og keypt vestur-þýzk mörk til þess að tapa ekki á hugsanlegri geng- islækkun dollarans, en græða á hugsanlegri gengishækkun marksins. í Washiington sagði banda- ríslki fjármálaráðherrann, John B. Connally, að gerðar yirðu ráðstafanir til þess að treysta stöðu dollararas, en ©ngar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á geng- isskráningu hana, enda væri það ekki nauðsynlegt. Connally sagði í yfirlýsingu að ef niauðsynlegt reyndist, væri bandaríiska stjóm- in reiðubúin að leggja firam við- bótarfé á dollaramarkaðinn í Evrópu og veita erlendum seðla- bönkum aðstoð við viðeigandi fjárfestingar. Þetta staðfestir að Bandarfkjastjom imuni bráðlega bjóða evrópskum bönikum sér- stök skuldabréf til þess að grymnlka á umfrarnibirgðum þeinra af dollurum. Firanski seðlabamkinn heldur áfram að styðja dollaranin og veitist það léttar en mörgum Framhalð á bls. 21. ráðherra Egypta, og ræddi einn- ig við Mahmoud Fawzi forsætis- ráðherra um möguleika á opnun Súez-skurðar og gagntillögur Israelsmanna. Á morgrm ræðir Rogers við Sadat forseta. Hann reynir að fá Egypta til að gera nákvæma grein fyrir þeim skll- málum, sem þeir setja fyrir opn- un skurðarins. Rogers sagði um viðræðurnar í dag, að þær hefðu verið jákvæðar og gagnlegar, en egypzkur talsmaður sagði, að þótt viðræðurnar væru „skref i friðarátt", myndu Egyptar „ekki gera tilslakanir". Anwar Sadat forseti hefur sagt, að Bgyptar hafi ekki áhuiga á timögum Israela um opnun Súez-slkurðar, sem talið er að Rogers hafi lagt fyrir egypzka ráðaimenn, en vi'lji fá Banda- rikjamenn til þess að gera ná- kvæmari grein fyrir afstöðu sinni. Yfirlýstur tilgangur heim- sóJcnar Rogers er að stuðla að opnun Súez-skurðar og auka möguleika á gerð varanlegs frið- arsáttmála, en IWar horfur eru Framhuld á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.