Morgunblaðið - 08.05.1971, Síða 2

Morgunblaðið - 08.05.1971, Síða 2
2 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 » » Norðurlandsf jórðungur: Vertíðarafli um fjórð- ungi meiri en í fyrra UM síðustu mánaðamót höfðu borizt 12.980 tonn af fiski á land til hafna á Norðurlandi frá því um áramótin. Á sama tíma í fyrra var aflinn sem barst til Norðurlandshafna 9.355 tonn, eða 3,655 tonnum minni afli en í ár. Áður hafa verið birtar heild artölur yfir afla í Austurlands- fjórðungi og aflann sem barst á land í verstöðvum á veiðisvæð inu frá Höfn í Hornafirði til Stykkistiólms fyrstu fjóra mán- Kiðafelli í Kjós, 7. mal. MILLI 40 og 50 bílar töfðust við brúna yfir Kiðafellsá í Kjós er tveir bílar lentu í árekstri á Alltaf uppselt á Zorba GEYSILEG eftirspurn er eftir aðgöngumiðum á söngleikinn Zorba i I>jóðleikhúsmu. í þvi sajmbandi má geta þess að á ein- um degi i þessari viku munu hafa selzt um 16—17 hundruð að- göngumiðar á leikinn. Uppselt hefur verið á öllum sýningum og er lelknum mjög vel tekið af leikhúsgestum. Á FUNDI borgarstjórnar sl. vet- ur bar Steinunn Finnbogadóttir fram ásakanir um, að vistmenn í Arnarholti væru beittir refs- ingum og rekstri heimilisins væri í ýmsum atriðum ábóta- vant. TTm þessar staðhæfingar spunmist siðan nokkur skrif í blöðum. Heillirigðismálaráð skip aði 26. febniar sl. nefnd lækna til að kanna þessar staðhæfing ar. í áiiti nefndarinnar kemur fram, að engar sannanir hafa fengizt fyrir þessum ásökumim. Nefndin telur þvi, að framkomn- ar ásakanir krefjist engra frek- ari aðgerða gagnvart einstökum aðQum. Nefnd þessa skipuðu læknarn- ir: Árni Bjömsson, Gunnlaugur DIMMVIÐRID að undanförnu hefur orðið tii þess að tómat- ar koma heidur í seinna lagi á markaðinn í ár. Má gera ráð fyr- Ir þvi að ísienzkir tómatar komi á markaðinn um næstn mánaða- mót samkvæmt upplýsingiim frá Sölufélagi Garðyrkjumanna. Verð ur verð þeirra svipað og í fyrra, eða um 150 kr hvert kg. Gúrkumar komu á markað- inn í marz sl. Var það á svip- uðum tíma og venjúlega en hins vegar var magnið minna en uði ársins. Á Austurlandi var aflinn orðinn 10.223 tonn en var á sama tíma í fyrra 8.605 tonn, en aflinn, sem barst til vefstöðva frá Höfn að Stykkis- hólmi frá jan. til loka apríl var 131.926 tonn en var á sama tíma í fyrra 184.715 tonn. Heildartölur yfir aflann, sem barst til Vestfjarðahafna á tíma bilinu frá janúar til aprílloka liggja fyrir eftir helgina. hrtinni um miðjan dag f dag. Engin slys urðu á mönniim við áreksturinn, en bílamir skemmd ust nokkuð. Nánari tildrög voru þau að Taunus-bifreið frá Akranesi var að aka niður brekkuna sem ligg ur að brúnni er hemlar bifreið- arinnar biluðu, með þeim afleið ingum að hún gat ekki dregið úr hraðanum I tæka tið og ók utan i Dodge bifreið úr Reykja- vik sem kom á móti yfir brúna. Bifreiðarnar skemmdust á hlið- unum en engin slys urðu á mönn um eins og áður segir. Lögregl- an kom á staðinn, en ÖII um- ferð um brúna stöðvaðist I um það bil 45 mínútur. — Fréttaritari. Snædal og Halldór Steinsen. Nið- urstöður nefndarinnar koma fram í fundargerð heilbrigðis- málaráðs frá 30. apríl sl. Af- greiðslu fundargerðarinnar var hins vegar frestað á fundi borg- arstjórnar 6. maí sl. Bókun heil- brigðismálaráðs um þetta efni er svohljóðandi: „Lagt fram álit nefndar, sem falið var að kanna hagi Vist- heimilisins Arnarholts. Heil- brigðismálaráð fellst á niður- stöður nefndarinnar svohljóð- andi: „Heiíbrigðismálaráð sam- þykkti á fundi sinum þann 26. febrúar 1971 að láta framkvæma könnun á réttmæti þeirra ásak- ana, sem höfðu verið bornar venjulega sem einnig stafar af dimmviðrinu. Samkvæmt upplýs ingum Niels Marteins hjá sölu- félaginu er ekki nóg að hlýtt sé í veðri síðustu vikurnar áður en grænmetið fer á markaðinn held ur verður eirmig að vera sól- skin, en það hefur brugðizt á þessu vori. Auk gúrknanna hefur sölufé- lagið sent selju og salat á mark- aðinn og gulrætur úr gróðurhús- um koma um næstu mánaða- mót. Þorgeir Sveinbjarnarson MORGUNBLAÐINU bárust í gær þrjár nýjar bækur frá Al- menna bókafélaginu, Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson, Is- lenzk nútímaljóðlist, eftir Jóhann Hjálmarsson og Vísur jarðarinn- ar, ijóðabók eftir Þorgeir Svein- bjarnarson. — Er frágangur allra þessara bóka til íyrirmynd- ar. SVARTFUGL Fá eða engin eru þau sakamál Lsienzk frá liðnum öldum, er í minni þjóðarinnar hafi yfir sér hrikalegri harmsögublæ en hin svonefndu Sjöundármorð, sem áttu sér stað árið 1802 á einu afskekktasta kotbýli þessa lands, á innanverðum Rauðasandi í Barðastrandarsýslu. I raun er því líkast sem hinn dimmleiti ör- fram á borgarstjórnarfundum og i einu dagblaðanna um rekst- ur Vistheimilisins Arnarholts. Fól ráðið læknunum Áma Björnssyni, Gunniaugi Snædal og Halldóri Steinsen að gera þessa athugun. Ritari nefndar- innar var ráðinn Ingólfur Hjart- arson hdl. Hélt nefndin 9 fundi og yfir- heyrði 24 aðila, núverandi eða fyrrverandi starfsfólk Amar- holts, þar af 8 aðila, sem Stein- unn Finnbogadóttir, borgarfuíll- trúi óskaði sérstakiega eftir að væru yfirheyrðir og fékk hún að vera viðstödd yfirheyrslu þessara 8 aðiia. Að öðra leyti fóru yfirheyrslur fram fyrir luktum dyrum. Ásakanir, sem voru bornar fram á borgarstjóm arfundum og í einu dagblaðanna og þær ásakanir, sem komu fram við yfirheyrslur, beindust að eftirfarandi atriðum í rekstri Vistheimiiisins: 1. Framkomu við vistmenn. 2. Meðferð vistmanna. 3. Aðbúnaði vistmanna. 4. Starfsfóiki. Kannaði nefndin ofangreind atriði í rekstri heimilisins, auk þess að athuga sérstaklega þær ásakanir, sem beindust að ákveðnum atburðum. Á grundvelli þeirra upplýsinga, er nefndin aflaði sér, telur nefnd in að engar sannanir hafi feng- izt fyrir þeim ásökunum, sem fram hafa verið bornar á opin- berum vettvangi eða fram komu við yfirheyrslur nefndarinnar. Telur nefndin, að framkomn- ar ásakanir krefjist engra frek- ari aðgerða gagnvart einstökum aðilum. Árni Bjömsson, Gunnlaiigiir Snædal, Halidór Steinsen.““ Jóhann Hjáimarsson lagavaldur, er þar hafði leik- stjórn á hendi, hafi að yfirlögðu ráði og rökvisu vandlæti sett þennan harmleik á svið og ekki aðeins kosið honum það um- hverfi, sem eitt hentaði, á sæ- brattri strönd og brimsorfinni, undir gneypum fjöUum, heldur skipað það heilu mannfélagi í hnotskum, sem í einangruðum heimi heyr sína örlagaglímu við ytri og innri máttarvöld. Það er þessi saga um ástir og harmkvæli Bjama og Steinunn- ar á Sjöundá, sem Gunnar Gunnarsson hefur tekið til með- ferðar í hinni frægu skáldsögu sinni, Svartfugli. Orkar það ekki tvimælis, að hún er eitt áhrifa- mesta skáldritið í islenzkum bók- menntum og í meðvitund alls ál- mennings er hún löngu komin í flokk hinna sígildu öndvegisrita. Það getur því ekki talizt vansa- laust, ef ekki er séð fyrir því, að slíkt rit sé að jafnaði tiltækt á bókamarkaði, en þar hefur Svartfugi verið ófáanlegur um skeið. Nú hefur hins vegar Al- menna bókafélagið bætt úr þessu með vandaðri útgáfu hinn- ar vinsælu skáldsögu, sem þar á ofan birtist nú í fyrsta sinn með íslenzkum þýðingartexta sjálfs höfundarins. Gunnar Gunnarsson hefur sjálfur lýst þvi, hvernig hug- 1 GREIN í Þjóðviljanum 6. maí sl. er látið að því liggja, að óreiða sé í fjármálum Rann- sóknaráðs ríkisins, og jáfnframt að látið sé dragast að halda fund i ráðinu um þetta málefni. í þessu sambandi er rétt að taka fram eftirfarandi. Skömmu fyrir síðustu áramót lagði einn af meðlimum Rann- sóknaráðs rikisins, dr. Þorsteinn Sæmundsson, fram athugasemd- ir við reikninga Rannsóknaráðs fyrir árið 1969. Með tilliti til þessa var þess farið á leit við ríkisendurskoðunina, að nákvæm athugun yrði gerð á reikningum ráðsins. Athugasemdir rikisend- urskoðunar bárust 25. janúar 1971. Þeim var svarað með ítar- legri greinargerð innan þess tíma, sem tilskilinn var, og enn- fremur var orðið við beiðni rík- isendurskoðunarinnar um nokkr ar viðbótarupplýsingar. Framkvæmdanefnd Rannsókna ráðs ríkisins hefur að sjálfsögðu fylgzt nákvæmlega með öllum atriðum málsins. Samkvæmt bókun á fundi nefndarinnar 24. marz sl. voru nefndarmenn á einu máli um það, að athugun ríkisendurskoðunarinnar hafi leitt i ljós, að um misferli er ekki að ræða í f jármálum Rann- sóknaráðs. Gunnar Gunnarsson fráAB myndin að Svartfugli varð til og þróaðist með honum á löngu árabili. Vorið 1913 kom hann til Reykjavíkur og átti þá stund- um leið framhjá Steinkudys á Skólavörðuholti, og seinna um sumarið fór hann með skipi norður um land, en þá var það á leiðinni vestur með Barða- strönd, að einhver benti honum á „húsaþúst í grónu túni innar af Skorrarhliðinni, æðispöl frá sjó. Það var Sjöundá." Og enn segir Gunnar: „Þó skömm sé frá að segja, varð mér of star- sýnt á þennan litla, græna blett í brattri hlíð, umleikinn einhverj- um þeim munaðarlausustu minn- ingum, er á Fróni eiga heima, til þess að ég veitti Saurbæ og Rauðasandinum yfirleitt athygli, sem vert hefði verið. Enginn tún- skiki er svo aumur, að sólbros sóleyja og fífla á vordegi geri hann ekki að unaðsreit, einkum ef umhverfið er nógu óhrjálegt. Ekkert mannlíf, sem sögur fara af, er svo aumt, að af því stafi ekki geislar einhverrar tegund- ar. Því hafði slegið niður í mér, er ég leit heim að Sjöundá og minntist Steinkudysjar, að þarna væri írásagnarefni fyrir mig. Þessa sögu mundi ég geta sagt. Ekki nákvæmlega eins og hún gerðist — það er aldrei hægt. En ég mundi geta sagt hana eins og hún hefði getað gerzt. Ef mér heppnaðist vel, mundi ég meira að segja geta sagt hana Framhald á bls. 15. Athugasemdir hafa hins veg- ar verið gerðar við einstök fram- kvæmdaatriði, einkum form- festu í bókhaldi og meðferð mála, sem þarfnast samþykkis ráðuneytis. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að úr slíku verði bætt, þar sem þörf kann að vera, og fylgt öllum þeim reglum, sem opinberum stofn- unum eru settar hverju sinni. Að sjálfsögðu mun fjallað um þetta mál á fundi Rannsókna- ráðs. Til þess hefur ekki enn gefizt tækifæri, enda erfitt fyrr en lokagreinargerð frá ríkisend- urskoðun liggur fyrir. Er þess vænzt, að svo geti orðið á næsta fundi ráðsins, sem verður hald- inn einhvern næstu daga. Að lokum vil ég taka fram, að sjálfsagt er að veita allar eðlilegar upplýsingar um fjár- mál Rannsóknaráðs ríkisins og aðra starfsemi ráðsins, eins og vera ber af opinberum stofnun- um. Er blaðamönnum velkomið að leita til skrifstofu ráðsins um slíkt og ætti þá að vera óþarft að fara með órökstuddar get- sakir. Virðingarfyllst, Steingrimur Hermannsson, framkvæmdastjðrí Rannsókna- ráðs ríkisins. Árekstur á brú — tafði um 50 bíla Arnarholt: Ásakanir höfðu ekki við rök að styðjast Staðhæfingum Steinunnar Finnbogadóttur hnekkt Tómatar og gulrætur - koma á markaðinn í maílok 3 nýjar bækur Svartfugl, íslenzk nútímaljóð- list og Vísur jarðarinnar Athugasemd frá f ramkvæmdastj óra Rannsóknaráðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.