Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. RÁÐHERRAFUNDUR EFTA í deiglunni: Samvinna frjálsra Evrópuríkja EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON Á ÞRIÐJUDAG hófust í Brjissel úrslita viðræður milli Bretlands og Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) um skilyrðin fyrir aðild Breta að bandalaginu. í dag hefst svo í Reykjavík ráðherrafundur Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og í þessari viku koma utanríkisráð- herrar Efnahagsbandalagsríkjanna sex saman til nýs fundar í París sem verður innan ramma svonefndrar „Davignon“-áætlunar, er hefur sam- ræmingu utanríkismála aðildarríkj a EBE að markmiði gínu. Það er því framtíðarsamvinna frjálsra ríkja Evr- ópu, sem öðru fremur setur svip sinn á alþjóðamál í þessari viku. Evrópudaginn í síðustu viku gat því naumast borið upp á heppilegri tíma, þegar samvinna Evrópuríkja er svo mjög í deiglunni. Það vantaði ekki heldur í tilefni Evrópudagsins á hátíð- legar brýningar um samstöðu og sam- vinnu Evrópu, en það er varla unnt að halda því fram, að hjá sjálfum þjóðum Evrópu ríki nú öðru fremur „ástin til sameinaðrar Evrópu“. Slík tilfinning var vafalaust ríkust fyrstu árin eftir stríð, en er mun minni nú. í skýrslu þeirri, sem utanríkisráð- herrar EBE-ríkjanna sex sömdu eftir sinn mikilvæga fund í Haag í desem ber 1969, segir m.a., „að raunhæfra ráð stafana sé þörf til þess að gera það öll um heimi ljóst, að Evrópa hafi póli- tíska köllun“. Þar er því haldið ákveð ið fram, að aukin samvinna Evrópu- ríkja geti einungis átt sér stað með út færslu EBE. Á þessum fundi var því lagður grundvöllur að þeirri útfærslu bandalagsins, sem nú er unnið að og án Haagfundarins hefðu inngönguumsókn ir Breta, Norðmanna, Dana og íra í bandalagið nú sennilega aldrei komið til. Það, sem í raun og veru gerðist, var að opinberlega tókst að yfirvinna and stöðu Frakka við útfærslu EBE. En þrátt fyrir þetta hefur það síðan verið allt annað en auðsótt mál að færa EBE út, hvort sem það voru utanað- komandi ríki, sem kepptu að því að ganga í bandalagið eða það voru ríki innan þess, sem vildu færa það út, fyrst og fremst með aðild Bretlands. Fyrr og síðar hefur fyrirstaðan einkum verið hjá frönskum stjórnvöldum og svo hef ur oft virzt, sem frönsk stjórnvöld væru nú sem áður andvíg aðild Bretlands fyr irfram, enda þótt þau hafi neyðzt til þess að samþykkja að taka umsókn Breta til greina. Fortíðin kann líka að ýta undir órök studda tortryggni á báða bóga. Við stofnun EBE árið 1957 var Bretlandi boðið að gerast aðili að bandalaginu. Bretar gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu boðinu. Þessu hefur ekki verið gleymt í aðalstöðvum EBE. Árið 1963 sóttu Bretar í fyrsta sinn um inngöngu. Þá var það de Gaulle forseti, sem beitti neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Æ síðan hefur það legið á orði, að í reynd hafi franska stjórnin engan á- huga á, að Bretland verði aðili að EBE. Þegar sá, sem þetta skrifar, kom í að alstöðvar EBE í Brússel í vetur, var það alltaf viðkvæðið hjá starfsmönnum Efnahagsbandalagsins sjálfs, að það væri skýr vilji frönsku stjórnarinnar, að Bretar fengju aðild að EBE svo fram arlega sem þeir fullnægðu tilsettum skil yrðum. Franska stjórnin hefði margsinn- is lýst þessu yfir. En þegar talað var við óháða blaðamenn, sem ekki voru bundnir af neinni „opinberri" skýringu í þessu efni, kvað mjög gjarnan við allt annan tón: — Franska stjórnin er eftir sem áður andvíg aðild Bretlands, var það svar, sem mjög oft var gefið, þegar þessir menn voru spurðir, hvað þeir héldu um afstöðu frönsku stjórn- arinnar. — Hún treystir sér bara ekki lengur til þess að hamla opinberlega á móti aðild Breta vegna afleiðinganna, sem gætu orðið þær, að Efnahagsbanda lagið leystist upp. Þess vegna sam- Geoffrey Rippon þykkti hún að umsókn þeirra skyldi tekin til meðferðar. En á bak við vinn ur hún jafn ákaft að því og áður, að ekkert verði úr aðild Bretlands. Magt bendir samt til þess, ekki hvað sízt nú siðustu daga, að Frakkar hafi sætt sig við inngöngu Breta í EBE. Á ráðherrafundi bandalagsins í Brússel nú í byrjun vikunnar komu fram veru- legar tilslakanir af hálfu Frakka varð- andi helztu ágreiningsefnin í samninga viðræðunum milli Breta og EBE, en þau eru öðrum fremur hlutdeild Breta í fjár framlögum Efnahagsbandalagsins, sykur innflutningur Breta frá Vestur-Indíum og hvernig fara skuli um kaup þeirra á smjöri frá Nýja-Sjálandi í framtíðinni. ítalinn Malfatti, framkvæmdastjóri EBE, sagði í ræðu í Hannover fyrir skömmu, að „þessi ágreiningsefni væru ekki óyfirstíganleg" og hollenzki utan- ríkisráðherrann Luns sagði í ræðu í Luzern í síðustu viku, að Bretland hefði þegar fyrir löngu innt af hendi mikilvægustu tilslakanir sínar. Það væri því kominn tími til, að viðeigandi tilslakanir væru gerðar á móti af hálfu EBE. Ummæli þessara manna vega að sjálfsögðu ekki jafn mikið og ef þau hefðu komið frá Maurice Schumann, ut anríkisráðherra Frakklands, en samt hafa þau verið skilin á þann veg, að nú eða aldrei skuli allt reynt til þess að finna viðunandi samkomulagsgrund- völl jafnt fyrir Breta sem EBE. Þegar Geoffrey Rippon, aðalfulltrúi Breta í samningaviðræðunum við EBE í Brússel, kemur til Reykjavíkur í dag, eins og ráðgert hefur verið, er þess að vænta, að þessi mál taki að skýraat eða hafi jafnvel skýrzt. Samningaviðræðurn ar í Brússel að þessu sinni eiga þá að vera að baki. Um árangur þeirra verð ur engu spáð hér, en hvernig sem fer, eiga þær eftir að hafa geysileg áhrif á samvinnu frjálsra ríkja Evrópu í fram- tíðinni. ¥ dag hefst í Reykjavík ráð- * herrafundur EFTA-ríkj- anna. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkur fundur er haldinn hér á landi, enda aðeins eitt ár liðið frá þvi að ísland gerðist aðili að EFTA. Það er íslendingum mikið ánægju- efni, að þessi fundur er hald- inn hér. Hann gerir hvoru tveggja í senn að efla skiln- ing Íslendinga á þýðingu Frí- verzlunarsamtaka Evrópu og að auka áhuga ráðamanna í öðrum aðildarríkjum EFTA á málefnum íslands. Þessi ráðherrafundur er haldinn á miklum tímamót- u-m í viðskiptasamstarfi Evr- ópuþjóða. I dag kemur beint frá Briissel sá ráðherra í ríkisstjóm Bretlands, sem hefur með að gera samninga- viðræður við Efnahagsbanda- lagið en síðustu þrjá daga hefur umtalsverðum áfanga verið náð í samningaviðræð- um Breta og Efnahagsbanda- lagsins. Ríkir nú meiri bjart- sýni en áður um, að samn- ingar takist um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Fari svo, að samkomulag ná- ist milli Bretlands og Efna- hagsbandalagsins er líklegast, að Norðmenn og Danir gerist einnig aðilar, þótt engan veg- inn sé útséð um það. En hvað verður þá um EFTA? Þeirri spurningu svarar fram- kvæmdastjóri EFTA í sam- tali við Morgunblaðið í, dag er hann bendir á, að engu að síður þurfi að tryggja frjáls viðskipti milli EFTA-ríkj- anna og því sé einfaldast að EFTA starfi áfram, þótt þrjú meðlimaríki þess gerist aðil- ar að Efnahagsbandalaginu. Á þessu stigi er auðvitað ekkert hægt að fulyrða um úrslit mála í Brussel, en þó er augljóst, að ákvörðun verð ur tekin snemma í sumar. Þá má gera ráð fyrir, að skriður komist á samningaviðræður Efnahagsbandalagsins við þau EFTA-ríki, sem ekki hafa óskað eftir aðild en vilja tryggja viðskiptahagsmuni sína við Efnahagsbandalags- ríkin. ísland er eitt þeirra landa, sem nú þegar hafa hafið slíkar viðræður við Efnahagsbandalagið og að sjálfsögðu hefur það mikla þýðingu fyrir ísland að hag- kvæmir samningar náist. í þeim efnum er okkur mikill styrkur af aðild okkar að Frí- verzlunarsamtökunum. Þegar ráðherrafxmdur EF TA-ríkjanna er haldinn hér í fyrsta sinn er tilefni til að minnast á nokkur atriði varð- andi aðild íslands að þessum samtökum. Við íslendingar fórum okkur í fyrstu hægt í sambandi við þátttöku í við- skiptalegu samstarfi Evrópu- ríkjanna og það var áreið- anlega rétt stefna. En það var okkur jafnframt mikið fagnaðarefni hve ríkan skiln- ing önnur EFTA-ríki sýndu á sérstöðu Íslands er samn- ingaviðræður fóru fram við EFTA-löndin um aðild okk- ar. ísland hefur þegar hlotið umtalsverðan hag af aðild- inni að EFTA. Má þar í fyrsta lagi nefna Norræna iðnþróunarsjóðinn. í öðru lagi tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EFTA-ríkjanna fyrir framleiðsluvörur okkar. í þriðja lagi aukinn útflutn- ing iðnaðarvara á sl. ári og það sem af er þessu ári. I fjórða lagi má nefna það, sem ekki er minnst um vert, að EFTA-aðildin, og það, sem heinni hefur fylgt hefur gjör- breytt viðhorfum iðnaðarins til útflutningsstarfsemi. Fleiri og fleiri iðnfyrirtæki þreifa nú fyrir sér um útflutning á framleiðsluvörum sínum en sá aukni áhugi er að sjálf- sögðu fyrsta skrefið í þá átt að byggja upp íslenzkan út- flutningsiðnað. Á þeim áratug sem EFTA hefur starfað hafa aðildar- ríkin aukið mjög viðskiptin sín á milli og við önnur ríki utan EFTA. Erfitt kann að vera að meta, hve mikið af þeirri aukningu ber að þakka EFTA-aðildinni en þó ber öllum aðildarríkjunum saman um, að þau hafi haft mikinn hagnað af þeirri aðild. Það mun einnig koma í ljós varð- andi aðild íslands. Um framtíð Fríverzlunar- samtakanna verður engu spáð að þessu sinni. Þau munu augljóslega halda á- fram starfi sínu um ófyrirsjá- anlega framtíð en aðild þriggja meðlimaríkjanna að Efnahagsbandalaginu, ef af henni verður, hefur óhjá- kvæmilega mikil áhrif á starfsemi samtakanna. Við- horfin í þessum efnum rnunu væntanlega skýrast, þegar kemur fram á sumarið og haustið. Á síðustu tveimur áratugum hefur mikil og vax- andi áherzla verið lögð á að efla frjáls viðskipti þjóða í milli og brjóta niður toll- múra og önnur höft, sem hafa háð þeim. Reynslan sýnir, að frjáls viðskipti á breiðum grundvelli leiða til batnandi lífskjara almenn- ings. Eins og nafnið gefur til kynna er hlutverk EFTA fyrst og fremst að stuðla að frjálsum viðskiptum milli aðildarríkja sinna. íslending- ar voru talsvert seinni til en aðrar Evrópuþjóðir að af- létta margvíslegum hömlum af viðskiptum við önnur lönd og innanlands. Nú hef- ur orðið mikil breyting á því síðustu 10 árin og íslending- ar vænta sér mikils af frjáls- ari viðskiptum við önmir ríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.