Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 17 Tryggja þarf f r jálsa verzlun milli aðildarríkj anna þótt þrjú þeirra gerist aðilar að EBE einfaldast að EFTA starfi áfram, segir Sir John Coulson, framkvæmdastjóri EFTA FRAMKVÆMDASTJÓRI Fríverzlunarsamtaka Evr- ópu — EFTA — er Bret- inn Sir John Coulson. Hann hefur gegnt þessu starfi um nokkurra ára skeið og er nú staddur hér á landi vegna ráðherra- fundar EFTA-ríkjanna, sem hefst að Hótel Loft- leiðum í dag. Fréttamaður Morgun- hlaðsins ræddi við Sir John Coulson á skrifstofu hans í Loftleiðahótelinu nýja í gær, en á annarri hæð í nýju álmunni hefur verið komið fyrir skrif- stofum fyrir starfsfólk EFTA og aðra þá, sem starfa í sambandi við ráðherrafundinn. Fyrsta spurningin, sem fréttamaður Morgunblaðs- ins lagði fyrir Sir John var sú, hvort þessi ráð- herrafundur yrði meðal hinna síðustu sem haldinn yrði með hliðsjón af því, að aukin bjartsýni ríkir nú um jákvæða niðurstöðu í samningaviðræðum Breta við Efnahagsbandalags- ríkin. — Nei, ég held að svo verði ekki, sagði fTamkvaemdastjói’i Fríverzlunarsamtakanna. Eft ir því sem viðræðunum við Efnahagsbandalagið miðar áfram og ríkin, sem sótt hafa um aðild, komast nær því marki að ná samningum við Efnahagsbandalagið, koma upp fleiri atriði, sem varða öll EFTA-ríkin í heild. Jafn- vel þótt allt gangi vel, mun töluverður tími líða eftir að samningar hafa tekizt og þar til þeir komast til fram- kvæmda. Á þessu tímabili verður EFTA augljóslega starfandi áfram. — En hvað verður þá um EFTA, ef samningar takast milli Breta og Efnahagsbanda lagsins og annarra EFTA- ríkja, sem sótt hafa um að- ild? — Það er augljóst, að þau þrjú aðildarríki EFTA, sem nú eiga í samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið hljóta að hætta aðild að EFTA ef og þegar sanjningar hafa tek izt. En einhvers konar fyrir komulag þarf að vera, til þess að tryggja frjálsa verzl un milli þeirra ríkja, sem fyr ir utan standa. Einfaldasta leiðin til þess mundi vera sú að EFTA starfaði áfram að- eins með færri meðlimum en nú. — Mundi ekki slík fækkun aðildarríkjanna draga mjög úr áhrifamætti Fríverziunar- samtakanna? — Áhrifamáttur EFTA þarf ekki nauðsynlega að vera svo mikill, einungis ef samtökin tryggja frjáls við skipti milli aðildarríkjanna, segir Sir John. — Hvert verður næsta skrefið í viðræðum þeirra EFTA-ríkja, sem ekki hafa sótt um fulla aðild við Efna hagsbandalagið, ef samningar Breta, Norðmanna og Dana bera jákvæðan árangur? — Næsta skrefið yrði, að stjórnarnefnd Efnahagsbanda lagsins gæfi skýrslu til ráð- herranefndarinnar um þær viðræður, sem þegar hafa far ið fram milli Efnahagsbanda lagsins og þessara aðildar- ríkja EFTA, sem nefnd voru. Jafnframt mundi stjórnar- nefndin fá umboð frá ráð- herranefndinni til samninga við þessi ríki á tilteknum grundvelli. Um leið og það umboð er fengið, mundu slík ir samningar hefjast af al- vöru við þessi EFTA-ríki og þá ef til vill næsta haust. — Hvernig teljið þér, að út litið sé í Briissel, u>m þessa- ar mundir? — Ég veit ekki, h'vað ger- ist í dag í Briissel, en þó virð ist veruleg bjartsýni ríkjandi. Ég tel að þau vandamál, sem á ferðinni eru, verði hægt að leysa. — Hver eru þau helzt? — Þar er fyrst og fremst um að ræða fjárframlag Breta til Efnahagsbandalags- ins, framleiðsluvörur Nýja- Sjálands, sykurinnflutningur frá Karabiskahafinu, sterling svæðið og fiskimálastefna Efnahagsbandalagsins. — Verða mikilvægar á- kvarðanir teknar á þeim ráð herrafundi EFTA, sem hefst hér í dag?‘ — Ég hygg að svo verði ekki. Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir ráð- herrana til þess að skiptast á skoðunum um afstöðu land- anna og þá sérstaklega til þess að hlýða á skýrslu Ripp ons um viðræðurnar í Bruss- el. — Svo að við víkjum að að ild fslands að Fríverzlunar- saimtökumum, hver árangur teljið þið hafa orðið af aðild okkar? — Eitt ár er mjög stuttur Sir John Coulson, framkvæmdastjóri EFTA í skrifstofu sinni í Hótel Loftleiðum í gær. tími, segir Sir John. Ég hygg, að viðskipti íslands við EFTA ríkin hafi aukizt á sl. ári. Engar stórvægilegar breyting ar hafa orðið, en hins vegar stöðugar framfarir. Þegar ís- land gerðist aðili, lækkuðu tollar í öðrum EFTA-ríkjum gagnvart íslandi, en hins veg ar mun ísland lækka sína tolla í áföngum. Hagnaðurinn fyrir ísland ætti því að verða örari en hjá öðrum. En þetta er fyrst og fremst spurning um að láta viðskiptin þróast milli landanna. Þá má einnig minna á Norræna iðnþróunar sjóðinn. Það er augljóst, að hann mun hafa mjög mikil áhrif og góð á iðnvæðingu ís lands, en að sjálfsögðu tekur það nokkurn tíma, áður en það kemur í ljós. — Er það venja, að ráð- herrafundir EFT A-ríkj anna séu haldnir til skiptis í hin um einstöku aðildarríkjum? — Það var venja þar til fyrir tveimur árum, er við tókum í notkun nýtt húsnæði í aðalstöðvum okkar í Genf með fullkomnum fundarsöl- um, en ríkisstjórn íslands var svo vinsamleg að bjóða okk- ur til þessa fundar hér, og ísland er nýr aðili. Þess vegna er þessi fundur haldinn hér. — Hvaða áhrif hafa gjald eyriserfiðleikarnir í Evrópu á viðskipti EFTA-ríkjanna innbyrðis og út á við? — Breytingar á gengi gjald miðla hafa augljóslega tals- verð áhrif, og nú að undan- förnu hafa orðið breytingar á gjaldmiðlum tveggja aðild arríkja EFTA, svissneska frankanis og austurríska gjald miðilsins. En á þessu stigi er ekki hægt að sjá, hver áhrif in verða af þessum breyting um. — Og að lokum? — Við erum í þeirri að- stöðu, sagði Sir John Coul son, að bíða eftir úrslitum þeirra flóknu viðræðna, sem nú fara fram. Þær hafa að mörgu leyti haft áhrif á starf semi okkar hjá EFTA, þar sem við höfum orðið að taka afstöðu til ýmissa atriða, sem upp hafa komið. Að öðru leyti heldur starf okkar áfram með eðlilegum hætti, eins og í hverju öðru við- skiptafyrirtæki, og ég lít svo á að EFTA-samtökin séu mjög þarflegt fyrirtæki, sagði framkvæmdastjóri Frí- verzlunarsamtaka Evrópu að lokum. Öngþveiti Árum saman hefur í ræðu og riti verið bent á, að gera þurfi ráðstafanir i tæka tíð, tii þess að afstýrt verði öngþveiti í hús- næðismálum eldra fólksins og þó verði alveg sérstaklega að hugsa fyrir hjúkrun og umönn- un þeirra mörgu, sem ná háum aldri, en eru einstæðingar eða aðstandendur geta ekki, af mörguxn ástæðuom, annazt í heknahúsum. Ekki hafa ráðamenn ríkis eða bæjar tekið mikið mark á þess um ábendingum og viðvörunum. Hafa þeir eflaust oftast álitið slíkt tal og skrif öfgaikennt og orðum aukið, enda hefur sára- lítið verið gert til úrbóta. Að vísu er verið að reisa hjúkrunar heimili fyrir nær 100 manns i Reykjavík, en það nær skammt, slik eru vandræðin orðin, enda eru þessi mál komin í algert öngþveiti. Ekki verður reynt í þessari grein að skýra frá áætlunum eða ráðum til úrbóta, sMkt er alliveg út í hött. Hingað til hef- ur ekkert mark verið á viðvör- unum eða ráðleggingum tekið, hvers vegna ætti nú að verða breyting þar á? Á Grund eru öll vistpláss ætið fullskipuð —• þau eru 380. I Ásunum i Hveragerði eru 110 manns hjá okkur og nokkur pláss laus á næstunni, en nú er verið að bæta 10 vistplássum við fyrir austan. Verða þessi vistpláss væntanlega ekki lengi að fyllast, ef að líkurn lætur. Verða þá vistmenn orðnir sam- tals 500 og munum við nú láta staðar numið að sinni, þar til Litla-Grund kemur. Á Hrafn- istu og Sólvangi eru ölX vist- pláss einnig fullskipuð. Þegar spurt er, hvað gera skuli í þessu vandamáli hef ég bent viðkomandi á að spyrja borgarstjórann í Reykjavik eða borgarlækni, frekar en mig. Einnig hef ég sagt fólkinu að tala við þingmann sinn eða borgarfulltrúa. Nú er komið að því, sem ég vonaði í lengstu lög að aldrei kæmi fyrir, til atgers öng- þveitis, en við fstending- ar látum flest reka á reiðanum og segjum: „Koma tírnar, koma ráð, aðeins ekki hafa neinaj- áhyggjur. Þetta lagast allt ein- hvern veginn." En nú er komið i strand og þá verður vonandi hlaupið upp til handa og fóta og tekið til óspilltra málanna, enda eru kosningar eftir nokkrar vik ur. Kosningar ættu að vera ann að hvert ár, þá myndi eitthvað lagast. Efast reyndar um það, og er ástæðan sú, að áhugann á þessu máli vantar hjá öllum þorra manna. Heimilispósturinn fer ekki vtiða, er eins konar heimiMs- blað og þess vegna skrifa ég þessa grein —- veit sem er, að sárafáir hafa skilning eða áhuga á þessum málum og er þvi til- gangslaust að skrifa um þau í stóru blöðin. Reyndar tóku þau stundum grein og grein úr Heirn ilispóstinum, en þeim hefur leiðzt þetta nöldur mitt og svo eru ritstjórarnir allir ennþá svo ungir að árum, að þegar þeir eru orðnir gamlir menn, sem ég vona að þeir verði sem flestir, þá verður þetta al-lt svo breytt og fullkomið, að þörfin fyrir elli heimiili og h j ú kr u n a rheim il i verð ur fyrir löngu úr sögunni. Þeir sjá um sig sjálfir, fyrirhyggja annarra eða umhyggja er orðin úrelt. Hvað gert verður nú, þegar tii slíks ófremdarástands er komið, veit ég sannast sagna ekki, en vona þó, að úr rætist, fólksins vegna, sem nú á i örðugleikum og veit ekki, hvað til bragðs skal taka. Liklega skipa þeir nefnd, það er oft gert — og hvað tekur svo við, það veit ég ekki. Hvers vegna eruð þér að skrifa svona svartsýnisgrein? Eruð þér að gefast upp — eruð þér að svíkjast undan merkjum? — eitthvað þessu líkt verður sagt, en svar mitt er þetta: í þrjátiu og sex ár hef ég unn ið að málum eldra fólksins og mun halda þvi áfram svo lengi, sem Mf og heilsa endast. Við höfum aukið vistplássin um tiu á ári að meðaltali, án aðstoðar borgarinnar, að frátöldum 2.471.000.00 kr. frá Reykjavíkur borg, en ríkið hefur aldrei lagt fram óafturkræft fé til fram- kvæmda okkar — happdrætti hefur aldrei verið haft tii ágóða fyrir starfsemina. Gjafir eða stuðning höfum við ekki beðið um frá almennin-gi, en einstaka sinnum hafa velunnarar lagt fram fé til styrktar stofnuninni sem kemur sér vel. Alþingi neit aði um fjárstyrk til byggingar, þegar þangað var leitað. Styrk ur frá borg og riki nam árið 1969 samtais 130 þúsundum króna, en vistdagar á Grund voru 138,646 og nam því styrkur inn tæpri einni krónu á dag fyr- ir hvern vistmann. Á siðasta ári afþökkuðum við þessa aðstoð og gerum einnig í ár. (Lóðirnar fyr ir Grund og Minni-Grund lét borgin ókeypis í té á sinum tíma, og talsvert fé safnaðist meðal almennings þegar Grund var reist). Eftir tæp tvö ár verður Grund fimmtiu ára. Höfum við í tvö ár safnað fé til þess að reisa eða kaupa húseign —- Li-tlu- Grund — og auka á þann veg nokkuð vistplássin. Litla- Grund átti um síðastliðin ára- mót inneign að upphæð kr. 348.274,70 í Búnaðarbanka Is- lands, vextir meðtaldir. Finnst Vist mörgum þetta hlægilega lít- il fjárhæð, en hún er það ekki. Fólkið, sem peningana gaf, var fæst aflögufært. Hinir mörgu, sem gátu, gáfu ekkert. Á þessu ári verður að neita mörgum þurfandi um aðstoð, og er það ekki sársaukalaust. En úr þessum vandræðum komumst við ekki, án þess að skilningur og áhugi fjöldans vakni, hve- nær það verður, veit ég ekki. Heimilispósturinn birti þessa grein í marz sl., lesendur hans eru fáir, en flestir landsmenn lesa Morgunblaðið, og þess vegna hef ég beðið ritstjóra Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.