Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1971 Jeanne Judson: NAN. iilliiii! niiiiuíl C OOOOOO OOOOO 0 0 oooooooooooo 3. kafli. Mannamál vakti Nancy upp af mókinu. Móðir hennar og læknirinn voru komin inn til hennar. Hún lokaði augunum aftur til hálfs, en gat samt rétt séð þau. Svefninn hafði ekkert dregið úr verkjunum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði fengið blóðeitrun og taka yrði af henni handlegginn uppi við öxl. Það var rétt á tak- mörkum, að hún gæti stillt þessi tár sjálfsmeðaumkunar og varn að þvi, að þau rynnu niður eftir kinnum hennar. Og gremja hennar óx um allan helming við að heyra hressilegt samtal þeirra. — Lofum henni að sofa, var læknirinn að segja. — Bara að haida sárinu hreinu, þá kemur hitt af sjálfu sér. Hún er hraust og þetta ætti að iagast fljót- lega. — Hvernig gen.gur hjá þér, Tim? — Jæja, ég hef nú tólf einka sjúklinga — og flestir þeirra eiga eitthvað til, og tveir þeirra þurfa ekki einu sinni að treysta á Bláa Krossinn vegna sjúkra- hússreikninganna sinna. Eftir svo sem ár vona ég. . . Nancy var að horfa á hann hálfluktum augum og staðfesta álitið, sem hún hafði fengið á honum, þegar hann kom til hennar í sjúkrastofunni. Hérna heima, þar sem ekkert sterkt ljós var, gat hún ekki séð neinn rauðan lit á hárinu á honum. Það var næstum svart. Hann gæti ekki verið nema svo sem tveim þumlurtgum hærri en hún sjálf, hann var einn þessara snöru, fimlegu manna, sem dugn aðurinn skein út úr. Hann var alls ekki neitt læknislegur, fannst henni. Munnurinn á hon um var of kvikur, eins og hann Iangaði til að hlæja, en hakan héldi honum í stilli. Hefði hann ekki verið læknir, hefði henni fundizt hann mjög laglegur. - Það er verst, að þú skul- ir ekki hafa stofu á einhverjum betri stað, sagði móðir hennar. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hag-trvggingar h.f. árið 1971 verður haldinn í Veitingahúsinu Sigtúni laugardaginn 22. maí og hefst kl. 14. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðrum með skriflegt umboð frá þeim í skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, 18. til 22. maí á venjulegum skrifstofutíma. Stjórn Hagtryggingar h.f. T œknifrœðingar Við leitum eftir tæknifræðingi, helzt með rekstrartækni eða véltækni sem sérgrein, til starfa hjá stóru iðnfýrirtæki í Reykja- vík. Vðkomandi mun í byrjun starfa með ráðunautum okkar við endurskipulagningu verksmiðjunnar. Starfið er síðan fólgið i: — Að annast daglega umsjón með framleiðsluþáttum verksmiðjunnar — Að vinna að framhaldandi hagræðingaistörfum. — Að koma á og líta eftir launakerfum í framleiðslunni. Starfið býður upp á: — Sjálfstæð og þroskandi verkefni. — Mikla framtíðarmöguleika. Að auki bjóðast: — Góð laun. — Góð starfsskilyrði. Skriflegum umsóknum sé skilað sem fyrst til undirritaðs. BEIMEDIKT GUNIMARSSON, tæknifræðingur Ármúia 3, Reykjavík. Sími: 3 81 30. Ráðgefandi: Hagsýsla Skipulagning framleiðslu og framkvæmda. þessa da.gana. og bj-art er Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú ert livíldinni feginn og ættir að nota liana vel. Nautið, 20. apríl — 20. inaí. Þú skalt skoða þig vel um á næstunni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þér nýtast vel hæfileikar þínir framundan. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú ættir að líta oftar til vina þinna. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú hefur oft liðsinnt fólkinu þínu betur en þessa dagana. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Einhver hefur reynt að koma illu til leiðar. Vogin, 23. september — 22. október. Þú ert ekki nógu staðfastur fyrir kringumstæðurnar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú átt langan vinnudag framundan, sem borgar sig. Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember. Félagarnir eru þér ekki nógu leiðitamir þessa dagana. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér leiðist hlutdrægni og öfund og það skaltu segja þeim, sem í kringum þig eru. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Margir vildu vera í þínum sporum núna. Slepptu ekki inni af því, sem þú hefur. i Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I Búðu þig undir erfiða daga. 7 ki hend- \ — Ég veit það, en þetta kem- ur í hendi. Ég geri ráð fyrir, að eftir eitt ár eða í hæsta lagi tvö verði ég búinn að fá það marga einkasjúklinga, að ég geti sagt upp þessu starfi hjá Llewellyn-verksmiðjunum og flutt í betri stofu. Þú manst eft- ir honum Folson, sem var þarna á spítalanum tveimur árum á undan mér? Hann setti upp rok fína stofu í Columbus, keypti sér öll fínustu tól og tæki, sem hægt var að fá, og áður en árið var liðið var hann orðin svo skuldugur, að hann varð að flytja sig á ódýrari stað og fara að starfa hjá vátryggingarfé- lagi. Nei, þá vil ég heldur byrja neðan frá og færa mig upp eft- ir heldur en byrja hæst og hrapa svo niður. — Ég veit, að þetta er alveg rétt hjá þér, en það er bara leið inlegt, að þetta skuli þurfa að vera svona torsótt fyrir menn, sem eitthvað geta. Það ættu að vera einhverjir styrkir eða þess háttar. . . — Já, ríkur frændi eða stór arfur, sagði Evans og hló. •— Ég vil nú heldur hafa það eins og það er. Vinnan mín þarna við verksmiðjuna er skemmtileg og fjöldinn allur af fólkinu verður hjá mér áfram, þegar ég hætti þar. Nancy var sárgröm. Hérna lá hún og kvaldist, en læknirinn var þarna rétt eins og í kurteis isheimsókn hjá móður hennár. Hún bylti sér og reis upp við dogg. Móðir hennar og lækn- irinn brugðu samstundis við. — Ertu vakandi . . . og liður þér eitthvað illa? — Illa? Hún var svo reið, að hún gat varla komið upp nokkru orði. — Við skulum verða fljót að koma þér í lag. Hann lét sem hann sæi ekki augnatillitið, sem hún sendi honum. — Þarf ég að vera með þetta? Nancy átti þar við fatlann, sem hann hafði tekið af henni áður en hann skipti um umbúðir. — Nei, ekki ef þér farið var- lega. Ég setti hann bara á til þess að hindra þessar ósjálf ráðu hreyfingar á hendinni og handleggnum. Það er erfitt að vera örvhendur, sé maður ekki fæddur þannig. Þegar hann hafði gengið frá umbúðunum, fékk hann frú Ross einhverjar pillur. — þetta getur róað hana fyrir nóttina. Sárið er hreint og verður fljótt að gróa. Hann sneri sér aftur að Nancy: — Eins og ég sagði, getur orðið þarna dálítið ör eft- ir, en ekkert teljandi. Ég iít aft- ur inn á morgun. Hann var varla kominn út þeg ar Nancy þaut upp. -— Skárri er það nú vitleysan — svolítil óþægindi! Mér þætti gaman að vita, hvort hann hefur nokkra hugmynd um, hvað sársauki er. — Svona tala aliir læknar og það getur farið dálítið í taug- arnar, sagði móðir hennar hugg andi. — Dilly segir mér, að þú hafir ekkert fengið að borða síð an í morgun. Ef þú getur þol- að verkina svolítið lengur, þá skulum við borða kvöldverðinn snemma og svo geturðu fengið eitthvað róandi og farið að sofa. — Ég hef ekki gert annað en sofa í allan dag, sagði Nancy önug. — Jæja, ég sagði þetta nú ekki í alvöru og verkirnir eru nú heldur ekki svo mjög slæmir. Og eins og þú sérð, þá hef ég fengið heimsókn. — Kom hann sjáifur? — Já, sannarlega. Hann kom og talaði við mig. Mér var ekki meir en svo um það. — Það er ekki von, en karl- greyið er nú samt aðdáanlegur, og svo hreinskilinn. Hann kann að vera gamaldags, en hann hef ur sínar meginreglur og fer eft- ir þeim. Þetta eru næstum of fallegir ávextir til þess að borða þá. — Ekki finnst mér það. Ann- ars finn ég, að ég er farin að verða svöng. Ef ég fæ mér ferskju, ata ég út alla hökuna á mér. Það er vist betra að fá sér bara vínber. Meðan Nancy borðaði vínber- in með vinstri hendi og missti eitt og eitt niður á gól'fið, þá datt henni snögglega í hug, að læknirinn mundi vera eitthvað snortinn af móður hennar, sem var fertug, en leit alls ekki út fyrir að vera meira en þrítug, nema þegar hún var þreytt. Þeg ar fólk var að segja, að þær líktust meira systrum en mæðg- um, þá var það næsturn alvara. Hún hefði ekkert orðið hissa þó að einhver maður yrði ástfang- inn af móður hennar, en honum mundi bara ekki koma það að neinu haldi. Úr því að hún vildi ekki eiga hann Phil frænda, mundi hún engan vilja eiga. Carmody dómari, sem hafði ver ið bezti vinur föður hennar, hélt áfram að vera bezti vinur móður hennar, og Nancy vissi, að hann hafði hvað eftir annað beðið hennar. — Viltu fá matinn á bakka? kallaði móðir hennar utan úr eldhúsinu. Nancy stóð upp og gekk til hennar. — Við skulum borða i borð- stofunni. Vel á minnzt: Ég siæddi vínberjum út um allt gólf. - Ég skal taka þau upp áður en Dilly kemur og treður þau niður í teppið. Ég er fegin, að þú skulir ekki vilja gefa eftir. Það er engin ástæða til að vera meira ósjálfbjarga en maður þarf. Borðstofan var fallegasta stof an í húsinu. Mjó, en náði þvert yfir húsið og með bogaglugga á gaflinum, svo að hún sýndist eins og sporöskjulaga og kom frú Ross til að kaupa sér spor- öskjulagað borð. Nancy var ekki eins og skó- arabarnið alþekkta í sögunni. Mary Ross lagði alveg jafn mikla rækt við máltíðirnar heima fyrir og hún gerði í sjúkrahúsinu, og var ólík öðr- um matvælafræðingum að þvi leyti, að hún bjó sjálf til góðan mat. Hún hafði sett á borðið vor- blómin, sem Rick Armstrong hafði komið með. — Ég kann betur við þau en H júkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast til að leysa af í sumarfrí. Upplýsingar gefur forstöðukona í slma 81200. BORGARSPlTALINN. Nýkomiö mikið úrval af SUMARHÖTTUM. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Akranes Staða innheimtumanns á Bæjarskrifstofunni er laus til um- sóknar. Reynsla í hliðstæðum störfum auk staðþekkíngar æskileg. Laun samkv. kjarasamningi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 22. maí nk. Bæjarstjórinn á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.