Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 32
nucLvsinGnR ^-»22480 k FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 DRGIEGII ísaf jörður; Á annað þús. 1. af ollu 1 höfnina Dýrkeypt afglöp brezkra togaramanna ísafirði, 12. maí. Á ANNAÐ þúsund lítra af olíu fór í höfnina hérna á ísafirði í kvöld, þegar verið var að setja olíu um borð í brezka togarann Ross Intretid. Við áfyllinguna yfirfylltist olíutankur togarans með framangreindum afleiðing- um. Munu skipverjar, sem með áfyllingunni áttu að fylgjast, hafa verið drukknir og því ekki fylgzt með og þar af leið- andi ekkert merki gefið í land, þegar næg olía var komin um borð. Sigurfara- slysið í FYRRADAG fannst lik Ævars ívarasonar, matsveins af Sigur- fara SF 58. Líkið fanmst rekið um 5 kílómetra frá þeim stað, sem Sigurfari fórst á. Hafa þá fundizt lík fimm skipverja af átta, sem fórust með Sigurfara um miðjan síðasta mánuð. eða ekki? Hæstráðandi RANNSÓKN er nú lokið í máli skipstjórans, sem sigldi Pétri Thorsteinssyni BA 12 úr höfn í Bíldudal í fyrradag áleiðis til Reykjavíkur, þar sem áhöfnin hugðist taka sjóveð í skipinu fyr ir vangoldnum Iaunum. Verða málsskjölin send saksóknara rík- isins til ákvörðunar. f gær komu skipstjórinn og þeir sjö aðrir, sem um borð voru, suður, en þeir eru allir búsettir syðra. Ljóst virðist vera, að skipstjór imn sigldi úr höfn í Bíldudal í óþökk útgerðar skipsina, sem mun hafa talið hann einskis ráð- andi þar um borð, en hanin og þeir, sem með honum sigldu, aftur tahð hann hæstráðanda þar. Starfsmaður tryggingafélags þess, sem togarinn er tryggður hjá, lagði fram tryggingu fyrir tjóni, sem af olíunni hlýzt og kostnaði við að eyða henni, og unnu starfsmenn hafnarinnar í gærkvöldi að því að eyða olíunni í höfninni. Það er gert á þann hátt, að á olíuna er sprautað efni, sem eyðir fitunni í henni og sekkur olían þá til botns. — Fréttaritari. Hæstaréttardómur í lögbannsmálinu: Tryggingarupphæð landeigenda lækkuð i tíu milljónir króna Landeigendur borga, segir Hermóður Guðmundsson HÆSTIRÉTTUR ákvað með dómi sínum í fyrradag, að trygg- ingarupphæð sú, sem Landeig- endafélag Laxár og Mývatns verður að setja til að fá fram lögbann við breytingum á rennsii Laxár, vatnsbotni henn- ar, straumstefnu eða vatns- magni, skyldi vera tíu milljónir króna, en sem kunnugt er kvað fógetadómur upp þann úrskurð, að tryggingarupphæðin skyldi vera 135 milljónir króna. Þá gerði Hæstiréttur Laxárvirkjun að greiða Landeigendafélaginu 40 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, en málskostn- aður í héraði var felldur nlður. Landeigendafélag Laxár og Mývatns krafðist við upphaf málareksturs þessa, að fá að leggja lögbann við þeim virkj- unarframkvæmdum, sem hafn- ar eru við Brúar, en í dómi Hæstaréttar 15. desember sl. var ekki fallizt á, „að rök séu til að leggja að öðru leyti lögbann við framkvæmdum þeim, sem nú eru hafnar við Laxá á umráða- svæði gagnáfrýjanda, Laxárvirkj unar“. Hinis vegar dæmdi Hæsti- réttur, að „setji aðadáfrýjandi Félag landeigenda á Laxársvæð- inu tryggingu, sem fógetadóm- ur metur gilda, er lagt fyrir fó- getadóm að leggja lögbann við þvi, að breytt sé rennsli Laxár í Suður-Þingeyjarsýs'Iu, vatns- botni hennar, straumstefnu eða vatnsmagnii". Sem fyrr segir ákvað fógetadómur tryggingar- upphæðina 135 milljónir króna til að fá lagt lögbann á vatns- tökuna, en nú hefur Hæstirétt- ur lækkað upphæðina í 10 millj- ónir króna. Morgunblaðið hafði í gær sam band við Hermóð Guðmundsson í Árnesi, formann Landeigendafé- lags Laxár og Mývatns. Hermóð- ur sagði, að þeir landeigendur fögnuðu þessum Hæstaréttar- dómi og þyrfti enginn að efast um það, að þeir myndu neyta réttar síns og leggja fram til- skylda tryggingarupphæð. 1 forsendum dóms Hæstarétt- ar segir: „Samkvæmt gögnum málsins og málflutningi aðila fyirir Hæstarétti bendir ekkert til þess, að stefndi hefji fyrr en haustið 1972 framkvæmdir þær, sem áfrýjanda var heimilað að Framhald á bls. 19 Laxárvirk j un; Fyrri Iandsleikur íslendinga og Frakka í nndankeppni Ol- ympíuleikanna í knattspyrnu fór fram á Laugardalsvellin- um i gærkvöldi og lauk hon- um með jafntefli — hvorugt liðið skoraði mark. Mynd þessi er dæmigerð fyrir leik- inn að því Ieyti að hann fór að mestu fram á vallarhelm- ingi íslendinga, sem lögðu megin áherzluna á vamarleik. Þarna er það de Martigny sem sækir, en Jóhannes og Matthías eru til varnar. Sjá frásögn á íþróttasíðu. Þrennt meiðist ÞRENNT meiddist, er Volkswag- enbíll úr Reykjavík fór út af veg- inum í Eskiholtssneið í Borgar- hreppi í gærkvöldi. Lögregla og læknir frá Borg- arnesi fóru á staðinn og var fólk- ið, tveir menn og ein kona, flutt í sjúkrahúsið á Akranesi, en meiðsli þess voru ekki talin alv- arlegs eðlús; þó var annar mann- anna lagður inn í sjúkrahús að læknisrannsókn lokinni. Billinn er talinn ónýtur eftir. Tekinn fyrir meint landhelgisbrot Ný hönnun auglýst — byggist á sáttatillögum frá í nóvember — liggur innsiglaður í Eyjum IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ aug lýsti í gær nýja áætlun um frek- ari virkjun í Laxá í S-Þingeyj- arsýslu. f fréttatiikynningu ráðu neytisins segir m. a.: „Eftir að ljóst varð í byrjun marzmánaðar 1971, að Iangvarandi sáttatilraun- ir til Iausnar Laxárdeilunni svo- nefndu, myndu ekki bera tilætl- aðan árangur, fór stjórn Laxár- virkjunar þess á leit við iðnað- arráðuneytið, að henni yrði gef- ið leyfi til nýrrar virkjunar í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, Laxá III, sem gerð hefði verið ný hönnun og áætlun um.“ Ráðu- neytið féllst á viðhorf Laxár- virkjunar og hefur nú auglýst þessa nýju virkjun og ennfrem- ur sent auglýsinguna öllum landeigendum og ábúendum jarða við Laxá, sem talið var að kynnu að eiga hagsmuna að gæta. „Þessi nýja virkjunaráætlun er í aðalatriðum byggð á þeim tillögum, sem reynt var að ná samkomulagi um fyrr,“ sagði forsætis- og iðnaðarráðherra Jóhann Hafsitein við Morgunblað ið í gærkvöldi, „og er sem næst því, sem haldið er, að menn geti fellt sig við. Eins og sjá má af augflýs- ingunna er þetta hrein rennslis- virkjun sem nú ex um að ræða, og á síðari stigum, sem auðvit- að koma ekki til, neroa með sam þykki Alþingis, er í eðli sínu um renmislisvirkjun líka að ræða. Ég vona, að menn sjái nú, að Gljúfurversvirkjun er úr sög- untni, og ég geri mér vonir um, að samkomulag náist um þessar fram'kvæmdir. Hitt er svo aftur, að memm geta auðvitað gert eínar athuga- semdir við áætlun auglýsingar- innar og þeir, sem svo telja, geta áskilið sér rétt til sfcaða- bóta.“ „AÐ GERA ÓLÖG AÐ LÖGUM“ Morgunbiaðið hafði samband við Hermóð Guðmundsson, for- mann Landeigendafélags Laxár og Mývatns og hafði hann þetta að segja: , Við ekilium ekki, hvað vakir fyrir iðnaðarráðuneytinu með á- Framhald á bls. 19 Vestmam naeyj um, 12. maí. FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar tók Jökul VE 15 í gær að meint- um ólöglegum veiðum úti af Landeyjasandi. Var bátnum gef- ið merki um að sigla til Eyja, en þar var lögð fram munnleg kæra á hendur skipstjóranum. Skriíleg kæra berst væntanlega á morgtin og verður málið þá tekið fyrir. Á þriðja tfcnanum í gær flaug vél Landhelgisgæzlunin>ar yfir Jökul VE 15, er var að veiðum með botnvörpu undan Landeyja- sandi. Töldu starfsmenn Land- helgisgæzlurmiar að báturinn væri að veiðum innan landhelgi og gáfu honium merki um að sigla til Eyja. Flaug vélin stíðan lengra austur með Söndum, en sneri því næst til Eyja og lenti þar laust fyrir klukkan 6 í gær- kvöldi. Lögðu menn Landhelgis- gæzlunnar fram munnlega kæru við Sigmund Böðvarsson, full- trúa bæjarfógeta í Eyjum vegna meints brots Jökuls. — Sig- mundur fór þá strax niður á bryggju og var báturinn kom- inn að, en enginn maður um borð. Munu skipverjar hafa far- ið til þess að ná sér í kröku, sem þeir ætluðu að nota til þess að slæða upp botnvörpu sem þeir töpuðu í gær. Sökum þess að Sigmundur náði ekki í mennina iranaiglaði hann hurðina að skipstjórnarklefa Jökuls. Gerði hann það m. a. af því, að hann taldi að skipver j ar héldu að þeir mættu fara aftur út á veið- ar en það mega þeir alls ekki eftir að kæra hefur verið lögð fram. Báturinn liggur enn hér 1 höfninní, en skrifleg kæra hefur eklki borizt, að sögn fulltrúa bæj arfógeta. Má vænta þess að hún berist á morgun og þá fyrst er hægt að taka málið fyrir. — Fréttaritári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.