Morgunblaðið - 08.06.1971, Side 15
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JONI 1971
15
Otgefandi hf. Árvakur, Reykj'avík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðalstraati 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. ð mánuði innaniands.
I lausasðlu 12,00 kr. eintakið.
UM HVAÐ STENDUR VALIÐ?
U’ftir því sem nær dregur
kosningum, verður ljós-
ara, að valið stendur milli
öruggrar stjórnarforystu
Sjálfstæðisflokksins, sem
tryggt hefur festu og jafn-
vægi í stjóm landsins sl. 12
ár, meiri framfarir og örari
líískjarabata en dæmi em til
um hjá okkar þjóð, og svo
hins vegar sundraðra vinstri
afla, sem hafa rekið neikvæða
afturhaldspólitík allt þetta
tímabil.
Þessi staðreynd kemur
glögglega í ljós, þegar athug-
að er, hvað stjómarandstöðu-
flokkamir hafa haft fram að
færa í kosningabaráttunni.
Tilraun þeirra til þess að gera
landhelgismálið að kosninga-
máli hefur farið út um þúf-
ur og málið hefur snúizt í
höndunum á þeim á þann
veg, að þeir em nú komnir á
undanhald í ábyrgðarlausum
málflutningi sínum. Stjómar-
andstöðuflokkamir hafa líka
reynt að magna upp ótta al-
mennings við horfumar í
efnahagsmálum í haust, en
þeir hafa enga tilraun gert
til að segja kjósendum hvern-
ig þeir mundu bregðast við
þeim vanda, sem þá þarf að
fást við er verðstöðvunar-
tímabilinu lýkur.
Framsóknarmenn hafa í
kosningabaráttunni reynt að
koma fram, sem baráttumenn
gegn spillingu í opinbem lífi,
en sú barátta þeirra hefur
síðustu vikumar tekið skjót-
an endi. Kommúnistar hafa
með sama hætti reynt að ger-
ast sérstakir málsvarar jafn-
réttis kvenrna, en sá áróður
befur fallið run sjálfan sig,
þegar bent hefur verið á
frammistöðu þeirra í þeim
málum í þeim bæjarfélögum,
þar sem þeir hafa ráðið mestu
um langt árabil.
Innbyrðis barátta stjómar-
andstöðuílokkanna í þessum
kosningum hefur einnig gef-
ið kjósendum nokkra hug-
mynd um, hvernig samstarf-
inu yrði háttað þeirra í milli
að kosningum loknum, ef þeir
kæmust tii aukinna áhrifa.
Framsóknarmenn og komm-
únistar berjast af heift um
sama kjósendahópinn og hið
sama gera Alþýðuflokksmenn
og hin svonefndu Samtök
frjálslyndra og vinstri manna.
Af þessum sökum er það
val, sem kjósandinn stendur
frammi fyrir á sunnudaginn
kernur, tiltölulega auðvelt.
Hann hlýtur að gera upp við
sig, hvort hann vill hleypa
glundroðaöflunum til auk-
inna áhrifa í landinu með
því öryggisleysi og upplausn-
arástandi, sem því mun
fylgja. Kjósandinn veit, að
með því að efla Sjálfstæðis-
flokkinn í þessum kosning-
um er hann að kjósa ábyrga
menn, sem hafa langa reynslu
af stjómarstörfum og njóta
trausts almennings í landinu.
Hann veit einnig, að með því
að tryggja stjómarforystu
Sjálfstæðisflokksins að kosn-
ingum loknum tryggir hann
áframhald þeirrar stjórnar-
stefnu, sem tryggt hefur öll-
um almenningi betri lífskjör
en nokkm sinni fyrr.
Fiskverð hækkar
CJamkomulag hefur náðst í
^ verðlagsráði sjávarútvegs-
ins um verulega hækkun á
fiskverði algengustu fiskteg-
unda og yfimefnd hefur úr-
skurðað um hækkun verðs á
nokkmm öðmm tegundum
sjávarafurða. Þessi fiskverðs-
hækkun mun bæta kjör sjó-
manna og útgerðarmanna
verulega og tryggja að fast
verður eftir því leitað að
fiskvinnslustöðvamar fái
nægilegt hráefni til vinnslu.
Um síðustu áramót hækk-
aði fiskverð almennt um 25%
og nú nemur hækkun á al-
gengustu fisktegundum frá
7% og upp í 28%. Er því aug-
ljóst, að veruleg hækkun hef-
ur orðið á fiskverði á þessu
ári og þar með hafa kjör sjó-
manna batnað með umtals-
verðum hætti og hagur út-
gerðarinnar eflzt.
Vinstrisinnar í fjölmiðlum
T Morgunblaðinu í dag birt-
ist grein eftir brezkan
blaðamann, sem sagður er
vera óflokksb und inn og skipt-
ir sér ekki af stjórnmálum.
í grein þessari ræðir hann um
starfsemi sjónvarps og hljóð-
varps og þá hugmynd af
heimsviðburðum, sem fólk
fær með því að fylgjast með
fréttafhitningi og öðru dag-
skrárefni þessara fjölmiðla.
í greininni kemst hine
brezki blaðamaður að þeirri
sinnaðra manna séu óeðlilega
niðurstöðu, að áhrif vinstrí
mikil við þessa fjölmiðla og
að stjómmálaskoðanir þeirra
hafi áhrif á dagskrárefni
þeirra. Hér eru sett fram at-
hyglisverð sjónarmið sem á-
stæða er til að vekja athygli á.
„Sjálfstæðisflokkurinn gengur til þessara kosninga með þá
sannfæringu, reista á glöggum staðreyndum, að hann hafi
unnið þjóð sinni gott verk með stjómarforystu sinni undan-
farin 12 ár. Hann gengur til kosninganna með framfarasinn-
aða og fastmótaða stefnuskrá, myndaða af bjartsýni og
skilningi á þeim viðhorfum, sem nauðsynlegt er að horfast
í augu við, og glöggt má marka af síðustu landsfundarálykt-
un. Hann gengur til kosninganna sameinaður og sterkur og
telur sig þess fullkomlega umkominn, að veita þjóðinni þá
forystu, sem hún þarf á að halda, ef þjóðin vill veita flokkn-
um traust. Haim gengur til kosninganna bjartsýnn vegna
þess að hann hefur trú á því, að kjósendur þekki haldbeztu
ráðin til þess að verða sinnar eigin gæfu smiðir og hjálpa
til að verða sinnar eigin þjóðar gæfu smiðir tun leið og þess
vegna muni þeir fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og veita
honum nauðsynlega forystuaðstöðu, sem geri upplausnar- og
sundrungaröflunum það Ijóst, að þjóðin krefst þess, að ein-
ing ríki um úrlausn vandamála hennar og hún treystir þeim
bezt, sem sýnir mestan einingarvilja, samtakamátt og vilja
til að taka vandamálin ábyrgum tökum.“ Þannig kemst
Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, að orði í viðtali sem
Sverrir Pálsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri, átti
við hann þar fyrir nokkrum dögum. Viðtalið fer hér á eftir:
legu leyti aftur tfl borgararma
og þeir njóta mest góðs af.
— Nú hefir þjónusta ríkisins
við almenning farið vaxandi á
öllum sviðum. Telur þú eðlilegt,
að áframhald verði á slíku, og
hvern skilning leggur þú í orð-
ið hagsældarþjóðfélag?
— Að minni hyggju er átt við
þjóðfélag, þar sem enginn býr
vdð skort, alldr hafa aðstöðu til
að afla sér nauðsynlegrar
menntunar og efnahagsleig af-
koma fólks er tryiggð frá vöggu
til grafar, eins og það hefir ver-
ið orðað. Vafalaust er rétt og
nauðsynlegt að auka samhjálp-
ina á ýmsum sviðum og enn eru
óleystar margar þarfir. Félags-
legar umbætur þarf enn að auka
og sama má segja um ýmsa þætti
mennta- og heilbrigðismála. En
hér verður að mínu viti, ef ekki
á að stefna i óefni, að þræða
þann gullna meðalveg að gera
ekki meiri kröfur til afskipta
ríkisins i þessum efnum en svo,
að þjóðfélagið, — skattborgar-
arnir og atvinnuvegirnir — geti
risið undir þeim án þess að það
þurfi að leiða til þess, að hinn
einstaki borgari verði að neita
sér um sjálfsagðar og eðlilegar
þarfir, eða atvinnureksturinn í
landinu, sem er auðvitað undir-
staða allra framfara, verði lam-
aður af óhóflegum skattaálög-
um.
hreytingar verða á tekjum ein-
stakiinga, og þess vegna hefir
lengi verið rætt um það sem mik
ilvægt stefnumið að koma á stað
greiðslukerfi skatta. Að þessu
hefur verið umnið í nokkur ár,
og fjármáilaráðuneytið hefir lát-
ið vilnna mikið rannsóknarstarf.
1 framhaldi af því var sett sér-
stöík þimgkjörin nefnd tiil þess að
athuga, með hverjum hætti rétt
værí að koma á staðgreiðBlukerf
inu. Eftir að sú nefnd skilaði
störfum, kom það berlega i Ijiós
að álilti nefndarinnar, að inn-
heimtan mundi verða mjög flók-
in, ne-ma gerðar yrðu miklar
breytingar á núverandi skatta-
kerfd. Ég hefi tvisvar Lagt til-
lögu fyrir Alþingi til að fá
stefnumörkun þingsins um það
efnii, hvort rétt væri að imnDeiða
staðgreilðslukerfið á þeim griund
velli, sem umrædd nefnd lagði
til. Ég hefi sjálfur lýst þeirri
skoðun mimni, að ég teidi það
óheppilegit, það mundi leiða til
geysilegrar sk'riffinnsku og
raunar verða lítt viðráðanlegt,
nema skattakerfinu í heild yrði
breytt. Ailþiinigi hefir ekki tekið
neina formlega ákvörðun í mái-
inu, en ég er sjálflur ákveðið
þeirrar skoðunar, að ekki sé rétt
að innleiða staðgreiðslukerfið
nema því aðeims að gerbreyta
skattakerfi obkar, sem nú er allt
of flókið. Óhjákvæmilegt yrði
að fækka úitisvarsstigum eða hafa
þjóðarbúsins, — og þalð er ná-
kvæanlega þetta, sem er tilgang-
urinin með skattaeftirlitinu.
— I vetur voru samþykkt á
Alþinigi ný liöig um skattamál,
Hvað vilitu segja almienmit um
emdurskoðun skatta.mála í land-
iinu?
— Fyrir 2 árum var hafim end
urskoðun á skattaimálum at-
vinmurefcstrarins ■ fyrst og
frerost, og embættismannanefnd
hinina færustu mianma var ekip-
uð til þess að endurakoða skatta-
berfið með hliiðsjön af hugsan-
legri aðild okkar að EFl'A, eni
viðurkennt var af öiMum flokk-
um, að íslenzk atvimnufyrirtæki
magttu ekki skattalega séð viera
erfiðar sett en í samkeppmis-
lömdunum. Á síðasta þimgi voru
endanlega samþykktar breyt-
imigar á skat'talögum um skatta
fyrirtækjá með þetta markmið í
huga. Síðan eru íislenzik fyrir-
tæki sízt verr sett en fyrirtæki
I öðrum EFTAlöndum varðandi
ríkiisskatta. Þá voru einmitt gerð
ar ým'sar breytingar á persónu-
sköttium til verulegra hagsbóta
fyrir einstakliniga I samræmi við
það, að á sílðastMðnu ári fól ég
skattalaganefndinni að taka til
athugunar þau atriði, sem
hötfðu verið mest áberandi og til
lögur höfðu komið fram um á
Alþingi, að nauðsymllegt væri
að hreyta varðandi ríkisskatta
einstaklinga. Má þar nefna þre-
að gæta við það, hvermig skatta-
kerfi þjóðarinnar verður byggt
upp í framtíðinni, bæði laúmþeg
ar, vinnuveitendur og bænd-
ur, auk sveitarstjórnarmanna,
fengju aðstöðu til að koma að
sjómarmiðum sínum við þessa
endurskoðun, þvi að hér er um
að ræða heildarútttekt á öiilu
skattakerfinu. Stefnt verður að
þvl, þó að þetta sé mikið verk,
að reyna að ljúika þessu verk-
efni fyrir næsta haust.
__ Tii eru mernn, sem hafa
gagnrýnt mjög ákvæði nýju
skattalaganna um skattfrelsi
arðs af hlutafjáreiign. Telur þú
þá gagnrýni réttmiæta ?
__j»ví hefir verið haldið fram,
að nú geti hfatabréflaeiigendnr
— og þá jafnan talað um rika
hlutabréfaeiigendur — eignazt
allt að 60 þús. kr. skattfrjáisaír
með þvi að gera fyrirtæki sin
að hlutafélögum. Auðvitað er
hugsanlegt að misnota þær heim
ildir, sem þarna er um að ræða,
eins og ótal mörg önnur ágæt
lagafyrirmæli svo sem um at-
vinniúleysistryggmgar, sem eng-
um dettur þó í hug að afnema,
en samt er hér um að ræða al-
geran misskilning á eðM þessa
máia. Hér er ekki verið að
htynna að neinum rikum hluta-
f járeigendum, og þegar talað er
um það, að með þessum. löigum
sé opnaður möguleiki fyrir
menn að koma alls konar litfam
S j álf stæðisf lokkurinn er kjölfestanííslenzku
— Hver er grundvallarstefna
Sjálfstæðisflokksins í fjármálum
ríkisins?
— Hún er sú, að ríkið hafi
ekki afskipti af öðrum málefn-
um borgaranna en þeim, sem nú-
ömaþróað þjóðfélag krefst, að
unnið sé að af hinu opinbera.
Að öðru leyti telur Sjálfstæðis-
flokkurinn, að það sé farsælast
fyrir uppbyggingu þjóðfélags-
ins, að einstaklingarnir ráðstafi
sjálfir sjálfsaflafé stnu, sjálfum
sér og þjóðfélaginu til hagsbóta.
Þannig bomi það að beztum not-
um og skili mestum afrakstri fyr
ir þjóðarbúið. Háþróuð þjóðfé-
lög gera sífellt auknar kröfur
til samneyzlu, stóraukinnar
þjónustu, ekki sízt á sviði fé-
lagsmála, trygginga, heilbrigðis-
mála og menntamála. Eftir þvi
sem afkoma fólks almennt batn
ar, verða kröfurnar um þessar
sameiginlegu þarfir háværari.
Hér á Islandi hafa þær eins og
í öðrum hliðstæðum þjóðfélögum
farið stórum vaxandi. Reynt hef
ir verið að spoma við því, að
ríkið tæki óeðlilega mikið af fé
borgaranna til hinna sameigin-
legu nota, og þó að opinber
gjaldheimta hafi aukizt allmik-
ið, er hún, þegar á heildina er
litið, verulega lægri en í flest-
um nágrannaþjóðfélögum okkar
og t. d. miklum mun lægri en í
Sviþjóð og Vestur-Þýzkaiandi.
— Nú hafa niðurstöðutölur
fjárlaga farið hækkandi síð-
ustu ár, og stjórnarandstaðan
hefur deilt mjög á ríkisstjóm-
ina fyrir það. En segja niður-
stöðutölurnar allan sannleik-
ann, eru þær sambærilegar frá
ári til árs?
— Niðurstöðutölumar út af
fyrir sig gefa að sjálfsögðu enga
raunverulega mynd af þróun
ríkisfjármála og gefa ekkert
raunhæft svar við þeirri spurn-
ingu, hvort um aukningu sé að
ræða eða ekki. Það er rétt, að
ríkisútgjöld á verðlagi hvers árs
hafa því nær öfaldazt á árun-
um 1958—1971, en þegar tekið
er tillit til verðlagsþróunarinn-
ar og fólksfjölgunarinnar, sem
einnig verður að hafa i huga í
þessu sambandi, kemur í ljós, að
ríkisútgjöldin hafa raunveru-
lega ekki nema tæplega tvöfald
azt. Þó skiptir enn meira máli
að gera sér grein fyrir öðru við-
miðunaratriði, þegar það er
skoðað, hvort um óhæfilega
gjaldheimtu sé að ræða, og það
er, hvort hlutfallsleg aukntog
verður á gjaldheimtunni miðað
við þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekjur. Þegar þetta er skoðað,
kemur í ljós, að t. d. árið 1960
voru ríkisútgjöld á mann 18,9%
af þjóðarframleiðslu, voru 1970
aðeins 16,6% þrátt fyrir stór-
fellda krónulega hækkun fjár-
laga og eru áætluð i ár 19,5%
eða aðetos 0,6% hærri en 1960
þrátt fyrir þá geysilegu nýju
fjáröflun, sem á sér stað á þessu
ári vegna verðstöövunaraðgerð-
anna. Af þessu verður Ijóst, að
það eru fullkomnar blekkingar,
þegar því er haldið fram, að
stórfelld hækkun álaga á borg-
arana hafi átt sér stað á þessu
10 ára tímabili.
— Hafa .optoberar frambvæmd-
ir farið vaxandi, eða hafa þær
dregizt saman undanfarin ár?
— Því hefir verið haldið fram,
að framkvæmdafé ríkisins hafi
farið síminnkandi og verðbólgu
hítin, eins og það hefir stundum
verið orðað, hafi gleypt fjár
magnið eða skattfé borgaranna,
en verklegar framkvæmdir á
vegum ríkistos raunverulega
dregizt saman. Hér er um alger
an misskilning að ræða, og
ef við höldum okkur að því, sem
hér skiptir meginmáli, að meta
hlutfall framkvæmdanna miðað
við þjóðartekjur, kemur í ljós,
að 1958 voru heildarframkvæmd
ir á vegum ríkistos 4,7% af þjóð
artekjum, en nú, 1971, áætlaðar
7,9%. Langmest aukning fram-
kvæmda er á sviði skólabyggtaga
og sjúkrahúsa, en þær fram-
kvæmdir hafa vaxið 4—5 falt,
miðað við fast verðlag, frá
árinu 1958. Vegagerð hefir einn
ig vaxið geysilega á þessu tíma-
bili, og þó að sleppt sé hrað-
brautaframkvæmdum, hafa
fjárveitingar til vegagerðar á
föstu verðlagi hækkað um 145%,
en framkvæmdamagnið að með-
töldum hraðbrautum er ferfalt
meira en 1958.
Þar að auki fá borgararnir sí-
aukna þjónustu af hálfu ríkis-
ins, er það ekki rétt?
þjóðfélagi
— gengm til
kosninga
með fram-
farasinnaða
og fastmót-
aða stefnu-
skrá
— segir Magnús Jónsson
fjármálaráðherra,
í viðtali við Morgunblaðið
— Jú, Það er einmitt mjög
fróðlegt að athuga það, hvemig
hækkun fjárlaga hefir komið
fram og í hverju hún er fólgin.
Þá kemur i ljós, sem ég hygg,
að allir hafi ekki áttað sig á,
að langsamlega mesta útgjalda-
aukningin, eða um 360% á föstu
verðlagi, er vegna félagsmála,
160% vegna fræðslu- og menn-
ingarmála, þ.e.a.s. rekstrarfjárút
gjöldin ein, og samtals eru nær
90% aukningar ríkisútgjalda frá
1 árinu 1968 vegna félags-, heil-
brigðis- og menntogarmála.
Mjög gjarna er talað um, að rik-
isibáknið sé sívaxandi —■ og með
ríkisbákninu er oftast átt við
stjórnsýslukerfið í þrengri
merkingu, embættismannakerfið
og ríkisstofnanir, en stjóm-
sýslukostnaður ríkisins heflr á
þessu 13 ára tímabili aðeins auk
izt um 37,4%, þannig að sú aukn
ing er hlutfallslega miklum mun
minni en á hinum almennu þjón
ustuliðum, sem ganga að veru-
— Nú eru aðaltekjur ríkis-
inis úkattar og tollar, bæði beiin-
ar og óbeinar álögur. Hvort tel-
ur þú æskilegra, að lagðir séu
á beinir skattar eða óbeinir?
— Þróunto í skattheimtu til
ríkisins undanfarto 10—12 ár
hefir ekki breytzt að verulegu
leyö varðandi hlutfallið milli
beinna og óbeinna skatta. Htos
vegar hefir sú breyting orðið
innan óbeinu skattanna, að Sí-
fellt vaxandi hlutí þeirra er
söluskattur, en minnkandi hluti
þeirra aðflutntogsgjöld vegna
þeirrar óhjákvæmilegu nauð-
synjar, m. a. vegna aðildar okk
ar að EFTA, að lækka aðflutn-
iingsgjiöldito. Hvort ganga á
lengra á þeirri braut að draga
aimenint úr betoum sköttum,
skal ég ekki segja. Ég held, að
ekki verði hjá þvi komizt að
hafa beina skatita sem allstóran
tekjulið til opinberra þarfa
vegna skattajöfnunar eða dreif-
ingar skattabyrðarinnar, enhtos
vegair tel ég, að það komi mjög
til álita að breyta tilhögumnni
á þann veg, að heinir skattar
verði á einni hendi, en óbeinir
á annarri. Þannig mætti vel
hugsa sér, að afnema jafn-
vel með öilu tekjuskattinn og að
etois útsvör sveitarféilaiganna
yrðu beinn skattur. Nú kunna
að vera um þetta skiptar skoð-
anir, en útsvðrin eru nú einn
veigamesti tekjustofn sveitarfé-
lagianna. Aftur á móti er tekju-
skatturinn ekki nema um 10% af
tekjum rikiissjióðs. Ef breyting
yrði gerð á betou sköttunum,
væri eðlilegt, að þeir yfirfærð-
uist að öllu leyti til sveitatrfélag-
anna, en ríkið hefði óbeinu
skattania.
— Er langt í land, að komið
verði á staðgreiðslukerfi skatta
fram yfir það, sem nú tíðkast um
greiðsta söluskatts?
— Söluskattsgreiðslur eru
staðgreiðslur að því leyti, að
neytandinn greiðir skattinn um
leið og hann kaupir vöruna og
skattinuim er skilað til ríkis-
sj'óð.s tveim mánuðum síðar, en
hins vegar eru bæði tekj'uskatt-
ur og útsvör tanheimt eftir
á miðað við tekjur gjaldlþegns á
liðnu ári. Þetta leiðir af sér mik
il vandfcvæði, þegar miklar
jafnvel aðeins einn útsvarsstiga,
og skattþrepum verður að
fækka.
— Breytingim verður þá ekki
í náinni framtið?
— Nei, enda hefir innleiðsla
kerfisins tekið nokkur ár í öl-
um þeim löndum, þar sem þvi
hefir verið komið á. Danir hafa
nýlega innleitt þetta kerfi hjá
sér, og það hefir reynzt hörrnu-
lega ilMa, bæði vegna skorts á
undirbúnimgi ag hins, að það
samrýmist ekki nógu vel skatta-
kerfinu, Af þesísu hafa hlotizt
stórkostleg vandræði þar I
landi. Hins vegar er rétt að taka
fram, að innileiði menn stað-
greiðslukerfi, er ekki unnt að
hverfa frá því aftur. Þá yrði að
innheimta tvöfalda skatta eitt
ár.
— Hver hefir reynslan orðið
af skattarannisóknadeildinni?
— Ég tel afar mikilvægt, að
bókhaldi fyrirtækja verði kom-
ið í viðeigandi horí, en það vant
ar stórkostlega á, að svo sé. Ný
bókhaldslög voru sett fyrir fám
árum, og unnið hefir verið að
því að koma þeim i framkvæmd.
Þau hafa þegar gert mikið gagn,
en enn vantar mjög stórlega á
það, að fyrirtæki hafi á þvi rétt
an skilniing, að bókhald er ekki
af hinu illa, heldur óhjákvæmi-
legtt stjómunartæki til þess að
geta á viðhlít>andi hátt fyilgzt
með þróun fyrirtækj anna. Skatta
eftirlitið, sem komið var á fyrir
allmörgum árum, hiefir skilað
mjög jákvæðum árangri, ekki
endilega með þvi að ná sem allra
flestum brotlegum og refsa þeim
— sá er ekki höfuðtilgangur
skattaeftirlitsins — heldur á þann
háitt, sem er megintilgangur þess,
að verka fyrirbyggjandi, þann-
ig að menn freisöst ekki til þess
að telrja rangt fram. Ef hvort
tveggja fer saman, gott bókhald
og einfalt og þjált skattakerfi, á
ekki að vera erfitt að hafa eft-
irlit með þvi, að skattarnir skili
sér, en það er auðvitað stórkost-
legt hagsmunamál skattgreið-
endanna, að skattaeftirlit sé sem
virkast, þanniig að fólk hafi það
ekki á Ölfinniingunni, að einn
sleppi betur en annar með
rangilátum hætti við að leggja
fram fé till sameiginlegra þarfa
földiun skattfrádráittar konu,
sena vtonur við samieiginlegan at
vinnurekstur hjöna, hækkun
skattfrádráttar einstakiinga yf-
ir 67 ára aldri og umgltoga, svo
og hækfcun þeirrair fjárhæðar
fasteignaiána úr 200 þús. kr. í
600 þús. kr., sem menn mega
skulda án þess að missa skatt-
fríðindi vegna sparifjár. Hér
var þó ekki um að ræða heild-
arendurskoðun. — Jafnframlt
því að tryggjla skaittalega að-
stöðu fyrirtækja bar skattalaga
nefindinni að stuðla að þvi, —
og það var megtaatriði, — að
aukið eigið fjármagn myndaðist
í fyrirtæikjum, en það hefir lengi
verið eitt mesta vandamál at-
vtonurekstrar á Isatodi, að
hann hefir verið bygigður upp
af lánum eingöngu, en af litíiu
eigto fé. En samhliða þessu var
kappkostað að girða fyrir það
sem öi'uggaist, að hægt væri að
dragia út úr fyrirtækjunum
nokkurt fé, nema sem svaraði
eðlilegum arði.
— Þessi lög taka gildi um
næstu áramótt, en nú er unmið að
heildarendurskoðun alls skatta
kerfisins á grundvelli erindis-
bréfs, sem ég veitti embættis-
mannanefndtoni á síðasta ári,
en það var í þvi fólgið að taka
skattakerfið alilt til heiidarend-
urskoðunar, einnig persónu-
skatta einstakiinga, með það i
huga a8 gera skattakerfið sem
einfaldast og ódýrast og að
sniða af því þá agnúa, sem
reynslan hefði sýnt, að á því
væru. Skattamái sveittarfélaga
koma hér að sjálfsögðu einnig
til gretaa, og nefndin hefir einn
ig fengið það tiú m'eðferðar að
endiurskoða skattstofna sveitar-
félaga. Meðan unnið var að at-
hugun skatttamála fyrirtækj
anna, var haflt samráð við ýmis
samtök, sem hagsmuna átttu að
gætta. Fyrir alliön'gu hefi éig for-
ið þess á leit eftir samþykkt rík
isstjórnarinnar, að ýmis samitök,
fyirst og fremst Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga, en einnig
Vtoniuveitendasamband Is-
iands, Alþýðusamband Islands
og Stéttarsamband bænda ttii-
nefndu sérstaka fuliltrúa í skafcta
málanefndina, þannig að þessir
aðilar allir, sem hiagsmuna hafa
atvinmureksttri yfir í hlutafélaga
form oig fá af honum óeðLilegan
skatttfrjáisan arð, ættu menn að
hafa það í huga, að eftír hinni
eldri skattalöggjöf gátu menn
náð nákvæmlega sama markmíði
með þvi að nota þær heimild
sem þarna er um að ræða, eins
og ótal mörg önnur ágæt laga-
fyrirmæli', svo sem um atvinnu-
leysistryigginigar, sem engum
dettur þó i hug að afnema, en
samt er hér um að ræða aiger-
an mísiskilning á eðli þessa máls.
Hér er ekki verið að hyinna að
neinum ríkum hlutafjáreigend-
og, og þegar talað er um það,
að með þessum lögum sé opn-
aður möguleiki fyrir menn að
koipa alls konar litlum atvinnu-
rekstri yfir í hlutafélagaform og
fá af honum óeðlilegan skatt-
frjálsan arð, ættu menn að hafa
það í huga, að eftir hinni eldri
skattalöggjöf gátu menn náð ná-
kvæmlega sama markmiði með
því að nota sameignarfélaga-
formið og síðan þau göt,
sem voru í skattalögigjöfinni til
þess að draga arð út úr fyrir-
tækjiunum með lánveitingum að
nafninu til eða reikna sér óeðli-
lega lágt kaup. Nú er fyTÍr
þetta girfl. Maður, sem vili
breyta fyrirtæki siínu í hiutafé-
lag, verður í fyrsta lagi, til þess
að njóta fríðtodanna að fuHiu, að
leggja fram 600 þús. kr. hluta-
fé, hann verður í öðru lagi, sem
ekki var áður, að fylgja föstum
reglum um viðskipti við sitt
hlutafélag og getur ekki dregið
út úr því fé með neimum óeðii-
legum hætti eða reiknað sér
óeðlilega lág laun, sem hingað
til hefir réttiiega verið mjög
gagnrýnt.
— Hins vegar er það ljóst,
að ættlum við byggja upp at-
vtonurekstur og laða að honum
fé, er ekki hægt að hafa þann
mun á spamaðarformum, sem
hafður hefir verið tíl þessa. Rík-
ir menn hafa hingað tíl haft
skattfrjálst sparifé, og engton
virðist um það tala. Auðvitað er
það fremur efnafólk en það, sem
lítið á, sem hefir notið þessara
hlunninda. , Hví skyldi vera
nokkuð óeðlilegra, að fólk, sem
vill leggja fé sitt í áhættu-
Framhald á b!s. 26.