Morgunblaðið - 10.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBI .AÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1971 Stjóm Líftryggingamiðstöðvarinnar h.f.: Gísli Marinósson, Óiafur Þórðarson formaður og Gísli Ólafsson, forstjóri. Nýtt líftrygginga- f élag stof nað STOFNAÐ hefur verið nýtt líf- tryggringafélag, Líftryggingamlð stöðin h.f. Það er stjórn Trygg- ingamiðstöðvarinnar li.f. sem haft hefur forgöngn um stofnim hins nýja félags, en ástæðan er sú að á Norðurlöndum er óheim- ilt lögum samkvæmt að reka líf- tryggingar með skaðatrygging- um. Um nokkura tima hefur ver- ið starfandi nefnd til þess að semja lagafriunvarp um starf og eftirlit með tryggingafélögum og er því ekki ósenniiegt að svip uð ákvæði um líftryggingar verði í íslenzkum lögum. Á blaðamannafundi, sem stjórn Li ft rygg ingam i ðs t ö ðvar Ln nar efndi til í gær kom fram að það er jafnframt álit forsvarsmanna Tryggingamiðstöðvarimnar h.f. að halda beri aðgreindum lií- tryggingum, vegna þeirra sjálfra. Hið nýja félag var stoifnað hinn 22. maí síðastliðnn og er hluta- fé 4 milljómir króna. Hluthafar eru 19 og á Tryggingamiðstöðin h.f. um 60% blutafjár félagsins. Gísli Ólafsson, forstjóri féiags- ins sagði í gær á Maðamanna- fundinum: Enda þótt óstöðugt verðiag hafi komið í veg fyrir, að söfn- unarliftrygginigar hafi rutt sér tl rúms hér á landi, er ótvirætt um mikla þörf fyirir áhættulif- tryggingar, serni eru í því fólgn- ar, að tryggingarupphæðin greið ist út, ef váitryggður deyr á tryggimgartímabiilmu. Slík trygg- ing er mun ódýrari en söfnunar- trygging og markaðurimn hér á Xandi lítt numinn. Llftrygginga- miðstöðin h.f. hefur að bjóða al- ar tegundir áhættuliftr.ygginga, bæði verðtryggðar og óverð- tryggðar, sem dæmi má nefna skuldatryggimgu og tvöfaldar dánarbætur af völdum slyss. Það nýmæli sem Líftrygginga miðstöðin býður, er að líftrygg ingin getur innifalið bætur vegna varanlegrar örorku af völdum slyss. FjárhagSlegt tjón fjölskyldu vegna varanlegrar slysaörorku fyrirvinnu er ekki síður tilfinnanlegt en við fráfall og nauðsynlegt að viðskiptavin tryggingu. Liftryggingamiðstöð- ir félagsins eigi völ á slíkri in h.f. er eina tryggingafélagið er býður þessa tryggingu með líftryggingu í einu skirteini. Á vegum félagsins starfa reyndir og þjálfaðir umboðs- menn sem geta veitt alhliða upp lýsingar um allar þær trygg- ingar, sem menn hafa um að velja og ráðlagt þeim heilt í því efni. Líftryggingamiðstöðin h.f. er til húsa í Aðalstræti 6. Stjórn hennar skipa: Ólafur Þórðar- son formaður, Gisli Marinósson og Gísli Ólafsson, sem jafnframt er forstjóri félagsins. Það kom fram á blaðamanna fundinum að tala látinna af völd um slysa er 75,4% á aldrinum 20 til 24 ára, erv fer síðan ört minnkandi, þannig að þegar um fertugsaldur er önnur dauðsföll orðin fleiri en slysadauði. — Á aldrinum 35 til 39 ára er aðeins 38,9% dauðsfalla af völdum slysa. Byggingaframkv. í Bankastræti stöðvaðar BYGGINGANEFND Reykjavíkur gerði á fundi sínum í fyrradag samþykkt þess efnis að bygg- ingaframkvæmdir á homiBanka strætis og Skólavörðustígs verði stöðvaðar að sinni, meðan end- anlega verður gengið frá sam- þykkt teikninga að húsinu. Var eiganda lóðarinnar þegar til- kynnt um þessa ákvörðun og framkvæmdir stöðvaðar. Siigurjón Sveinsson bygginga- fuXltrúi sagði Mbl. að þegar teikn ingar að húsirau Bankastræti 14 hefðu upphaflega verið lagðar fyrir bygginganefnd hefði hún fallizt á þær og leyft eiganda að hefja framfcvæmdir, en ekki getað samþykikt þær endanlega, þar sem samfcomulag hafði ekki náðsit um greiðslu lóðareiganda I stað þeirra bílastæða, sem hon- uim hefði borið að legigja tiL Vegna stærðar hússins bæri hon- um að leggja til 12 biiiastæði, en hefði aðeins rúm fyrir 2 og þvi þyrfti hann að leg,gja fram fé í stað þeirra 10 sem vantaði. Er miálið kom til umræðu í by.gg- inganefind í fyrradag var gierð eftirfarandi bókum: „Rætt um byggingu í Banlka- stræti 14. Nefndin hefur efnis- lega fallizt á uppdrætti að ný byggingu en ekki hefur verið unnt að samþykkja þá, þar eð efcki hefur verið gengið frá sairm ingum um framlög vegna bif- reiðastæða samanber 15. grein byggingarsamþykktar fyrir Rvík. Nefndin telur þó rétt að fram- kvæmdir, sem eru með vitund nefndarinnar verði stöðvaðar, þar til málið hefur fengið fulln- aðarafgreiðslu." Á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag var flutt utan dagsikrár til- laga varðandi Bantoastræti 14, en afgreiðslu henniar var frestað til næsta fundar. Er tillagan á þessa leúð: „Borgarráð samþykkir að tefcn, ar verði upp viðræður við eig- enidur lóðarinnar nr. 14 við Banka stræti með það fyriir augum að ná samkomulagi um, að hús það, sem áformað er að reisa á lóðinmá verði þamnig staðsett, að götu- lina Skólavörðustígs halcList nið- ur í Bamtoa®træti.“ Japanir reiðubúnir að taka að sér eigin varnir Tókió, 8. júlí, AP. TALSMAÐUR j apanaka utan- ríkisráðuneytisinis sagði á símum vikulega fundi með fréttamönn- um í Tókiíó í dag, að Japamir væru reiðubúnir til að taka að sér eigin varnnir. Talsmaðurtinn, Tsutomu Wada, sagði, að þetta imymdi gerast í áföngum á löng- um tírma og immam rammna jap- ansku stjórnarskrárinnar. Sam- kvæmt stj órnarskránni má ekki senda japamidkt þjóðvarnarlið til ammairra landa. LAXÁ I KJÓS Þátturinn fékk þær upplýs- ingar hjá Guðmundi Gísla- syni, veiðiverði, að á fimmtu- dagskvöld hefðu verið konrnir 438 laxar á land úr Laxá I Kjós, og er það 127 löxum fleira en var á sarna tíma í fyrra. Sagði Guðmundur að nú fengjust að jafnaði um 50 laxar á dag, en leifð er veiði á 10 stengur í ánni. Stærsti laxinn, sem enn hefur fengizt, var 16,5 pund. Sagði Guð- mundur ána vera farna að lifna mikið eftir að rigna tók og að jafnt veiddist um alla ána. LAXÁ f AÐALDAL Hermóður í Árnesi veitti þæfttinum þær upplýsingar i gær, að veiði hefði verið óvenjulega treg í sumar við ofanverða ána. Laxinn hefði gengið óvemjulega seint, og hefði fyrsti laxinm á þessum slóðum veiðzt þann 5. júní. 1 fyrrasumar hetfði ganga byrjað um hállifum miámuði fyrr en nú, en þrálátri norðan- átt og brimi meginlhluta júní- mánaðar væri vafaiaust um að kenna. Nú væri hin3 vegar veiði tekin að að glæðast, mik- ill lax væri kominrn í ána. Fjórir laxar hefðu komið á land í gærmorgun, þar á með- aJ einn 18 punda. Ennfreimur sagði Hermóður, að ágæt sil- ungsveiði hefði verið í ánni í allt vor, bæði sjóbirtingur, urriði og bleikja. BLANDA OGSVARTÁ Samlkvæmt uppdýsingum Péturs Péturssonar á Höllu- stöðum er veiði nú góð í bæði Blöndu og Svartá. Úr Blönidiu eru nú komnir 380-—400 laxar en 40—50 úr Svartá, en leyfð er veiði á 3 stenigur i hvorri ánni um sig. Sagði Pétuir að óvenjulega snemma hefði nú gengið i Svartá, en undanfar- in ár hefði veiði ekki byrjað þar fyrr en um miðjan júlí. Fischer 2 — Larsen O: „Bobby verður næsti heimsmeistari“ — segir framkvæmdastjóri bandaríska skáksambands- ins í viðtali við Morgunblaðið „TVÆR fyrstu einvígrisskák- irnar voru nijög skemmtileg- ar — reglulegar hörknskákir,“ sagði framkvæmdastjóri bandaríska skáksambandsins, Edmondson, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær í Denver-borg í Coloradofylki, þar sem stórmeistaramir Bobby Fischer og Bent Lar- sen leiða nú saman liesta sína í nndanúrslitum heimsmeist- arakeppninnar í skák. Fischer vann báðar skákimar og stend ur því enn taplaus, en hann sigraði Rússann Taimanov 6:0 í þeirra einvigi, sem kunnugt er. „Persónulega er ég sann- færður um að Bobby verði næsti heimsmeistari í skák,‘ sagði Edmondson. í fyrstu skákinni liafði Fischer hvitt. Edmondson sagði, að báðir hefðu tefflt af mikilli hörku í báðum skák- unium og Larsen í bæði skipt- in lent í nolkfcru timahraki undir Xokin. Mbl, spurði Edmiondson, hvaða orð Fiseher léti falla um andstæðing sinn og úrslit fyrstu skákanna. „Auðvitað er hann ánægður með úrslit skákanna", svaraði Edmond- son, „og hann gefur Larsen þá einikunn, að hann sé harð- skeyttur andistæðingur". Að- spurður um úrslit einvigisins, sem telur 10 skákir, svaraði Edmondson, að auðvitað gæti allt gerzt, þannig að erfitt væri að spá nofckru um úr- slitin. „En Fischer ætlar sér auðvitað að vinna,“ sagði hann. Og hvað meö framhaldið eftir þetta einivígi? „Það er nú fullsnemmt að spá nokkru þar um/‘ svarar Edmondson, „en persónulega er ég sann- færður um, að Bobby verður næsti heimsmeistari í skák“. Hér fer á eftir fyrsta ein- vígi'sskákin. Fischer leikur hvítu og Larsen svörtu — (Frönsk vörn): 1: e4, e6. 2. d4, d5. 3: Rc3 Bb4. 4: e5, Re7. 5: a3, Bxc3t. 6: bxc3, c5. 7: a4, Rbc6. 8: Rf3, Bd7. 9: Bd3, Dc7. 10. 0-0, c4. 11: Be2, f6. 12: Hel, Rg6. 13: Ba3, fxe5. 14: dxe5, Rcxe5. 15: Rxe5, Rxe5. 16: Dd4, Rg6. 17: Bh5, Kf7. 18: f4, Hhe8. 19: f5, exf5. 20: Dxd5f, Kf6. 21: Bf3, Re5. 22: Dd4, Kg6. 23: Hxe5, Dxe5. 24: Dxd7, Had8. 25: Dxb7, De3t. 26: Kfl, Hd2. 27: Dc6t, He6. 28: Bc5, Hf2t. 29: Kgl, Hxg2t. 30: Kxg2, Dd2t. 31: Khl, Hxc6. 32: Bxc6, Dxc3. 33: Hglt, Kf6. 34: Bxa7, g5. 35: Bb6, Dxc2. 36: a5, Db2. 37: Bd8t, Ke6. 38: a6, Da3. 39: Bb7, Dc5. 40: Hbl, c3. 41: Bb6 og hér gafst Larsen upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.