Morgunblaðið - 10.07.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvaemdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthias Johannessen.
Eyjólfur Koirráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100
Augtýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-00.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12.00 kr. eintakið.
TRAUST STAÐA RÍKISSJÓÐS
að er vafalaust, að hagur
þjóðarbúsins er betri nú
en jafnan áður, þegar stjórn-
arskipti hafa orðið. Þetta
kemur m.a. glöggt fram í
greinargerð, sem fjármála-
ráðuneytið hefur sent frá sér
um afkomu ríkisisjóðs á ár-
inu 1970. í niðurstöðutölum
ríkisreikningsins kemur fram,
að tekjur ríkissjóðs á sl. ári
reyndust vera 9800 milljónir
króna, en rekstrargjöldin 9304
milljónir króna, þannig að
rekstrarafgangur varð 496
milljónir króna. Greiðslujöfn-
uður er jákvæður um 492
milljónir króna og bætt staða
á bankareikningum og sjóði
varð 425 milljónir króna. En
nettóbreyting á umsömdum
lánum svarar til skuldaaukn-
ingar um 56 millj. kr.
Rekstrartekjur ríkissjóðs
fóru 1403 millj. kr. fram yfir
það, sem fjárlögin gerðu
ráð fyrir, og munar þar mestu
um umframtekjur af aðflutn-
ingsgjöldum og söluskatti.
Rekstrarútgjöldin fóru hins
vegar 814 millj. kr. fram úr
fjárlagaheimildum, og munar
þar mestu um launahækkan-
ir og aukin útgjöld til al-
mannatrygginga. Fram kem-
ur, að innheimtuhlutfallið af
persónusköttum hefur hækk-
að úr 80,3% 1968 í 86,7% 1970.
Á erfiðleikaárunum 1967 til
1969 safnaði ríkissjóður
skuldum við Seðlabankann. Á
árinu 1970 og á þessu ári hafa
þessar skuldir verið greiddar
niður að verulegu leyti.
Það er því augljóst, að af-
koma ríkissjóðs á þessu tíma-
bili hefur verið góð, sem
þakka má traustri og ákveð-
inni fjármálastjórn. Sú ríkis-
stjórn, sem nú kemur til
valda, tekur því við öruggum
fjárhag ríkissjóðs, sem er
mikilsvirði við lausn þeirra
efnahagsviðfangsefna, sem
framundan eru. Þau úrlausn-
arefni, sem ráða þarf fram
úr á næstunni, aettu því ekki
að verða erfiðari viðfangs en
venjulegar efnahagsráðstaf-
anir, sem gera þarf á hverj-
um tíma.
Auknar heræfingar Sovétríkjanna
*
við Island
TVTýlega er lokið allumfangs-
miklum heræfingum Sov-
étríkjanna á Norður-Atlants-
hafi og í Norðursjó. Frá því
hefur verið greint í frétta-
skeytum NTB og AP, að her-
æfingar þessar hafi fyrst og
fremst verið miðaðar við
hugsaða innrás í Noreg og
eyðileggingu á stöðvum At-
lantshafsbandalagsins þar í
landi og á íslandi. Ljóst er,
að flug sovézkra sprengju-
flugvéla, sem stefna í átt til
íslands, fór mjög í vöxt með-
an á þessum æfingum stóð.
Stór herskipafloti var einnig
í nánd við landið og æfði árás
á ímyndaða skipalest At-
lantshafsbandalagsins.
Það er talið, að við þessar
æfingar hafi Sovétmenn not-
að nýjustu og fullkomnustu
hergögn sín. Sérfræðingar
hafa tekið fram, að hér hafi
ekki verið um umfangsmestu
heræfingar Sovétríkjanna að
ræða. En á hinn bóginn hafa
þeir bent á, að óvenju mikið
hafi verið notað af margs
konar nýjum hergögnum og
æfingarnar allar hafi verið
mjög raunverulegar.
Nú er það auðvitað ekki
óvenjulegt, að stórveldin efni
til einhvers konar hernaðar-
æfinga. Slíkar athafnir hafa
ekki einungis æfingagildi,
heldur eru þær jafnframt og
ekki síður settar á svið til
þess, að sýna styrkleika og
áhrif. Af þeim sökum hljóta
íslendingar að gefa því sér-
stakan gaum, þegar Sovétrík-
in beina flugher og flota sín-
um í auknum mæli á Norður-
Atlantshafið og auka heræf-
ingar og eftirlitsflug í grennd
við landið. Það sýnir fram á,
að Sovétríkin leggja áherzlu
á aukinn styrkleika á þessu
svæði. Framhjá þeirri stað-
reynd er ekki unnt að líta.
í aðgerðum af þessu tagi
felst viss ögrun, sem íslend-
ingar hljóta að taka mið af,
þegar þeir marka utanríkis-
stefnu sína. Öryggi landsins
hefur í rúma tvo áratugi ver-
ið tryggt með þátttöku í At-
lantshafsbandalaginu og dvöl
bandaríska varnarliðsins.
Þegar tillit er tekið til þess-
ara auknu heræfinga Sovét-
ríkjanna, verður ekki séð, að
nokkur rök hnígi í þá átt, að
rétt sé að hverfa frá þessari
stefnu. Þvert á móti hljóta
íslendingar að leggja aukna
áherzlu á vaxandi samstarf
við vestrænar þjóðir. Frá-
hvarf frá þessari stefnu nú
gæti augljóslega valdið þjóð-
inni verulegum erfiðleikum
eins og nú horfir. Það er því
ákaflega mikilvægt, að vænt-
anleg ríkisstjórn marki
ábyrga og raunsæa stefnu í
þessum efnum; á miklu velt-
ur, að þar verði ekki rasað
um ráð fram.
Ciarur
EFXIR
ELfNU PAlMADÓTTUR
VIÐ blaðalestur að undanförnu hefur
ýmislegt smálegt stungið mig og sett
litlu gráu heilasellurnar í gang. Þá skýt-
ur stundum upp úr einhverju heilahólf-
inu gömlum hálfgleymdum sögum.
Björn Pálsson, flugmaður, sagði mér
einu sinni skemmtilega sögu frá fyrstu
sjúkraflugsárum sinum. Ekki var alltaf
auðvelt að átta sig á veðurfréttum eða
ástandi lendingarstaða. Og mat manna
á því, hvort veður eða lendingarskilyrði
væru „góð“ eða „slæm“, æði misjafnt.
Því þurfti hann að gripa til ýmissa
ráða.
Eitt sinn, þegar beðið var um sjúkra-
flutning, hringdi Björn og talaði við
bóndann á viðkomandi bæ. Bað hann
bóndann um að taka jeppann sinn, aka
yfir flugvöllinn langs og þvers á 60 km
hraða og hringja svo aftur. Bóndinn
kom í simann og sagði: — Jú, jú, þetta
gekk ágætlega. Flugvöllurinn er alveg
prýðilegur!
Þegar Björn var um það bil að lenda
flugvél sinni, sér hann stóra rás í miðj-
um vellinum. En of seint var að snúa
við og tókst lendingin. Björn kom út úr
vélinni öskureiður, óð að bóndanum og
sagði: — Þú hefur ekki ekið á 60 km
hraða eftir þessum velli!
— Jú, jú, svaraði bóndinn. Það var
rétt aðeins á miðjum vellinum að ég
þurfti að skipta niður i fyrsta gír!
Mér hefur stundum dottið þessi saga
I hug, þegar ég les deilugreinar um
verndun gömlu húsanna við Lækjargötu
og byggingu nýs Stjórnarráðshúss í stað
Bernhöftstorfunnar. Það virðist sem
sagt eiga að vernda alla Lækjargötuna
austanverða með Menntaskólanum og
Stjórnarráðshúsinu — bara ekki stórt
skarð í miðjunni.
★ ★ ★
Fréttaritarinn okkar i Vínarborg sagði
frá þvi í fréttabréfi frá þeirri kátu
borg, að Franz Jonas hefði aftur verið
kosinn forseti Austurrikis. Þetta minnti
mig á, að i öllu þessu flóði Islandsvina,
sem gefa sig fram um þessar mundir,
hafði ég aldrei heyrt á það minnzt að
Jonas væri íslandsvinur. Og þvi ekki
seinna vænna að koma þvi á framfæri,
að líklega þekkja ekki margir þjóðhöfð-
ingjar heims betur til á íslenzkum fjöll-
um. Það upplýstist, þegar Island „stal“
forseta Austurrikis, eins og fólkið í
Norðurlandaskálanum á heimssýning-
unni í Montreal orðaði það í gamni á
eftir.
Forseti Austurríkis hafði sem sagt
í sinni opinberu heimsókn á heimssýn-
ingarsvæðið óskað eftir að skoða Norð-
urlandaskálann. Skálanum var lokað fyr-
ir almenning á tilsettum tíma, lögreglu-
þjónarnir okkar settir á sinn stað, til
að vernda Jonas og fylgdarlið hans. Og
við, framkvæmdastjórar deildanna, stillt-
um okkur upp í móttökunefnd. Átti hver
að sýna forsetanum og hans fylgdar-
liði sína deild. Ég tók við forsetanum,
er hann kom úr finnsku deildinni, og
gekk af stað með hann gegnum íslenzku
deildina, útskýrandi hvílík merkisþjóð
við værum. Átti svo að skila honum yf-
ir til Dananna hinum megin við okkur.
Þar stóð danski fulltrúinn beinstífur og
tilbúinn að taka við. En þegar við kom-
um til hans, tók Jonas undir handlegg-
inn á mér og leiddi mig til baka hinum
megin í deildinni, með alla halarófuna á
eftir, og stanzaði hvað eftir annað. Siða-
meistari hans var alltaf að ýta á eftir
honum og segja, að bæði Danmörk og
Sviþjóð væru eftir. Þegar hann loks
kvaddi, stormaði forseti Austurríkis
gegnum dönsku deildina og kvaðst því
miður ekki hafa tíma til að horfa á
kvikmynd Svíanna. Hann væri orðinn of
seinn samkvæmt dagskránni.
Auðvitað var ég ekkert að útskýra
hvernig tekizt hefði að vekja svona at-
hygli Franz Jonasar, forseta Austur-
ríkis, enda var það haft að gríni allt
sumarið. En það, sem við höfðum verið
að tala um, voru íslenzk fjöll og jöklar.
Forsetinn þekkti Heklu, Vatnajökul,
Grímsvötn og nöfnin á fjölda mörgum
öðrum stöðum á Islandi og var að spyrja
um þá. Til þess sneri hann við á göngu
okkar um deildina, að hann vildi láta
sýna sér hvar þessir staðir væru á kort-
inu o.s.frv. Hann sagði, að bróðir sinn,
sem væri vísindamaður, hefði verið á
íslandi 1934, og þá farið i leiðangur á
Vatnajökulssvæðið. Hefði hann alltaf
haft mikinn áhuga á Islandi síðan og
reynt að fræðast um landið.
Ekki veit ég hver bróðirinn er eða
neitt um hans ferðir á Islandi. En mér
finnst að vel megi geta þess, að Franz
Jonas, forseti Austurríkis, þekkir tals-
vert til á Islandi, úr þvi hann kemur
því ekki sjálfur á framfæri.
★ ★ ★
Eitt enn rak ég augun i við blaðalest-
ur. Lét það þó bíða fram yfir kosningar,
svo ekki yrði það fellt undir „árás“ í
kosningaslagnum. Klausan er um konu,
sem stóð í því alein að kaupa húseign.
Hún hljóðar svo:
„Frúin er íslenzkur rikisborgari og
segist hún hafa staðið ein að þessum
sumarbústaðakaupum. Leyndi hún hins
vegar nafni eiginmanns sins í skiptum
sínum við Þingvallanefnd. Og hvers
vegna nefnir hún hann ekki á nafn í yf-
irlýsingu sinni í gær? Hefur hún þó ver-
ið gift árum saman Alberto Zorelli,
Argentínumanni að uppruna og vell-
auðugum Bandaríkjamanni, búsettum í
New York.“
Hvar haldið þið að þessi hneykslun
á konunni, sem alein og án þess að geta
sérstaklega um manninn sinn, hvað þá
láta hann gera kaupin fyrir sig, hafi
staðið? Hún var á forsíðu Þjóðviljans
einn daginn fyr*ir kosningar, þegar mest
var talað um að konur væru sjálfstæðir
einstaklingar, sem ættu að standa á eig-
in fótum og bera ábyrgð á eigin gerð-
um, en ekki einhver sepi af eiginmann-
inum. Svona getur farið, þegar skrifarar
gæta ekki penna síns.
Eða kannski við ættum að taka upp
þann sið, að auglýsa: Ég, Jón Jónsson,
sem kvæntur er Sigriði Guðmundsdótt-
ur, óska eftir að kaupa notað reiðhjól.
Eða: Ég, Sigriður Guðmundsdóttir, sem
gift er Jóni Jónssyni, óska eftir skrif-
stofustöðu.
Kaupin, sem þarna fóru fram, eru svo
utan þessa máls. En rétt er að taka
fram — fyrir þá, sem kynnu endilega
að vilja miss'kilja — að ég er persónu-
lega þeirrar skoðunar, að ekki eigi að
leyfa nýbyggingar í Þingvallalandi, að-
eins viðhald gamalla bústaða, hvort sem
þar eiga í hlut karlmenn eða konur —
og jafnvel hverjum sem þau kunna að
vera gift eða kvænt.
Þrjár konur slasast
í árekstri
UMFERÐARSLYS varð á gatna
mótum Álfheima og Suðurlands
brautar, er tvær litlar bifreiðar
skullu saman svo að önnur
valt á hliðina. Gerðist þetta síð
degis í gær, I bílnum, sem ekki
valt voru þrjár konur og hlutu
þær skurði á höndum og í and
liti, þó ein mest. Ekki voru
meiðsl kvennanna þó talin al-
varleg.
Tildrög slyssins voru þau, að
bíll, sem kona ók var á eftir
strætisvagni og kom vestan Suð
urlandsbraut. Strætisvagninn og
bíllinn ætluðu að beygja norður
Álfheima og slapp strætisvagn-
inn yfir, en í þann mund, er
litli bíllinn var að fara yfir
kom annar að austan og ók
beint inn í hliðin á bílnum, sem
fylgdi strætisvagninum. Við það
valt hann á hliðina.
Konan, sem kom að vestan,
heldur því fram að beygjuljós
hafi verið kviknað, en konan,
sem kom að austan heldur því
fram að grænt ljós hafi blasað
við sér. Málið er í rannsókn og
sennilegast geta vitni, sem voru
fyrir aftan konuna, sem kom að
vestan skorið úr um þetta atr-
iði.