Morgunblaðið - 10.07.1971, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JOLÍ 1971
Góður hagur Almenna
bókafélagsins
Karl Kristjánsson kjörinn formaður
ALMENNA bókafélagrið og
styrktarfélag: þess, Stuðlar hf.
héldu aðalfundi sína þriðjudag:-
inn 6. júlí sl.
í upphafi fundar minntist Jó-
hann Hafstein dr. Bjarna Bene-
diktssonar, en hann var forgöngu
maður um stofnun Almenna bóka
félagsins og formaður stjómar
þess frá fy-rstu tíð. Risu fumd-
anmenn úr sœtum í virðingar-
skyni við minningu hins látna.
Framkvæmd ast j óri Almenna
bókafélagsins, Baldvin Tryiggva-
son, lagði fram reikninga félags-
ins og skýrði frá starfsemi þess
á liðnu ári. Kotn þar meðal ann-
ars fram, að sala félagsins hafði
aukizt nokkuð á árinu og varð
um 21,1 miilj. kr. þrátt fyrir að
félagið hafði gefið út nokkuð
færri bækur þetta ár en árið
á undan. Gekk rekstur félagsins
því vel á árirru. í>á ræddi fram-
kvæmdastjóri ýmis þau vanda-
mál, sem íslenzk bókaútgáfa á
við að etja. Þar væri fyrst stöð-
ugt vaxandi útgáfukostnaður
samfara minnkandi sölu ís-
lenzkra bóka, einkum nýrra
bóka. Á hinm bóginn héldist sala
éldri bóka nokkuð stöðugri, sem
stafaði af lægra bókaverði.
Þótt verðlag á bókum hafi
hækkað þá vantaði mjög á, að
Mutur útgefenda væri sá sami
og var t.d. fyrir nokkrum ár-
um, og útilokað væri að útgef-
endur gætu greitt þau ritlaun,
sem höfumdar með réttu teidu
sig eiga kröfu til.
Benti Baldvin Tryggvason á,
að söluskattur á bókum væri nú
einu prósenti hærri en meðalrit-
laun t.d. á Norðurlöndum. Ef
útgefendur fengju að ráðstafa
söluskattinum til höfunda sinna
væri mikill vandi leystur.
Formaður fólagsins var ein-
róma kosinn Karl Kristjánsson
fv. alþingismaður.
Meðstjórnendur voru kosnir:
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Gylfi Þ. Gíslason,
Halldór Halldórsson og
Jóhann Hafstein.
Varamenn:
Davíð Ólafssom og
Geir Hallgrímsson.
Endurskoðendur:
Guðmundur Benediktssori og
Ragnar Jónssom.
í bókmenmtaráð Almenna bóka
félagsins voru kosnir:
Tómas Guðmundsson, form.,
Birgir Kjaraui,
Guðmundur G. HagaMn,
Höskuldur Ölafsson,
Indriði G. Þorsteimsson,
Jóhamnes Nordal,
Kristján Albertsson,
Matthías Johannessen,
Sturla Friðriksson.
Á aðalfundi Stuðla h.f., en það
er styrktarfélag Almenna bóka-
félagsins flutti Ejrjólfur Konráð
Jónsson framkvæmdastjóri þess
Framh. á bls, 19
Karl Kristjánsson.
Sýningu á
„bláum mynd-
um“ að ljúka
Á MORGUN, sunnudag, lýkur
sýningunni á BLÁUM MYND-
UM en hún hefur nú staðið í
rúman mánuð hjá Listasafni Al
þýðusambands íslands að Lauga
vegi 18, III h. — Sýningin drag
ur nafn sitt af því, að blái
liturinn er uppistaða flestra eða
allra verkanna á sýningunni. —
Samtals eru þarna verk eftir
16 málara: Landslagismyndir,
portrettmyndir, uppstillingar,
táknverk og abstraktmyndir. —
Sýningarsalur Listasafnsins ar
opinn alla daga nema laugar-
daga kl. 15—18.
Næsta sýning verður væntan-
lega opnuð eftir miðjan júlí.
Olíuhreinsunarstöd á íslandi:
Undirbúningsfélag stofnað
RÍKISSTJÓRN íslands var falið
með lögum nr. 21 frá 5. apríl
1971 að beita sér fyrlr stofnun
hlutafélags er kannaði aðstæður
til þess að reisa og reka olíu-
hreinsunarstöð á íslandi og stuðl-
aði að því, að henni verði komið
á fót. Samkvæmt þessu hefur iðn
aðarráðnneytið að undanförnu
undirhiiið stofnun slíks félags.
1 fréttatiJkynningu frá ráðu-
neytinu segir að fimmtudaginn
8. júli hafi undirbúnimgsféla'gið
verið stofnað og nefnist það
Uindirbúningsfélag olíuhreinsun-
arstöðvar á Islandi h.f. Hluthaf-
ar eru ríkissjóður, sem sam-
kvæmt lögum á 51% hlutafjár
með 5 milijóna króna framlagi,
en aðrir stofnendur eru með sam
tals 4,8 milljóna króna hlutafé,
er skiptist jafnt á miiMi þeirra.
Eru þeir: Eimskipafélag Islands
h.f., Olíufélagið h.f., Oliufélagið
Skeljungur h.f., OMuverzlun Is-
lands h.f, Samhand íslenzkra
samvinnufélaga og Sameinaðir
verktakar hf.
Stjóm félagsins skipa tveir
fu'lltrúar rikisstjórnarinnar, Thor
O. Thors, forstjóri, sem jafn-
framt er formaður stjórnarinn-
ar og Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri. Þriðji stjómairmaðurinn,
Vilhjálmur Jómsson, forstjóri, er
sameiginlega kosinn af hluthöf-
um.
Samkvæmt stofnsamningi er
framkvæmdaráð stjóminni tiil
ráðuneytis. Stjómarmenn eru
sjálfskipaðir meðlimir ráðsins,
en þeir stofinendur, sem ekki
eiga fuiltrúa í stjóm tilnefna
hver sinn meðlim. Samkvæmt
þessu eiga eftirtaldir menn sœti
í framkvæmdaráði: Thor O.
Thors, formaður, Óttarr Mölier,
Viilhjálmur Jónssom, Indriði Páis
son, önundur Ásgeirsson, Hjört-
ur Hjartar og Ha'lldór H. Jóns-
son. End'urSkoðendur félagsims
eru HaMgrimur Fr. HaMgrims-
son og Ámi Þ. Ámason. Öll skil-
ríki og Skjöil varðandi þetta mál,
sem ummið hefur verið að sið-
astliðinin áratug, fyr»t af þar til
kjörinni nefnd og síðastliðin
tvö ár að frumkvæði for-
sætis- og iðnaðarráðherra, Jó-
hanns Hafstein, mun iðnaðar-
ráðuneytið láta undirbúningsfé-
liaginu í té — segir í fréttatil-
I iVí.-nniinio'ii iftniaðarráðnnevl-ÍLíainÆ
V
Hafliöi Jónsson, garðyrkjustjórj;
Hollar hendur — græn grös
„Þú átt að vemda og verja,
þótt virðist það ekki fært,
allt, sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.“
Þannig yrkir bóndinn og skáldið
Guðmundur Ingi. Þessar ljóðMnur
korna oft í hugann, er fjöimiðiar
segja fréttir af starfi þeirra
manna, sem vinna að land-
græðslu.
Önedtainlega hlýnar manni um
hjartarætur, er fregnir berast af
eidmóði og bjartsýni, er fýlg-
ir athöfnum landgræðsilumanna.
Örfoka land er girt, grasfræi er
sáð og kemiskum áburði er dreift
yfir auðnina. Landíð er þessum
sitarfsglöðu mönnum heilagt og
kært. Megi voimenn Islands
njóta blessunar gruðs og góðs
skilnings okkar, sem fylgjumst
iweð starfi þeirra úr fjarlægð og
vi'tum, að þeir vinna að einu
brýmasta og fegursta verkefni,
sem um þessar mundir er fram-
kvæmanliegt hjá þjóðinni.
Að vemda og verja landið á
þann hátt sem landgræðslumenn
okkar gera, ætti að vera stolt og
æra, fyrir þjóð, sem ekki treyst-
ir vamir sinar með byssukjöft-
um og þjálfuðum dátum. Með
hliðsjón af þeirri staðreynd, ætti
drjúgur hluti þjóðarteknanna að
renna til þessa umtalsverða
landvamarstarfs. En því er ekki
að heilsa. Landgræðslunni er
naumt skammteð og við sjálift
liggur, að landgræðslustjóri
verði að afla tekna fyrir land-
varnarlið sitt með því að senda
það á vetrarvertíð í Vestmanna-
eyjum eða Grindavík til að
tryggja, að hægt sé að halda
uppi sumarstarfi með þjálfuðum
verkamönnium.
Svo mikið er víist, að Land-
græðslustjóri virðist þurfa á þvi
að haida að sækja tekjur fyrir
landvarnarlið sitt, með þvi að
halda uppi samkeppnisbúskap
við bændur með framleiðslu á
kjöti og sölu fóðurvöru fyrir
sportbúendur hér í þébtbýlinu.
Ennifremur að annost vafa-
samar áburðardreifingar úr flug-
vél yfir lyngmóa og mosahraun,
þar sem nokkur von er á, að
auka vöxt strjálla einkimblöð-
unga, í þeirri góðu trú, að of-
setnir bithagar skili búpeningi
feitari af fjalli. Hitt virðist því
miður hafa gtleymzt, að með
þessum gegndariausa og nokkuð
handahófskennda austri kem-
iskra efna, er verið að veikja
þann uppistöðugróður, sem lifað
hefur af harkaiega beit, æðandi
storma og margs konar óáran í
gegnum aldimar. Með áburðar-
dreifingu á þennan langhrjáða
gróður, missir hann forystuna í
gróðurlendinu og hin rótditl u
grös fá yfirhöndina.
Sú kynistóð, sem nú kappkost-
ar að búa í haginn fyrir þá, sem
landið eiga að erfa, ætti vissu-
lega að gera sér það ljóst, að
næstu kynslóðir búa ekki við
svipaða hjarðmennsku og hér
hefur haldizt frá upphafi byggð-
ar. Okkur ætti þvi að vera það
fu'lllkomið íhugunarefm, hvað við
erum að hafast að með þessum
gegndarlausa austri köfnunar-
efnisáburðar yfir landið. Ef
seinni tímar hafa ekki ráð eða
vilja á að viðhaida vexti þess-
ara bithaga, sem við erum nú að
stofna tii, þá veikist rótfesta
grasanna og við því má búast,
að þeir timar komi, að þar verði
auðn ein, er í okkar æsku voru
fjölskrúðugir lyngmóar.
Spilium ekki gróðri í fljótræði,
en leggjum á það áherzlu, að
hafa hollar hendur i viðskiptum
við náttúru landsins.
Frá stofnfundi Undirbúningsfélags oiíuhreinsunarstöðvar á Islandi h.f. hinn 8. júlí. Frá vlnstrl
á myndinni: Hjörtur Torfason, hrl.; Einar B. Gnðmiindsson, stjórnarformaður Eimsidpafélags-
fslands h.f.; Óttarr Möller, forstjóri; Önundur Ásgeirsson, forstjóri; Ásgeir Jóhannesson, forstjóri;
Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri; Jóhann Hafstein, forsætis- og iðnaðarráðherra; Ámi Þ. Áraa-
son, skrifstofustjóri; Vilhjálmur Jónsson, forstjóri; Hjörtnr Hjartar, forstjórl; Thor O. Thors,
forstjóri; Haildór H. Jónsson, arkitekt; Indriði Pálsson, forstjóri og Haligrímur Fr. Hailgrímsson,
stjórnarformaður Skeljungs h.f.
Satchmo kvaddur:
„When The Saints
Go Marching Inu
NEW YORK 9. júli — AP.
Hann hafði spilað það svo oft,
við jarðarfarir svo margra ann-
arra, að þegar mesti jass-tromp-
etleikari heimsins var lagður til
hinztu hvíldar var eiginlega
óhjákvæmilegt að „Wlien The
Saints Go Marching lln“ skyldi
enduróma í litlu kirkjunni í
Queens.
Louis Armstrong lifði Ifyrir
tónlist og hún fylgdi honum í
dauðann. Tugþúsundii syrgjenda
stóðu fyrir utan kirkjuna, en
inni voru margir frægustu
listamenn Bandaríkjanna, og ali-
ir kvöddu með trega litla Jtétt-
vaxna manninn sem (hafði komið
við svo mörg hjörtu, svo víða
í heiminum.
„Hann er bezti sendiherra
kærleikans og friðar sem Banda-
ríkin hafa nokkru sinni átt,"
sagði útvarpsþuluriinn Fred
Ix>uis Armstrong.
Robbins, náinn vintur Arm
stronigis. „Hann fcalaði við mifflj-
ónir með tónlist sinni, og miiil j-
ónimar hriifust og elskuðu
hann.“
Satohmo sagði sjálfur; „Tónar
eru tónar á hvaða tungumáli
sem er. Ef þú htttir þá rótbu,
þá sikiilja þeir þig.“
Þegar hann var borinn úr
kirkjunni stóð mannfjöldinn þög-
ull og laut höfði. Meðal þeirra
sem báru kiistuna voru Ella
Fitzgerald, Guy Lombardo,
Benny Goodman, Dizzy Gilliispie,
David Frost, Didk Oavett oig
John Lindsey. Á leiðinni tit
kirkjuigarðsins fór likfylgdin
framhjá litlum hópi sem stóð
og beið eftir henni. Tvö siðhærð
ungimenni héldu á lofti ^ki'lti
sem á var krotað: „Við elisskum
þi'g öll Louis.“