Morgunblaðið - 14.07.1971, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐKh MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1971
Reynslulausir menn
í ráðherrastóla
Sigurvesarar kosninganna 13. júní sl. sömdu herfilega af sér
vi«V stjórnarmyndun.
í DAG tekur ný ríkisstjórn
við völdum á íslandi, vinstri
stjórn ólafs Jóhannessonar.
Við valdatöku þessarar ríkis
stjórnar er vert að íhuga nokk
uð atburðarás síðustu vikna og
fyrstu spor Ólafíu. Kosninga
baráttan stóð ekki um það,
hvort hér ætti að verða
vinstri stjórn. Engan stjórn-
málallokk, engan stjómmála-
mann óraði fyrir því, að þær
aðstæður gætu skapazt eftir
kosningar, að unnt yrði að
mynda vinstri stjórn án Al-
þýðuflokksins. Engum flokki
kom til hugar að setja það á
oddinn í kosningabaráttunni
að mynda ætti vinstri stjórn
að kosningum loknum.
Framsóknarflokkurinn setti
sér auðvitað það markmið fyr
iir kosningar að komast inn í
ríkisstjórn. Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna ráku
þá skynsamlegu pólitík í kosn-
ingabaráttunni að benda á, að
þau ein væru fær um fella rík
isstjórnina með því einfald-
lega að fá mann kjörinn. En
hvorugur þessara flokka
stefndi að vinstri stjórn. Þvert
á móti var þeim báðum um-
hugað um að komast í ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um. Alþýðubandalagið hefur
áreiðanlega ekki hugsað svo
langt, að það hefði tækifæri
til þátttöku í ríkisstjórn að
kosningum loknum. Það hafði
einungis tvö meginsjónarmið í
huga. Annars vegar að styrkja
enn stöðu sína meðal kjósenda
eftir umtalsverðan árangur i
borgarstjórnarkosningunum sl.
vor og hins vegar að koma i
veg fyrir, að Hannibal næði
kjöri á Vestfjörðum eða að
samtök hans fengju þingmann
kosinn yfirleitt. í því skyni
voru erindrekar sendir vestur
á firði nokkru fyrir kosningar
til þess að hvetja stuðnings-
menn Alþýðubandaiagsins að
kjósa Birgi Finnsson, sem
kommúnistar töldu manna lik
legastan til þess að koma í veg
fyrir kjör Hannibals — en það
fór á annan veg.
Af þessu má ljóst vera, að
Ólafíu var aldrei ætlað að fæð
ast. Þeir, sem gengizt hafa við
faðerni hennar, höfðu ekkert
slikt í huga fyrir 13. júní sl.
Hún er eins konar lausaleiks
krói, sem varð til óvart, en
ekki verður hjá því komízt
að horfast í augu við. fs-
lenzkir kjósendur voru ekki að
greiða atkvæði með vinstri
stjórn í kosningunum 13. júuí.
Þeir veittu engum umboð til
myndunar vinstri stjórnar og
þeim kom ekki til hugar dag-
inn, sem þeir gengu að kjör-
borðinu, að þeir ættu slíkt fyr
irbæri i vændum.
Þessu var á allt annan veg
háttað, þegar vinstri stjórnin
var mynduð 1956. Þá hafði
Hermann Jónasson, einn
fremsti leiðtogi sem Framsókn-
arflokkurinn hefur átt, stefnt
að því leynt og ljóst um
þriggja ára skeið, ailt frá því
að samstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks var
mynduð 1953, að slík vinstri
stjóm kæmist á. Þess vegna
tók Hermann Jónasson ekki
sæti í þeirri ríkisstjórn, en
stóð utan hennar og hóf að
endurvekja pólitísk sambönd
sín á vinstra vængnum, sem
skapazt höfðu fyrir stríð, á ár
unum eftir 1934, þegar Her-
mann myndaði fyrstu ríkis-
stjóm sina með Alþýðuflokkn
um. Fyrir kosningarnar 1956
var komið á kosningabanda-
lagi Framsóknarflokks og A1
þýðuflokks, sem leitaðist við
að hagnýta sér út í æsar rang
láta kjördæmaskipun með það
fyrir augum, að þessir tveir
Alþýðubaiidalaginu það braut
argengi í kosningunum 1956,
sem dugði til þess að koma
þeim Hannibal og Lúðvik í
ríkisstjórn Hermanns Jónasson
ar.
Þeir ráðherrar, sem taka við
völdum á íslandi í dag ganga
inn um bakdyrnar í stjórn-
arráðinu. Þetta er fyrsta stað
reyndin, sem hafa verður í
huga við þessi stjórnarskipti,
að þjóðin veitti ekkert umboð
til vinstri stjórnar, þótt hún
vildi augljóslega breytingu á
stjórn landsins. En hinn mikli
styrkur, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn sýndi í kosningunum, et'
hann hlaut um 2/3 af eðli-
legri aukningu eftir 12 ára
stjórnarforystu, var til marks
um, að kjósendur vildu, að sú
breyting ýrði undir forystu og
með þátttöku Sjálfstæðisflokks
ins.
REYNSLULAUSIIÍ MENN
Önnur staðreynd, sem vert
er að vekja athygli á nú, er
sú, að það eru reynslulaiisir
menn, sem taka við stjórnar-
taumunum á Islandi i dag. f
þessari 7 manna ríkisstjórn
eru aðeins tveir menn, sem áð
ur hafa gegnt ráðherraem-
bætti, þeir Hannibal Valdimars-
son og Lúðvík Jósefsson. Þeir
eiga aðeins 2Va ár að baki í
ráðherrastólum í misheppnaðri
ríkisstjórn, sem hrökklaðist
frá völdum með meiri endem
um en dæmi eru til um bæði
fyrr og síðar á þessu landi.
Hinir ráðherrarnir fimm
hafa aldrei áður borið þá póli
tísku ábyrgð, sem fylgir ráð
herraembættum. Ólafur Jó-
hannesson hefur verið vel lið
inn prófessor í lagadeild há-
skólans, en hann hefur verið
tilþrifalítill þingmaður og lit-
að Ólafi Jóhannessyni gangi
að gera það sama, þegar
reynsluleysi hans er haft í
huga og persónulegir óvildar-
menn sitja við ráðherraborðið,
þar sem eru Hannibal Valdi-
marsson og Magnús Kjartans-
son?
Hannibal Vnldimarsson
Stjórnmálareynsla Einars Ág
ústssonar er bundin starfi í
borgarstjórn Reykjavíkur og
þingmennsku í tvö kjörtíma-
bil. Hann hefur ekki fyrr lát-
ið utanríkismál tll sín taka,
en að þvi verður vikið síðar.
Halidór E. Sigurðsson er hinn
eini þessara reynslulausu fimm
menninga, sem hægt er fyrir-
fram að búast við, að verði
dugmikill ráðherra, hvort sem
stefna hans í fjármálum og
landbúnaðarmálum verður
gæfusamleg eða ekki. En hann
hefur leynzt ötull þingmaður,
sem hefur sett sig vel inn í
máleíriin, sérstaklega fjármál
og samgöngumál.
ús Kjartansson eru báðir það,
sem í daglegu tali nefnast
Moskvukommúnistar og hafa
verið það meiripartinn af sinni
starfsævi. Magnús Torfi Ólafs-
son var kommúnisti og margra
grunur er sá, að hann sé það
ennþá, þótt honum hafi sinn-
ast við Þjóðviljaklíkuna á sín-
um tíma, en í þess stað gengið
í þjónustu erkipáfa kommún-
ista á íslandi, Kristins E. And-
réssonar. Hannibal Valdimars-
son er jafnaðarmaður, sem um
12 ára skeið þjónaði málstað
kommúnista og margir héldu,
að hann hefði lært nóg af
þeirri reynslu, sem hann þá
öðlaðist — en svo virðist ekki
Fyrir þremur mánuðum
hefði Magnús Torfi Ólaísson
vafaiaust hlegið dátt, ef því
hefði verið haldið fram, að
um mitt sumar yrði hann orð
inn þingmaður, hvað þá ráð-
herra. Hann hefur um langt
skeið stjórnað bókabúð í
Reykjavík, sem hefur haft á
að skipa góðu úrvali erlendra
bóka, og það fag kann hann
greinilega vel, en stjórnmála-
reynsla hans er takmörkuð við
ritstjórastarf á Þjóðviljanum og
eru það kannski ekki beztu
meðmæli með nýjum mennta
málaráðherra. Og loks er það
Magnús Kjartansson, sem hef
ur verið öðrum þingmönnum
hávaðasamari sl. kjörtimabil
og á nú að stjórna iðnaðar-
og orkumálum, trygginga- og
heilbrigðismálum. Þótt skap-
gerð Magnúsar sé ekki slík að
hæfi ráðherra, verður óneitan
lega fróðlegt að fylgjast með
því, þegar hann fer að byggja
300 MW stórvirkjanir í Sig-
öldu og Hrauneyjafossum með
þeim tekjum, sem fást af húsa
hitun með rafmagni!!!
Þetta eru mennirnir, sem
eiga að stjórna íslandi og er
óhætt að fullyrða, að aldrei
hafa jafnmargir reynslulausir
menn setzt í ráðherrastóla á Is-
iandi og í dag.
Hitt er svo öllu alvarlegra,
að af þessum 7 ráðherrum, eru
4 ráðherrar, sem ýmist eru
kommúnistar, hafa verið komm
únistar eða um langt skeið
starfað i nánum tengslum við
þá. Lúðvik Jósepsson og Magn-
flokkar mættu ná meirihluta-
aðstöðu á Alþingi. En jafn
framt hafði Hermann löngu
fyrir kosningar tekið upp sam
band við Alþýðubandalagið,
sem þá var verið að stofna,
sem kosningabandalag Hanni-
bals Vaidimarssonar og Sósíal
istaflokksins. 1 kosningunum
1956 var því fyrir opnum tjöld
um barizt um það, hvort
vinstri stjórn skyldi taka við
völdum í landinu eða ekki og
eins og linurnar lágu hlaut svo
að fara. Eina spurningin í
þeim kosningum var sú, hvort
það yrði vinstri stjórn Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks
eða vinstri stjórn þessara
tveggja flokka ásamt Alþýðu
bandalaginu. Kjósendur veittu
laus formaður Framsóknar-
flokksins. Undir hans forystu
hefur Framsóknarflokkurinn
verið á stöðugri niðurleið og
beið í kosningunum 13. júní
sl. mikinn ósigur, er hann tap
aði raunverulega 3000 atkvæð
um miðað við kosningarnar
1967. Þrátt fyrir þá miklu
reynslu sem Hermann Jónas-
son hafði til að bera og mikla
stjórnmálahæfileika tókst hon
um ekki að halda vinstri
stjórninni 1956 saman til
lengdar. Hvernig halda menn,
Lúðvík Jósepsson
Eysteinn Jónsson
Persónulegt samband frá vinstri stjórninni gömu var endur-
va kið
Björn Jónsson
vera. Þetta eru þeir menn, sem
hinn varkári og hægláti laga-
prófessor, Ólafur Jóhannesson,
hefur leitt til valda á íslandi,
og má vera, að þegar stundir
líða verði sú ráðstöfun hans
orðin þessari þjóð býsna dýr-
keypt.
TOGSTREITA
UM rAðheiíraembætti
Framsóknarforingjarnir munu
þegar að kosningum loknum
hafa gert sér ljóst, að þetta
væri þeirra síðasta tækifæri til
þess að komast í ríkisstjórn og
þess vegna voru þeir þegar í
upphafi reiðubúnir til þess að
fórna öllu, bæði málefnum og
ráðherraembáittum til þess
eins að koma vinstri stjórn-
inni saman. I sjálfu sér má
segja, að það sé ósanngjarnt að
skella skuldinni á Ólaf Jóhann-
esson einan í þessum efnum,
vegna þess, að það var Eysteinn
Jónsson öðrum mönnum frem-
ur, sem réði ferðinni í samn-
ingaviðræðum Framsóknar við
hina flokkana tvo. Þegar full-
trúar Framsóknarflokksins í
viðræðunefndinni voru skipað-
ir, var upphaflega ætlunin, að
það yrðu þeir þrír menn, sem
skipa stjórn þingflokksins, þoir
Ólafur Jóhannesson, Einar
Ágústsson og Halldór E. Sig-
urðsson. En Eysteinn Jónsson
fékk einn þingmanninn til þess
að stinga upp á sér fyrir reynslu
sakir. Öllum öðrum í þingflokki
Framsóknarflokksins var ljóst,
að það var Eysteinn, sem átti
frumkvæðið að því, að tillaga
var gerð um hann.
Þegar Eysteinn var kominn í
viðræðunefndina hófst samspil
milli hans og Lúðvíks Jóseps-
sonar, en milli þeirra tveggja
hafa verið leyndir þræðir allt
frá dögum vinstri stjórnar
Hermanns Jónassonar. Þessir
tveir menn, Eysteinn Jónsson
og Lúðvík Jósepsson, eru arki-
tektar þessarar stjórnar. Á við-
ræðufundunum gekk Eysteinn
hvað eftir annað fram fyrir
skjöldu og tók frumkvæðið af
Ólafi Jóhannessyni á smekk-
lausan hátt og það var Ey-
steinn, sem fyrst og fremst
lagði áherzlu á, að í þessum við-
ræðum yrði að leggja allt í söl-
urnar til að gera kommún-
istum til geðs. Sjálfur var
Ólafur Jóhannesson svo ólmur
að koma stjórninni saman, að
hann lagði til, að niálaflokkum
yrði þegar skipt upp, án |»ess
að niálefnasaniningur, sem orð
væri á gerandi, yrði gerður, en
ef ágreiningsefni kænm upp
síður um stefnu stjórnarinnar,
yrðu þau leyst innan ríkis-
stjórnarinnar. Jafnvel komm-
únistum ofbauð og töldu trygg-
ara að binda viðmælendur sina
með undirskriftum við tiltekin
atriði.
Það var alltaf ljóst, að ráð-
herraefni Framsóknarflokksins
yrðu Ólafur Jóhannesson pg
Halldór E,- Sigurðsson, en mejri