Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 14. JÚLl 1971
17
Stóraukinn kostnaður
kemur bókaútgefend-
um 1 mikinn vanda
Baldvin Tryggvason, fram-
kvæmdastjórl, flutti erindi um
bókaútffáfu á íslandl á síðasta
aðalfundi Almenna bókafélags
ins. — Fer kafli úr þvi hér á
eftir:
Bókaútgáfa eins og margvís-
legur annar atvinnurekstur,
krefst stöðugt aukins fjármagns
en þó tel ég, að þörfin sé
kannski brýnni hjá bókaútgáf-
unni almennt í dag heldur en I
ýrnsum öðrum atvinnugreinum.
Þess hefur óyggjandi orðið
vart nú á síðustu tveimur árum,
að bókaverðið virðist komið
fram úr þvi marki, sem gera má
ráð fyrir, að íslenzikir bóka-
kaupendur sætti sig almennt við
um skeið a.mjk. 1 raun er þess
þegar farið að gæta, að dregið
hefur úr sölu á nýjum íslenzk-
um bókum og það svo mjög, að
margir reyndari útgefendur hafa
þegar dregið aíllveruilega úr út-
gáfustarfsemi sinni. Menn hafa
leitað ýmissa ráða til þess að
reyna að iækka útgáfukostnað-
inn og þar með bókaverðið. Eitt
ráðið, sem nú hefur verið not-
að í ríkara mseli en áður, er að
igefa út eldri bækur i nýjum út-
igáfum. Ástæðan er m.a. sú, að
ritlaun sparast verulega, þegar
ekki þarf að teita fanga um nýj-
ar bækur. Höfundar telja, o-g
sjálfsagt með réttu, að nú þurfi
þeir mun hærri greiðálur fyrir
ritverk sin en áður, en þó er
hitt kannski sýnu erfiðara við-
fangs fyrir bókaútgefendur að
höfundar verða að fá greiðslu
fyrirfram í mjög auknum mæli.
Þessi atriði, minnkandi sala á
nýjum bókurn, vegna otf hás verð
lags, stórhækkaður útgáfukostn
aður og auknar kröfur höfunda
tiil meiri ritlauna hafa komið út-
gefendum í þann vanda nú i dag,
sem erfitt mun fyrir þá að ráða
fram úr í næstu framtíð.
Ég ætíla ekki að þessiu sinni að
reyna að benda á leiðir til þess
að lækka útgáfukostnað þann,
er stafar af auknum kostnaði við
prentun og bókband. Bókband-
ið er enn sem fyrr flöskuháls-
inn, sem svo má segja í íslenzkri
bókagerð. í>ar virðast svo að
segja engar framíarir hafa orð-
ið á síðustu árum og stendur allt
við hið sama, enda er nú verð
á bókbandi komið upp úr öllu
valdi, þegar venjulegt band á 10
til 12 arka bðk kostar orðið
u.þ.b. 100 og 120 krónur. >á hef-
ur prentkostnaðurinn farið stöð-
ugt vaxandi þrátt fyrir, að þar
hafa þó orðið verulegar framfar
ir með nýjum véluim. En allt að
einu virðist að þótt nýjar vélar
ag betri komi til skjalanna sé
ekki unnt að lækka prentkostn-
aðinn.
Eins og ég gat um áðan, er
það Ijóst af reynSlu síðustu
tveggja ára, að sala nýrra ís-
lenzkra böka hefur minnkað að
magni til mjög verulega. Fyrst í
stað vildu útgefendur kenna
því um, að söluverð bökanna
væri of hátt og aðeins þyrfti að
bíða þess að fólkið vendist
þessu nýja og hækfkaða verði.
í»eir bentu réttilega á, að verð-
lag á erlendum bókum hefur
hækkað hlutfallslega meira en
það stafar umifram allt af geng-
isfellingunum 1967 og 1968. En
nú standa útgefendur frammi fyr
ir því sem var á s.l. ári. Von-
amdi verður reynslan sú, að ís-
lenzkir bókakaupendur láti
sinn hlut ekki eftir liggja og
kaupi nýju bækurnar allt að
einu, þótt verðið hækkl.
En 5 þessu sambandi er ekki
úr vegi, að athuga, hvernig f jöl-
miðlar þjóðarinnar reyna að
stuðla að auknum bókakaupum
eða bóklestri í landinu. Á öðr-
um vettvangi hef ég rætt um, að
ég tel blöðin og Ríkisútvarpið,
þ.e.a.s. hljóðvarpið sinna þess-
um þætti mætavel. Þó dreg ég
mjög í efa, að þáttur bókagagn-
rýnenda í blöðum sé til þess fall
inn að hann örvi fólk til þess að
kaupa og lesa íslenzkar bækur.
Ýmsir menningarvitar og bók-
menntapostular telja að bóka-
gagnrýni í blöðum sé ei'tthvert
sáluhjálparatriði fyrir bók-
menntirnar í landinu. Sjálfsagt
getur gagnrýni haft nytsamleg
og góð áhrif bæði i þá átt að
bæta smekk lesenda og veita rit-
höfundum og útgefendum nokk-
urt aðhald um hvers konar bæk
ur þeir sendi frá sér á bóka-
markað hverju sinni. En sú bók-
menntagagnrýni, sem á sér stað í
dagblöðum landsins, virðist að
miklu leyti persónulegt stríð
milli einstakra bökagagnrýn
enda um hve gáfaðir og skarp-
ir bókmenntamenn þeir séu og
samkeppni um hve hátt þeim
tekst að hossa skjólstæðingum
siínum, sem þeir svo siðar gera
ráð fyrir að krjúpi frammi fyrir
þeim í lotningu og þakki þeim
fyrir lárviðarsveiginn, sem þeir
telja sig hafa lagt að höfði
hinna útvöldu rithöfunda. Sem
betur fer eru ti’l ágætar undan-
tekningar frá þessari reglu, en
það eru þeir menn, sem fyrst og
síðast skrifa um bækur og bók-
menntir af alúð og ást á bók-
menntunum sjálfum en ekki af
þeim sökum, sem ég drap hér á
áðan. Bókmenntagagnrýni blað-
anna er því fyrst og fremst skrif
uð fyrir eða vegna rithöfund-
anna í landinu en ekki fyrir les-
endur og þaðan af síður fyrir
bókaútgefendur. En með frétta-
fl'utningi sínum sinna blöðin
bókaútgáfu og bókagerð í land-
inu allvel og sömu sögu er að
segja um útvarpið. >ví miður er
þessu á allt annan veg farið hjá
sjónvarpinu. Mér er það gjör-
samlega óskiljanlegt, hvemig
hægt hefur verið að safna sam-
an mönnum að yfirstjórn sjón-
varpsins, sem allir með tölu virð
ast vera jafngjörsneyddir þvi að
kunna eða vilja meta gildi ís-
lenzkrar bókmenningar í dag.
Eða hvar mundi það geta gerzt
í hinum siðmenntaða heimi, að
bók sé hreint „tabu" i sjónvarpi.
1 íslenzka sjónvarpinu virðist
flest álitið markvert fréttaefni
annað en bækur og bökmennt-
ir. Reyndar var skýrt frá þvi,
þegar símaskráin kom út, en eins
og ég hef annars staðar getið
um, þá mun það vera nokkurn
veginn öruggt, að síimaskráin sé
ekki talin bókmenntaverk.
>eir eru fáir, sem draga i efa,
að sjónvarpið muni í dag vera
áhrifaríkasti fjölmiðillinn á
landi hér. Sjónvarpið er í eigu
íslenzka ríkisins og þar með is-
ienzku þjóðarinnar. Af því er
státað á hátíðastundum, að is-
lenZk þjóð mundi ekki vera til
í þessu landi, ef ekki hefðu ver-
ið skrifaðar hér og gefnar út is-
lenzkar bækur. >að hlýtur því
að teljast meðal verstu eindæma,
að áhrifaríkasta tæki ríkisins
skuli haldast uppi að sniðganga
íslenzkar bækur og bökmenntir
með þeim hætti, sem raun ber
vitnl.
Islenzkir rithöfundar hafa síð
uistu árin látið meira að sér
kveða í réttindabaráttu sinni en
áður hefur þekkzt. Hafa þeir
einkum beint réttlátum óskum
sínum til hins opinbera og sam-
félagsins í heild.
Virðast óskir þeirra fólgnar
annars vegar í, að hið opinbera
veiti þeim aukná styrki, laun og
annan stuðnimg, og hins vegar
að samfélagið viðurkenni fullan
eignarrétt höfunda yfir verkum
þeirra á borð við þann rétt, sem
fllmenmt er viðtekinn um eigna-
rétt fólks yfir hlutum.
Undir hvort tveggja get ég og
sjá'lfsagt allir útgefendur tekið
heils hugar.
En rithöfundum er það án efa
ljóst, að þeir eru ékki einir á
báti. Án útgefenda verða ekki
gefnar út bækur og án höfunda
verða heldur engar bækur til.
>ess vegna eiga útgefendur,
rithöfundar og ekki síður fræði-
menn samleið í þvi höfuðvið-
fangsefni, að standa dyggan
Baldvin Tryggvason.
vörð um hagsmunamál þessara að
ila og raunar allra sem að bóka-
gerð vinna, og síðast en ekki sízt
kaupenda og lesenda íslenzkra
bóka.
1 dag er staðan sú, að útgef-
andinn getur ekki greitt höfund
um sinum laun t.d. á borð við
það, sem auglýsingateiknarinn
fær hlutfailslega fyrir að teikna
kápu á bók höfumdarins. >etta
er staðreynd sem höfundar hafa
sætt sig við fram til þessa. En
það gera þeir ekki öllu lengur.
>ó er það ijóst ölium, sem vilja
vita, að útgefendur greiða að
jafnaði mun hærri ritlaun en
gerist með öðrum þjóðum miðað
við útgefinn eintakaf jölda.
1 Svíþjóð, þvi gósenlandi ým-
issa menningarvita, er það tal-
inn góður samningur, fyrir höf-
und, ef hann fær 8% af útsölu-
verði bókar miðað við fyrstu
3000 eintökin, sem seljast. Fyr-
ir næstu 3000 eintökin fær hann
10% og fyrir þau eintök,
sem seljast umfram 6000 eintök
fær hann 12% í höfundarflaun.
Ég er sannfærður um, að ekfci
fyrirfinnst íslenZkur útgefandi,
sem ekki samþykkti slik kjör til
íslenzkra höfunda. En hvaða
höfundur gæti fallizt á slíkan
samning við ísfenzkan útgef-
enda. Reyndar veit ég, að ef er-
iendur útgefandi býðu.r slík
kjör islenzkum rithöfundi myndi
sá íslenzki telja sig himin hönd-
um tekið hafa. En smæð hins ís-
lenZka markaðar er svo mikil að
aðeins örfáir ef nökkrir höfund
ar gætu lifað mannsæmandi lifi
samkvæmt kröfum nútímans af
slíkum samningi.
Til viðbótar verður því að
koma opinber stuðningur með
einum eða öðrum hætti. Ekki að
eins af því að nauðsyn beri til
að halda Mfi í þeim sem falla í
þá gröf að nenna ekki að vinna
eins og suimir kaila það, en vilja
bara skrifa, heldur einfaldlega
af þeirri ótrúlegu uppákomu að
útgefendur vantar góð og vönd-
uð handrit og þá um leið vant-
ar góðar bækur á markaðinn
handa blessuðum bó'kakaupend-
um. Og þar sem í Ijós hefur kom-
ið, að bókaverðið má ekki verða
of hátt, er engin önnur leið
möguleg, en að rí'kið komi hér
tiil með útrétta hjálparhönd slna
og leggi fram sinn skerf.
>etta hafa rithöfundar séð og
knúið dyra hjá því opinbera og
fengið þó nokkru áorkað. En rétt
ara held ég sé fyrir rithöfunda
að fara hér að með nökkurri gát,
því að varla getur það leitt til
farsællar lausnar ef þeir verða
um of háðir duttlungum opin-
berra nefnda um styrkúthlutan
ir. Auðvitað eru hvers konar
styrkir og góð listamannála'un
til mikilla bóta. En að mínum
dómi eiga listamannalaun að
þjóna þeim megintilgangi að
vera viðurkenning fyrir unnin
áfrek. Styrki á að veiita á hinn
bóginn tifl ákveðinna verkefna,
en auk þessa þartf svo að vera
um hnúta búið, að höfundar geti
fengið sin réttmætu laun frá út-
gefanda sinum og að auki fyrir
afnot af verkum höfundar-
ins m.a. af útlánum úr bókasöfn
um.
Nú er sem kunnugt er
greiddur 11% söluskattur af út-
söluverði allra bóka, sem ann-
arrar vöru og þjónustu i land-
inu.
Rikið tekur með öðrum orðum
einu prósenti meira atf útsöl'uverð
inu I sinn vasa en talin eru með
al ritflauna erlendis af bókum.
>etta er áflitið svo sjáltfsagt að
alls ekki sé orð á þessu gerandi.
En hvemig i ósköpunum
stendur þá á því, að af dagblöð-
um er enginn söluskattur greidd
ur og að þvl er virðist telja
menn ástæðulauist að hafa orð á
slífcu.
Eru dagblöðin mikilvægari
fyrir samfélagið en íslenzkar
bækur? Eða er ástæðan kannski
sú, að blöðin eiga skilnmgsrik-
ari aðstandendur á Alþingi en
bækurnar, eða leikhúsin og önn-
ur menningarstarfsemi i land-
inu.
Ég ætia ekki að fara að hall-
mæla blöðunum eða krefjast að
þau greiði söluskatt, né heldur
að álasa þingmönnum fyrir að
mismuna útgáfustarfsemi í land-
inu eftir því hvort menn gefli út
bækur eða blöð, en bendi aðeins
á að í Noregi var söLuskattur af
bókum afnuminn flyrir nokkrum
árum. 1 Noregi búa nær 5 millj-
ón'ir íbúa, en ástæðan fyrir af-
námi söluskattsins þar var sú,
að vegna smæðar hins norska
bókamarkaðar og fámennis
norsks málsamfélags bæri þjóðar
nauðsyn til þess að vernda
norska bókmenntaiðju og bóka-
gerð gegn hinni erfiðu sam-
keppni við erlenda bókagerð
einmitt með því að feflla niður
söl'Uskatt af bókum.
Á Islandi búa 200 þús. sáMr og
málsamfélag olkkar því um 1/25
af því norska. Ef Norðmenn
þurftu að fella niður söliuskatt
af bókum vegna fámennis þeirra,
hvað mætti þá segja um okkur!
Og ef söluskattur væri afnum
inn án þess þó að lækka bóka-
verð gæti útgefandi aukið
greiðslur sínar til höfunda til
stórra muna.
Einnig er hægt að hugsa sér
þá lausn, að bókaútgefendur og
bóksalar innheimti eftir sem áð-
ur fullan söluskatt af bðkum og
greiði ti'l rikisins. En síðar gætu
útgefendur með skattaframtölum
sínum sýnt fram á, hve mikinn
söluskatt þeir hafi greitt það ár-
ið og fengið leyfi samkvæmt sér-
stökum reglum til að ávisa á
söluskattsupphæðina tii t.d. höf
unda eða þýðenda.
>annig gengi söluskatturinn
beint til þess að örva og efla rit-
höfunda til enn meiri, vandaðri
og betri ritverka.
Samkvæmt lauslegri athuigun
virðist mér, að sala islenzkra
bóka á s.l. ári hafi numið a.m.k,
400 milljónum króna. >essar 400
milljónir króna hafa dreifzt út
um alflt þjóðl'ítfið, til rikisins, til
prentara, bókbindara, bóksala,
rithöfunda, útgefenda o.s.flrv.
>essar bækur allar hafa verið
ritaðar upphaflega eða þýddar
af íslenzkum rithöfundum og
skáldum og gefnar út af íislenzk
um bókaútgefendum. >essi starf
semi skiptir því verulegu máli
fyrir þjóðarbúskapinn í heild
sinni. En þótt við litum framhjá
hinni efnahagslegu hlið, þá stoui-
um við minnast þess, að einmitt
á grundvelM þessarar starfsemi
blessast og blómgast íslenzkt
menningarlíf á þessu landi eða öf
ugt. Undir þvi er komið, hvem-
ig menningarleg framtið is-
lenzkrar þjóðar verður og jafn
vel hver efnahagsleg örlög bíða
hennar. Skylda ríkisvaldsins til
þess, að hlaupa undir bagga með
íslenzkri bókaútgáfu, þegar hún
er í vanda er þvfl mjög rík og
verður ekki umflúin.
Með sama hætti má benda á
það, að skylda Islendinga sjáltfra
við bókina er nú í dag hin sama
og áður. En þótt ég geri ekki
lítið úr bókmenntaáhuga íslend
inga, og áhuga þeirra á að eign-
ast íslenzkar bækur, þá hlýtur
þó að vekja nokkra athygli, hve
afarsjaldgæft það er að félaga-
samtök eða einstaklingar leggi
fram f jármuni til þess að stuðla
að þvl að ákveðnar bækur komi
út. Ég hygg, að seint muni flyrn-
ast það stórvirki, sem Kveldúltf-
ur h.f. vann, þegar það flyrir-
tæki kostaði að svo til ölflu leyti
fyrstu útgátfuna á Egilssögu,
sem kom út hjá Fornritafélag-
inu. Nafns Kveldúl'fs er getið á
þeirri útgáfu og eigendum flyrir
tækisins þakkað að ve.rðfleikum
fyrir sinn merka og giftudrjúga
Skerf. En fáir hafa fetað í fót-
spor þeirra Kveldúltfseigenda.
Nú virðist því svo farið, að ef
félög eða einstaklingar hafa yf-
ir einhverjum fjármunium að
ráða, þá er eins og þeim detti
aldrei í hug neitt annað til þess
að styrkja eða styðja heldur en
ýmiss konar mannúðarfélög eða
mannúðarstarfsemi. Auðvitað
hvarflar ekki að mér, nema síð-
ur væri, að amast við því að
menn gefi fjármuni sína til slíkr
ar starfsemi. En er það þó ekki
með nokkrum ólikindum, að hjá
sjáilflri bókaþjóðinni skuU það
varla bera við að mönnum komi
í hug, að ekki væri úr vegi, að
þeir stuðluðu að því að koma á
prent ákveðinni bók um eitt-
hvert mikiflsvert efni. Nei, þvert
á móti virðist þessu heldur
þanni'g farið, að ýmis félaga-
samtök telj'i það raunar nærri
því sjálfsagt, að útgáf'ufyrirtæki
veiti þeim styrki með þvi að gefa
þeim bækur eða peninga svo að
þeir geti gefið fjármuni í eigin
nafni til ýmis konar mannúðar-
starfsemi. Ég hygg, að ef menn
fara að Ihuga þetta mál, þá finni
Þeir það, að þeir geta með ýms-
um hætti uiinið stór og mikil af-
rek i þágu íslenzkrar þjóðmenn
ingar, með því að stuðla að því
að unnt sé að skrifa og gefa út
ýmis rit, sem varða hin fjöl-
mörgu málefni islenzks þjóðfé-
lags bæði fyrr og síðar.
Sem betur fer, er flestum
vandamáLum þannig farið, að
unnt er að leysa þau, ef menn
teggjast á ei'tt og viflja það af
heilum hug. Ég er þvi sannfærð
ur um, að ef rithöfundar, bóka-
útgefend'ur, og allir aðrir, sem
islenzkum bókum unna, taka
rögg á sig í gfldimunni við þann
vanda, sem nú er við að etja og
verður tvímælalaust áflram í jafn
li'tlu þjóðfélagi og okkar, þá
verður auðið að leysa hann. Við
Islendingar getum i dag státað
okkur af þvi, að hér á landi
voru skrifaðar merkari bók-
menntir en annars staðar í heim
inum á miðöldum. Ekki vil ég
fullyrða, að svo muni fara um
þá kynslóð, sem nú litfir, en þó
veit enginn hvað getur gerzt. Og
ánægjiutegt myndi það verða ef
um þessa kynslóð okkar í dag
verður hægt að segja að hún
hafi reynt eftir því sem hún gat
og hafði mátt og vit til að styðja
að því að hér risi upp blómlegt
og öflugt menningarlíf, reist á
þjóðtegum grunni.