Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JOLÍ 1971 13 Ég beld, ef þeir hugsuðu dæm i8 rétt, að þeir sæju mestan greiðarui við almenning í því að gefa verzlunina frjálsa. Hvað snertir, að söluskattur á ýmsum nauðsynjum verði felldur niður, er það okkur kaupmönnum að meinalausu, þó að við imnheimtum færri ekatta fyrir ekki meitt. Hitt er svo annað mál, að ég fæ ekki séð, hvernig afla ekal tekna til svo og svo mik iíla ríkisútgjalda. Þeir benda á „hreiðu bökin", en ég tel okk ur kaupmenn ekki þurfa neiitt að óttast sérstaklega þess veigna." Alargt gott til bændanna bugsað Framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, Sæmundor Friðriksson, svaraði: „Um þau atriði málefnasamn ingsiins, sem að bændunum emúa, hefur oft verið rætt og um þörf þeirra nú held ég, að vart þurfi að efast. Bændur hafa farið illa út úr síðustu árum sakir slæms árferðis, og það er því vafalaust vel séð, ef hægt er að koma þessum umbótum í kring. Það er svo mýjung í þessum málefnasamningi, að nefnd er ákveðin prósentutala varðandi aukinn kaupmáftt launa bænda og er það vel, ef henni má treysta. Ég skal ekki fullyrða, að all átr bændur villji, að stefnt verði Sæmundur Friðriksson að því að Stéttarsambandið semji beint við rikisvaldið um kjaramál bænda og verðlagn ingu búvara. Um þetta. hafa skoðanir verið skiptar og menn ýmist viljað semja befht við ríkisvaldið, eða við full- trúa neytenda eins og nú er. Þó er ég ekki frá þvi, að hall azt hafi á þá sveif upp á síð kastið að heppilegra væri að semja beint við ríkisvaldiö. Einkum vil ég benda á, í máiefnasamningnum, að jarða kaupalán skuli hækka og íbúða lán í sveitum sömuleiðis. — Vegna of látilla lána á þessu ■viði hafa ábúendaskipti geng ið erfiðlega undanfarin ár. Til dæmis lánar veðdeildin ekki nema 200 þúsund krónur há- mark út á jarðir. Þá er fyrir heitið um stuðnirug við sveitar félög til jarðakaupa mikils virði. í lögum er nú, að sveit arfélög eiga forkaupsrétt að jörðum, en algengt hefur orðið, áð þau treysti sér ekki til að notfæra sér þennan rétt vegna fjárskorts og jarðir hafa þá oft farið í eyði til mikils óíhag ræðis fyrir sveitirnar eða verið keýptar af öðrum; til dæmis kaupstaðarbúum, sem ekki hafa allir farið út í landbúnað. •í heild má segja, að margt gott sé til bændanna hugsað f þessum málefnasamningi og væri vel, ef það næði allt fram að ganga. Sigfinnur Sigurðsson Sakna þcss, að vita ekkert um leiðirnar Varaformaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja, Sig finnur Sigurðsson, svaraði spurningu Morgunblaósins þannig: „Það gleður auðvitað alla að eiga von á hækkun launa, styttri vinnutíma, lengingu or lofs, lækkun verðlags, hækkun elljlífeyris, hækkun húsnæðis lána og lækkun vaxta af stofn lánum. í þessum atriðum og fjölmörgum öðum er ég stefnu skrá rik±ss.tjómarinnar alveg sammála og mun eins og allir góðir menn standa með stjórn inni um þessi markmið. Hins vegar sakna ég þess mjög, að vita ekkert um leið- imar að þessum markmiðum og tek því eðlilega enga af- stöðu til þeirra. Annars virð ist mér vandinn ekki vera stór í íslénzkum efnahagsmál- um, ef unnt verður að leysa sum af þessum málum með setningu bráðabirgðalaga á næstu dögum, eins og lýst hef ur verið yfir. Þá boðar málefnasamningur- inn aukinn ríkisafskipti á öll um sviðum og voru þau þó ær in fyrir. í þessum efnum er alltaf ástæða til að óttast, að kostnaðurinn verði árangrin- um meiri. Að lokum þykir mér vænt um, að haldið verður áfram að auka sjálfsforræði sveitar- félaga og að ríkisstofnunum á i vaxandi mæli að dreifa um landið.“ Til viðræðna með hliðsjón af fyrirheitum ríkisstjórnar innar Formaður Sjómannasam- bands íslands, Jón Sigurðsson sagði: — Ég fagna því að í stefnu yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fyrirheit um að bæta kjör sjómanna. Við stöndum í Jón Sigurðsson. samningum við togaraeigend- ur og höfum átt við þá við- ræður tvisvar eða þriisvar sinn um, án þess að nokkuð hafi miðað, því að toganaeigendur vildu sjá hvað hin nýja stjórn hygðist gera fyrir útveginn. Ég reikna með því að við för um nú að óska eftir viðræðum við þá að nýju og þá með hlið sjón af þeim fyrirheitum, sem eru í stefnuyfirlýsingu ríkis- atjórnarinnar um að bæta hag sjómanna. Hins vegar höfum við til engrar deilu boðað enn- þá og vænti ég þess að okkur verði það vel tekið og það vel gert við sjómenn að til þess komi ekki. — Um fyrirheit rikisstjórnar- innar um að beita sér fyrir að breyta lögum og reglum um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs- ins er ekkert nema gott að segja. Við erum tvisvar búnir að höggva í þessi lög og við höfum margsinnis gefið yfirlýs- ingu um það í Sjömannasam- bandinu að við ætlum að ná þvi aítur i áföngum, sem tekið var af sjómönnum með lögunum 1968. — Varðandi skuttogarana, sem stefna á að þvl að kaupa er það að segja að okkur er nauðsyn að eiga -góðan fiski- skipaflofa, þvl þótt verið sé að efla iðnað og útflutning hans, þá er sjávarútvegurinn og verð ur um langa tið, aðalundir &töðuatvinnuvegur þjóðarinn- ar. í mörg ár var það svo að 90—95% af okkar gjaldeyris- tekjum vor.u af sjávarafurðum og þótf þetta hlutfaM hafi að visu aðeins minnkað siötustu ár im eru gjaldeyristekj urnar enn að langmestu leyti frá sj'ávar- útveginum. Ég nefni þetta til að leggja á herztu á að ef það iMa er að sjómönnuim búið að þeir fásf ekki til að fara á skip in og veiða fyrir þjóðarbúið er ég hræddur um að víða verði þröngt fyrir dyrum og bágt í búi — 1 heild likar mér stefnu- yfirlýsiingin að mörgu leyti vel, en dæma hana vil ég ekki, fyrr en hún hefur sýnt sig i verki. í»urrki fagnað BÆNDUR sunnanlands fögnuðu vel þnrrkinum í gær og að sögn Jóns Ólafssonar, fréttaritara Mbl. í Gnúpverjahreppi hófst sláttur þar almennt í gær. Nokkrir bændnr vom þó byrjaðir að slá lyrr. Jón sagði að komið væri gott gras og ef þurrkur héldist væri útlit fyriir góðan heyskap. Og verði þurrkur um helgina getur sveitafólk ekki búizt við að fá mikið surunudagsfri. Félagsheimili Gnúpvetrja, Árnes vaT sem kunnugt er vigt í fyrra og hófst veitingareksrtur þar í fyrrasumar. Gaf hanm allgóða raun og var ákveðið að halda honum áfram nú í sumar. Ságði Jón að Ámes væri nú opið frá 10 á morgnana fram undir mið- nætti og væri þar miatar- og kaffisaia, sem margir ferða- menn notuðu sér, enda væri Árnes rétt við hinn fjölfama veg inn í Þjórsárdal og að Búr- felli. — Kartöflur Framhald af bls. 32. þvi ein frostnótt getur e yðilagt aMt. — 1 dag er hér sðt og yndis- legt veður og létt í okkur hljóð- ið, enda hefur ekki kiomið svona gott vór og sumar i fjöMa ára. Sláttur er almennt hafinn og grasspretta er mjög góð, sagði Magnús að lokum. — Skuttogarar Framhald af bls. 32. Hjálmar sagði að nú væru efckl eins greinileg mörk og áður miilJi fiskiskipa og togara. Fiski- skipin hafa sitækkað og farið upp fyrir þau stærðarmörfc, sem áður tiKheyrðu aðeins togurum. Eins hafa togskip eins og t. d. Jón Kjartansson haíið nóta- veióar. Mbl. ræddi við Jón Sveinsson forsrtjóra í Stálvík hf. og spurði hann um smiði skuttogara, Jón sagði að samið hefði verið um smiíði á 46,45 metra skuttogara fyrir Siglfirðinga og verður- hann væntanlega smiðaður eiftiir norskri teiknin.gu. Þegar hafa verið smíðaðir 8 eða 10 togarar eftir teikningunni og að auki samið um smiði 6 tll viðbótar i Nonegi. Sagðisit Jón telja að Sigflifirðiingar hefðu farið inn á rótita braut, er þeir ákváðu að kaupa skiip af þeirri gesrð, sem hefur gecfið svo góða naun. Jón Sveinsson gat þess og að SitáQivík hf. hefði boðið i 5 skut- togara fyrir Vesitfirðinga ásamit sQdpasmiðasrtöð Þorgeirs og EH- erks á Akranesi. Um þessar mundir er verið að safina gögn- um í því máli. Jón Sveinsaon saigði: „Ég hygg, að Norðmenn hafi laigt mikið kapp á að fiá þeissa smáði llika. Vænitanlega verður fiLjótlega skorið úr um það, hvemig það mál fer. Mér er kunnugt um að þeir á Akranesi verða búnir með þau verkeifni, sem þeir eru með upp úr ára- móitum." Hjá Agli segjum við ALLTÁ SAMA STAÐ og stöndum við það! VARAHLUTAVERZLUN með bein umboð íyrir ýmsa stærstu varahluta- framleiðendur heimsiné. BÍLAVERKSTÆÐI með fullkominni aðstöðu til að gera fljótt og vel við bíl yðar. MÓTORVERKSTÆÐI Þar endurbyggjum við vélar af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. RENNIVERKSTÆÐI Rennum sveifarása í full- komnum nákvæmnísvélum. Sprautum slitmálmi á alla slitfleti. YFIRBYGGINGAR Yfirbyggingar bíla höfum við stundað lengst alla hér- lendis. Gæði Egils Vilhjálms- sonar húsa byggjast á þeirri reynslu. GLERVERKSTÆÐI Úr Tudor-gleri fáið þér rúður, sem þér getið treyst. Það er nauðsynlegt, því: „Gler er ekkert grín“. RÉTTINGARVERKSTÆÐI Þaulvanir bílasmiðir annast réttingar og boddyviðgerðir. MÁLNINGARVERKSTÆÐI Þér þurfið ekki langt að leita að lokinni boddyviðgerð. Málningarverkstæði okkar er á sama stað og lýkur verkinu. SMURSTÖÐ Smurstöð er einnig á sama stað. BÍLASALA Bílasala er á sama stað og býður mikið úrval notaðra bíla. BÍLAINNFLUTNINGUR Egill Vilhjálmsson h.f. og Mótor h.f. bjóða yður ameríska bíla frá American Motors, þ. á m. Willy’s bíla og enska bíla frá Chrysler Internationa! S.A. I Englandi. Allt á sama stað Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.