Morgunblaðið - 16.07.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLl 1971
17
þ j óðin kaus kr abbamein
Hvað gat ég gert?
segir De Gaulle í síðasta viðtalinu við Malraux
Hinn 11. desember 1969 hélt
franski rithöfundurinn André
Malraux til La Boisserie, bústað
ar de Gaulles í Colombey-les-
Deux-Eglises, til hádegisverðar
(og að bíða eftir honum) og til
tál þess að eiga viðtal við fyrr-
verandi forseta FraWka. Úr
þessu varð bókin „Les Ohenes
Qu’On Abat (Eifkur sem felldar
eru), er k)om út hjá Gaimard-
útgáfunni. 1 formála segir Mal-
raux: „Þessi bók er viðtail, al-
veg eins og „La Oondition
Humaine" var fréttafrásögn."
En sú bók er eitt af hans fræg-
ustu verkum.
Einn af gagnrýnendum stór-
blaðsins Le Monde skrifar um
þessa viðtalsbók og byrjar þann
ig: „Jæja! Ég býst þá við að
Malraux hafi verið fréttamaður
í Kína, alveg eins og Stendhal
í orustunni við Waterloo og að
„La Chartreuse de Parme“
hafi lika verið fréttafrásögn.
Malraux veltir þvi fyrir sér
hvað úr því hefði orðið, ef
Ohateaubriand heföi á sinum
tíma farið til St. Helenu í stað
þess að fara til Prag, til að
spjalla við hinn gáfnasnauða
Karl Gústaf, sem ekkert hafði í
rauninni að segja. Hvílikt viðtal
hefði hann ekki getað átt við
litla manninn, Napoleon, sem
einu sinni hafði haft Evrópu
undir þumaiifinigri sinum. Og
hann fellir nokkur krókodilatár
yfir þessum fræga kolilega sín-
um, sem missti af tækifærinu.
Sjálfum tekst Malraux, þar sem
Ohateaubriand mistófcst á 18.
öld, og hann hélt tii annarar St.
Helenu, nær París.
Þar átti Malraux i mesta lagi
fjögurra klukkustunda viðtal.
Þar af fór minnst klukkutími í
kurteislegar viðræður undir
borðum. En hann hefur samt
gert úr þessu 235 blaðsíðna ósiit
ið samtai, ákafiega skemmtilegt
í stí'l. Árangurinn er hvorki sam
ræður (hvernig hefði það líka
átt að vera?) né flokkur eintala
(sem hefði ekkert haft upp á
sig), heldur fagurt harmþrungið
Ijóð, sem sveiflast milli ljóð
rænu og napurleika.
Sviðið er heimurinn, og við-
fangsefnið sagan og mannkynið.
AJllir eiga þar hlutverk, en for-
ustu hafa tvær drynjandi radd-
ir, sem skiptast á, ganga hver
ylfir aðra, blandast, skiljast að
og vega salt í mótvægi. Hetjan
og sniUingurinn ljóstra upp og
uimbreyta um leið í andstæðu.
Þegar de Gaulle fýlgdi gesti
Sinum undir myrkur til dyranna
1 La Boissierie, setti hann sig í
stellingar og lét athugasemdina
sina faJlla, eins og við mátti bú-
ast. Hann lyfti hendi og benti
til stjarnanna og sagði: „Þær
styrkja trú mína á lltilvægi
allra hluta." Þetta eru regluleg
lokaorð, og hefðu getað verið
hinzta kveðja — sem þau reynd
ar urðu.
Þessi lokaorð hljóma svo
fail'skt að þau eru liklega sönn.
Þetta sambland af stórmennsku
og háði er vissulega mjög drama
tiiskt.
„Ég hafði ekki áhuga á að ná
honum eins og á Ijósmynd," seg-
ir Malraux. „Mig dreytmdi um E1
Greeo málverk." Mynd de
Gaui'les er einmitt farin að
dofna og fjarlægjast. Eins og
André Malraux, þessi fyrrver-
andi fréttaritari, sagði einu
sinni: „Dauðinn breytir lífinu í
örlög.“ Og allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi í myndinni,
sem hann dregur upp. Hún er I
senn sambland af minningum og
andstæðum.
Bókin er heii náma af smásög-
um. Þegar de Gaulle talar um
heilsufar sitt og aldur, seg-
ir hann: „Þreytan frá síðustu
mánuðunum við völd er nú horf-
in. En þegar ég tfór frá völdum,
þá hefur aldurinn kannski átt
sinn þátt í þeirri ákvörðun."
Hvað las hann þá? „ÆSkylus,
Shakespeare, minningar Ohate-
aubriands, og svoMtið af verk-
um Claudelis. Og svo þessar
bækur, sem fólk sendir mér og
venjulega eru ekki áhugaverð-
ar. Ég svara alltaf fólki, sem
sendir mér bæfcur. Auðvitað
væri tillitssamara af þvtí að
senda mér þær ekki.“
Og aftur skýtur upp kol'lin-
um því sama: „Þegar til lengd-
ar lét, þá var einasti aliþjóðlegi
keppinauturinn minn hann Tin-
tin (fræg tfrönsk teiknifígúra),
eins og þú veizt. Við erum litlu
mennirnir, sem ekki láta stóra
fólkið traðka á sér. Hvað mig
snertir, þá gerði sér bara eng-
inn grein fyrir þessu, því ég er
svo langur."
Skýringin kemur 120 blaðsið-
um seinna: „Frakkland er enn-
þá hræðilega mikið undir áhrif-
um af goðsögnum. Ég varð sjálf-
ur sagnapersóna. Tilbúnar sög-
ur hafa svo lengi verið mínir
förunautar, að ég er orðinn eins
og Tintin."
Auðvitað er þarna að finna
gamansemi — til dæmis um John-
son forseta: „Hann hirti þó ekk
ert urn að iláta sem hann hugs-
aði . . .“ segir de Gaulie. Og
urn Staiín Mka, en þar hefur
Malraux fyrst orðið: „Harður
lögreglutforingi með sinn þegj-
andalega áhuga á heiminum,
ógnunum, pípunni sinni og vel
snyrta yfirskegginu."
De Gaulle tekur undir þetta:
„Gamall alráður fressköttur.
Köttur, sem situr og biður við
aftökupallinn. Köttur, sem í
rauninni var vilhdýr.“
Þarna er hafsjór af sögum.
Malraux minnir de Gaulle á
það, sem hann hafði sagt um
Jackie Kennedy eftir að hann
kom heim frá jarðartför Kenn-
edys forseta: „Hún er stjarna,
og endar áreiðanlega á skemmti
snekkju einhvers skipakóngs-
ins.“ De Gaulle gerir sér upp
undrun: „Sagði ég það virki-
lega? Aldrei datt mér það í
hug“ En svo bætir hann við, og
slær út hendinni: „Satt að segja
datt mér miklu fremur í hug að
hún mundi giftast Jean-Paul
Sartre. Eða jafnvel þér,
Malraux."
Við eitthvert af þessum al-
kunnu tækifærum, þegar de
Gaulle blandaði sér I mann-
fjöldann og tók rösklega í út-
réttar hendur, sagði hann einu
sinni: „Góðan daginn, prestur
minn.“ Og maðurinn svaraði
undrandi: „En ég er ekki
prestur. Ég er einn af yðar eig-
in „górillum," (leynilögreglu-
mönnurn)." „Jæja þá, góðan dag-
in Monsieur Górilla!" sagði de
GauMe hifclaust.
Meðal þess, sem forvitnilegt
er í bókinni, er frásögnin af
dauða Ohe Guevara. „Gegnum
þessa rússnesk-argentínsku ást-
mey hans, sem var agent Rússa,
tókst þeim að vemda hann í
nokkra mánuði. En svo fékk
hún fimrn kúlur í kviðinn í bar-
daga og dó. Guevara var svik-
inn ellefu dögum síðar.“
De Gaulle afneitar eftirmönn-
um sinum og raunar allri ver-
öldinni: „Ég á enga eftirmenn,
eins og þú veizt," segir hann.
„Ég rýf ekki þögnina nema ef
Frakklandi er á einhvern hátt
ógnað. Það verður að vera' öM-
um Ijóst — og ég treysti á þig til
að koma því á framfæri — að
það sem nú fer fram er alveg
utan við mig. Ég kem þar hvergi
nærri."
Og urn atburðina 1 maí 1968,
þegar de Gaulle hætti, segir
hann: „1 maí var allt að renna
mér úr greipum. Ég hafði ekki
/lengur -vald yfir minni eigin
stjóm."
Auðvitað hefði það verið eitt-
hvað undarlegt, ef de Gaulle
hefði ekki látið nókkur vel val-
in orð falla í garð erkióvina
sinna, stjórnmálaflokkanna. Og
verið viss, það lætur hann ekki
undir höfuð leggjast.
„Fjölmargir hermenn hafa dá
ið fyrir lýðveldið, en enginn hef
ur enn dáið fyrir Radikala-
flokkinn. Kommúnistarnir, sem
fara göngur frá BastMlunni og
upp að þjóðartorgi, og Sósíalist-
André Malraux.
arnir, sem marsera eitthvað út í
loftið . . . Allt þetta og Ferdin-
and Lop (kynlegur kvistur úr
Latinuhverfinu, sem heldur ræð
ur á kaffihúsum) er alveg það
sama. Kommúnistar hafa ekki
lengur nægilega sterka trú á
kommúnismanum, og hinir trúa
ekki heldur á byltingu. Það er
orðið of seint. Þeir eru búnir
að Ijúga svo mikið í tilraunum
sínum til að hrifsa till sín lýð-
veldið, að þeir eru orðnir lýð-
veldissinnar."
„Þeir vilja ógna þeim, sem eru
við völd, en kæra sig ekki leng-
ur um að ná þeim völdum.
Kannski er kommúnisminn á
leiðinni að verða það, sem allir
flokkar verða fyrr eða seinna
— goðsögn, sem stjórnað er af
einhverri samsvarandi hjálpar-
stofnun. Með öðrum orðum, við
skulum sneiða kökuna handa
okkur sjálfum í nafni fátæktar
fólksins."
„Áður en öld er liðin mun það
sem við nú köllum „Vinstri" og
„Hægri" vera orðið að óaðgrein
anlegri hræru. Vinstri flokfcarn
ir kalla sig vinstri menn, til að
greina sig frá kommúnistunum.
En þeir hafa ekki kafflað sig
vinstrisinná nema síðan vinstri
stefnan hætti að vera til.“
Og loks kemur síðasta stóra
höggið, sem beint er til þeirra
allra: „Gagnstætt því, sem þeir
hálda sjálfir, þá gera stjórnmála
menn ekki neitt: Þeir sópa að
sér landi meðan þeir bíða etftir
að misSa það og þeir verja vissa
hagsmuni meðan þeir bíða þess
tíma að þeir sviki þá. Örlög eru
ráðin eftir öðrum leiðum."
Þessi ónot, skrýtlur, bitra
gagnrýni og minningar eru ekk-
ert annað en léttur forleikur að
sálminum mikla, sem kemur á eft
ir. Sálmurinn er auðvitað Frakk
land -— en það er hans Frakk-
land, ekki land Frakka, sem
„ekki elska Frakkland, hafa
engan þjóðarmetnað" og sem
„voru miklir án þess að vita það
og eru nú aftur orðnir meðal-
menn, án þess að vilja trúa
því.“
Frakkland sækir á hann,
eins og alþýðan sótti á Lenin
og Kína á Mao. Hlustið þó á
bitra reiði og napurt háð þessa
risa meðal dverga í þess garð:
„O-jú, Frakkar eiga kannski
enn eftir að koma veröldinni á
óvart — en seinna. Þeir munu
standa í samningum um allt, við
Ameríkumenn, og jatfnvel við
Rússa, Þjóðverja og kommún-
istalöndin. Þetta er þegar byrj-
að og heldur kannski átfram, án
þess að það tákni nokkurn skap
aðan hlut. Frakkland hafði náð
sér frá þingræðinu, en er á leið-
inni út í það aftur. Þjóðin kaus
krabbamein. Hvað gat ég gert
við því?“
Þessi svartsýnu örvæntingar-
hróp eru kunn frá minninga-
bófcum þeirra, sem de Gaulle
hefur gert að trúnaðarmönnum,
eins og blaðamannsins Jean
Mauriac, sem er sonur rithöf-
undarins heitins, Francois
Mauriac. Óvenjulegri er játning
hans á mistökum, eins og sú sem
forviða ráðherrar heyrðu af
hans vörum rétt fyrir seinni
umferðina í forsetakosningun-
um 1965.
Samt segir hann við Malraux:
„Ég hélt að Rússland mundi
ófært um að framleiða atom-
bombuna. Að við værum árið
1946 óumflýjanlega á leið fram
á stríðsbarm. Að Frakkland
mundi ekki geta haldið áfram,“
o.s.frv. En eins og búast mátti
við, er í þessu vottur af stolti:
„En ég hafði ekki á röngu að
standa um örlög Frakklands."
Malraux veltir því fyrir sér
hvort de Gaulle trúi á guð og
kemst að þeirri niðurstöðu að
De Gaulle.
það geri hann ekki. Sem sönn-
un bendir hann á þá staðreynd
að hann vitni sjaldan í Bibluna
og hafi aJlls ekki gert það í erfða
skrá sinni. En er það sönnun?
Hann vitnaði sjaldan i Róm
verja og þó var hann ákaflega
rómverskur.
„Það verður aðeins ein kyn-
slóð milli nútímans og komu
„þriðja heimsins" fram á svið
veraldarinnar. I Bandaríkjunum
er það þegar hafið.“
Svo þetta er endirinn á heims
veldum? „Ekki aðeins á heims-
veldum," segir de Gaulle, „held
ur líka á fólki eins og Gandhi,
Churchill, Stalin, Nehru og jafn
vel Kennedy. Þetta er jarðarför
aMs heimsins “ Og sýnMega var
aftast í þeirri líkfylgd maður-
inn, sem lagður var tiil hinztu
hvílu í litla kirkjugarðinum í
Coloombey-les-Deux Eglises. Það
er eftirmáli þessarar bókar.
P. Viansson-Ponté
í Le Monde.
SALT: — Sama góða
andrúmsloftið
Hörð gagnrýni í Rauðu stjörnunni
HELSINGFORS 13. 7., AP, NTB.
Fulltrúar Bandarikjanna og Sov-
étríkjanna héldu annan fimd
sinn í SALT-viðræðunum f Hels-
ingfors í dag og stóð fundurinn
í tvær klukbustimdir. Ákveðið
var að lialda næsta fund á
þriðjudaginn eftir Viku. Mjög
rnikil Ieynd hvílir yfir vlðræð-
unnm, en heimildir herma, að
viðræðurnar á fundinum hafi
farið frani í hreinskilni og að
sama góða andrúmsloftið hafi
ríkt á fundinum í dag og í si.
viku.
Ástæðan fyrir að svo langur
támi er látinn líða þar til næsti
fundur verður er sögð sú, að
tækniieg undirbúningsatriði séu
svo mörg og flófcin. Formenn
nefndanna, þeir Vladimir Sem-
anov fná Savétríkjuinu'm og Ger-
ard Smith frá Bandaríkjunum
voru saigðir hafa rætJt stjóm-
málaleg atriði, sem lögð verða
til grundvallar í viðræðunum í
framttðinni.
Gert er ráð fyrir að þesisi um-
ferð SALT-viðræðnanna, sem er
sú fimmta, standi í 6 vitour.
Rauða stjarnan, má'lgagn sov-
ézka varnarmálaráðuneytisins
birti í dag grein etftir Kharitíh
ofursta, hemaðarsérfræðing, þar
siem hann segir að það standi
SALT-viðræðunum mjög fyrir
þrifum, að bandariska vamar-
málaráðuneytið neiti að hætta
við kjamorkuví'gbúnaðarkapp-
hlaupið. Hann sagði að Sovét-
rilkin myndu bregðast við á við-
eigandi hátt til að tryggja vam-
ir sinar. Hann sagði að frá
Ðandaríkjunum heyrðust móður-
sýkisleg hróp um „sovézku ógn-
unina“, á sama tíma, seim
Bandaríkjamenn héldu áfram að
vigbúast. Þetta hefði neikvæð
áhrií á viðræðumar í Heíiisinig-
fors. Blaðið segir að þetta sé
fyrsita greinin í flokki, sem birt-
ur verði meðan á viðræðunum
í Helsingfors stendur.