Morgunblaðið - 16.07.1971, Síða 31

Morgunblaðið - 16.07.1971, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLl 1971 —... j S1 NÆR OG FJÆR nANSKT MET I 200 METRA HLAUPI Sören Viggo Pedersen setti ný lega danskt met í 200 metra hlaupi á ilþróttamóti sem fram fór í Greisswald í A-Þýzkalandi. Hljóp hann á 21,2 sek. Gamla metið var frá 1061 og var eig- andi þess Jörn Palsten. Sören Viggo Pedersan hefur verið ókrýndur konunigur spretthlaup- aranna í Danmörku , mörg ár, og hefur t.d. unnið Danmerkurmeist aramótið í 100 metra hlaupi í sjö skipti i röð. Átta sinnutn hef ur hann jafnað danska metið i 100 metra hlaupi, 10,5 sek., og einu sinni hafði hann jafnað met ið í 200 metra hlaupi 21,3 sek. Á mótinu í Greisswald tók Ped- ersen einnig þátt í 100 metra hlaupi, þar sem hann varð 5. á Sören Viggo Pedersen 11,1 sek. Nokkrir aðrir danskir þátttakendur vcru i mótinu: Jesp er Törring sigraði í 110 metra grindahiaupinu á 14,5 sek., Jörn Lauenborg varð þriðji í 1500 metra hlaupi á 3:52,3 mín., og Solveig Langkdlde varð önnur í hástökki kvenna, stökk 1,73 metra. BOÐHLAUPSMET Á kvennameistaramóti Banda- rikjanna setti Traek Club, Brooklyn, nýtt heimsmet í 4x440 yarda boðhl'aupi. Hljóp sveitin á 3:38,8 mín. Sveit frá sama fé- lagi átti gamla heimsmetið og var það 3:41,3 miín. 1 heimsmets sveitinni voru eftirtaldar stúlk- ur: Gale Fitzgerald, Linda Reynolds, Deniese Hooten og Cheryl Toussaint. FVRST UNDIR 2 MlNÚTUM Vestuir-þýzka stúlikan Hilde gard Falck varð fyrsta stúlkan sem hleypur 800 metra hlaup undit' tveimur mínúbuim, en hún setti met sitt 1:58,3 min., á vest- ur-þýzka meistaramótinu sem haldið var í Stuttgart. Falck hafði algjöra yfirburði I hlaup- inu, þar sem næsta stúlka Gies- ela Ellenberger hljóp á 2:02,4 mín. Gamla heimsmetið í girein- imni átti Vera Niikoiiic frá Júgó- slavíu, og var það 2:00,5 mín. Hildegard Falck Frábær árangur náðist í mörg- um öðrum greinum á meistara- mótinu. Þannig hlupu t.d. þeir Karl-Heinz Klotz og Franz Pet- er Hofmeister 200 metra hlaup á 20,5 sek., og Dieter Búttners 400 metra grindahlaup á 49,5 sek. BÆTTI ENN N ORÐURLAND AMETIÐ Danski pilturinn Per Ovesen bætti hið norræna unglingamet sitt í tugþraut á alþjóðlegu tug- þrautarmóti sem fram fór í Kaupmannaböfn fyrir skömmu. Hlauit hann 7181 stig, sem er glæsilegt afrek hjá svo ungum pilti. Varð hann fimmti i keppn inni, en þátttaikendur sem luku henni voru 16. Sigurvegari varð Lennart Hedmark frá Svíiþjóð sem hlaut 7461 stig, annar varð Daninn Steen Smidt Jenisen með 7426 stig, þriðji Ulf Karl'sson, Sviiþjóð 7378 stig og fjórði Petr Kratky, Tékkóslóvakíu sem hiliaut 7261 st. Árangur sigurveg- arans í einstökum greinum var: 49,6 — 14,5 — 46,61 — 4,30 — 71,26 (Hedmark varð að hætta keppni í 1500 metra hlaup inu.) Árangur Steen Smith Jén- sen var: 11,1 — 6,73 — 13,24 — 1,94 — 53,5 — 14,8 — 45,36 — 4,50 — 49,79 — 4:40,7. MARAÞONHLAUP Bjeme Sletten varð norskur meistari í maraþonMaupi, en keppnin fór fram í Kristiansund. Fimmtán þátttaikendur voru i hlaupinu og voru tveir menn í no.kkrum sérflokki. Sletten sigr- aði á 2:17:42,8 Mst., og annar varð -■ Einar Weidemann á 2:18:25,6 klst. Fimmtándi maður hljóp á 2:43:49,6 klst. RAIMO VILÉN Á VERÐLAUN AP ALLINN ? Kemst einn NorðurLandabúi á verðlaunapailinn fyrir sprett- hlaup á Evrópumeistaramóbinu í Helsinki? Ef svo verður er liik- legt að Finninn Raiimo Vilén taki sér þar stöðu, en i sumar hefur hann verið í sérfkykki spret thlau para á Norðurlöndun um og sett Norðurlandamet í 100 metra og 200 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,2 sek., og 20,8 sek. Norðurlandabúi hefur ek’M komizt á verðlaunapall fyr ir sprettihlaup á Bvrópumóti síð- an 1962 að Owe Jonsson frá Svi þjóð signaði í 200 metna hlaup- inu i Belgrad og bezti árangur- inn fnam til þess tima hafði ver- ið 5. sætið í 100 metra hlauip- inu 1954, sem Svíinn Jan Carls- son náði. Raimo Viién segist ætla að gera sitt bezta á Evrópumótínu, en vill engu spá um hvort hann verði þar í fremstu röð. Það eina sem hann lætur uppi, er að Rússinn Borsov sé líMegur sig- urvegari í 100 metra hlaupinu, Mesta áhugamál Viién á Waupa brautinni er hiins vegar að sigra Anders Faager frá Sviþjóð, en þeir hafa nokkrum sinnum keppt og Sviinn hefur ævinlega borið sigurorð af hólmi, Rairno Vilén er 23 ára að aldri og hóf keppri í sprett- hlaupum fýrir þremur árum. Þá tók hann þátt i skólamóti í Hels inki og hljóp 100 metrana á 11,1 sek. Hann telur að timamir sem nást á Evrópumeistaramótinu verði ekkert sérstakir Þá verður notaður rafmagnsútbún- aður við timatökuna, segir hann, — og það þýðir a.m.k. 2/10 lakari tima í 100 metra hlaupinu, heldur en þegar tím- inn er tekinn á venjuiegar skeiðklukkur. 11,1 — 6,98 — 14,71 — 1,91 — Raininio Vilén — kemst liann á verölatinapaH á Evrópumeistara- mótinu? metra hlaupi í BANDARÍSKI hlaupagarpur- tnn Jim Ryim hóf keppnis- för sína til Evrópu með þátt- töku í 1500 metra hlaupi á íþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í síðnstn vikn. Þar .niætti hann m. a. i keppni Kipchoge Keino frá Kenýu, en þeir tveir börðust um gullverðlaunin i Ólympíu- leikunum í Mexíkó 1968. Keino hafði betur í þeirri bar- áttu. Þessa ósxgurs ætlaði Ryim að hefna í Stokkhólmi, en hlaupið endaði sem harm- leikur fyrir hann. Hann var búinn eftir 600 metra og varð að sætta sig við að verða tí- undi og síðastur í hlaupinu, þrátt fyrir að hann sé þre- faldur heimsmethatfi. Ryun, sem er 24 ára að aldri, kom til Stokkhólms með það eitt í hxxgia, að sýna að hann væri bezti mil'livega- lengdahlauparl heilms. Tapinu fyrir Keino í Mexlkó hafði hann kennt hinu þunna lofti sem þar var, en nú voru að- stæðumar honum hagkvæm- ari og hann ætiaði sér að sigra. — En í staðinn varð hdaupið sú mesta niðurfæg- ing sem ég hef orðið fyrir í lífi mínu, sagði hann, etftir að níu hlauparar höfðu skotið honum ref fyrir rass. Það duildist engum að Ryun var niðurbrotinn þegar hann yfirg'af leikvaniginn. Hann h'ljóp grátandi frá brautinni að nærliggjandi íþróttavietlli, þar sem hann dvaldli srtundar- kom og reyndi að átta si'g á þvi hvað gerzt hafði. — Éig þarf að hitta konuna mína, svo ég gteti farið á hóteilið og sofnað, var það eina sem hann fékkst til þess að segja við fréttamenn þarna á staðn- um. Stokkhólmi Ryim yfirgefur lilaupabraiitxna í Stokkhólmi. Hættir Ryun af tur keppni ? Hann varð síðastur í 1500 Seinna kom hann svo með skýringu á ósigrinutm. — Það var heimskulegf af mér að leggja út í þetta hiaup, sagði hann. Ég var með hita. Eg hief nefnilega ofnæmi fyrir blómaangan, en af henni var loftið fuillt i Stokkhólmi. Og það mun hafa verið staðreynd að Ryun var lasinn, þegar hlaupið fór fram. En hann vildi ekM svíkja áihorf- endur sem fjöiimenntu á völl- inn tiil þess að horfa á hann hilaupa. Ryun sagði að sér hefði liðið þolanlega fyrstu 600 m, en síðan hefði verfð eins og blýklumpar væru fast- ir við fæturna á sér. — En ég hef það sem markmið að hætta aldrei keppni sem ég hef hafið, og þess vegna hértit ég áfram og lauk Maupinu. Ryun hefur sagt að keppnisförin til Evrópu eigi að skera úr um framtíð sína á hlaupabrauitinni. Hvort hann eigi að hærtta við svo búið, eða stefna að Ölyrrvpíuleikunum í Múnehen. — Framtíðin er óljós, sagði hann. — Fyrir þetta hllaup vissi ég lítið hvað tæki við en nú veit ég enn minna. öru'gglega hefur hann rétt fyrir sér. Hlaupið i Stokk- hðlrni hlýtur að hafa brotið niður sjálfstrau.s't hans. Jafn- vel þóttt hann finni sikýr- imgu á því hversu ilila gekk, þá hlýtur það hafa reynt mikið á hánn að sjá keppi- naut sem hann ætlaði að signa, hverfa frá sér, léttan í spori og verða 100 metrum á undan í mark. En etf ti'l vi'Kl fær Ryun tækifæri tid þess að mæta Keino aftur i keppni, og taMst honum að sigra þá verður björninn unninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.