Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 2
2 MOHGUISPBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1971 ,l Island mikið áhyggjuefni fyrir NATO — segir í U S News & World Report Einkaskeyti til Morgurrblaðs- ins frá Associated Press. BANDARÍSKA tímaritið U. S. News & World Report, segir í grein, sem birtist í eintaki, dag- settu 26. júlí, að hernaðarkort af heiminum, sem séu yfirfarin og endurbætt daglega séu nú mjög að breytast. Jutta Devulder Guðbergsson Listakona andast í Lubeck FRÚ Jutta Dev'Ulder Guðbergs- son, l'istmála.ri andaðist í Lubeck 19. jú(K s.l. Hún var fædid 36. júlí 1931 í Lúbeck. Útför hemn- ar fór ftra.m 23. júlí. Jutta var þekktur MistmáLari á íslamidi og tafðii baldið hér f jölmiargiar mád- verkajsýninigar. Hún var búsett í Hafnarfiirði, giift Guðbimd Guð- bergssiyin'i, húsiaismíðiaimeistara og áttu þau tvaer dætuir. Dularfullt sælgætis- hvarf STOLIÐ var sæligæti úr vöru- 'geymsl u Lamdílutinifnga við Héð- imshöfða um helgina með „duliar fullum hætti“, þvi að þjófamdr brutust ekki inn í geymskirnar. Hvarf sælgætið úr vörusendiirag- um, sem áttu að fara út á lamd. Máliið er í ramnsóikin hjá ramn- sóknariögregliurani. Beint Spánarflug FYRSTA beima Spánarfdiuigið á vegum ferðaskiriífstofummar Út- sýraar var farið í gær. Farkost- unrtrun vair þota frá Flugféteugi Is- larads og var fkxgið beint til Mail aga. Ætluinin er að fljúga slík bein fkiig háifsmáraaðarlega fynstu tvær ferðiimar, en síðan viibulega í ágúst og september. — Handritin Framhald af bls. 1. árunum 1932, 1933, 1937 og 1946. Árið 1947 varð hann keranari við háskólann í Kaupmannahöfn og prófessor við háskólann í Árós- um varð hann 1957. Hann hefur skrifað fjölda bóka og fræðirita. Ole Widding er leiktor í fomís- ienzku við háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann er 64 ára, og eina og Westergaard á hann sæti í stjórn Árnasafns. Hann er mag- ister í norrænum málvisindum síðan 1932 og stundaði nám á ís- iaradi 1927 og 1928. Hann var lektor í dönsku við Háskóla ís- lands frá 1951 til 1954. Haran hef- ur einnig skrifað fjölda fræði- greina um norræn málefni. Sú tíð að fánar Bandaríkjanna og bandamanna þeirra blöktu í hverri heimsálfu er nú að líða, og hamar og sigð Sovétríkjanna að verða mun meira áberandi. Blaðið segir: — Lítið á ísland, varðhund NATO á siglinga- og flugleiðum um Norður-Atlantshaf. Þrjú þús- und bamdarískir henmenn búa í herstöðinni í Keflavík. Banda- rískar orrustuþotur og ratsjár- flugvélar hefja sig daglega til flugs, til að fylgjast með ferðum rússneskra skipa og flugvéia á Atlantshafssvæðirnu. Nú vill ís- land, stjómað af nýnri sam- steypustjórn, sem í eru kommún- istar, að Bandaríkin kalli heim herlið sitt og leggi NATO-stöð- ina niður. Islendingar virðast ekki hafa meinar áhyggjur af því að þar sem þeir hafa sjálfir eng- an her, verði þeiir gersamlega varnairlausir. Mestur missir yrði þetta fyrir bandamennina í NATO. Tveir þeirra, Noregur og Danmark, sjá þegair hvað fram- tiðim ber í skauti sér. í júlíbyrjun var floti sovézkra, austur-þýzkra og pólskra her- sktpa á æfingu í Skagerak. Norð menn og Danir fylgdust úr landi með stórri flotadeild beitiskipa og tundurspilla, vopnuðum eld- flaugum, sem ásamt kafbátum og sprengjuflugvélum háðu ímynd- aða orrustu við flotadeild NATO. Eftir það gengu hermemn á land úr 31 liðsflutningaskipi. Þeir stigu á sovézka grund, en voru í góðu sjóramáli við þá sem fylgd ust með frá Noregi. Herstjórn NATO hefur áhyggjur af því að rússnesk herskip halda æfingar samtímis á norður- og suður- leiðinmi að Noregi. Missir ís- lands myndi valda þeim jafnvel enm meiri áhyggjum. Þessi árekstur varð um miðjan dag á simnudag. Bilarnir kom u úr gagnstæðum áttum, en sá er var á norðurleið ætlaði hins vegar að beygja vestur Álfheima, en skall þá á bil sem kom norðan götuna. Eins og sést á myndinni skemmdust bílarnir töluvert, en engln alvarleg meiðsli urðu á mönnum. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Hátíð á Laugar- vatni um helgina HERAÐSSAMBANDIÐ Skarp héðinn gengst að venju fyrir sumarhátið að Laugarvatni um verzlunarmannahelgina. Verður sérstök dagskrá fyrir mótsgesti föstudag, laugardag og sunnu- dag, en þá lýkur skemmtuninni með flugeldasýningu. 1 höfuðatriðum verður dag- skrá mótsins sú, að tjaldstæði verða opnuð kl. 16 á föstudag, en kl. 21 hefst dans og leikur fyrir honwm hljóimsveit Þor- steins Guðnaaindssonar á Selfossi. Formleg setning hátíðarinnar fer þó elcki fram fyrr en ld. 15 á laugardag. Þá syngur Guð- mundoir Jónsson og Karl Einars- son skemmtir. Þá verður og „diskotek". Um kvöldið hefst aftur skemmtiskrá og koma þá fram Þrjú á patti og dansað verður á tveimur pöllum, m. a. undir h'ljómuim Loga frá Vest- mannaeyjum. Á sunnudag verður frjáls- iþróttakeppni og fimleikasýning drengja frá Vestmannaeyjum. Um kvöldið verður Skemmti- dagskrá og korna þá m. a. fram Kristín Ólafsdóttir og Helgi Einarsson, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason og Ómar Ragnarsson. Þá verður aftur dansað á tveirnur pöllum. Ráðstefna um æsku- lýðsmál haldin í haust — undir stjórn æskulýðs- fulltrúa ríkisins EINS og fram hefur komið í fréttum hefur Reynir Karls- son framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur verið skipaður æskiilýðsfulltrúi rík- isins frá og með 1. september nk. Hér er nm nýtt embætti að ræða og S lögum nm æsku- lýðsmál segir að æskulýðs- fulltrúi ríkisins skuli ann- ast framkvæmdastjórn fyrir æsknlýðsráð rikisins og gegna öðrnm þeim störf- um að æskulýðsmálum, sem menntamálaráðherra felnr honum með erlndisbréfi. í stuitu spjalli við hinn ný skipaða æskulýðsfulltrúa rík isins kom fram að æskulýðs ráð ríkisins var skipað á sl ári og í því eru firram menn Formaður ráðsins er Örlygur Geirsson. Fyrstu verkefni ráðsins undir stjórn Reynis verða ýmis gagnasöfnun og undirbúningur að tillögum um fjárstuðning við æsku- lýðsstanf í laindiin’U á næstu fjárlögum. Nú í haust stefnir ráðið hins vegar að því að efna til ráðstefnu um æsku- lýðsmál, þar sem fulltrúar æskulýðsfélaga og sambanda fá tækifæri til þess að kynn- ast hinum nýju lögum um æskulýðsmál, og gera grein fyrir afstöðu sinni til hins ný- stofnaða ráðs ríkisins. Af öðrum verkefniuim sem Æskuliýðisráð ríkiisiins tek- uir fyriir á næsturani er að garagast fyriir því að hald- in veirðS námskeið fyniir æsku- iýðsleiiOtoga og að styðjai hvers konair þjálfun ieiðbeimenda í félöguraum, en i lögum uim æskuliýðsmál, sem saimþykkt voru á síðaisfa Altþdragi var eiinim.i'tt lögð áherzla á þjáM- un Leiðbeiraenda og rraenratuin æskuliýðsileiðtQga. Þá er heinraiit í löguim þess- um að veiita stynki til sumar- búðastaii'fse mi fyniir æsbufólk og bæta aðstæðcuir á útiiviistair- svæSutn og styðja edmstök verkefrai 1 þágra æsku.fólks þ. á m. mýj ungair og tilnaiunár í æsikuliýðsstanfi og sagði Reyn ir að ráðið mynidi snúa sér að þess'Uim verkefinium eiras fLjótt og kost'ur væri, Reynir Karlsson hefur ver- ið framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Reykjavikur frá því 1964 og sagði hann að starf hans hjá borginni hefði verið mjög ánægjulegt, þótt það væri oft erilsamt. — Ég vil þakka borgar- stjóra og borgarstjórn fyrir góðara skilmimig og síiajuíkinn í fréttatilkynningu frá móts- stjóminni segir að það sé von forráðamanraa Skarptiéðins að háttðin megi fara sem bezt fram „og hefur allur undirbúningur verið miðaður við það. Læknir og hjálparsveit verða á staðnum og fjölmennt lögreglulið, enda I verður öíl meðferð áfengis stranglega bönnuð og aðgerðir I eftir því.“ , Hussein ráðgast við Feisal Sýrland lokar landamærunum Amman og Kaíró, 26. júlí — AP HUSSEIN Jórdaníiikonungur ræddi i dag við Feisal konung Saudi-Arabíu um versnandi sam- skipti Jórdaníu við aðrar Araba- þjóðir í kjölfar aðgerða stjórnar- hermanna gegn Palestínuskærn- liðum, en samtök skæruliða í Jórdaniu hafa verið leyst upp og 2900 skæruliðar settir í fang- eisi en hinir eru flúnir til Israels. Konungarnir ra'ddu ræðu Sadats Egyptalandsforseta á föstudag, en þar fordæmdi Sadat aðgerðir Jórdaníustjórnar og iýsti þeim sem útrýmingarherferð gegn skæruliðiimim. Staða Jórdaníu versnaði enn á sunnudag, er Sýrlandsstjórn lok- aði landamærum landanna og hindraði þannig samgöngur Jór- daniu við hafnarborgir Sýrlands Reynir Karisson stuðning við æskulýðsstarfið. Samstarfsmenn mínir hjá Reykjavíkurborg eru svo margir að ekki er unnt að koma þakklæti til einstakl- inga persónulega, en hins vegar hef ég notið svo góðs samstarfs og uppörvunar af þeirra hálfu, að ég get ekki látið það hjá líða að geta þess hér, sagði Reynir Karlsson að lokum og Líbanons við Miðjarðarhaf. Innanríkisráðherra Jórdaníu gaf þá út yfirlýsingu, þar sem hann sagði einfaldlega: „Sýrlendingar eru velkomnir til Jórdaníu hve- nær sem þeir vilja.“ Allon, aðstoðarforsætisráðherra Israels, sagði i ræðu á sunnu- daginn, að flótti Palestinuskæru- liða til ísraels gæfi ísraelum stórkostlegt tækifæri til að eyða þeim áróðurssögnum að ísraelar væru blóðþyrstir morðingjar. — Apollo 15. Framhald af bis. 1. þeir Scott og Irvin lendi á tungl inu í tunglferjunni Fálkanum kl. 22.15 að ísl. tima nk. föstu- dagskvöld. Þeir félagar munu dveljast á tunglinu í 3 daga og fara þrjár ökuferðir á yfirborði þess í samtals 20 klukkustundir. Munu geimfararnir að vanda stunda ýmsar visindarannsóknir og störf á yfirborði tunglsins. Frá tunglinu halda þeir svo mánudaginn 2. ágúst, en verða eftir það tvo sólarhringa á braut umhverfis tunglið til frekari rannsóknastarfa og undirbún- ings fyrir næstu tunglferðir. Um borð i móðurskipinu er gervi- hnöttur og áður en þeir félagar halda heim á leið eiga þeir að skjóta honum á braut umhverfis tunglið. Þetta er i fyrsta skipti sem slik tilraun er gerð, en öku- ferð þeirra Scotts og Irvins verð- ur einnig sú fyrsta, sem farin verður af mönnum á tunglinu. Um ein milljón manna fylgdist með tunglskotinu umhverfis Kennedyhöfða og tugir milljóna sáu það í sjónvarpi. Þá var einnig sjónvarpað beint frá því, þegar geimfararnir tengdu móð- urskipið við tunglferjuna og tókst það þegar í fyrstu tilraun. 1 því sambandi má minna á, að þegar Apollo 14 fór áleiðis til tunglsins í janúar sl. gerðu geimfararnir 5 tilraunir áður en það tókst. Skýringin á þeim erf- iðleikum hefur aldrei fundizt, efc helzt er hallast að þvi, að ein- hver smáögn hafi verið á tengi- útbúnaðinum, sem hafi vaidið erfiðleikunum. Að lokum fyigja hér nokkur atriði í sambandi við ferðina: Ferðin á að taka 12 sólar- hringa, 7 klukkustundir og 2 mínútur. Á tunglinu verður dvalið í 67 klukkustundir, þar af 20 klukku- stundir utan tunglferjunnar. Kostnaður við ferðina er 445 milljónir dollarar eða 39,6 millj- arðir ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.