Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 21
,1
MORGUNBLAÐIO, ÞRIÐJUOAGUR 27. JÚLÍ 1971
21
— Yfirlýsing
Framhslð af bls, 18.
vík. Á félagsfundi í þessum sam-
tökum voru samþykktar vitur á
hann og aðra fyrir að vilja ekki
bjóða kommúnistum þátttöku í
sameiningarráðinu svonefnda.“
Þessi ummæli Styrmis eru
þeim mun furðulegri, þegar sú
staðreynd er höfð i huga, að fólk
honum nákomið var á umrædd-
um fundi og hefur eflaust sagt
honum sannleikann um, hvað
þar gerðist.
Staðreyndirnar eru þessar:
Tvær tillögur um sameiningar-
málin komu fram á fundinum.
Önnur tillagan var nakkuð harð-
orð og bar keim af vítum. Hún
var kolfeUd á fundinum. Hin til-
lagan, samin og flutt af mér á
þessum fundi, var samþykkt af
yfirgnæfandi meirihluta fundar-
manna. I þessari tiUögu er ekki
minnsti vottur af vitum. Og til
þess að taka af öll tvimæii i
þessu efni, birti ég tillöguna,
Hún hljóðar svo:
„Samtök frjálslyndra og vinstri
manna hafa svarað bréfi Alþýðu
fiokksins til stjórnarandstöðu-
flokkanna þriggja og lagt til, að
komið verði á fót sérstöku sam-
einingarráði Alþýðuflokks, Fram
sóknarflokks og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem
hafi það hlutverk að vinna að
undirbúningi að stofnun nýs
sameinaðs flokks jafnaðar- og
samvinnumanna. Þessu ber að
fagna. Hins vegar hefur Alþýðu-
bandalaginu ekki verið boðin
þátttaka í sameiningarviðræðun-
um. Vitað er að Alþýðuflokkur-
inn er hlynntur aðild Alþýðu-
bandalagsins. I Alþýðubandalag-
inu er fjöldi jafnaðarmanna, sem
á hvergi heima nema i sósíal-
demókratískum fiokki. Það er
órökrétt að ætla sér að mynda
stjórn með Alþýðubandalaginu,
en bægja því samtímis frá sam-
einingarviðræðunum.
Sameiginlegur fundur flokks-
stjórnarmanna SFV í Reykjavík
og nágrenni, haldinn í Reykjavík
7. júlí 1971, samþykkir því að
beina þeim tilmælum til for-
ystumanna Samtakanna, að þeir
beiti sér fyrir því, að Alþýðu-
bandalaginu verði formlega boð-
in þátttaka í sameiningarviðræð-
unum án þess að tefja eða slá
á frest stjórnarmyndun vinstri
manna."
Hvaða athugasemdir, sem rit-
stjórar viðkomandi blaða kunna
að gera við þessa yfirlýsingu,
má það hverjum manni ljóst
vera, að hér er um tilmæli að
ræða en ekki vítur.
Reykjavík, 23. júlí 1971.
Ingólfur A. Þorkelsson.
VOLKSWAGEN
Volkswagen
varahlutir
tryggja
Volkswagen
gæði:
Örngg og sérhxfð
viðgerðaþjónasta
HEKLA hf.
Laugnvugi 170-172 - Sími 2124C.
s
ekki
sporin
eftir
CAMEL
í landi
Verkstjóri
vanur byggingarvinnu óskast strax,
Einnig nokkrir trésmiðir.
Upplýsingar í símum 83329 og 18941.
Húsbifreið
Til sölu bifreið með abyggðum sumarbústað (hjóihýsi). Einnig
sendiferðabliar, jeppar, vörubílar og kerrur af ýmsum stærðum
og gerðum. Ýmís skipti koma til greina.
Bífreiðarnar eru til sýnis og sölu í Vöku hf., simi 33700.
Landsmót I COLFI
verður haldið á Akureyri dagana 11.—14. ágúst næstkomandi.
Þátttaka tilkynnist viðkomandi golfklúbbi fyrir 31. þ. m.
Þátttökugjald er 500 krónur, en 100 krónur fyrir konur og ungl-
inga og greiðist það við innritun.
Goffsamband íslands.
Til sölu Cortina '65
ekin 65 þús. km, nýskoðuð og i sérstaklega góðu Jagi.
Má greiðast með skuldabréfi.
Upplýsingar Lokastig 28, sími 20161 og 10457.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðhm