Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLl 1971 11 Minning: Hannes Jónsson fyrrv. kaupmaður Fæddur 26. maí 1892. Dáinn 21. júlí 1971. Afi minn, Hannes Jónas Jóns- son, var fædduir 26. maí 1892 á Þöreyjarnúpi í Línakradal, Kirkjuhvammshreppi, Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigurðardóttir frá Klömbrum í Vesturhópi og Jón Hansson Nat- anssonar Ketiissonar. Afi var elztur bama foreldra sinna, þeirra, er komust til vits og ára. Hann ólst í fyrstu upp á Þóreyjarnúpi, en foreldrar hans fluttust síðar að Vatnishóli. Skömmu síðar varð að leysa heim ilið upp, en það var afleiðing þess, að faðir hans hafði misst mest allt fé sitt í svokölluðum Sporðsfeðgabyl. Móðiirin fóir með þrjú barna sinna i húsmennsku, en faðir hans lenti í lausa- mennsku. Er afi var fimm ára gamall fór hann til föður síns og var með honum í vetrarvist að Hnausum í Vatnsdal, tveim árum síðar tóku foreldrar hans aftur sam- an og settu upp bú að Syðri- Þverá í Vesturhópi og þar bjuggu þau í fimrn ár en fluttu þá aftur að Vatnshóli og voru þar í tvö ár. Þetta var árið 1906 en það ár var afi fermdur. Um þetta leyti fékk Jón Hans son áhuga á kaupmennsku og stundaði verzlunarrekstur á Hvammstanga um tveggja ára síkeið mieð æði miisjöfnum árangri. Fór svo að lokum að hann gafst upp í verzluninni í fjárkrepp- unni árið 1908. Vorið 1907 samdist þeim feðg- um svo um að afi skyldi fara til Reykjavíkur og leita sér mennt- unar. Vinna var ekki auðfengin í Reykjavik á þessum árum og vairð það að róði að afi réð sig til sjós, á skútu, Ásu gömlu frá Duus. Ilann var svo á sjónum allt sumarið, en um haustið inn- ritaðist hann í Verzlunarskól ann, og tók þaðan lokapróf tveirn árum síðar. Síðan lá leið hans aftur norð- ur og gerðist hann starfsmaður kaupfélagsins á Hvammstanga um skeið. Árið 3911 hélt hann þó aftur suður til Reykjavíkur og fór að vinna hjá Pétri Hanssyni, föður bróður sínum, sem þá hafði stofn sett verzlunina Ásbyrgi á Hverf isgötu 71. Þrem árum siðar seldi Pétur verzlunina, en afi vann i tvö ár hjá nýja eigandanum, Bjama Bjarnasyni. Sumarið 1916 var afi svo í sild norður á Hjalteyri, en fór um haustið að vinna hjá Gunn- ari Þórðarsyni i verzlun hans á Laugavegi 64, sem kölluð var Vöggur. Árið 1919 kvæntist afi And- reu Andrésdóttur, en þau kynnt ust upphaflega i Verzlunarskól- anum. Þau réðust síðan í það stórvirki að setja á stofn eigin verzlun i húsiiinu nir. 28 við Lauga veg. Verzlunin fór í fyrstu hægt af stað en dafnaði brátt. Afi var vinsæll meðal almennings, hann seldi ódýra en góða vöru og fá- tæklingar og lítilmagnar treystu honum og virtu. En hann eign- aðist einnig óvildarmenn, sem jafnvel bundust samtökum til að gera honum erfiðara fyrir við verzlunarreksturinn. Og þá fór að halla undan fæti. Árið 1918 hafði hann fengið spönsku veikina og legið um tima, en hlaut nokkurn bata. En árið 1923 veiktist hann af berkl um í mjöðm, mjög hastarlega og enn tveim árum siðar. Næstu fjögur árin lá hann svo óslitið á sjúkrabeði. Andrea, kona hans, lézt af barnsförum 1920. Afi kvæntist aftur og þá ömmu minni, Ólöfu Stefánsdóttur, frá Kumbaravögi við Stokkseyri. Þau eignuðust brátt stóran barnahóp. Verzlunin varð gjald þrota, hann hafði fyrir mikilli ómegð að sjá og var auk þess fársjúkur. Með hjálp góðra manna og fyrir fádæma seiglu og baráttuvilja tókust þau á við erfiðleikana og fóru að lokum með sigur en víst er, að oft mun hafa reynt mjög á þrautseigju ömmu minnar á þessum erfiðu tímum. Síðan stundaði afi ýmsa at- vinnu, smáverzlun um skeið, en aðallega ýmsar skriftir fyrir fólk, bókhaldsstörf og skatta- uppgjör og eins og hann sagði sjálfur, hafði hann meðal ann- ars atvinnu af nefndafargam- inu, sem var mikið á þeim árum eins og reyndar enn í dag. Árið 1932 fluttu þau í verka- mannabústaðina við Ásvalia- götu, en þeir voru þá nýbyggðir. Ibúðin var þriggja herbergja og hefur efiaust oft þrengt að hinni stóru fjölskyldu, en börnin kom ust öll til vits og ára og hefur reitt vel af í samfélaginu. Dóttir afa og Andreu, fyrri konu hans, ólst upp hjá Málfriði, móðursystur sinni. Þau amma og afi eignuðust hins vegar ellefu börn. Þau giftust 27. ágúst 1921 og hefðu þvi átt gullbrúðkaup í næsta mánuði ef gamla mannin- um hefði enzt aldur. Þeir voru ófáir samferðamenn irnir, sem þekktu afa, er það m. a. augljóst af þeim viðtökum, sem endurminningar hans, „Hið guðdómlega sjónarspil" hlutu, er þær voru gefnar út um síðastlið- in jöl. Hann bjó yfir mjög marg brotnu lundarfari. Hann var greindur vel, hafði gott skop- skyn, áhuga- og áka famaður um flesta hluti og myndaði sér skoð anir um allt milli himins og jarð ar. Hann gerði gott og hjálpaði þeim, sem hann gat og voru hjálp Mótasmíði óskast til að slá upp 300—400 fm hæð. Upplýsingar í símum 83329 og 18941. LOKAÐ fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar Hann- esar Jónssonar, fyrrverandi kaupmanns. Gunnlaugsbúð, Freyjugötu 15. arþurfi, en brögðóttur á stund- um gagnvart hinum. En framar öllu öðru: harðvitugur bardaga- maður. Afi haJði miikið áliit á Natain, langafa sínum, og mér er næst að halda, að skapgerðir þeirra hafi verið líkar um margt. Báðir voru sem tvær persónur í sama einstaklingnum, og þykir mér líklegt, að þeir hafi m.a. átt það sameiginlegt, að fæstir hafi gjörla þekkt þeirra hugarfar á hverjum tíma. Fyrsta minningin um afa er reyhdar orðin tuttugu ára göm- ul. Sveinbjörn, föðurbróðir minn, átti landspildu skammt fyr ir utan Reykjavík og þangað fóru þeir feðgar oft til kartöflu ræktar og fékk ég jafnan að fara með þeim. Ég var þá aðeins þriggja ára en hugði að og undr aðist mjög það þrek og festu, sem afi sýndi við garðvinnuna, þrátt fyrir þá bæklun, sem hann hlaut af berklaveikinni. Afi sýndi mér ætið einstaka nærgætni. Hann hafði áhuga á frímerkjum og örvaði síðar meir áhuga minn til.þeirra hluta. Það kom ósjaldan fyrir, að hann opn aði skápinn sinn og veitti mér þá ánægju, sem var því fylgj- andi að fá að skoða safnið hans. Heima í skúffu geymdi ég gamla blikkdós undan heftiplástri. 1 hana safnaði ég öllum þeim frí- merkjum, sem ég náði i, og færði afa þau síðan. Frímerkin voru sjaldnast mörg né merkileg, en afi hafði jafnan lag á þvi, að láta mér skiljast, að sér væri mikill fengur í merkjunum. Hann hafði mjög einlægan á- huiga á þvi, aið aifkomendiuir hams fengju notið góðrar menntunar. Mér var hann í raun miklu meira en venjulegur afi. Hann var mér leiðbeinandi og fyrir- mynd um marga hluti og var ó- þreytandi við að miðla mér af margbrotinni lífsreynslu sinni. Sérstaikan áhuga haifði hann þó á ýmiss konar stílgerð enda skrifaði hann mikið í blöð og tímairáit, eimikum á síðairi ánum. Má þar m.a. nefna þættina „Af gömlum blöðum", í Lesbók Morg unblaðsins. Það bar oft til, að við afi rædd um um ritgerðarverkefni mín í skólanum. Hann hafði einstaka ánægju af því, að mynda sér skoðanir á hinurn ýmsu málum. Það brást og sjaldan, að hann hringdi til mín daginn eftir og sagði: „Heyrðu ég tók saman nokkra punkta fyrir þig.“ Ég virti hann ætíð mikils og lagði mig eftir að kynnast lífs- skoðunum hans. Hann var viðles inn og vel að sér um flesta hluti og leiðbeindi mér jafnan um lest ur bóka. Hann mat mikils ein- lægni og var ófeiminn við að við urkenna þau mistök og vitleys- ur, sem hann gerði. Ég ikomist fljótlega að iraun um það, að hann var forlagatrúar. Hann trúði af einlægni á Guð og forsjá hans. Hann var sannfærð ur um tilvist góðs og ills og að vitleysurnar væru til þess falln ar að læra af þeim. 1 fyrstu áleit ég að forlagatrúin ætti einungis rætur sínar að rekja til þess sára andstreymis og erfiðu lifs- reynslu, sem hann átti að bakí sér, en svo var ekki. Trú hans var sannfæring, sem vitsmunir og reynsla skópu honum smám saman. Þetta var í senn ánægju leg og merk uppgötvun fyrir leit andi ungling, sem fram til þessa hafði einna helzt hallazt að ein- skærri efnishyggju. Þrátt fyrir það að meir en háli ö!d aðskildi okkur að árum átt- um við mörg sameiginleg áhuga mál, og umræðuefni, einkum lifí speki hvers konar og áleitnai spurningar um tilveruna yfii leitt, en afi hugði löngum af þeim efnum. Þannig varð hugar heimur gamla mannsins eftirsókr arverð fyrirmynd, sem stuðlaffi oftlega að auknum þroska ungi ingsins. Hann leitaðist ætið vié að leggja réttlátt mat á verk mír og athafnir. Hrósaði mér ef ég át.ti það skilið, en fann að ef svc bar undir. Ömmu minni og öðrum ástvin um votta ég samúð mína. Elsku afi minn, mér veitist er: itt að segja hug minn allan Þessi orffi eru aðeins fátæklegui vottur virðingar, og þakklætii til þin, sem ég mat svo mikils Guð blessi minningu þína. Hannes Pétursson. Hjá Agli segjum við ALLTÁ SAMA STAÐ og stöndum við það! VARAHLUTAVERZLUN me3 bein umboð fyrir ýmsa stærstu varahluta- framleiðendur heimsiná. RÉTTINGARVERKSTÆÐI Þaulvanir bílasmiðir annast réttingar og boddyviðgerðir. BÍLAVERKSTÆÐI með fullkominni aðstöðu til að gera fljótt og vel við bíl yðar. MÓTORVERKSTÆÐI Þar endurbyggjum við vélar af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. RENNIVERKSTÆÐI Rennum sveifarása í full- komnum nákvæmnisvélum. Sprautum slitmálmi á alla slitfleti. YFIRBYGGINGAR Yfirbyggingar bíla höfum við stundað lengst alla hér- lendis. Gæði Egils Vilhjálms- sonar húsa byggjast á þeirri reynslu. MÁLNINGARVERKSTÆÐI Þér þurfið ekki langt að leita að lokinni boddyviðgerð. Málningarverkstæði okkar er á sama stað og lýkur verkinu. SMURSTÖÐ Smurslöð er einnig á sama stað. BÍLASALA Bílasala er á sama stað og býður mikið úrval notaðra bíla. BÍLAINNFLUTNINGUR Egill Vilhjálmsson h.f. og Mótor h.f. bjóða yður ameríska bíla frá American Motors, þ. á m. Willy’s bíla og enska bíla frá Chrysler international S.A. í Englandi. GLERVERKSTÆÐI Úr Tudor-gleri fáið þér rúður, sem þér getið treyst. Það er nauðsynlegt, því: ,,Gler er ekkert grín“. Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.