Morgunblaðið - 27.07.1971, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR OG 4 SÍÐUR ÍÞRÓTTIR .
165. tbl. 58. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JtJLÍ 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hjarta- og lungna-
flutningur Barnards:
Gerður að
konu hins látna
forspurðri
Cape Town, 26. júlí. AP.
EIGINKONA mannsins sem
hjarta og lungu voru notu'ð úr
við lítfæraflutning á Groote
Schuur-sjúkrahúsinu síðastliðinn
sunnudag, segir að sér hafi ekki
verið kunnugt um hvað til stóð,
og hún liefði aldrei gefið sam-
þykki sitt, hefði hún vitað það.
Stjórn sjúkrahússins hefur aft-
ur á móti gefið út tilkynningu
þar sem segir að það hafi feng-
ið öll nauðsynleg leyfi frá yfir-
irvöidum áður en að aðgerðin
hófst.
Líðan sjúklingsins er sögð eft-
ir atvikum góð,
í>að var skurðlæknirkm frægi
Christian Barnard, sem fram-
kvæmdi aðgerðina, ásamt sam-
starfsfólki sínu. Maðurinn sem
líffærin voru tekin úr, var 28
ára gamall svertingi, en þiggj-
andinn 49 ára gamall „litaður”
tannísmiður frá Cape Town.
Framhald á bls. 26.
Hafnarháskóli tilnefndi:
W estergaard
og Widding
í nefndina sem ákveður hvaða
handritum skuli skilað
Geimfararnir .lames B. Irvin, Alfred M. Wor ,ien og David B. Seott eru nú á leið til tunglsins um
borð í Apollo 15. Þessi mynd var tekin af þeim skömmu fyrir flugtak fyrir framan likan af tungl-
ferjunni Fálkanum.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Kaupmannahöfn.
DANSKA utanríkisráðuneytið
hefur staðfest að Kaupmanna-
hafnarháskóli hafi skipað tvo
menn í nefndina, sem á að á-
kveða hvaða handritum skuii
skilað til íslands. Þeir eru pró-
fessor dr. phil. Christian Wester-
gaard Nielsen og dr. phil. Ole
Widding, lektor.
Westergaard er formaður
stjórnar Árnasafnis og sem slík-
ur, var hann sá, sem átti frum-
kvæðið að réttarhöldunum um
hvort afhending íslenzku hanid-
ritanma væri stjórnacrskrárbrot.
Apollo 15:
Ferðin gengur vel
Skotið var 187 þúsundustu úr
sekúndu á eftir áætlun
Kennedyhöfða, 26. júlí
— AP-NTB
FERÐ bandarísku geimfar-
anna þriggja til tunglsins
gengur alveg samkvæmt áætl
un og að óskum eftir tungl-
skotið frá Kennedyhöfða kl.
13.34 að ísl. tíma í dag. Sat-
úrn 5 risaeldflaugin kom
þeim David R. Scott, James
B. Irwin og Alfred M. Word-
en á braut umhverfis jörðu
121/a mínútu eftir skotið.
Segja vísindamenn á Kenne-
dyhöfða að niðurtalning fyrir
geimskot liafi aldrei gengið
jafn vel og snurðulaust fyrir
sig og svo mikil var ná-
kvæmnin að skotið var aðeins
187 þúsundasta úr sekúndu
á eftir áætlun. David Scott,
leiðangursstjórinn í ApoIIo 15
sagði eftir skotið: „Vel gert,
ferðin út í geiminn var mjög
mjúk og þægileg.“
Eftir að vera komnir á braut
umhverfis jörðu hringsóluðu
geimfararnir í 3 klukkustundir
og fóru yfir öll tæki og tengdu
tunglferjuna við móðurskipið og
kl. 16.30 að ísl. tíma kveiktu þeir
á þriðja þrepi Satúrn-eldflaugar-
innar, sem þeytti þeim af stað
áleiðis til tunglsins með um
24.300 mílna hraða á klukku-
stund. Ferðin til tunglsins tekur
78J4 klukkustund ef allt gengur
eftir áætlun og .ætlunin er að
Framh. á bls. 2
Sem kunmugt er koimst hæsti-
réttur að þeirri niðurstöðu að
svo væri ekki. Westergaard er
60 ára að aldri, magister
i norrænum málvísindum og
var við nám á íslandi á
Framh. á bls. 2
Petrosjan
gegn
Fischer
MOSKVU 26. júlí — NTB.
SOVÉTMAÐURINN Tigran
Petrosjan og landi hans A ikt-
or Korchnoj gerðu jafntefli í
síðustu einvígisskák sinni í
Moskvu í kvöld og hefur
Petrosjan þar með sigrað í
einvíginu og öðlazt réttindi
til að tefla við Bandaríkja-
manninr. Bobby Fisclier, sem
sigraði Bent Larsen 6:0. Níu
skákuni Jjeirra Petrosjans og
Korclinojs laitk með jafntefji,
en Petrosjaji sigraði í 9. skák-
inni. Hann hlýtur því 5/'/2
vinning gegn 4/2.
Súdan:
E1 Noor og Hamdalla skotnir
Majoub handtekinn
Kaíró og Omdurman, 26. júlí
— AP-NTB
AFTÖKUM og kommúnista-
hreinsunum er haldið áfram
í Súdan og voru þcir E1 Noor
majór og Hamdalla teknir af
lífi í dag. Hafa þá alls níu
vinstrisinnaðir herforingjar
og forseti verkalýðssam-
bandsins í landinu verið tekn-
ir af lífi. 1000 kommúnistar
hafa verið handteknir, en bú-
izt er við að alls verði um
10000 manns handteknir áður
en yfir lýkur.
Þeir E1 Noor og Hamdalla
voru teknir af lífi þrátt fyrir
áköf og hörð mótmæli brezku
stjórnarinnar, en sem kunnugt
er voru þeir teknir frá borði úr
brezkri farþegaflugvél á flug-
velli í Líbýu, sem var neydd til
að lenda þar. Voru þeir hafðir í
haldi í Tripolis á meðan gagn-
Framhald á bls. 26.
m