Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÖLÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971 19 4 Berlínarmálið á lokastigi..? Samkomulagshorfur hafa batnað mikið að undanförnu VIÐRÆÐURNAR um Berlínarmálið hafa staðið samfleytt í sextán mánuði, en nú virðast þær vera að komast á lokastig. Enn er mikið djúp staðfest milli Ulbricht lok hafa þeir talazt við einu sinni í viku. Þeir samningamenn Vestur- veldanna, sem eru vantrúað- astir á einlægni Rússa, óttast að það eina, sem fyrir þeim vaki með því að koma skriði á viðræðurnar, sé að fá því framgengt, að Vesturveldin geri sem allra mestar tilslak- anir, en langflestir samninga- menn Vesturveldanna telja þó, að Rússar vilji í einlægni komast að samkomulagi, jafn- vel þótt þeir reyni hvað þeir geti til að koma því svo fyrir, að hugsanlegt samkomulag kosti þá sem minnstar fórnir. Rússar eiga mikið í húfi I Berlínar-viðræðunum. Þeir vita, að Vestur-Þjóðverjar staðfesta ekki griðarsamning- ana, sem voru undirritaðir í ferð Nixons forseta mun hafa á ástandið í Berlín. Sovézkir ráðamenn voru svo þrumu lostnir, þegar þeir fréttu um Kínaförina, að þeir hafa enn ekki gert upp við sig hvernig þeir eigi að bregðast við þess- ari ákvörðun Bandaríkjafor- seta. Hvað sem þessu líður virðist Piotr Abrassimov, sendiherra Sovétríkjanna í Berlín og fulltrúi i miðstjóm sovézka kommúnistaflokks- ins, engin fyrirmæli hafa feng ið um það hvernig hann skuli bregðast við Kínaferð Nixons. Á einum síðasta fundinum tók Abrassimov neikvæða af- stöðu og eyddi í það miklum tíma að mótmæla fundi, sem Vísindaráð Vestur-Þýzkalands hélt í Berlín. Þessi afstaða hans er þó ekki túlkuð sem svar við Kínaferðinni heldur sem liður í aðferðum hans í samningaviðræðunum. Það sem máli skiptir i neðanmálsathugasemdir, sem lýsa muninum á afstöðu Vest- urveldanna og Sovétríkjanna, að minnsta kosti eins mikið rúm og hinn eiginlegi texti. Helzti árangurlnn, sem Vest urveldin sækjast eftir í við- ræðunum, er trygging fyrir óhindruðum aðflutningum til Berlínar. Þau viija fá vissu fyrir þvi, að framvegis verði umferðin til og frá Berlín laus við reglubundnar trufl- anir Austur-Þjóðverja. Trufl- anir kommúnista á lífæð Vestur-Berlínar er enn sem fyrr ein helzta ógnunin við frið í Evrópu. Vesturveldin eru reiðubúin að fallast á að nærvera Vest- ur-Þjóðverja í Vestur-BerUn verði minni en nú er, ef Rúss- ar samþykkja tillögur þeirra. En hingað til hafa Rússar enga augljósa yfirlýsingu gefið þess efnis, að þeir séu reiðubúnir að taka að sér að ábyrgjast frjálsa aðflutninga til BerUnar. Þeir halda því fram, að þetta sé vandamál, sem verði að leysa í viðræð- um við AusturÞýzkaland, sem sé fullvalda ríki og beri eitt ábyrgð á „milliflutning- um“ um yfirráðasvæði sitt. Megintilgangúr Rússa í viðræðunum er að draga úr tengslum Vestur-Berlínar við Vestur-Þýzkaland. Rússar beita enn sem fyrr brögðum til þess að gera Vestur-Berlín Vesturveldanna og Sovét- ríkjanna í viðræðunum, en áhugi Rússa á skjótu sam- komulagi virðist hafa auk- izt. WiIIy Brandt kanslari, er svo hjartsýnn á ástand- ið, að hann lýsti því yfir nýlega að hann væri sann- færður um að fjórveldin næðu samkomulagi strax í haust. Berlín hefur verið í brenni- depli kalda stríðs austur- og vesturveldanna í aldarfjórð- ung. Nú er Berlínar-málið prófsteinn á einlægni þess yf- irlýsta vilja Sovétríkjanna að bæta sambúðina við Vestur- veidin. Brandt kanslari gekk mjög langt til móts við kröf- ur Sovétríkjanna i fyrrasum- ar þegar hann viðurkenndi óbreytt landamæri í Evrópu. Nú er röðin komin að Rúss- um að sýna vilja á því að draga úr viðsjánum í Evrópu með þvi að fallast á, að ástandið í Berlin verði fært í eðlilegra horf. Reynzt hefur unnt að flýta samningaviðræðunum vegna þess að Rússar eru nú reiðu- búnir að tala í alvöru um framtíð Berlínar. Sendiherr- ar fjórveldanna i Berlín (Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna) hafa að jafnaði ræðzt við á þriggja til fjögurra vikna fresti, en siðan í júní- Moskvu og Varsjá í fyrra, nema þvi aðeins að viðunandi lausn fáist á Berlinar-málinu. Þá er sýnilegt, að tillögur Rússa um öryggismálaráð- stefnu Evrópu og gagnkvæma fækkun i herjum fá lítinn byr ef þeir sýna ekki sanngirni í Berlínar-málinu. Það mundi meira að segja hafa áhrif á viðræður þeirra við Banda- ríkjamenn um takmörkun á smiði kjarnorkuvopna ef þeir sýndu þvermóðsku í Berlínar- málinu. Enginn hefur minnstu hug- mynd um eins og stendur hvaða áhrif fyrirhuguð Kína- Til hamingju með daginn. Berlinar-viðræðunum nú er, að aðalágreiningsefnin eru ennþá óleyst. Sendiherrarnir og aðstoðarmenn þeirra hafa reynt að sameina í eina álits- gerð, sem báðir aðilar geti sætt sig við, allar tillögur Vesturveldanna og Sovétríkj- anna. Rúmlega helmingur uppkastsins að þessu sam- komulagi hefur þegar verið saminn, en sá hængur er á, að flest torleyst vandamál hafa verið sniðgengin. Ekki þarf annað en renna augum yfir uppkastið til þess að sjá erfiðleikana, sem er við að striða. Á flestum síðum taka að „sjálfstæðri pólitískri ein- ingu“, þriðja þýzka ríkinu, sem aðeins sé tengt Vestur- Þýzkalandi efnahagslega. Ein umdeildasta tillaga Rússa er krafa þeirra um umboð til þess að koma á fót ræðis- mannsskrifstofu í Vestur- Berlín. Brandt kanslari hreyfði engum mótbárum gegn því, að sovézk stjórnar- skrifstofa væri starfrækt í Vestur-Berlín, en viðbrögð bandarísku samningamann- anna lýstu mjög miklum ugg. Þeir óttast, að slík tilslökun gæti grafið undan þeirri meg- inreglu Vesturveldanna að fjórveldin beri ábyrgð á atlri Berlín. Vesturveldin hafa raunveru lega glatað öllu valdi til þess að hafa áhrif á atburði i Aust- ur-Berlín. Það eina, sem þau geta, er að senda herflokka með ákveðnu millibili inn i austurhluta borgarinnar í eft- irlitsferðir. Hins vegar óttast bandarískir embættismenn, að nærvera sovézkrar ræðis- mannsskrifstofu í Vestur- Berlín gæti orðið hættuleg kveikja breytinga á núver- andi stöðu borgarinnar. Jafnvel þótt samningsaðila greini ennþá á í grundvallar- atriðum, eru horfumar ekki að öllu leyti neikvæðar. Síðan í vor hafa Rússar ekki gert þá kröfu sína að skilyrði fyr- ir lausn í Berlín, að Vestur- Þjóðverjar staðfesti Moskvu- samninginn. Þeir eru einnig hættir að gefa i skyn, að þeir hafi misst áhuga á Ostpolitik Brandts. Umfram allt telja þýzkir embættismenn, að brottvikn- ing Walter Ulbrichts úr stöðu leiðtoga austur-þýzka komm- únistaflokksins hafi auðveld- að Rússum að komast að saro komulagi í Berlín. Ulbricht var gamall og reyndur stalin- isti, naut mikilla persónulegra áhrifa í Kreml og var talinn helzti þrándur í götu þess að áfram miðaði í samningavið- ræðunum. Hann varaði þrá- faldlega við því, að vestur- þýzkir sósíaldemókratar væru jafnvel ennþá hættulegri kommúnistum en kapítalistar og kristilegir demókratar. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að spilla fyrir tilraunum Brandts til þess að bæta sambúðina við kommúnistalöndin. Eftinnað- ur hans, Erich Honecker, er talinn raunsærri, og trúlegt þykir að hann reynist ráða- mönnunum í Moskvu viðráð- anlegri. Mikilvægt er að hann tók við völdunum í Austur- Berlín um sama leyti og allt fór að benda til þess, að Rúss- ar vildu leiða viðræðurnar til lykta. Enn er ekki unnt að eygja lausn á Berlinarmálinu. En fulltrúar Vesturveldanna í viðræðunum eru nú þeirrar skoðunar, að eigin hagsmunir Rússa muni að lokum ryðja úr vegi öllum torfærum og sætzt verði á lausn, sem muni draga úr þeirri ógn, sém Berlín er friði í heiminum. Brandt Langholtsbúar ÞESSI orð eiga að minna þig á það, að dásemd sumarsins fá ekki allir notið á jafn auðveldan hátt. Sumir eru hafðir heima af ’ELli kerlingu, fótur þeirra er stirður, og engan eiga þeir bil- liinm t.þ.a. bregða sér út fyrir mal- bilk borgarinnar. Engan mun þó tomga meira til þess en þá, er léku sér börn meðal ilmandi 'grasa. En hvers vegna fara þá etóki ættimigjarnir með þá með sér? spyrðu. Því er fljótsvairað. Sumiuim Mkömium hentar sjalidn- ast þeysingur hinna ungu um þjððvegina, og því færast hinir eldri undan. Þvi skal heldur ekki gleymt, að kynslöðian sem nú er farin að reskjast, átti sér þann metnað að vera öðrum aldrei til byrði, telur sjálfa sig hemil á gleði hinna og kýs því setuna heima. Bifreiðastjórar Bæjarleiða hafa um árabil boðið, í samvinnu við Langholtssöfnuð þessu gamla fólki í ferð út í sumarið. Þetta á að undirstrika það, að þvl er hreint ekki gleymt, sem þetta fólk hefir fyrir þjóðina gert. Þessu sinni verður haldið um ÞLngvöU tii Laugarvatns og deg- inum varið í að skoða hið merka skólasetur. Þar mun samstarfs- nefnd safnaðarins sjá fólikinu fyrir veitingum og eins að saga þeirrar leiðar, er farin verður er sögð. Á Þingvölium verður gengið í kirkju og sameinazt í þökk fyrir þá birtu og yl, er sum- arið hefir vafið okkur. Þekkir þú ekki einhvern eða einhverja sem þú vildir veita þessa ferð, einhvern sem á hana skiiið? Ef svo er, hringdu þá í Kristján Erlendsson I síma 35944 því að hann er ásamt félögum að undirbúa ferð á þriðjudaginn kemur. Haukur. Sviptur borgara- rétti AÞENU 13. ágúst — NTB. Gríska iiinanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að Audreas Papandreou fyrrum ráðherra og sonur George Papandreou fyrr- um forsætisráðherra liefði verið sviptur grískuni borgararétti. Hefur hann verið sakaður uia þátttöku í and-griskri starfseml erlendis. Andreas Papandreou var hand- tekinn og fangelsaður eftir bylt- ingu hersin-s árið 1967, en láttnn laus skömmu síðar. Fluttist hann þá úr landi, og bjó um hrið í París þar sem hann var einn af stofnendum grlsku frelsishreyfingarinnar. Hann hef- ur að undanförnu verið búsettur í Toronto í Kanada, þar scm hann hefur kennt hagfræði við háskólann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.