Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971 17 Múrinn 10 ára Við, sem við lýðræðislega stjórnarhætti búum, erum óþreytandi að gagnrýna eiitt og annað í stjórnarfarinu. Oktour finnst margt fara úrskeiðis, einn vili þetta og annar hitt, og enginn er ánægður með allt það, sem gert er eða látið ógert, held ur ekki þeir, sem hverju sinni fara með æðstu völd í þjóðfé- laginu. Lýðræðið byggir á mála- miðiun og við það' verður að una. Sumir segja raunar, að lýð ræðið sé veikt stjórnarform og margir hafa barizt fyrir þvi á liðnum áratugum, bæði hér og annars staðar, að komið yrði á breyttum stjórnairháttum, sósíal isma segja sumir, aðrir eru ófeimnir við að tala um komm- únisma. En þrátt fyrir annmarka lýð- ræðisins ættu þeir, sem fyrir því berjast, að vera óhræddir að bera það saman við hið „sterka“ stjómarform kommúnismans. Ekkert dæmi er jafnáþreifanleg sönnun um veikleika kommún- ismans og Berlínarmúrinn, eina fangelsið, sem byggt hefur ver- ið á síðari öldum a.m.k. af stjórnarherrum til að loka þær þjóðir inni, sem þeir ráða. Hver sá maður sem í fyrsta sinn stendur frammi fyrir Berlínar- múmum, hlýtur að fyllast örvæntingu, og vist er erfitt að trúa þeirri staðreynd, að þjóð- arleiðtogar leiki þegna sina jafngrátt og raun ber vitni. Sannleikurinn er sá, að við, sem berjumst gegn kommúnisma, kynokum okkur oft Við að segja sannleikann um þessa ógnar- stefnu, Við viljum helzt ekki þurfa að trúa því, að sannleikur- inn sé sannleikur. Við vildum helzt, að um ímyndun væri að ræða á þann veg, sem andstæð- ingarnir halda fram, þegar þeir tala um „MorguniblaðsIygi“ og annað í þeiim dúmum. En þvi miður er fátt eða ekkert tiil vitnis um það, að kommúnistaforingjarnir i Aust- ur-Evrópu séu hótinu betri en þeir voru í valdatíð Stalíns. Rússneskir ofbeldismenn halda þjóðunum í jánngreipum, og sér- hver tilraun til að lina á fjötr- unum er miskunmarlaust brotin á bak aftur. Þjóðimar eru fang- ar í eiginlegri merkingu og fangelsismúrinn svo rammbyggð ur, að naumast sleppur nokkur maður, þótt margir reyni flótta og fórni lifi sínu. En hver er þá hlutur okkar, sem við lýðræði búum — og hver er sú samúð, sem við sýn- um þessum þjóðum? Eystrasalts ríkin fengu sjálfstæði uim svip- að leyti og ísland. Þessar þjóð- ir voru ekki einungis sviptar sjálfstæði sínu, heldur hefur beinlinis verið markvisst að því unnið að þurrka þær ú't, flytja íbúana í burtu og Rússa til Eystrasalt.slandanna í staðinn. Um þetta þegjum við, lýðræð- ishetjurnar, og við styrjaldar- lokin þorði naumast nokkur mað ur að hafa orð á þessu við ráða- menn í Kreml. Saklaust fólk er brytjað niður í Póllandi, Austur- Þýzkalandi eða Tékkósló- vakíu, hvenœr sem það reynir að l'áta í ljós þá frels- isþrá, sem manninum er meðbor- in. Jú, við birtum þessar frétt- ir, en förum svo að borða og leggja okkur, og ef einhver minnir nú á þessar staðreyndir, er vísast, að hann sé nefndur of stækismaður eða kaldEistríðsmað ur. Á að kalla kommúnista kommúnista? I greinum þeim, sem erlendir menn, bæði fréttamenn og stjóm Hafnarherg. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.) málamenn nákunnugir aðstæð- um hér á landi, hafa ritað um hina nýju ríkisstjórn, hafa þeir yfirleitt allir kallað ráðherra Alþýðubandaliagsins komm- únista og þann flokk kommún- istaflokkinn á Islandi. Enginn hefur undrazt þetta, enda hafa mennirnir ekki talið sér unnt að lýsa ástandinu öðru vísi en að nota þau hugtök, sem viðtekin eru I öllum lýðræðisríkjum, þar sem komimúnistaflokkar starfa. En þegar við köllum komm- únista kommúnista, þá finnst mörgum það vera dónaskapur. Sumir segja jafnvel, að hér séu sama. Þar er Varsjárbandalagið ekki líkt Atlantshafsbandalag- inu, heldur samstarf, sem „ilýð- ræði og frelsi" þjóðanna aust- an járntjalds byggist á! Meðferðin á formanninum En er það þá rétt, að komm- únistar ráði lögurn og lofum í Alþýðubandalaginu ? — kynni einhver að spyrja, Voru Héðinn og Sigfús valdalausir í gamla Sósíalistaflokknum? Var Hanni- kvæmdastoifniun ríkisins í sára- bætur, og má vel vera að svo fari, enda á sú stofnun að verða undir ströngu eftirliti rík isstjórnarinnar. Góðæri til lands og sjávar Veðurblíðan ætílar ekki að gera það endasleppt við okkur í sumar, né fengurinn til lands- ins og til sjávarins. Óhætt er að fullytrða, að aldrei hefur ríkt eins mikið góðæri og nú. Fram- Reykjavíkurbréf Laugardagur 14. ágúst enigir kommúnistar til, mennirn- ir, sem um áratugi hafa varið 911 illvirki alheimskommúnism- ans, séu einlægir lýðræðissinn- aðir Islendingar. Ljóst er, að ekki eru allir þeir, sem studdu Alþýðubanda- lagið í síðustu kosningum, kommúnistar. Því fer víðs fjarri. En hitt er jafnljóst, að þeir menn, sem ráða lögum og lofum í þeim flokki, hafa alla sína tíð kommúnistar verið, eft- ir þeirri skilgreiningu, sem hvar vetna er lögð á stjómmálastörf þeirra og afstöðu til alþjóða- mála. Spurningin er þá sú, hvort leyfilegt sé að kalla þessa menn kommúnista eða hvort gefa eigi þeim eitthvert gælu- nafn. (Erum við orðnir eins teprulegir og fína frúin, sem nefndi hrútspungana kviðsvið. — Á að nefna hrútspunga hrúts- punga eða eitthvað annað?). Það er að visu rétt, að nú allra síðustu árin hafa þessir menn farið gætilegar í ummæl- um sínum um framferði ráða- manna austan járntjalds og jafn vel fundið upp það snjallræði að leggja að jöfnu stjórnmála- ástand í leppríkjum Rússa og hér á Islandi. Þannig hef- ur Þjóðviljinn tönnlazt á því ár um sarnan að tillögu Magnúsar Kjartanssonar, að Tékkar og íslendinigar byggju við svipað ofríki erlendra hervelda. Þetta er raunar ekkert sérstakt ís- lenzkt fyrirbæri, kommúnista- flokkar i öllum vestrænum lönd um nota sömu bardagaaðferðir. Þeirra hlutverk er að lama varnarmátt lýðfrjálsra þjóða og umfram allt að reyna að spilla sambúð þeirra. Þess vegna er það góð lexía að leggja Atlants- hafsbandalagið að jöfnu við Varsjárbandalagið. Þannig á að fá fó'lkið á Vesturlönduim í and stöðu við varnarsamstarf þjóð- anna, en auðvitað heyrast þess- ar raddir ekki fyrir austan jám tjald og þvi er Rússum nokk bal Valdimarsson valdalaus í Alþýðubandalaginu gamla? Er Ragnar Amalds bara foimaður að nafninu til í Alþýðubanda- laginu nýja? Um þá fyrrnefndu hefur margt og mi'kið verið rætt og ritað og fer víst varla á milli mála, að þeir urðu fyrir sárum vonbrigðum af samskiptum við íslenzka kommúnista. Að því er Raignar Arnalds varðar, þá skal hér ekki lagð- ur á það dómur, hvort hann er kommúnisti, liklega veit hann það ekki sjálfur. Hitt er víst, að hinir raunverulegu ráða- menn í Ailþýðubandalaginu treysta honum ekki frekar en þeir treyistu Héðni og Hannibal. Gleggsta sönmunin fyrir þvi er þær aðfarir, sem notaðar voru við stjórnarmyndunina. Þá var Ragnari Amalds talin trú um það, að hann væri ráðherraefni, enda lá það beinast við, að for- manni stjómmálaflokks gæfist kostur á því að taka við ráð- herrasæti, er flokkur hans gerðist aðili að ríkisstjóm. En auðvitað var honum aldrei ætlað þetta embætti, og á síð- ustu stundu var með klókind- um komið í veg fyrir, að hann yrði ráðherra, og Magnús Kjartansson hrifsaði sætið. En ekki þótti niðurlæging for- mannsins nógu fullkomin, nema hann stingi sjálfur upp á Magnúsi sem ráðherra, og var hann neyddur til að gera það. Sjálfsagt verður gerð tilraun til að mótmæla því, sem hér er sagt, en allir, sem til þekkja, vita að þetta er staðreyndin í málinu. Ragnar Arnalds hélt, að hann væri orðinn ráðhenra, og fór ekki dult með ánægju sína. En þeir, sem ráða Alþýðubanda laginu, ætluðu honum aldrei slikar vegtyllur og þess vegna var hann niðurlægður á þann veg, sem að framan greinir. Nú er sagt, að hann eigi að fá emb- ætti hjá hinni nýju Fram- kvæmdirnar eru í fullum gangi, og vafalaust er það rétt, að skil yrði séu nú til verulegra kjara- bóta landsmanna allra. Ríkis- stjórnin segir, að nú sé unnt að standa undir nokkurri hækkun vísitölugreiðslna, styttingu vinnuvikunnar um 4 klukku stundir, sem samsvarar 10% kauphækkun, og 20% kjara- bótum á naastu tveim árum. Allt á þetta að grundvallast á þeim arði, sem þjöðin býr við frá stjórnartíma fyrrverandi ríkis- stjórnar. Eru það vissulega góð meðmæli með þeirri ríkisstjórn. En því miður er hætt við, að stjórnarherramir nýju viti ósköp lítið um það, sem þeir eru að sogja. Þeir hafa viðurkennt, að þeir hafi emgrar sérfræðiað- stoðar notið og að hér sé um hreinan „slumpareifcning“ að ræða. En vonandi reynist staða þjóðarbúsins jafngóð og hinir nýju stjórnarherrar segja. Menn verða þó að hafa það hugfast, að 20% kjarabót er ekki sama og 20% launahækk- un. Vaflaiausit yrðu launin að hækka miklu meira til þess að raunhæf kjarabót næðist, sem svaraði 20%, því að auðvitað hæfckar tilkostnaður við hærri laun og þá hlýtur vöruverð að hækka. Þegar 911 kurl væru fcomin til grafar, mæftti þvi gera ráð fyrir launahækkunum, sem næmu allt að 50% samamlagt. Og gaman væri að fá að vita um þau töframeðöl, sem þá á að nota til að koma í veg fyrir „óðaverðbólgu", þegar samhliða er gengið á varasjóði, útlán á að auka og lækka vextina. Það verður nóg að gera við útreikn inga í Framkvasmdastofnun rík- isins og llklega verða þeir ekki ófáir, sem þar næla sér í lag- lega bitlinga. En fjármálaráðherra og for- sætisráðherra segja, að stjóm- in sé búin að lofia þessu og lofa hinu og við það verði að standa. Vonandi gengur það vel fyrsöu mánuðina, og því skyldum við ekki njóta lifsins í velmegun- inni? Við höfum gengið í gegn- um erfiðleikatímabil og nú verð- ur látið vaða á súðum „en hvað er að fást um það“. Margar nefndír skipaðar Ríkisstjórnin skipar nú marg- ar nefndir til að rannsaka eiitt og annað og undirbúa löggjöf. Er það ekki óeðlilegt, því að mikið á að gera og aldrei hafia nú vinstri menn verið á móti nefndum og mikilli ríkisforsjá. Ný nefnd var skipuð í landlhelg- ismálið með tilnefningu frá öll- um stjórnmálaflokkum, þótt önnur nefnd væri raunar starf- andi, en látum það vera. Sagt var að nýja nefndin ætti að „vera til ráðuneytis rikisstjóm- inni“. Bjuggust menn þess vegna við, að ekki yrðu ráð- herrar skipaðir í þessa neflnd, enda tilnefndi bæði Framsókn- arfloklkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna fulltrúa utan ríkisstjórnarinnar, en svo kynlega brá við, að báð- ir kommúnistarnir í stjóminni tóku sæti í nefndinni, annar sem aðalmaður, hinn sem varamað- ur. Engu er líkara en ráðherrar kommúnista hafi engum treyst í flokki sínum til að taka þetta sæti og augljóslega ekki fior- manni Alþýðubandalagsins, sem þó hefði verið eðlilegt að þama kæmist að, úr því að honum var meinað að taka ráðherra- sæti. En þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús KjartansSon ætla sem sagt að vera sjálfum sér „til ráðuneytis". Þá hefur það gerzt, að þrír stjórnimálamenn hafa farið utan til að sitja undirbúningsfundinn undir hafréttarráðstefnuna. Eru það þeir Þórarinn Þórarinsson frá Framsóknarflokknum, Har- aldur Henrysson frá SFV og Gils Guðmundsson frá Alþýðu- bandalaginu. Hins vegar var fulltrúum stjórnarandstöðunnar ekki boðið að fara til að kynraa sér málin á þessum fundi. Er þetta háttalag vissulega ekki vitnisburður um mikla einlægni, þegar ríkisstjómarflokkamir segjast ætla að hafa fullt sam- ráð við stjórnarandstöðuna í iandhelgismálinu. Að sjálfsögðu átti að bjóða fulltrúa frá Sjálfstæðisflokkn- uim og öðrum frá Alþýðufliokkn um að fara til þessa fundar, úr þvi að talin var nauðsyn á þvi að stjórnmálamenn hefðu að- stöðu tii að kynna sér viðhorf þeirra, sem fundinn sækja. Hér hefur verið farið rangt að, en auðvitað má ekki láta slfikt spilla fyrir samstöðu í landhelg ismálinu og vonandi verða stjórnarherrunum ekki á fleiri axarsköft i landhelgismálinu en orðið er, því að við því megurn við ekki. Kjör opinberra starfsmanna og verkfallsréttur Ríkisstjórnin hefur boðað, að hún muni stefna að fulluim verk fallsrétti opinberra starfsmanna. Þar er um að ræða mjög var- hugavert mál og vonandi, að stjórnarherrarnir hugsi vel ráð sitt, áður en þeir grípa til slíkra breytinga. Ef núverandi ráða menn teldu, að mjög illa hefði verið farið með opinbera starfs- menn og þeir byggju við bág kjör, mætti kannski segja, að skiljanlegt væri, að þeir Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.