Morgunblaðið - 15.08.1971, Page 32

Morgunblaðið - 15.08.1971, Page 32
JMtffSttttMafrifr RUCIVSIIICflR ^ð-^22480 0?jgi)tStM$t&tfr IE5IO ’mtw*- DIICLECII SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971 Lindusúkkulaði i tonna- tali til Texas — upphafið á miklum útflutningi á súkkulaði — starfsemi Lindu endurskipu- lögð og starfsfólki fjölgað Akureyri, 14. ágúst. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN Linda er nú að senda þrjár og bálfa lest af súkkulaði til Texas í Bandarikjunum. Hér er um að raeða 4 tegundir, sem seldar eru með vörumerkinu Icelinda og fer sendingin í skip á mánudag- inn. Umboðsmaður Lindu vestan- hafs segir þetta magn aðeins upp hafið á því, sem síðar verði, þvi að hann hafi tryggt mikinn markað fyrir Lindusúkkulaði í Bandaríkjunum og safnað stór- um pöntunum á matvælasýning- um og kaupstefnum víðs vegar um Vesturheim. Hann er vænt- anlegur hingað síðar í þessum mánuði til samninga um frekari viðskipti. Eldur í laxi og bjúgum — á Selfossi MENN sem áttu leið fram hjá Kjötvinnslustöð Kaupfé- lags Árnesinga á Selfossi um ellefuleytið á föstudagskvöld veittu athygli miklum reyk, sem lagði upp úr skorstein- inum. Var lögreglu og slökkvi liði gert viðvart, og kom í Ijós að kviknað hafði í ofni í kjötvinnslustöðinni sem er í gömlu húsi rétt hjá kaupfé- Iagshúsinu. Brunnu þarna tveir ofnar, en í öðrum þeirra var lax, en í hinum bjúgu. Einnig komst eldur í þakið, en slökkvilið- inu tókst að ráða niðurlögum eldsins á um klukkustund, og var þvi tjón ekki meira. Ekki munaði þó miklu þvi að hús Kaupfélagsins Hafnar er þarna rétt hjá. Hins vegar verður ekki unnt að reykja um sinn hjá kjötvmnslustöð- inni. f nýkomnu bréfi írá honum er borið sérstakt lof á bragðgæði Lindu-súkkulaðs og telur hann það sízt standa að baki svissn- esku gæðasúkkulaði. !>á má geta þess að Linda fékk viðurkenm- ingu fyrir umbúðir í umbúða- samkeppni í Reykjavik fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri Lyndu, Ey- þór Tómasson, sagði fréttamanni Mbl. i morgun að fyrir dyrum stæði að kaupa nýja sjálfvirka vélasamstæðu til súkkulaðigerð- ar, ráða fleira starfsfólk, taka upp vaktavinnu og endurskipu- leggja framleiðslulhæitti verk- smiðjunn.ar vegna þessa nýja útflutnings. Áður hafa verið setnd ar vestur nokkrar smásendinigar til reynslu og auk þese hefur verið sent dálítdð magn til Dan- merkur, Keflavikurflugvallar og íslenzku flugfélaganna, en nú fyrst verður um að ræða útflutn- ing, sem um munar. — Sv. P. Koparstytta eftir Sigurjón sett upp við Höfða NÆSTU daga verður sett upp í garðinum við Höfða listaver'k, sem Reykj avíkurborg hefur keypt af Sigurj óni Ólafssyni, myndhöggvara. Er það fjögurra metra hátt koparlistaverk og á það að standa á 5 metra hárri súiu. Hefur verkinu verið valinin. staður vestan til á lóðinni, miðja vegu milli Höfða og götunnar. En nýlega vair samþykkt í borgar- ráði skipulag lóðarinniar við Höfða, saimkvæmt teikningu Reynis Vilhjálm'ssonar og fleiri Á að stækka lóðina nokkuð í Eining ræðir kjarasamningana EINS og kunnugt er líður nú að þvl, að kaupsamningar verði lausir, og nú þegar hefur verið boðaður fundur í verkalýðsfélag- inu Einingu á Akureyri um upp sagnir samninga. Samningum verður að segja upp fyrir 1. september nk. til þess að þeir verði lausir 1. októ- ber, en að öðrum kosti fram- lengjast þeir um nokkum tíma. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands Islands, og sagði hann að ekki hefðu enn borizt neinar uppsagnir á kjarasamn- ingum til Vinnuveitendasam- bandsins. OLIUMOLIN LOGÐ VIÐ SELFOSS — byrjað að leggja við Kamba á næstunni í FYRRADAG var byrjað að leggja ölíumöl á veginn frá Sel- fossbrúnni og upp fyrir Sláitur- hús. Er hér um að ræða liðlega km langan kafla. Á þessu ári er ekki hægt að ljúka við að olíu- bera vegarkaflann frá Sláturhús- inu að Kögunarhól vegna þess að þar liggur vegurinn yfir mýri og þar á vegurinn eftir að siga eittbvað. Hins vegar verður hald ið áfram í þessum mánuði að oflíiubera veginn frá Kömbum og austur undir Kögunarhól, með smáfrávi'kum þó og verður þvi verki sennilega iokið í þessum mánuði. Eins og kuninugt er er hér um Suðurlandsveg að ræða, en á Suðuriandi gengur þessi vegur nú almennt undir nafn- inu „Ingó(lísbraut“. Búið er að blanda alla oMumöl á veginn frá Kömbum að Sel- fossi, en það sem ekki verður notað á þessu ári er geymt til næsta árs. austur, á óræktað svæði sem þar er. Listaveirk Sigurjóns bíður þess nú fyrir utan hjá listamanniaum að verða flutt niður að Höfða, þair sem byrjað &r að vinna að atöplinum. Sigurjón sagði, að veirkið héti ekkert og ætti ekki að tákna neiitt sérstakt. Það væri hverjum opið að gefa því nafn, Þetta væri skúlptúr úr kopar. Sigurjón við hið stóra listaverk sitt, 4ra metra háa koparsi.yttu, sem er tilbúin til flutnings við húsið hans. — Á túninu við Höfða verður hún sett á 5 metra háa súhi. — (Ljósmynd: Br. H.) Viðbrögð hér dræm, 50 þús. hafa safnazt Viðtal við Eggert Ásgeirsson um hörmungar flóttaf ólks f rá Pakistan VEGNA frétta af hörmungum austur-pakistanskra flóttamanna í Indlandi, leitaði Mbl. til Egg- erts Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra Ranða kross Islands, um fréttir af viðbrögðum Islendinga og gjöfum, og af hjálparstarf- inu. — Þar má fyrst nefna að Rauði kross Islands sendi þegar í upphafi hörmunganna 250 þús- und króna framlag rikisstjóm- arinnar til hjálparstarfsins. Jafn- mikið framlag ríkisstjórnarinnar sendi utanríkisráðuneytið til Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Þá var auglýst að Rauði kross íslands tæki á móti framlögum til hjálparstarfsins. Viðbrögð hafa til þessa verið heldur dræm, en hafa farið vaxandi undan- farna daga. Gera má ráð fyrir þvi að til þessa hafi komið inn 50 þúsund krónur. Er tekið á móti framlögum í öllum bönk- um, sparisjóðum og póstaf- greiðslum og má leggja þau inn á póstgíróreikning Rauða kross Islands nr. 90.000. Þá má að sjálfsögðu koma framlögum I skrifstofu Rauða kross Islands að Öldugötu 4 eða senda þau þangað í ávisun og verður þá kvittun send um hæl. — Þvi miður eru fregnir af hjálparstarfinu ekki upplífgandi, sagði Eggert ennfremur. Lengl vel var talið að ekki væri um verulegan matarskort að ræða, en síðustu dagana hafa borizt fregnir um vaxandi næringar- skort, einkum meðal ungra barna í flóttamannabúðunum. Hjálparþörfin er svo mikil að þjóðum heims virðast fallast hendur frammi fyrir þessu verk- efni, sem verður að leysa, ef ekki á miklu verr að fara. Skipu- lag hjálparstarfsins í Indlandi er af hálfu Sameinuðu þjóðanna í höndum Flóttamannastofnunar SÞ. Þegar síðast bárust fréttir, taldi hún tölu flóttafólksins vera komna yfir 7 milljónir. Hér er um geigvænlegt vandamál að ræða og fer sivaxandi vegna að- streymis. Þá veldur hver vika og mánuður sem líður þvi, að vandamálið verður torleystara og yfirvofandi að styrjöld brjót- ist út. — Hvernig er þetta verkefni í samanburði við fyrri stórverk- efni á þessu sviði? Skipulag Reykjavíkur kynnt Á SÝNINGUNNI, sem hefst í Laugardalshöllinni 26. þ. m., miun fara fram kynning á skipu- lagi Reykjavílkur. Verður þar á svæði framan við áhorfendastúkuma kymnit skipu lag hverfa, sem nú eru í bygg ingu og uindirbúningi og lítils- háttar eldri hverfi. Verður þetta kiymnt með líkönum, mymdum og uppdráttum. : — Það hefur komið fyrir áður að innanlandsófriður hefur vald- ið miklum brottflutningi fólks. M.a. gerðist það í Alsír fyrir nokkrum árum. Flóttafólki það- an var komið fyrir og séð fyrir þvi um tíma, þar til friður komst á og það gat flutzt heim á ný. Þá sá Alþjóða Rauði krossinn um hjálparstörfin og var það hans stærsta átak til þess tíma. HJÁLPARÞÖRFIN HELMINGI MEIRI EN LOFORÐIN Samanburður við fyrri við- fangsefni er nú ekki fær. Hjálp- arþörfin hefur verið áætluð um 400 milljónir Bandarikjadaia á Framh. á bls. 22 Sólskinið f arið í bili „JÁ, sólskinið er horfið frá okkur í bili,“ sagði Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, er Morgunblaðið talaði við hann í gær. Að vísu var létt i lofti á Austurlandi, en þó hula yf- ir, og skýjað var annars stað- ar á landinu. Úrkomulaust var að mestu og gerði Páll ráð fyrir þvi að svo myndi haldast. „Það er komið yfir okkur skýjakerfi frá Græn- landi, en áttin mun verða suð- læg fyrst um sinn.“ Þar með mega Islendingar búast við lægðum í halarófu ef svo helzt sem horfir, og verða sól- dýrkendur að halda sig inn- an dyra um sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.