Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971 21 í gær héldu 40 íslenzkir ungtemplarar frá Hrönn í keppnig- og sk emmtiferðalag til Færeyja. Fóru þeir fiugleiðis með Flugfélagi ís lands, en í Færeyjum munu þeir dvelja í eina viku, keppa í hand- knattleik og knattspymu, auk þe ss, sem þeir munu taka lagið með vinum okkar og frændum, Fær- eyingum. Cao Ky varar við byltingu Saigon, 12. ágúst. NTB—AP. NGUYEN Gao Ky, varaforseti Suður-Víetnams, sagði í dag að gera yrði ráð fyrir þeim mögu- - NATO Framhald af hls. 1 tilboð Breta um auknar greiðsl- nr fyrir áframhaldandi afnot af her- og flotastöðvum sínum á eyjunni. 1 frétt frá Briissel segir að yf- irstjóm NATO geti vel sætt sig við að flytja skrifstofur sínar burt frá Möltu, en vonist jafn- framt til þess að Sovétrikjunum verði ekld veitt aðstaða þar. Verkamannallokkur Mintoffs forsætisráðíherra vann nauman þingmeiriihluta í kosnimgunum á Möltu í jiúní sl, og að þéim kosn- ingum loknum. lýsiti einn nýju ráðherranna því yfir í viðtali við sové2lka bláðið Izvestia að markmið stjómar sinnar væri, að tosna tafaurlaust við skrifstofur fLotaráðs NATO, og Við brezkar Herstöðvar á Möltu." Sagði ráð- herrann að Malta ætti að vera algerlega hlutlaus og taka upp hagkvæm samibönd við allar þjóð ir heims. Vitað er að yfirvöld á Möltu hafa staðið í samningum við ráðamenn í Libýu, og miða þær viðræður að því að veita Líbýu aðgang að flðtastöðvum á Möltu. Vestrænar heimildir herma að fulitrúar NATO sjá'i ekkert at- hugavert við að Ldbýa fái að stöðu á Möltu, ef þeir samning- ar felii ekki einnig i sér að her- skip og flugvélar Sovétríkjanna íái þar aðstöðu og þjónustu. 1 því sambandi hafa tailsmenn 6. flota Bandarikjanna — Miðjarð- arhafsflotans — bent á að ef sovézkar herþotur fái afgreiðslu á Möltu, þýði það mjög aukna hættu fyrir 6. flotann og alla aðstöðu NATO á Miðjarðarhaíi. Ekki er vitað hvenœr skrifstof ur NATO verða fluttar frá Möitu en hins vegar búizt við að þær verði fluttar til flotastöðva NATO í Napoti. 1 aðalstöðvum NATO í Brússel hefur stjóm At- lantshafsbandalagsin.s komið saman daglega til funda þessa vikuna ti'l að ræða ástandið á Möltu. Leiddu þessi fundaihöld meðal annars t'il þess að ákvörð- un um lokun NATO-stöðva á Möltu var tekin í gærkvöldi. 1 dag var haft eftir einum fulil- trúa Bandarakjanna að það væri ekki ýkja þýðingarmikið fyrir NATO að halda opinni skrifstofu á Möltu. Þar hefðu aðeins starf- að um 300 mannis á vegum bandalagsins, og væri auðvelt að ffljytja þaö starfslið yfir til Nap- oli. lelka að herforingjar gerðu bylt- ingu er í ljós kænii að úrslit for setakosninganna í október væm fyrirfram ákveðin. Ky hefiu- aldrei áður gagnrýnt Van Thieu forseta eins harðlega. „Herinn og þjóðin munu ekki standa á bak við leiðtoga, sem svindlar í kosn ingunum," sagði hann. Ky tók skýrt fram, að hann mundi halda áfram baráttu sinni fyrir þvi að fá viðuirkennt fram- boð sitt í forsetakosningunum. Hæstiréttur landsins lýsti fram- boð hans ólöglegt þar sem hann hefði ekki tryggt sér meðmæli nógu margra þingfulltrúa og hér aðsþingmanna. Eini mótfram- bjóðandi Thieus er Duong Van Minh hershöfðingi („Stóri Minh“), sem hefuir hótað að draga framboð sitt til baka vegna ásakananna á hendur Thieu fyr- ir kosningasvindl. Ky heldur því fram, að Thieu beiti þingmenn þvingunum og noti hæstarétt fyr ir verkfæri. 1 Paris gerðist það á 125. samn mgafundinum í Víetnamviðræð- unum í dag að aðalsamningamað ur Norður-Vietnams, Xuan Thuy, sendi staðgengil í sinn stað, og var það lágt settur embættismað- ur. Nýskipaður aðalsamninga- maður Bandaríkj anna, William J. Forter, er ókominn og annar helzti samningamaður banda- rísku stjórnarinnar i forsæti bandarisku sendinefndarinnar. Noröuir-víetnamski fulltrúinn for dæmdi á fundinum í dag „auk inn hernað Nixon-stjórnarinnar í öllum löndum Indókina". 1 Saigon var tilkynnt, að kyrrð sem sem hefur verið á vig- stöðvunum hefði verið rof in I dag er Norður-Víetnamar hefðu gert tíu árásir, þar af sjö með eld- flauigum og fallbyssum, á stöðv- atr Suður-Víetnama sunnan við hlutlausa beltið. Þetta eru sagð- ir hörðustiu bardagar á þessum slóðum siðan í júní. Marchenko látinn laus Við tekur 6 mánaða Síberíuútlegð Moskvu, AP. ANATOLY Marchenko, höf- undur bókarinnar „My Testi- mony“ hefur verið látiinn laus úr sovézkum fangabúðum eftir þriggja ára vist, að því er áreiðanlegar heimildir sögðu í morguin. Mar- chen'ko hefur verið í búðum í Úralfjöllum og er hafit fyrir satt að næstu mánuði verði hainn í útlegð í Chunya í Vestur-Síberíu. Verk Marchenko, „My Testi mony“ var gefið út á Vest- urlöndum fyrir tveimur ár- um og er bókin sjálfsævisögu- legs eðlis, byggð á neynslu höfundar af sovézkum nauð- ungarvinnubúðum. Marchenko var dæmdur til ára fangelsis þarnn 21. ágúst 1968 fyrir þá sök að hafa verið í Moskvu án þess að hafa þar dvalar- leyfi. Fyrr hafði hann tekið þátt í að mótmæla sovézkri kúgun gagnvairt Tékkóaló- vakíu. Ánið 1969 var fangels isvist hans svo framlengd um tvö ár, þar sem hann hefði haft uppi róg um Sovétríkin og áróður gegn 9tjórtnivöiMum. í bók sinni, „My Testi- mony“ dnegur Marchenko upp áhrifamikla og sterka mynd af sovézkum fangabúð- um og aðbúnaði fanga þar og segir að ástandið sé sízt betra en var á Stalíinistámanum. Marchenko hafði aðeins ver- ið frjáls ferða sinna í tvö ár, er hann var dæmdur til fanga búðavistar árið 1968, því að I árið 1961, þegar hann var að- i ins 23 ára gamall, fékk harun sex ára dóm fyrir að hafa ætl- að að strúka úr laindi.. j Berjast gegn — uppkasti að pressu- lögum Aþenu, 14. ágúst. NTB. GRÍSKIR og erlendir fréttamenn í Aþenu hertu í gær mjög á bar- áttu sinni gegn því, að samþykkt verði uppkast til nýrra pressu- laga í Grikklandi, þar sem svo er kveðið á, að til þess að frétta- menn fái að starfa þurfi þeir að hafa í höndum yfirlýsingu yfir- valda um að þeir séu hlynntir stjóm landsins. Blaðamenn hafa skipað sex manna nefnd, sem á að fylgjast með umræðum um málið í sér- stakri ráðgj afanefnd ríkisstjóm- arinnar um lagasetningu. Á ráð- gj afanefndin að skila áliti 18. ágúst. Fréttamenn hafa lýst þvi yfir, að verði uppkast stjórnarinnair samþykkt án þeirra breytinga, sem þeir krefjast að vierði gerð- ar á því, muni þeir efna til verk- fallis blaðamanna um allt laaid. — Nýtt ríki Framhald af bls. 1 um hefur lengi verið búdzt við þessari ákvörðun Bahrein-stjórn- ar. Ástæðan er sú að önmur furstadæmi á og við Persaflóa hafa setið að samninigum um samieininigu í ríkjabandalag. — Hefði Bahrein — með um 200 þúsund íbúa — gerzt aðili að því bandalagi, hefði ríkið orðið alla ráðandi á sameiginlegu þingi furstadæmanna, og það gátu hin furstadæmin eklki fallizt á. Sömu heimildir he.rma að búast megi við því að annað furstadæmi, Qatar, lýsi einnig yfir sjálfstæði sinu. FRAKKAR SPRENGJA . París, 9. ágúst, NTB, AP. FRAKKAR gerðu enn eina kjam orkutilraunina á sunnudag, yfir Mururoa á Kyrrahafi. Var þá skotið á loft eldflaug með lítilli kjamorknsprengju. Er þetta fjórða tilraunin á þessum slóð- um á árinu, en ails hafa Frakkar gert 43 kjamorkutilraunir, síðan þeir hófu smíði siikra vopna um 1960. — Mörg Kyrrahafsríki, m. a. Japan og ríki í Suður- Ameríku hafa harðlega mótmæit þessum tilraunum, en Frakkar liafa í engu sinnt þeim og hyggj ast haida áfram t.ilraunum, sam- kvæmt fyrirframgerðri áætlun þar um. Atök Framhald af bls. 1 , stjórninni hafi mjög gramizt, er Cahill ræddi við blaðanænn á föstudag, rétt við nef hermaima en hvarf siðan sporlaust. Nóttin var annars með kyrr- asta móti en i dögun brutust út óeirðir í Londonderry, þegar herbifreiðar óku um borgina og hermenn rifu niður götuvígi í Bogiside-borgarhluta rómversk kaþólskra. Borgarbúar voru hraktir frá með táragasi, en jafn skjótt og hermennirnir voru á brott, var götuvíigjunum kiomið upp á ný. Sautján manneskjur voru handteknar við Enniskillen og Portadown en að sögn lögreglu var það vegna minniháttar óláta, þar sem vopn voru ekki alvar- legri en flöskur og grjót. Átökin í nóttu rðu rétt hjá landamærabænum Newry, sém er 72 km suður af Belfosf og Dublin og rétt við aðalleiðÍTia milli Belfast og Dublin. Þair rétt hjá, eða i um 11 km fjarlægð er Dundal'k, eitt sterkasta vigi lýðveldishersin.s. Er mönnum hans mjög í mun að efla stöðu s>na í Newry til þess að auð- velda ílu'tninga vopna og manna frá Irlandi. Vegna þessa hafa yfirmenn brezka herliðsins lagt kapp á að efla varðliðið á þess- um silóðum. Eftir hádegið í gær höfðu stuðningsmenn IRA ekið um göt ur bæjarins og kallað með gjall- arhornum til bæjarbúa að hailda sig innan dyra. Var ekkert lif að sjá í Newry eftir kl. 3 í gær. 1 Dublin héldu stuðninigsmenn kaþólskra á Norður-frlandi fund í gærkvöldi þar sem sósíailistinji Bernadette Deviin hélt ræðu og skoraði á íbúa Irlands að reyna að steypa stjóm Jaeks Lynch jafnframt því sem kaþólskir menn á Norður-Írlandi reyndu að varpa af sér oki stjómarmnar þar. „Ef við eigum að koma á fót irsku aliþýðulýðveldi í fr- landi öllu er komdnn tími til að þið takið til höndum,“ sagði Devlin. ~ floiixw».’«nwi»>»ó|<r r;iut > X ■ x 38 brctítii- : tig.u'u.x' /.-.Hiv ■ I/ ' ■' i Lcrcjsikii' ilnv og i ' • •:-ó \:J,; . : í/ J ■ norsiiir l.í i.iuvc U'arar ~™- —— tel! k . :77 skip rtf í ' Tr r 'o< . :.v ;; .síí. '■' . SiíTb x>:xXx ■,;XXX.' fjg| |1 : mn ISLAND FISKVEIPiT-AKMÓRK-flSHcRY UMIT 700 m. OÝYTARI'NA-OíRTH CoRVfc ■iU .; 'llV . 1 .>r.o S í* 107 f Dagana 10. og 11. ágúst voru alls 78 erlend veiði skip að veiðum á íslandsmiðum. Brezkir togarar voru flestir, alls 39, 17 þýzkir og 22 frá öðrum löndum eins og sést á meðfylgjandi korti frá Landhelgisgæzlnnni. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.