Morgunblaðið - 03.10.1971, Page 2
2
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971
5. skipið á, árinu af hent
frá Stálvík hf.
Hefja brátt smíði fyrsta
A
skuttogarans á Islandi
1 GÆR afhenti Stálvík h.f. Ibsen
Angrantýssyni o. fl. nýtt skip sem
sjósett var 26. september. Skip-
ið ber nafnið „Þytur“ KE 44 og
er 28 lesta frambyggður stálbát-
ur. Þetta er fyrsta skipið sem
Stáivík h.f. smíðar af þessari
gerð, og hefur yfirtæknifræðing-
ur stöðvarinnar, Bolli Magnús-
son, hannað það frá grunni. „Þyt
ur“ er 5. skipið sem Stálvík h.f.
afhendir á þessu ári.
Kom þetta fram á blaðamanna
fundi sem forráðamenn skipa-
smíðastöðvarinnar efndu til í
gær. Sögðu þeir að skipið væri
sérstaklega útbúið til rækjuveiða,
en einnig væri það útbúið til tog
veiða og línuveiða.
Sú nýjung er í þessu skipi að
hægt er að stjórna öllum vind-
um úr stýrishúsinu með yfirsýn
yfir þilfarið og einnig má stjórna
þeim frá þilfari. Þá er hreyfan-
legur toggálgi aftast á skipinu,
sem má stilla í afstöðu með há-
þrýstivökva. Skipið fór til heima
hafnar í gær, Keflavíkur og mun
fara á rækjuveiðar eftir- helg-
ina.
Fyrir nokkru sendi Stálvík h.f.
tilboð um smíði á bát af þessari
gerð til Ghana, og standa nú yf-
ir umræður um smíði eins eða
fleiri báta fyrir þá.
Stálvik h.f. hefur afhent fimm
fiskiskip á þessu ári, þ.e. Arn-
firðingur II. GK 412, Þórunn
Sveinsdóttir VE 401, Kópanes
RE 8, Trausti IS 200 og í gær var
afhentur Þytur KE 44.
• Eins og fram kom í frétt í
Morgunblaðinu í gær, mun Stái
vík innan tíðar hefja smíði
fyrsta skuttogarans sem smíðað-
ur er á íslandi. Er hér um að
ræða 500 lesta skip eftir gömlu
mælingunni, en 300 eftir þeirri
nýju. Hefur fyrirtækið nýlega
undirritað samninga við Þormóð
Ramma h.f. á Siglufirði, og er
umsamið verð 102,6 milljónir kr.
Eigendur Þormóðs ramma h.f.
eru Síldarverksmiðjur ríkisins,
sem eiga 60% og Siglufjarðar-
bær sem á 40%.
Skipið verður saniðað eftir
teiikninigum frá Noregi, en þar
hafa verið S'míðuð 10 skip af
þessari gerð og e>u 8 sams
konar sikip í pöntun hjá stöðinni
sean teiknaði þau. Skipið verður
útbúið fuUkomnustu tækjum
sem völ er á núna og verður
knúið 1750 hestafla Viokmann
aðaivél.
Ennfremur er skipið útbú-
ið ,3krúfuspyrnu“ eða „Dys-
an“ sem eykur gang skipsins
veruiega og gerir það einnig
stöðugira í sjó. Smíði skipsins á
að vera iokið fyrir ársilok 1972.
Aðspurður um önnur verkefni
Skipasmíðastöðvarinnar sögðu
forráðamenn hennar að nú vaeru
i smáðuim hjá þeim tveir 105 lesta
stálbátar, og yrði sá fyrri vænt-
anlega afhentur um áramótin, en
hinn eftir tæpt ár. Einnig er í
smíðum hjá þeim bátur af sömu
gerð og „Þytur“, en harm er
smíðaður fyrir Kristbjöm Þór-
arinsson kafara, sem nú starfar
í Alsír. Mun hann hatfa leitað tii-
boða viða um Evrópu, og sú varð
raunin, að hagstoeðast reyndist
að fá hann smíðaðan á Islandi.
r
Sjúkra- og
slökkviliðsbílar
á R-númer
UNDANFARNA daga hafa
venjuleg R-skrásetningarnúm-
er bifreiða verið sett á sjúkra
bifreiðar og slökkviliðsbifreið
ar í borginni. Fram til þessa
hafa þessar bifreiðar verið
með auðkennum slökkvistöðv
arinnar og Rauða krossins, en
að sögn Rúnars Bjamasonar
ilökkviliðsstjóra er þessi breyt
ing vegna þess að í rauninni
ikortir heimild í lögum til þess
að hafa þetta á annan veg.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur eftir ábendingu dóms-
málaráðuneytisins óskað eftir
að þessi breyting verði gerð
og nú bera þessar bifreiðar
númeraröð frá R-30000 og
upp í R-30014, en einnig eru
frátekin númerin upp í 30030
í þessu skyni.
Aðrar bifreiðar, sem hafa
hingáð til haft sérnúmer, svo
sem slökkviliðsbifreiðar hjá
öðrum slökkviliðum, sjúkra-
bifreiðar víða um land og
jjörgunarsveitabifreiðar munu
einnig sæta þessum fyrirmæl-
um.
Verðgildi gjaldmiðla
samrýmd hið bráðasta
— sagði í ályktun aðalfundar
Alþ j óðag j aldey riss j óðsins
Washington, 1. október — NTB
AÐALFUNDI Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og Alþjóðabankans lauk
í dagr í Washington eftir finim
daga stöðng fundahöld og við-
ræður. Helzta mál fundarins var
hið ótrygga ástand, sem nú
ríkir i gjaldeyrismálum heims
og þó að ekki hefði nú fundizt
iausn á þeim vandamálum urðu
Ferming
Ferming I Langholtssöfnuði í
dag kl. 1,30 hjá sr. Árelíusi
Níelssyni:
Edda Lilja Sveiasdóttir,
Álfheimum 66
Guðrún Jóhanna Amórsdóttir,
Meistaravöllum 29
Magnús Ingi Ingason,
Hraunbæ 96.
Byrjar vel
í Norðursjó
SÍLDVEIÐAR hófust í Norður-
sjó 1. október og fengu íslenzku
síldveiðibátamir þegar góðan
afla. Voru 14 bátar á leið til
Danmerkur í gærmorgun með
góðan afla. Átti Súlan að selja
um morguninn.
Fengu bátarnir 100—150 lest-
ir í kasti, og Hilmir 300 lestir.
Um 30 íslenzkir bátar munu
vera komnir á miðin X Norður-
sjó.
Á heimamiðum fæst lítil síld.
3 bátar voru með afla í gær-
morgun, 3—9 lestir hver.
fundarmenn einhuga um að við-
ræðurnar hefðu verið mjög
gagnlegar og skynsamlegar.
1 lokaályktun fundarins var
skorað á öll aðildarrikin að þau
sameinuðust um að finna sam-
eiginlega og viðunandi lausn á
gjaldeyrismálunum, þar sem
verðgildi hinna ýmsu gjaldmiðla
yrði samrýmt sem allra fyrst.
Robert McNamara, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðabankans,
sagði í lokaræðu sinni að nú
væri framundan samningstíma-
bil, sem allir bindu miklar von-
ir við að leiddi til stöðugra
ástands í gjaldeyrismálum. Hann
bætti við, að lausnin á vanda-
málum iðnaðarþjóðanna yrði að
vera þannig, að hún létti undir
með þróunarlöndunum í viðleitni
þeirra við að auka viðskipti sín
með því að tryggja þeim jafna
og örugga fjármögnun.
Er öll hin almenna
læknaþjónusta úti á
landi í molum?
Vopnafirði, 2. okt.
f DAG fer héraðslæknirinn á
Vopnafirði alfarinn suður til
Reykjavíkur. f fjóra mánuði hef
ur verið vitað að hann mundi
fara þennan dag. Er þá læknis-
laust frá Egilsstöðum norður til
Húsavíkur. Vilyrði er fyrlr því
að iæknir komi hingað 1. febrú-
ar. Ráðherra og landlæknir fá
ekki yfirlækna á spítölnm í
Rcykjavík tU að senda menn
austur í þessa fjóra mán-
uði. Hér á staðnum verður
t.d. ekld hægt að fá afgreidd
nein lyf þennan tima, og fólk,
sem vera þarf undir stöðugri
iæknishendi, er verið að senda
suður i dag.
Hér er þó ekki neitt einsdæmi
á ferðinni, heldur virðist þetta
vera þróun, sem verið hefur að
gerast undanfarið, og er ekki
annað að sjá en öll hin almenna
læknisþjónusta og kerfi það sem
hún er byggð á, sé í molum. Fyr
ir utan öll þau læknishéruð, sem
eru laus eða eru að losna, má
segja að víða í kaupstöðum lands
ins sé um ófremdarástand að
ræða. Verði læknislaust á Vopna
firði má segja að gefizt hafi ver
ið upp við að leysa þetta mikla
vandamál, og er sýnt að bresta
mun á flótti héðan af staðnum.
Slíkur er óhugur í fólki.
— H. G.
Bridge
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu ákvað Bridge-
samband Islands að láta fara
fram umfangsmikla keppni um
hvaða menn skipuðu sveit þá,
sem keppa á í opna flokknum
á Evrópumótinu sem fram fer
í Grikklandi í lok nóvember n.k.
Landsliðsnefnd Bridgesambands-
ins efndi fyrst til sérstakrar tvi-
menningskeppni og að henni lok
inni mynduðu efstu pörin 2 fjög
urra manna sveitir, sem síðan
háðu einvlgi um þátttökurétt-
inn. 1 einvígi þessu voru spiluð
128 spil og sigraði sveit, sem var
skipuð þeim Þorgeiri Sigurðs-
syni, Símoni Simonarsyni, Stef-
áni J. Guðjohnsen og Þóri Sig-
urðssyni. Sveit, sem var skipuð
þeim Ásmundi Pálssyni, Hjalta
Elíassyni, Einari Þorfinnssyni
og Jakobi Ármannssyni með 277
stigum gegn 220.
Reglur keppninnar eru þær,
að sigursveitin skal skipa lands-
lið Islands ásamt tveimur spil-
urum, er hún velur í samráðí
við landsliðsnefndina. Val þetta
hefur farið fram og verður lands
liðið þannig skipað:
Ásmundur Pálsson,
Hjalti Elíasson,
Símon Simonarson,
Stefán J. Guðjohnsen,
Þorgeir Sigurðsson,
Þórir Sigurðsson.
Fararstjóri verður Alfreð G.
Alfreðsson, sem jafnframt er
fyrirliði sveitarinnar. Allt eru
þetta þrautreyndir landsliðsspil-
arar og má vænta að þeir standí
sig vel á Evrópumótinu.
Evrópumót þetta, sem fer
fram i Grikklandi, er hið 22. í
röðinni og hafa íslenzkar sveitir
keppt á 14 mótum, íslenzkar
sveitir hafa yfirleitt getið sér
gott orð á Evrópumótum og til
gamans má til dæmis rifja upp
árangur íslenzku sveitarinnar á
sl. ári, en þá fór mótið fram í
Portúgal og hafnaði þá Islenzka
sveitin i 8. sæti.
Röð efstu sætanna þá varð
þessi:
1) Frakkland 323 stig
2) Pólland 291
3) Italía 289
4) Sviss 263
5) Bretland 261
6) Austurríki 247
7) Svíþjóð 240
8) ísland 227
9) Noregur 223
10) Irland 208
22 sveitir tóku þátt i mótinu
1970 og er reiknað með að fjöldi
þátttakenda verði svipaður í ár,
en enn er ekki vitað nákvæmlega
um þátttakendaf jölda.