Morgunblaðið - 03.10.1971, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.10.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 11 Áttræð á morgun: Sigríður Einarsdóttir ljósmóðir frá Skarði Á HÚN anrnia áttræðisaímæli á moi-gum ? Þótt það sé ótrúlegt, þá er það víst satt. Aldrei hef ég samt séð aldurinin færast yfir hana. Fyrir mér er hún alltaf oama glaðlynda, dugmikla konan og svo glæst í sjón og anda, að mörg ung konan mætti öfumda hana af. Að mininsta kosti væri ég stolt af þeirri æskuglóð, sem alltaf hýr í hlýjum augum hemnar. Amma er fædd á Skeggj astöð- um í Landeyjum, þann 4. október árið 1891 og var næst yngst af sjö börnum þeirra hjónanna Önnu Guðnadóttur frá Amarhóli í Landeyjum og Einars Hildi- brandssonar bónda á Skeggja- stöðum. Á þriðja ári flytzt hún með foreldrum sínum að Berja- nesi í Landeyjum, en varð þar á því ári fyrir milkilli sorg, þegar hún missti móður sína, en hún dó af bamsfarasótt. Þá var ekki sú aðstaða við fæðingar, sem nú tíðkast og ekkert held ég að hafi ráðið því frekar en þessi atburð- ur, að amma seinna lærði ljós- móðurstörf. Heimilið flosnaði þó ekki upp, sem þó var títt á þeim tímum ef foreldri féll frá, því viinnukona sú, sem var á heimil- inu, tók við húsmóðurstörfum, þannig að bamahópurirm gat verið heima. Gefur þó að skilja, að móðurmissirinn var þungbær, enda var Anna frábær kona. Árið 1911 hélt amma svo til Reykjavíkur á fund Guðmundar Bjömssonar, landlæknis og Þór- unnar Bjömsdóttur, ljósmóður og útskrifaðist sem ljósmóðir árið eftir eða 1912. Sama ár var hún skipuð ljósmóðiir í Efri-Holta- þingum og stundaði þau störí til ánsins 1930 frá bæjunum Raft- holti og Haga, þar sem hún bjó meðan hún var í Holtunum. Ekfki þarf að fjölyrða um starf ljósmóð uránnar á þessurn árum, þegar engin ferð var farin, nerna gang- andi eða á hestum og var þá ekki spurt um veður eða færð. Þrátt fyrir mikið álag og erfiði í þess- um ferðum, talar hún alltaf um þau börn, sem hún tók á móti, eins og þau væru náskyld henni. Amma átti margan hamingju- dag í Holtunum og mikið talar hún um, að það sé fallegt í Raft- holti. En alltaf ljómar hún mest, þegar hún minnist á giftingar- daginn sinn, þann 21. maí 1919, þegar hún giftist afa, Kristni Guðnasyni frá Skarði á Landi. Ég vona, að það verði ekki tekið sem sjálfshól, þótt ég segi, að afi hafi verið með aknyndarleg- ustu mönnum sveitarinnar og duglegur var hann eftir því. Ekki var honum heldur illa í ætt sfcot- ið, því tvær af mestu og glæsi legustu ættum landsins stóðu að honum, þar sem var Vikingslækj- arætt að afa hans, Jóni hrepp- stjóra Árnasynd á Sfcarði og Reykjaætt úr Árnesþingi, að ömmu hans, Guðrúnu Kolbeins- dóttur frá Hlemmiskeiði á Skeið- um. Amma þurfti þó ekki, nema siður væri að kvarta undan sín- um frændgarði, þótt hún óft með siínu kankvísa brosi segðist stundum vera komin af krafta- sfcáldum, bláfátækum bama- mönnum og fylliröftum úr Þykfcvabænum í föðurætt, en prestum og próföstum í móður- ætt. Við þessá yfirlýsingu skrapp niú einu sinni út úr Magnúsi Á. Árnasynd listmálara. „Ja — þeir hafa ruú líka getað drukkið brennivín, þótt þeir væru prestar og prófastar." Faðir ömmu, var einis og ég sagði áðan, Einar bóndi á Berja- nesi, HildiibrandssO'niar bónda í Vesturholtum, Finnissonar bónda á samia stað, Hildibrandssonar bónda á sama stað, Finnssonar bónda á Snjallsteinshöfða á Landi, Þórðarsonar prests í Vill- ingarholti, en koraa Þórðar var Guðríður Ásmundsdóttir bónda á Tungufelli bróðurs Sigurðar lögréttumanns í Ásgarði í Gríms- nesi, én við hánn er hin fræga Ásgarðsætt kennd, sem bséði ól Jón Sigurðsson, fonseta og Tóm- as Sæmundsson, Fjölnismiann. Móðir ömmu var Anna Guðina- dóttir, Daníelssonar bónda á Snotru 1 Landeyjum, Guðnason- ar bónda á Amarhóli í Lamd- eyjum, Ögmundssonar bónda á Núpum í Fljótshverfi í Skaftár- þingi, Ólafssonar, en af móður- ætt Guðna á Arnarhóli er t. d. hin volduga Engeyjarætt kom- in. Kona Guðna Daníelssonar var aftur á móti Bjarghildur Guðmundsdóttir, Þorvaldssonar prófasts og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, Presta Högnasonar og þarf þá ekki frekari vitnanna við með skyld- leikann við kennimennina. Og úr þvi að andiim e,r til uimræðu, amma mín, þá sfcaðar víst ekkert að klikkja út með því, að sfcáld allra samnra Rangæinga og Sól- skríkja íslenzku þjóðarinnar, Þorsteinn Erlinigsson, var bæðd komin af Presta-Högna og Ás- garðsættinni, enda hefur hann víst heyrzt sunginn á Skarði. — Um ættfræðina upplýsti Sigur- geir Þorgrímisson mig. 1930 fluttust amma og afi svo að Sfcarði, þar sem afi varð síðar hreppstjóri Landmanna og sýslu- nefndarmaður Rangæinga. Þau bjuggu óslitið á Skarði, þangað til afi dó árið 1958, en amma hélt búi til vorsins 1959, þegar Guðni elzti sonur þeirra tók við búsforráðum. Amma stundaði ljósmóðurstörf í Efri-Hoitaþingum í 2 ár eftir að hún fluttist að Skarði, og var aufc þess oft seinma hjálpleg í þeim efnum, þegar í nauðirnar rak. Eins og gefur að sfcilja var oft gestfcvæmt hjá ömrnu og afa á Skarði, enda voru þau bæði vin- sæl og þekkt að mannkost’um. Skarð er líka í þjóðbraut að hin- um frægu perlum Landmanna- afréttar. Landmannaíaugum og Veiðivötum, og voru ekki allir beiznir, sem komu að Skarði á leið sinni upp á hálendið. Vegir voru eimnig lengi engir, nema moldargötur og flestir bílanna meira eða miinna bilaðir, þegar þeir komu að Skarðd. Reyndd þá ekki lítið á húsmóðurina með veitingar og húsaskjól handa svöngu og hrökktu fólki. Árið eftir, að amma og afi fluttust að Skarði, var Skarðs- kirkja endurbyggð, eins og hún er núna. Getur næri, að áhrifa húsráðenda á kirkjustaðnum, hafi ekki lítið gætt í þeim efn- um, enda var kinkjan þeim alltaf kær og margir voru þeir kirkju- gestirnir, sem fen-gu hressingu á bænum eftir messu. Sýnir það bezt hug örnrniu til kixkjunnar að hún gaf árið 1961 nýtt sáluhlið og stofnaði kirkjugarðssjóð til minningar um afa. Skaxðsfcirfcja er aufc þesis með fegunst stað- settu kirkjum landsdns og um- hirða þar hefur fyrr og síðar, alltaf verið til fyrirmyndar. Þrátt fyrir rausn heimdlisins og myndarskap, var samt alltaf til staðar umhyggja fyrir fólki, sem átti bágt eða á einhvem hátf hafði farið halloka í lífinu. Reyndar breyttist þetta ekkert, þótt amma flyttist til Reyfcjavík- ur, — enn eiga bágstaddir víst skjól hjá henni. Amma og afi eignuðust fimrn börn, en urðu fyrir mikilli sorg, þegar elzta dóttir þeirra, Laufey, dó úr mislingum á fjórða aldurs- ári. Hin systkynin eru: Sigríður, húsfreyja í Hvamimi á Landi, Guðnd, hreppstjóri á Skarði á Landi, Hákon, kaupmaður í Keflavík og Laufey Guðný, hús- fireyja í Reyfcjavík. Að lokum arnma min og um leið og ég óska þér kærlega til hamingju með daginn, þá kveð ég þig með visu úr Sólskríkjunni hans frænda. Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalidala skraut, hve firítt er og rólegt að eiga þar heima, hve mjúkt er í júní í ljósgrænnd laut, hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma. Og hvað þá er indælt við ættjarðar sfcaut um ástir og vonir að syngja og dreyma. Amma verður á Skarði á morg- Katrín Eyjólfsdóttir. TÍGRIS Hugsaöu málið eittaugnablik! . é og þó þðu væru tvo. þetía er nefnílega fullkomnasta og vandaSasta sjónvarpstækið á mar.kaðinum I dág. Ekkí taka þeir lítið upp C slg, þesslr menn, hugsarðu kannske, en fluðvitað erum við digurbarkalegir, þegar við höfum efnf á þvf. IMPERIAL FT-472 heitir það. Translstorar og díóður eru 34, afriðlar .3 og lampar aðeíns 4. Auk þess eru 3 IC, en það Stendur fyrlr “intergrated clrcuit”, og kemur hvert þessara stykkja í sfaðinn fyrir 15—20 translstora, díóður og mótstöður, þó að þau céu litlu stærrl en krðnupeningur! (hvar endar þessl byltíngarkennda tækniþróun elgln- legal?) — FT-472.hefur. innbyggðan Ioftnets- spennl, 24ra þumlúga myndlampa og elektrón- Iskan stöðvaveljara, Stillingar fyrir tónstyrk, myndbirtu og — kontrasta eru dregnar. Utan- mál kassa eru: breidd 72; hæð 50 og dýpt 22/39 cm. FT-472 fæst hvítt. rautt eða í val- hnotu, Óþarft er að fjölyrða um ábyrgðina hún er t 3 ÁR. Verðið á FT-472 í valhnotu kassa er kr. 34.900,00 og f hvftum eða rauðum kassa kr. 3.6;100,00 miðað við 9.000,00 kr. iág- marksútborgun og eftirstöðvar á 10 mánuð- um. VIÐ STAÐGREIÐSLU ER VEITTUR 8% AFSLÁTTUR (verðin lækka í-kr. 32.108,00 og kr. 33.212,00). Hugsaðu málíð enn eitt augna- blik, því að betrl sjónvarpskaup gerast ekki um þessar mundirfll Kaupið Kubalmperial það borgar sig! [KZmf}^ IMPERIRL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192 NESCO GÆÐI tjÖNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.