Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 225. <bl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gætu borid kjarnorkuvopn Y’ASBINGTON 5. október, NTB. fsraelar liafa hafið framleiðslu á hereldtflaugum, að því er New York Tirnes hemiíli í <la.g. Fram- leiðslau er ennþá i smáum stil, en fiaugamar draga tim 500 kílómetjra og geta borið kjarn- orkusprengjur sem vega 500 til 750 kílógrömm. EMflaiugamar eru kaMaðar „Jerikó" og miunu um sex vera framieiddar á mánuði, að sögn New York Times, sem ber áreið- anlegar bandarískar heimildir fyrir fréttinni. Bandarísikir sér- fræðingar eru aiis ekki vissir um hvort ísraelar hafa umráð yfir kjamaoddum, að sögn New York Times, en gefa í skyn að smíði „Jeríkó“ sé allt of dýr tii þess, að fiaugamar verði ein- göngu notaðar sem burðarflaug- ar fyrir venjulegar sprenigjuodda en eikiki kjamorkusprengjur. ísraeiar hafa hvað eftir ann- að skiuldbundið sig til að beita ekiki kjamorkuvopnum svo fram- Rússar heim Tessi mynd var tekin er Rúss I arnir, sem brezka stjórnin . rak úr landi vegna njósna- starfsemi, fóru um borð i ' farþegaskipið Baltika, er I fflutti þá til RússJands. i Kissinger til Peking Washington, 5. okt. — AP NIXON forseti hyggst senda, ráðnnaut sinn í utanríkisinálum, dr. Henry Kissinger ásamt fjöl- mennu fylgdarliði, til Peking síð ar í þessum mánuði til þess að ræða við kínverska ráðamenn urn ttndirbúning Kínaheimsóknar Frá landsfiindi norska fiskimannasambandsiris: Fiskimenn óró- legirvegnaEBE Víðtækt opinbert eftirlit með öllum veiðum? sinnar, að því er tilkynnt var í Hvíta húsinu í Washington í dag. I Peking birti fréttastofan Nýja Kína samhljóða tilkynningu í dag. Kissinger sagði blaðamönnum í Washington að hann og sam- starfsmemn hans myndu ræða við kínverska ráðamenn um heimsóknartímann og kvaðst telja að tilkynnt yrði um hvenær Nixon færi í heimsóknina skömmu eftir viðræðijr sínar í Peking. Kissinger vildi ekki ræða atburði þá sem hafa gerzt í Kína að undanförnu, en sagði að stöð ugt samband hefði verið haft við Peking-stjórnina og Kínverjar hefðu unnið af mikilli nákvæmni og vandvirkni að undirbúningi Kinaferðar forsetans. Kissinger sagði að hann mundi ræða við Chou En-lai forsætis- ráðherra í förinni. Hann kvaðst telja að Kínverjar hefðu ákveðið i fuliri alvöru að bæta sambúð- ina við Bandaríkin og að erfitt Framhald á bls. 21. arlega sem önnur Miðausturlöud beiti ekki siíkum vopnum. Times segir hins vegar, að sérfræðing- ar telji að ísraelar geti orðið sér úti um kjamaodda, sem þeir geti tekið í notkun með stuttum Framhald á bls. 21. Fisher tapaði Buenes Aires, 5. okt. AP. BOBBY Fisher gaf aðra skák- ina í einvíginu við Petrosjan eftir 32 leiki og eru þeir þvl jafnir með einn vinning hvor. Fislter liafði unnið 20 skákir í röð þegar hann gaf skákina í kvöld, og er þar með lokið mestu sigtirgöngu skáksögnnn ar. Petrosjan lék fyrst drottn- imgarpeði eins og hann gerir oft. Fisher httgsaði sig um í 20 mímitur og svaraði með Grunefeld-vörn og fórnaði tveimur peðuni til þess að vinna tíma, en staða hans veiktist svo að honum tókst ekki að rétta hana við. Barzel ræðst á stefnu Brandts Saarbrúcken, 5. okt. — NTB RAINER Rarzel, nýkjörinn for- maðitr Kristilega demókrata- flokksins (CDU), sagði í lok þings flokksins í dag, að stefna hans yrði að grundvallast á vináttu við Randaríkin og andstöðu gegn kommúnistum. Telja má víst, að Barzel verði kanslari, ef sam- steypustjórn Willy Brandts tapar næstu kosningum. Barzel réðst harkalega á stjórn Brandts og sakaði hann um að virða ma.nnréttindi að vettugi í stefnunni gagnvart Sovétríkjun- um. Hann vitnaði í Konrad Aden auer kanslara og sagði að engin þjóð gæti skert frelsi og virðingu annarrar þjóðar, sérhver þjóð hefði aJgeran sjálfsákvörðumar- rétt og skipting Þýzkalands væri Framhaid á bls. 21. ísraelskar eldflaugar ? 9 ÞRÁNDHEIMI 5. október, NTB. Eitt helzta umræðuefnið á lands- fundi Norska fiskimannasam- handsins, sem nú stendur yfir í Þrándheimi, er innganga Noregs í Efnahagsbandalag Evrópu, og hvaða áhrif það nmni hafa á landhelgismál Noregs. Trygve Brattelie, forsætisráðherra, sagði i ræðu á landsftindinuni í dag að Viðunandi lausn á þessu máli væri íorsenda fyrir inngömgu Dómur gegn verkfalli? Washington, 5. okt. — NTB NIXON forseti fer líklega fram á dómsúrskurð á morgun til þess að fá heimild til að beita ákvæðum Taft-Hartley-Iaganna eg skipa 15.000 hafnarverka- mönnimi á vesturströndinni að Framhald á bls. 21. Nielsen og Djurhuus sigruðu í Færeyjum Minni breyting en búizt var við Noregs í bandalagið, em í ræðum fulltrúa fiskimauna kom fram að þeir eru margir hverjir tor- tryggnir. Johan J. Tofft, formaður fiski- mannasambandsins, sagði að þeir væru órólegir yfir því hversu lítið landhelgismáiið hefði í rauninni verið rætt á samn- ingafundum við EBE. Því hefði að vísu verið margoft iýst yfir að menn hefðu fullain skilning á sérstöðu Noregs, og að finna yrði einhverja sérstaka lausn, en enn bólaði ekkert á þeirri iausn og ekki einu sinni alvarlegri Hi- raun til að finna hana með beín- um viðræðum um málið. Toft sagði að fiskimannasam- bandið myndi aldrei samþykkja að umræður um landhelgina yrðu geymdar þar til búið væri að leysa öil önnur vandamál, og myndi ekki taka afstöðu til inn- göngu Noregs, fyrr em varanieg lausn hefði verið fundin og s"in- þykkt. Á ráðstefnunni verður einnig Framhald á bls. 21. Þórshöfn í Færeyjum í gær. tiRSI.IT kosninganna í Færeyj- um í dag urðu eins og við var búizt. Sigurvegararnir urðu séra Johan Nielsen úr flokki jafnaðar manna og Hákun Djurhuus úr Fólkaflokknum. Kosningarnar voru þó lengi vel tvísýnar þar sem lítill munur var á fylgi Djurhuus og Zakarias Wang, sem bauð sig fram utanflokka en er kunnur forystumaður Þjóð- veldisflokksins. Úrslitin urðu þau að Nielsen hlaut 4.167 atkvæði miðað við 4.043 atkvæði í síðustu kosning- um, en Fólkaflokkurinn hlaut 2.678 atkvæði, Wang 2.405 at- kvæði og Framfaraflokkurinn 362 atkvæði. Samvinna var með þremur síðarnefndu flokkunum þannig að sá þriggja lista þeirra sem hlaut flest atkvæði hlaut fulltrúa kjörinn. Sameiginlega fengu þessir lista 5.484 atkvæði. Hinir flokkamÍT tveir, Sam- bandsflokkurinn og Sjálfstjórnar flokkurinn, hlutu 254 og 647 at- kvæði. Öfugt við það, s>em búizt hafði verið við var kosningaþátttaka ekki mikil, 13.113 greiddu atkv. eða 56,4%. Heidur fleiri kusu 1 síðustu kosningum eða um 57%. Nielsen hefur tilkynnt að hann haidi til Kaupmannahafnar strax á morgun. Hann hefur lýst yfir stuðningi við jafnaðarmenn í Dan mörku, en Fólkaflokkurinn og Djurhuus gæta hlutleysis í danska þinginu. Þar með hafa jafnaðarmenn 88 þingmenn 1 danska þinginu eða nákvæmlega eins marga og dönsku borgara- flokkarnir, en annar grænlenzki þingmaðurinn, Moses Olsen, hef ur enn ekki tekið opinberlega af stöðu tii stjórnarmyndunarinnar. — Lias.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.