Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 13 * Islenzk list: 17 -menningar nir EYRIR rúmu ári setti Félag ís- lenzkra myndlistarmanna saman málverka- og skúlptúrsýningu að tillilutan og í boði Norræna húss- iar»s. Var sýningin fyrst sýnd viða í Noregi, en endaði síðan á þessu ári í Stokkhólmi. Blaðaummæli þau sem borizt hafa hingað, voru yfirleitt vin- samleg og jákvæð um sýninguna í heild. Hefur samamtekt þeirra birzt í fjölmiðlum hér. Fregnir um Viðtökur haía þvi miður ekki komið ennþá frá tnokkrum síðustu sýningarstöðun um í Svíþjóð. Sýningim bar heit- i, „4 nálevende generationer fra islamdisk billedkonst". Fer hér á eftir listi yfir þátt- takendur í þeirri röð, sem höfð er í sýnin garskránn i: Finnur Jónisson f. 1892 Kristján Davíðsson f. 1917 Jóhammes Jóhanmesson f. 1921 Hjörleifur Sigurðsson f. 1925 Beniedikt Gunnarsson f. 1929 Steinþór Sigurðssom f. 1933 Vilhjálmur Bergsson f. 1937 Gunnlaugur St. Gislas. f. 1944 Amar Herbertsson f. 1933 Jón Reykdal f. 1945 Sigurjón Ólafsson f. 1908 Ragnar Kjartansson f. 1923 Þorbjörg Pálsdóttir f. 1919 Guðmundur Benediktss. f. 1920 Jón Gunmar Árnason f. 1931 Magnús Tómasson f. 1943 Kristján Guðmundsson f. 1941 Þessir seldu verk á sýnimgunni: Jóhannes Jóhammessön. Kaup- adi: Sundsvall museum, Svíþjóð. Ragnar Kjartamisson. Kaup- andi: Göteborgs Allmanna Skol- styrelse, Göteborg. Vilhjálmur Bergsson. Kaup- andi: Göteborgs Konstmuseum. Gunmlaugur St. Gislason. Kaup andi: Einkaaðili. Atkvæðagreiðslur um lið S.Þ. í Kóreu og tillögur um Kína • íslanð var meðal þeirra þjóða, sem greiddu atkjvæði með því á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. laugarðag, að frestað yrði til næsta árs að ræða tillögu Sovétstjórnarinnar um að fcallað verði brott frá Suður- Kóreu allt heriið Bandaríkjanna og annarra erlendra ríkja, sem þar gegna starfi á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Þá hefur ís- land greitt atkvæði — ásamt öðr- um þjóðum Norðurlanda — með aibanskri tillögu, að tillögur Bandaríkjamanna varðandi aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum, verði ekki ræddar sem sjálfstæð- ur dagskrárliður. Ofangreind tillaga um að fresta til næsta árs að ræða brott för liðs Sameinuðu þjóðanna frá Suður-Kóreu var ssimþykkt með 68 atkvæðum gegn 28 en 22 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og 12 voru fjarverandi. Meðal þeirra ríkja, sem samþykktu frestun voru Danmörk, Noregur, Bretland, Frakkland og Bandarík in. Tillögu Sovétrikjanna studdu hins vegar kommúnistarikin og Indland auk annarra en meðal þeirra, sem sátu hjá, voru Sví- þjóð og Finnland. í allsherjarnefnd Allsherjar- þingsins var sl. föstudag borin fram ályktun þess efnis, að til- Iögur Bandaríkjamanna varð- andi aðild Kína hjá Sameinuðu þjóðunum skyldu ræddar sem sér stakur dagskrárliður — og var sú ályktun samþykkt. Albanía bar hins vegar fram tillögu þess efnis, að þessi dag- skrárliður yrði felldur niður. Sú tillaga var felld með 65 atkvæð- um gegn 47, en 15 sátu hjá. Norð urlöndin öll, þar á meðal ts- land, greiddu atkvæði mfið til- lögu Albaníu. Flugáætlun Loft- leiða 1971-1972 FLUGÁÆTLUN Loftleiða vetur- inn 1971/72, sem gengur í gildi hinn 1. nóv. n.k. hefur nú verið ákveðin. Hið markverðasta við tilkomu vetraráætlunarinnar, seg ir í fréttatilkynningu frá Loft- leiðum h.f., er, að þann dag hefst þotuflug Loftleiða til Norður- landa. Farkostur verður þota af gerðinni DC-8-55, sem félagið hefur fest kaup á og rúmar 161 farþega. Þá hefst jafnfram't flug félags- iinis til Stokkhólms. Farið verður frá Keflavíkurflugvelli kl. 7,30 að morgni mánudaga og föstudaga og flogið beimt til Stok'khólms, þar sem lent verður á Arlanda- flug. Þar í borg hafa Loftleiðir eigin storifstofu, sem opnuð var hinn 1. sept. í fyrma, en afgreiðsla vélannia við komu og brottför á flugvellinum verður í höndum viðkomandi yfirvalda. Um flug Loftleiða til Gauta- borgar er það að segja að ekki verður flogið þangað beint, en flugáætlun félagsins til og frá Osló himis vegar samiræmd flugi ammarra félaga rnilli þessaira borga. Frá Stokkhólmá verður flogið báða dagania aftur heim til fs- lands um Kaupmannahöfn. Að auki verður flogið til Oslóar og Kaupmiannahafnar þriðjudaga, fimmtudaga og sunmudaga. Brott- för frá Keflavíkurflugvelli er kl. 8 að morgmi og lent á Kéfla- víkurflugvelli kl. 4 síðdegis sama dag. Þaranig verða fimm flug á viku til Norðurlanda í vetur í stað tveggja eins og undanfamna vetur og er það samkvæmt hin- um nýju samningum, ©r undir- ritaðir voru í Kaupmaminahöfn hion 27. ágúst s.l. Þá voru numd- ar úr gildi takmaTtkanir þær, er verið hafa á sætaframboði félags- ins í hverri ferð. Til Glasgow og Lundúna verð- ur farin ein ferð í viku eins og áður, eða þar til séð verður fyrir um niðurstöður af saminingavið- ræðum brezkra og íslanzikra flug- málayfirvalda, sem haldnar verða hinn 22. nóv. n.k. Flug Loftleiða milli Bandaríkj- anna, íslands og Lúxemborgaæ verður með sama hætti og fyrr. Farnar verða átta ferðir í viku nú í stað sjö í fyrravetur. Þar eru fargjöld enm sem fyrr 20— 30% lægri en IATA-flugfélag- anna og matur og vínveitingar ékki háðar taikmörkunum áður- nefndrar alþjóðaflugsamisteypu. DDGLEGI) Byggingaverkamenn Byggingaverkamenn vantar strax. Innivinna. Upplýsingar i sima 35801 og á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 5—7 í síma 25170. miðAs sf. ’^BJORNSSONACO; SKEIFAN 11 SÍMI 81530 AD KAUPA GÓÐAN BÍL KREFST YFIRVEGUNAR • •• Kynnið yður þess vegna vandlega kosti þeirra bíla, sem þér hafið í huga Við viljum vekja athygli d eftirföldum staðreyndum um SAAB 99, árgerð 1972: Lítið á línurnar ( bílnum, takið eftir breiddinni og hve mikill hluti af yfirbyggingunni er öku- manns- og farþegarými. Ekkert pjóturskraut að óþðrfu. Breitt bil ó milli hjóla. Lítið á sterklega, hvelfda framrúðuna. Athugið gjarnan vélina, viðbragðsflýtinn og hemlana. Akið í SAAB 99 og finnið sjálf, hve vel hann liggur ó veginum, hve hljóðlót vélin er og hversu vandoð hitakerfið er. Þér komið til með oð mefa frábæra aksturseigin- leika ha.ns á alls konar vegum. Erfiður í gang á köldum vetrarmorgnum? — EKKI SAAB. Kglt að setjast inn í kaldan bílinn? — Framsætið f SAAB er rafmagnshitað um leið og þér gangsetjið. Slæmt skyggni í ayrbleytu, snjó? — Nýju Ijósaþurrkurnar gera þær óhyggjur óþarfar. Mikill farangur? — Baksætin er hægt að leggja fram, og þá fáið þér pláss fyrir æði mikið. Hálka? — SAAB 99 er með framhjóladrifi, er á diagonal- dekkjum og liggur einstaklega vel á vegi. Árekstur? — SAAB 99 er búinn sérstökum höggvara, sem „fjaðrar" og varnar þannig tjóni í ríkum mæli. SAAB 99 STENZT FYLLSTU KRÖRJR UM ÖRYGGI — ÞÆGINDI — OG HAGKVÆMNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.