Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971
21
— Hochtief
I'ramluild af bls. 32.
stjónnin frest til að ákveða sig
og rann sá frestur út, án þess
að greiðsla fengist. Þar sem úr
skurði gerðardómsins verður
ekki framfylgt að lögum, ákvað
Hochtief að höfða mál fyrir
íslenzkum dómstól til að fá að-
fararhæfan dóm í málinu. Sigur
geir Sigurjónsson hrl., höfðaði
svo málið fyrir bæjarþingi
Reykjavíkur og eru kröfur Hoch
tiefs byggðar á úrskurði gerðar-
dómsins. Þegar málið hafði ver-
ið þingfest, var því frestað til
14. október.
Morgunblaðið hafði í gær sam
band við Aðalstein Júlíusson,
hafnarmálastjóra, en hann
kvaðst ekkert vilja segja um efn
isatriði málsins. Hitt væri aftur
augljóst mál, að hafnarmála-
stjórnin hefði sitt að athuga við
úrskurð gerðardómsins.
Einar Baldvin Guðmundsson,
lögfræfiingur ISALs, vildi held-
ur ekkert um málið segja, þar
sem stjórn ÍSALs hefði ekki tek
ið ákvörðun um það.
— Dómur
Framhald af bls. 1.
ha-tta verkfalli sínu og hefja aft-
ur störf. Ákvæðin gilda í 80 daga
og tíminn skal notaður til að
rannsaka kröfur verkamanna.
Rannsókn fer nú fram á veg-
um fimm manna nefndar, sem
Nixon skipaði á þriðjudaginn.
Alls hafa 45.000 menn á austur-
ströndinni og í höfnum við
Mexíkóflóa lagt niður vinnu.
Ekki er búizt við að Nixon beiti
Taft-Hartley-lögunum þegar í
stað, en verkfallið á vestur-
ströndinni hefur staðið síðan 1.
júlí og er það lengsta, sem um
getur í þessum hluta Banda-
rikjanna. Tilraun Nixons til að
leysa deiiuna á Kyrrahafsströnd-
inni hefur mistekizt.
— Eldflaugar
l'ramhald af bls. 1.
fyrirvara, bæði í „Jeríkó“-eld-
flaugunum og sprengj'uþotum.
• SÁTTAUMLEITANIR
í Wasíhington ræddi banda-
ríski utanríkisráðherrann, Willi-
am Rogers, í dag við jórdanska
u ta n r íki sráðh errann, Abdu 11 ah
Sawah, og var fundur þeirra lið-
ur i nýrri sáttatilraun Rogers.
Joseph Sisco aðstoðarutanríkis-
ráðherra sagði eftir fundinn, að
Bandarík j ast jórn væri hóflega
bjartsýn á horfur á bráðabirgða-
samkomulag um opnun Súez-
sfcurðar, enda hefðu báðir aði'lar
látið í I'jós áihuga á siífcu sam-
fcomulagi. Siseo neitaði að láta
ihafa nofcfcuð eftir sér «n frétt
ina í New York Tirnes, en blaðið
skýrði ennifremur frá þvi, að
Israelar hefðu áihuga á að Banda-
ríkin byðust til að ábyrgjast ör-
yggi ísraels.
— Lúftvík
Framh. af bls. 2
islenzka menningu og erfðavenj
ur.
Hann sagði að Island hefði
rétt til að ákveða eigin fiskveiði
takmörk, ekki aðeins á grund-
velli þess sem hann kvaðst telja
rétt strandríkis, heldur einnig
vegna þess að fiskveiðitakmörk
annarra ríkja, venjulega 12 míl-
ur, hefðu einnig verið ákveðin
einhliða. Hann beniti á, að ríkis
stjórar ríkjanna sex á Nýja Eng
landi beittu sér fyrir útfærslu
landhelginnar við bandarísku
ströndina i 200 mílur.
Lúðvík Jósefsson sagði að fs-
lendingar gætu ekki beðið eftir
ákvörðunum Sameinuðu þjóð-
anna. Hann sagði að Bretar
legðu nú þegar fast að íslend-
ingum að breyta stefnu sinni.
Hann sagði að Efnahagsbanda-
lagið hefði fyrir tilstilli Breta
gefið í skyn að aðildarlöndin
mundu ekki taka við útflutningi
íslands ef staðið yrði fast á út-
færslu í 50 mílur.
— Kissinger
I‘'ramhiild af bls. 1.
væri að breyta þeirri ákvörðun.
Kissinger er aðalráðunautur Nix
ons í þjóðaröryggismálum, og
leyniheimsókn hans til Peking í
júlí leiddi til ákvörðunarinnar um
að Nixon færi til Kína.
Margt bendir til þess að Kiss
inger fari mjög fljótlega til Pek-
ing. Starfsmenn Hvíta hússins og
leyniþjónustu forsetans verða í
fylgd með Kissinger og farið verð
ur með einkaþotu forsetans með
viðkomu á Hawaii. Auk þess
verða með í förinni yfirmaður
Asíudeildar utanríkisráðuneytis-
ins, Alfred Jenkins, og tveir
starfsmenn Þjóðaröryggisráðsins,
Winston Lord og John Holdridge,
sem voru með Kissinger í Peking
ferðinni í sumar.
Kissinger kvaðst mundu dvelj
ast mesta lagi fjóra daga í Kina
og vera allan tímann í Peking,
en hugsanlegt væri að einhverjir
fylgdarmenn hans færu til ann-
arra staða. f tilkynningu Hvíta
hússins segir að ferð Kissingers
verði farin síðari hluta október.
Fréttamenn fá ekki að vera með
í förinni.
— Fiskimenn
Framhald af bls. 1.
fjallað um takmarkanir á veið-
um Norðmanna sjálfra i iand-
helgi, eða á svæðum sem nauð-
synlegit sé talið að friða. Sjávarút
vegsimálaráðuneytið nnun ieggja
fram tiilfiögur um að fisfcveiði-
réttindi og fiskiskipaeiign verði
háð leyfum. Þá er einnig lagt til
að tefcinn verði upp hámarks-
kvóti fyrir ýmsar fis'kitegundir
og veiðar á viis'sum svæðuim, og
verði þessu skipt niður á þá sem
taka þátt í veiðunium. Sam-
kvæmit tillö’gunni yrði haft mjög
strangt eftirlit með flestu er að
fiskveiðnm lýtur, og t. d. mættu
menm etoki auka veiðihæfni
sfcipa sinna eða aufca iestarrými
þeirra nema með sérstöku leyfi
frá sjávarútvegsmálaráðuneyt-
inu. Þessi tillaga verður lögð
fyrir á morgun (miðvifcudag) og
þá tekin tiil umræðu á landsfund-
inum.
— Barzel
Framhald af bls. 1.
brot á sjálfsákvörðunarrétti
þýzku þjóðarinnar. „Ef við við-
urkennum ekki þessa grundvallar
reglu, stefnir þjóðin í átt til ein
ræðis og valdbeitingar,“ sagði
Barzel.
Barzel sagði, að stefna Brandts
mundi leiða til þess að losað yrði
um böndin við vestræn ríki og í
þess stað yrði Vestur-Þýzkaland
tengt austrinu. „Bandalag vest-
rænna ríkja tryggði okkur frels
ið. Ekfcert getur komið í staðtnn
fyrir bandalagið og vináttuna við
Bandaríkin,“ sagði Barzel.
Barzel sagði að í stað þess að
efla tengslin við vestrænu ríkin
sýndi Brandt algert kæruleysi
gagnvart dollaraerfiðleikum
Bandaríkjanna, jafnframt því
sem hann lofaði að styðja tillögu
Rússa um að haldin verði örygg
ismálaráðstefna Evrópu. „Við
þekkjum hagsmuni, aðstöðu og
vald Sovétríkjanna. Við íhugum
það sem Rússar segja og sækj-
umst eftir samkomulagi á öllum
sviðum," sagði Barzel. Seinna í
ræðunni sagði hann: „Stefna okk
ar er hvorki fjandsamleg Rússum
né Kínverjum. Hún er andstæð
kommúnistum, þar sem slíkt er
nauðsynlegt, á sama hátt og
stefna Sovétrikjanna er andstæð
lýðræði." Barzef hefur þegið boð
um að heimsækja Moskvu
v|entanlega fyrír áramót.
Landsþingið kaus Konrad Kra
ske, sem hefur átt drjúgan þátt í
skipulagningu margra kosninga
sjigra CDU, aðalritara í stað
Bruno Heck, sem mun ekki telja
Barzel nógu vinsælan til að sigra
Brandt í kosningum, að því
er góðar heimildir herma.
einkenni þeirra sem klœðast
KORÓNAföturn
iJ
/VAA
'V'
AUGLÝSINGASTOFA KSISTÍNAR 7.14