Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 3 Enn að átta mig á hve merkilegt þetta er — sagdi Svana Friöriksdóttir í símtali vid Morgnnbladiö U Thant lýsti ánægju * með söfnunina á Islandi -— ÞETTA var alveg slór- kostleg athöln. Ég haíði aldrei gertt mér grein fyrir því hvað þetta er merkilegt. Er enn að átta mig á þvi, sagði Svana Friðriksdóttir í símtali við Mbl. um miðjan dag i gær, en i fyrradag tók hún við hin um fræga Nansens heiðurspen ingi Flóttamannastofnunarinn ar í Genf. Við þá athöfn var m.a. fluitt ávarp frá U. Thant, fram kvsemdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem kvaðst gleðjast yfir því að þetta framlag til flóttamannahjálpar skyldi koma frá ungu kynslóðinni. Og hann lýsti ánægju sinni með hinn góða árangur, sem varð af söfnuninni á Flótta- mannadaginn á Islandi. — Allir hér tala um það hve vel gekk að safna til flólttamanna á íslandi, sagði Svana. Þar safnaðist mest miðað við fólksfjölda. Ótal margir spyrja mig um þessa söfnun. Það er gaman að vera Islendingur í Genf núna. — Athöfnin i gær var mjög hátíðleg og skemmtiieg. Fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna í Evrópu setti hana, sagði Svana. Ég sjálf? Jú, ég var svolitið taugaóstyrk, hafði kviðið óskapdega fyrir að flytja mitt ávarp. En ég reyndi bara að hugsa um hvað ég var að gera á meðan ég flutti ræðuna og ekkert annað. Og það tókst vei. — Eftir að ég tók við heið- urspeningnum, sem er um 10 sm í þvermál og úr bronsi með mynd af Nansen öðrum megin og nafninu mínu hin- um megin, þá gat ég ekki komizt í sætið mitt. Þarna var svo margt fólk og ljós- myndararnir stormuðu að. Tugir af blaðamönnum tóku myndir og athöfnin var kvik- mynduð. Mér fannst þetta svo undarlegt og ótrúlegt að það skyidi koma fyrir mig, að ég geri mér ekká enn grein fyrir þvi. — Voru viðtöl í blöðum? — Þegar ég kom, var við- tal við mig í stærsta blaðinu hér í Genf og myndir birtust og þær voru á baksíðum blað anna. En við at'höfnina var ekkert ráðrúm til neins slíks. Ég hefi verið í stöðugri skipu lagðri dagskrá. Ég var núna að koma úr hádegisverðar- boði, sem prins Sadruddin Aga Khan hélt. Það var í skemmti legum og fínum sal í stærsta hótelinu hér, aðeins um 20 manns og ákaflega notalegt og skemmtilegt. — En hvernig voru hinar veizlurnar? — 1 gærkvöldi vorum við, — Davið Scheving Thorsteins son og Einar Benediktsson eru alltaf líka — í kvöldverðar- boði Alþjóðasamtaka Rauða krossins í mjög gömlum og frægum veizlusal. Þar var ekki margt fólk, en mjög huggulegt. En glæsiiegast var hádegisverðarboðið hjá norska sendiberranum í gœr og þar voru alls konar stórmenni. Sumt er sama fólkið, sem ég hefi hitt annars staðar, en aHt af eitithvað af nýju fólki líka. Mér fannst þetta dálítið þving að fyrst, en það lágeist þegar ég hitti sama fólkið. AHir hafa verið mér ákaflega góð- ir og gert allt til að gera dvöl ina sem ánægjulegasta fyrir mig. — Og pránsinn, hvernig er hann? — Mjög geðugur og 'alveg sérsltakur pensónuleiki. Svo margár, sem ég tala við, lýsa ánægju sinni yfir að þessi heiðurspeninigur skuli nú hafa íallið í skaut óbneyttum safn- ara eða fulltrúa þeirra, sem þátt hafa tekið í slikri söfn- un tii flóttamanna í stað þess að ganga til einstakra stór- menna. —• Er þimu hlutverki nú lok ið? Hvað gerirðu nú? — Ég fer til Sviþjóðar á morgun, til að heimsækja vin konu mina. Já, nú er hlut- verki mínu lokið. En ég ætla að leggja mitt til aðstoðar -við flóttamenn í framtíðinni ef ég get. Mér finnst mér bera skylda tdl þess. Svana Friðriksdóttir og Sadruddin Aga Khan prins með Nan sens lieiðurspeninginn. Vatnsgeymirinn, sem verið er að leggja siðtistu hönd á í Selási. Byggingin til vinstri er dælu stöð. — Ljósm.: Sv. Þorm. Vatnsgeymir á í undirbúningi að „flytja“ Gvend- arbrunna ofar í Heiðmörk og taka vatnið neðanjarðar VATNSVEITA Reykjavíkur hef- mtr síðastliðið ár verið að láta reisa 4000 rúmmetra vatnsgeymi á Seiási, sem á að sjá Árbæjar- fiverfi, Seláshverfi og Breiðholts Iiverfum fyrst í stað fyrir vatni. Geymirinn er fylltur með Bull amgnavatni og mun kosta 11 til 12 milljónir fulibúinn, en miðað er við að framkvæmdum við hann Jjúki nú í baust. Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri tjáði Mbl. í gær að geymir þessi yrði viðbót við 10 þúsund rúmmetra vatnsgeymi í Litluhlíð og 2 þúsund rúm- metra geymi á Rauðarárholtinu. Fyrirhugað er að reisa síðan tvo aðra vatnsgeyma fyrir Breiðholts hverfin, 4 þúsund rúmmetra geymi og 10 þúsund rúmmetra geymi. Framkvæmdir við minni Selási geyminn munu hefjast næsta sumar. Þóroddur sagði að nóg vatn væri nú fyrir Reykjavík. I mestu þurrkunum í sumar átti Vatns- veitan i nokkrum erfiðleikum vegna vatnsskorts, en það tima bil er nú liðið hjá. Þóroddur sagði að verið væri um þessar mundir að hanna endurbygginigu Gvendarbrunna og er fyrirhugað að flytja vatnsbólið ofar i Heið- mörkina og taka þar með vatn- ið neðanjarðar. Mun það verk unnið á næstu tveimur til þrem ur árum. Hóla- skóli settur 15. október SKÓLASETNING bændaskóians á Hóluiu verður 15. október, en nernar eldri deildar eru þegar komnir að skólaniun. Alls verða 39 nemendnr í skólannm í vet- ur. Skólastjórinn segir, áð því miður verði ekki hægt að taka fieiri nemendur í vetur vegna skorts á húsrými. Sunúr kenn- arar þurfa að búa í skólahús- inu, annars væri hægt að taka 50 nemendur. I vetur verða kennarar: Har- aldur Árnason, skólast jóri, Matt- hías Eggertsson, fyrrverandi til- raunastjóri á Skriðuklaustri, Stefán Guðmundsson, sem áður var kennari þar, Þorvaldur Ágústsson og Jón Friðriksson, ráðsmaðurinn, mun kenna eitt- hvað og auk þess verða nokkrir aukakennarar. Að öðru leyti er ekki búið að skipa ndður í kennslugreinar. Verið er að setja upp sima í kennarabústaðina og starfs- mannahúsið og fleiri fram- kvasmdir eru ráðgerðar við skól- ann og búreksturinn, en fjár- magn vantar. Heyskapur var þar ágætur í susrnar og fjárhöld í bezta lagL Slátrun var ekki alveg lokið, og þvi ekki hægt að segja til um meðal dilkaþunga, en mjög margt var tvílembt þar sáðasta vor. — Björn. STAKSTEINAR Leggjum fram okkar skerf Ræða Geirs Hallgrímssonar á ársfundi Þingmannasanibands Atlantshafsbandalagsríkjanna vakti mikla og verðskiúdaða at- hygli. En hann, einn íslenzku þingmannanna, flutti þar ræðu í sameinuðu þingi og sagði m.a. um afstöðu stjórnarandstöðunn- ar til öryggismála landsins: „Við litum á það sem skyldu við okk ur sjálfa, ekki síður en við banda menn okkar að leggja fram okk- ar skerf til að áfram geti haldizt friður og jafnvægi í samfélagi Atlantshafsbandalagsþjóða. Við teljum einnig óskynsamlegt fyrir eina aðUdarþjóð að draga sig einhiiða frá skiUdbindingnm sin- nm ilð bandalagið, án þess að því gefist kostur á að tryggja sams konar fækkun í herliði eða athafnasemi hugsanlegs andstæð ings. Þetta er ekki hvað sizt áhættusamt, þegar það er haft í huga, að við bindum nú vonir við, að einhvers konar samkomu iag náist um Berlín, og varðandi hugsanlega ráðstefnu um örygg- ismái Evrópu.“ Hér er einmitt komið að kjarna málsins: Ef við fslendingar kjés um að skipa okkur i sveit með öðrum lýðræðisþjóðum, — cg það vUl allur þorri þjóðarinnar, — verðum við líka að vera retðu búnir tU þess að taka á okknr þær skyldur, sem slíku vall fyigja. Við ætlumst tU þess af bandaiagsþjóðum okkar, að þær bregðist okkur ekld, þegar á reynir, og sömu kröfur verðum við að gera tU okkar sjáifra. Þegar þessa er gætt, er ofur skUjanlegt, að nokkurs taugatítr- ings gæti hjá Framsóknarmönn- um, þegar öryggismál ber á góma, eftir að þeir hafa tekið kommúnista inn í ríkisstjórn og í beinu framhaldi af þvi boðað brottflutning varnarliðsins, án nokkurrar athugunar, eða endur mats eUegar viðræðna af þeirra hálfu við bandalagsþjóðir okkar. f þessu samhengi eru málin skoð uð jafnt hér á landi sem erlend- is. Þótt Framsóknarmönnum sé í mun, að það fari lágt, verða þeir að sætta sig við, að þessi háttur á gangi máia sætir gagn- rýni og jafnvei tortryggni íim- an landsteinanna sem utan, jafnt i Framsóknarflokkmim sem í öðr um lýðræðisflokkum hér á landi. „Til aðvörunar“ „Ekki þarf að orðlengja frek- ar þá skömm, sem Geir Halll- grímsson gerði sjálfum sér og flokki sínum á fundinum í Ott- awa. Þessi pistill er settur á blað varaformanni Sjálfstæðisflokks- ins tU vinsamlegrar aðvörunar." Svo mörg voru þau orð í ein- um af fastadálkum Þjóðvilj- ans í gær. En þótt nýja ritstjór- anum hafi reynzt næsta auðvelt að „hreinsa til“ á ritstjórnarskrif stofnm biaðs síns, og þótt þar sé hann „mátturinn og dýrðin", verka gífuryrði hans næsta skop lega þar utan dyra. Hótanir hans gera ekki annað en kalia fram góðlátlegt bros hjá hinum fáu lesendum dálka hans. MORGUNBLADSHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.