Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 32
i»r!0iunMíií>tír JUCIVSinGflR >22480 i *■-■■- —i''Æ- MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 Ottazt um 18 tn. bát Tveir menn á bátnum sem fór frá Eyjum í gærmorgun 6TTAZT er um 18 tonna bát — Rán RE-362, sem fór frá Vest mannaeyjum kl. 9,30 í gærmorg- nn áleiðis til Reykjavikur. Tveir menn eru á bátnum. Vont veður var á þessum slóð um í gærdag, mikill sjór og hvöss sunnanátt fram eftir degi — 5—8 vindstig, sem breyttist í suðvest anátt með kvöldinu. Eftirgrennslan hófst þegar seinni hluta dagsins í verstöðv um sunnanlands, og bátar á þessu svæði voru beðnir um upplýsing- ar og að veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Einnig flaug flugvél frá Landhelgisgæzlunni yfir svæðið. Góður rækjuafli ALLGÓÐUR afli hefur verið hjá þeim bátum, sem stunda rækju- veiðar í ísafjarðardjúpi. Veitt er samkvæmt kvóta ,og má veiða Vá tonn á dag fyrstu 3 daga vik unnar. Hafa sumir bátarnir veitt þetta magn á hálfum degi. — Rækjan mun vera fremur smá. Pétur Thorsteins- son seldur Lands- bankanum Vb. Pétur Thor.steinsson frá Biidudal var seldur á nauðungar uppboði sl. fimmtudag. Skipið var eign útgerðarfélagsins Arn- firðings, 250 lestir að stærð. Eitt tilboð barst í skipið, og var það frá Landsbanka fslands — að upp hæð 14 milljónir króna, og er skip ið því nú eign bankans. Þegar Mbl. hafði samband við Slysavarnaféiag Islands skömmu áður en blaðið fór í prentun, var verið að undirbúa umfangsmikla leit með morgninum — úr lofti, á sjó og iandi. Frá samningafundinum í gær Samningaviðræður ASÍ og VÍ: 4 meginkröfur Næsti fundur á þriðjudag undirnefndir SAMNINGAFUNDUR milli full- trua ASÍ og Vinnuveitendasam bands íslands hófst í gær kl. 2, og stóð hann í rúma klukku- stund. Morgunblaðið hafði samband við Björn Jónsson, formann ASÍ, og spurði hann frétta af fund- inum. Kvað Björn þæx fréttir helztar, að eftir þennan fund væru fjórar af aðalkröfum verkalýðshreyfingarminar komn- ar í sérstakar undirnefndir, þ. e. krafa um styttingu vinnuvikunn- ar, um lengingu orlofs, um aukn- ar greiðslur í slysa- og veikinda- tilfellum, og um kauptryggingu tímakaupsfólks. Sagði Björn, að rétt hefði þótt að hraða þessum atriðum, og kvaðst hann vona að unnið yrði af kappi í þessum nefndum fyrir næsta fund. Tvær fyrstnefndu undimefnd- irnar, sem fjalla eiga um orlofið og vinnutímastyttinguna, voru settar á laggirnar að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar vegna ákvæða í stjórnarsáttmála hennar. Áttu þær að undirbúa löggjöf um þessi efni, en málin hafa þróazt þannig, að bæði þessi atriði koma til umræðu í yfirstandandi samn- ingaviðræðum, þannig að í raun má líta á þær sem undimefndir í samningaviðræðunum, að sögn Hjálmairs Vilhjálmssonar, ráðu- neytisstjóra, en hann er formiað- ur þessara tveggja nefnda. í kröfum verkalýðshreyfingar- innar um orlofið er farið fram á að það verði lengt í 24 daga. Eins er þessari nefnd ætlað að finna leið til þess að fá betri íramkvæmd á orlofsmálin, sem er fyrst og frernst tæknilegt at- riði, og vegna samninganna hefur verið ákveðið að nefndin reyni íynst að koma sétr eaman um orlofslenginguna. Einn fundur hefur þegar verið í þessari nefnd, en hinin næsti er boðaður á mánudag. Hvað snertír undirnefndina um vinnutímastyttinguna, þá var í stjómarsáttmála ríkisstjómarinn- ar gefið fyrirheit um styttingu vinnuvikunnar í 40 stundir. Sagði Hjálmar að á fyrsta fundinum í nefndinni hefði verið rætt um til hvaða starfshópa þessi stytt- ing skyldi ná. Næsti íundur er á fimmtudag. Að sögn Björgvins Sigurðsson- ar, framlkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins, þá hafa vinnuveitendur farið fram á það í sambandi við orlofslenginguna að fá heimild til að dreifa orlof- inu á aðra árshluta, því að mis- munandi væri eftir starfsgrein- um hvenær orlofið kæmi at- vinnufyrirtækjunum verst eða bezt. Hvað snerti vinnutímastytt- Framhald á bls. 12. Hochtief höfðar mál gegn hafnarmálastjórn Gerðardómur úrskurðaði Hochtief 150 milljónir króna Verkamaður gef ur 100 þús. - til Pakistansöfnunarinnar RAUÐA krossi Islands barst í segir, að þegar hafi verið gær óvenju rausnarleg gjöf til Pakistansöfnunarinnar. Voru það 100 þúsund krónur frá verkamanni einum, sem ekki vill láta nafns síns get- íð. Gjöfinni fylgdi svohijóð- andi ávarp: „Ég vil hvetja menn til þess að neita sér um skemmt anir og glasaglaum i það minnsta eina viku og láta þá peninga í Pakistan-söfnunina. í>að gæti orðið álitleg upphæð og bjargað nokkrum börnum frá hungurdauða." í fréttatilkynningu frá RKl gerðar ráðstafanir til sending ar 3 smálesta þurrmjólkur til Indlands fyrir þessa fjárhæð og nokkrar minni, sem borizt hafa undanfarna daga. Stjórn Rauða kross íslands færir gef endum þakkir fyrir örlæti þeirra. Nú þegar hefur verið geng ið frá sendingu á 12 smálest- um af þurrmjólk, sem kosta við brottför úr landinu um kr. 600.000. Er stjóm Rauða krossins mjög þakklát flugfé lögunum BEA, Flugféiagi ís- Framhald á bis. 12. Í*ÝZKA verktakafyrirtækið Hoch tief hefur höfðað mál á hendur hafnarmálastjórninni til að fram fylgja úrskurði gerðardóms Al- þjóðaverzlnnarráðsins um að hafnarmálastjórnin sknli greiða Hochtief 149 miiljónir og 455 þús und krónur, vegna ófyrirsjáan- leg-s kostnaðar við hafnargerð í Straumsvík. Mál þetta var þing- fest fyrir bæjarþingi Reykjavík nr 30. september s.l. Samkvæmt samningi ÍSAU og hafnarmála- Alþjóða siglinga- málastofnunin þingar SJÖUNDA reglulega þing Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar IMCO var sett í London í gær. Þingið setti Hjálmar R. Bárðarson forseti stofnunarinnar undanfar in tvö ár og mnn hann stjóma þinginu þar til kosinn hefur ver ið nýr forseti til næstu tveggja ára. Á dagskrá þingsins eru 37 mál. Verður þar rætt um og teknar ákvarðanir um ýmis mál er varða alþjóðasiglingar, öryggi á haf- inu, mengun hafsvæða af olíu og eiturefnum, aðstoð við þróunar lönd varðandi skipasmíðar og siglingar, auðveldun opinberrar afgreiðslu skipa í höfnum og sitt hvað fleira. stofnunarinar á ISAL að síð- nstu að greiða alian viðurkennd- an hafnarkostnað i Straumsvik. 1 verksamningi Hochtief og hafnarmálastjórnarinnar var það ákveðið, að ágreiningi um upp- gjör samningsins skyldi skotið tii gerðardóms Alþjóðaverzlun- arráðsins i París. Þegar ágrein- ingur varð svo um uppgjörið, var honum skotið til framan- greinds gerðardóms, sem hvor aðiii tilnefndi einn mann í og samkomulag var um oddamann. Hafnarmálastjómin tilnefndi dr. Gunnar Thoroddsen í dóminn, Hochtief bandariskan iögfræð- ing, Muiligan að nafni, og sam- komulag varð um brezkan verk- fræðing, Maine, sem oddamann. Fyrir gerðardómnum flutti Ger ard E. Fitzpatrick málið fyrir Hochtief og Hjörtur Torfason og skozkur lögfræðingur, Abra- hamsson að nafni, fyrir hafnar- málastjórnina. Gerðardómarinn kvað upp úrskurð sinn 8. júlí s.l. og skiluðu Mulligan og Maine meirihlutaatkvæði, sem gerði hafnarmálastofnuninni að greiða Hochtief 149 milljónir og 455 þúsund krónur. Gunnar Thorodd sen skilaði sératkvæði, þar sem upphæðin var 10 milljónir og 780 þúsund krónur. Þegar úrskurður gerðardóms- ins iá fyrir fékk hafnarmáia- Framhaid á bls. 21. Sex mánaða fangelsis- dómur f yrir líkamsárás SIGURÐUR Giinnarsson, vél- virki var i gær dæmdtir í Saka- dómi Reykjavíknr i 6 mánaða fangelsi fyrir árás, en hann réðst að kvöldi 29. janúar á stúlku, sem var á gangi á Rcynimel, felldi liana i götuna og veitti henni nokkra áverka. Ósannað var talið að ákærður hefði ætlað að nauðga stúlkunni. Hann hafði áður en dómnr gekk, greitt stúik nnni skaðabætur. Hann hafði ekki áður sætt refsingu. Dóminn kvað npp Halldór Þorbjörnsson, sakadómari. » Stúlkan, sem varð fyrir árás- inni, hafði misst af strætisvagni í Miðbænum og þvi ákveðið að ganga heim til sin. Er hún var komin á Reynimel, varð maður á vegi hennar. Réðst hann á hana og misþyrmdi henni illa, en hvarf að svo búnu á braut. Lögreglan var kvödd á vettvang og fann þá manninn drukkinn I húsi í grenndinni. Hann játaði verknaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.