Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 Áskorun til Norðmanna á f iskif undi Þrándheimi, 5. okt. — NTB £R íslenzki gesturinn á lands- Fundi norska fiskimannasam- bandsins í Þrándheimi, Jóhann r. E. Kúld, flutti norskum fiski- nönnum kveðju sína skoraði íann á þá að sýna kröfu Islend- nga um útfærslu landlielginnar ikilning og bað þá um að styðja þessa kröfu. Hann lagði áherzlu á að íslend ngar gætu með engu móti látið átvíkkunina bíða: „Við vitum að itóru fiskveiðiþjóðirnar eru nú ið smíða stóra verksmiðjutogara sem verða sendir á íslandsmið af því veiðin er að bregðast bæði á Barentshafi og við Nýfundna- land. Fiskimið okkar mundu ekki þola slíkt álag, og þar sem fisk veiðarnar hafa algera úrslita- þýðingu fyrir efnahag og atvinnu líf íslands, verður að hrinda þess ari útfærslu landhelginnar í fram kvæmd," sagði íslenzki gestur- inn á landsfundinum. Útvíkkun landhelgi íslendinga og hugsanlegar aðgerðir Norð- manna í þvi sambandi verða væntanlega ræddar á landsfund- inum á morgun. F j ölsky ldutónleikar Sinfóníunnar á sunnudaginn W' : SINFÖNÍl HLIÓMSVEIT Is- lands hefui' á undanförnuni ár- nm haldið tónleika, sérstaklega ætlaða börnum á aldrinuni fi—12 ára. Upphaflega voru þeir nefnd ir skólatónleikar, en í fyrra var breytt til og foreldrum ætlað að koma til tónleikanna með börn- um sínum. Eru þessir tónleikar siðan nefndir f.jölskyldiitónleik- ar. Voru leikin létt klassísk verk, og nutu tónleikarnir mikilla vin- sælda. Á þessum vetri mun hljóm- sveitin haida tvenna slíka tón- leifca. Verða þeir fyrri á sunnu- daginn 10. októbei' klukkan 15, en hinir siðari 21. marz 1972 á sama tíma. Bandaríski hljómsveitarstjór- inn George Cleve stjórnar tón- leikunum nk. sunnudag, en kynnir verður Þorsteinn Hannes- son. Á efnisskrá verður Forleik- ur Scherzo og brúðarmars úr Draum á Jónsmessunótt eftir Mendelssohn, Romeo og Júlía, Fantasía eftir Tsjaikovsky og for leikurinn að Leðurblökunni eftir Strauss. Ný skólabygg. ing á Blönduósi — tekin í notkun FYRIR 25 árum var byggt nýtt og vandað barnaskólahús á Blönduósi, en fram að þeim tíma hafði verið kennt í mjög ófull- komnu húsnæði. Fyrr en varði reyndist nýja skólahúsið of lítið, því að börnum fjölgaði og ungl ingaskóli bættist við. Honum var þröngur stakkur skorinn vegna skorts á húsrými, en nokkuð greiddist úr þeim vanda, er fé- lagsheimilið var reist. Þar var um nokkurra ára skeið kennt í þremur góðum stofum, en aðra aðstöðu til skólahalds í því húsi skorti. Um miðjan júní í fyrra var haf ín smíði mikillar nýbyggingar, sem er í tengslum við eldra skóla húsið. Henni er nú lokið og þar var barna- og gagnfræðaskólinn á Blönduósi settur síðastliðinn laug ardag. Daginn eftir var þessa merka áfanga minnzt í samkvæmi sem hreppsnefnd Blönduóss- hrepps bauð til. Auk Blönduóss búa komu þangað nokkrir ágætir gestir og meðal þeirra voru Stein grimur Davíðsson og Helga Jóns dóttir kona hans. Steingrímur var skólastjóri á Blönduósi í tugi ára og oddviti um langt skeið. Á vígsluhátíðinni færði kvenfélagið Vaka skólanum mál verk að gjöf. Nýja byggingin er tvær hæðir og kjallari er undir nokkrum hluta hennar. Alls eru þetta um 3400 rúmmetrar. Kennslustofur eru sex auk tilraunastofu til kennslu í efna- og eðlisfræði. — Einni kennslustofu í eldra skóla húsinu hefur verið breytt í bóka safnsstofu og önnur gerð að handavinnustofu drengja. Á síð ari árum hefur tækjakostur skól- ans verið aukinn að mun og nú verður miklu bætt við. Samvinna allra þeirra aðila, sem að byggingunni hafa staðið, hefur verið mjög góð og fram- kvæmdir allar hafa gengið hratt og vel, eins og sjá má af því, að húsið er fullgert eftir sextán mánaða vinnu. Arkitektastofan sf. teiknaði húsið, Fjarhitun h.f. sá um alla verkfræðilega hönnun og rafteikningar gerði Rafteikn- ing s.f. Trésmiðjan Fróði tók að sér byggingu hússins og bygg- ingameistarar voru Einar Even- sen og Ævar Rögnvaldsson. Sæv ar Snorrason, rafvirkjameistari annaðist raflagnir og vélsmiðjan Vísir sá um uppsetningu hita- lagna og loftræstikerfis. Málara- verktakar s.f. máluðu húsið, bæði að utan og innan. í bygginga- nefnd skólans eru Sigursteinn Guðmundsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Thoroddsen og Berg ur Felixson, sem var fram- kvæmdastjóri byggingarinnar. Við afhendingu handritanna., t.v. Snæbjörn Kaldalóns, Selma Kaldalóns, Jón Gunnlaugsson, Finnliogi Giiðnmndsson og Grím- M. Helgason. Handrit Kaldalóns á Landsbókasafnið SNÆBJÖRN Kaldalóns afhenti sl. laugardag 2. okt. Landsbóka- safni íslands um 200 frumhand- rit verka Sigvalda Kaldalóns tón skálds og læknis. Var í sumar, hinn 27. júli, liðinn aldarfjórð- ungur frá láti hans, en hann orð ið níræður 13. janúar sl., hefði hann lifað. Snæbjörn gat þess í gjafabréfi, er hann las við þetta tækifæri, að handrit þessi væru „gefin þjóð vorri með samþykki erfingja tónskáldsins“, en við- stödd afhendinguna, er fram fór í handritadeild Landsbókasafns, voru auk Snæbjarnar hjónin Selma Kaldalóns og Jón Gunn- laugsson læknir, Grímur M. Helgason, forstöðumaður hand- ritadeildar og Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, er þakkaði gefendum þessla stór- merku og kærkomnu gjöf. Dómur fyrir nafnafals- anir á víxla HINN 23. september síðastliðinn var Guðmundur Magnús Kristins son, stýrimaður, Hringbrauit 43; dæmdur i Sakadómi Reykjavik- ur fyrir að nota i viðskiptum 10 víxla með fölsuðum nafnritun- um. Dómurinn var eins árs fang elsi, og hann kvað upp Halldór Þorbjörnsson, sakadómari. Litlir smjör- pakkar í Loft- leiðaflugvélum LOFTLEIÐIR skýra frá þvi í fréttabréfi til starfsmamna sinna, að félagið hafi gert samkomulag við Osta- og smjörsöluna um kaup á 15 gr pökkum af smjöri til nota við farþegamáltíðir í flug vélum félagsins. Árlega nota Loft leiðir um 3.5 smálestir af smjöri á flugleiðum frá íslandi og var áður en þessar umbúðir komu notazt við danskt smjör. Hótel og veitingastaðir munu einnig hafa áhuga á þessari nýju pakkningu — segir í fréttabréf- inu, af hreinlætisástæðum, auk þess sem rýrnun er mun minni við notkun hennar. Of mörg net í sjó Reglugerðinni breytt ályktar * Sjómannasamband Islands SUNNUDAGINN 3. október sl. var haldin sjómannaráðstefna á vegiim Sjómannasambands Is- lands, til þess að ræða nýja kjarasamninga o. fl. Á ráðstefn- unni voru mættir nm 20 menn víðs vegar að af Iandinu. Talið var sjálfsagt að óska lagfæring- ar á bátakjarasamningiinum og seg.ja þeini upp ef með þ.vrfti til þess að nauðsynlegar breyting- ar fengjust. Til þess að móta kröfur voru eftirtaldir menn kjörnir: Jón Sigurðsson, Reykjavík, Pétur Pétursson, Heilissandi, Tryggvi Helgason, Akureyri, Jónatan Aðalsteinsson, Vest- mannaeyjum, Jón Kr. Ólsen, Keflavík, Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri, Óskar Vigfússon, Hafnarfirði, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. í trausti þess að Vestfirðingar yrðu með var samþykkt að Pét- ur Sigurðsson, tsafirði, yrði einn ig í nefndinni. Á ráðstefnunni var allmikið rætt um þann óhemjumikla netafjölda i sjó frá einstökum bátum, er tíðkazt hefir hin síð- ari ár og samþykkti ráðstefnan svohljóðandi ályktun varðandi það vandamál. „Ráðstefna Sjómannasam- bands íslands haldin 3. okt. 1971, telur nauðsynlegt að reglugerð- in um heimilaða tölu netja í sjó frá hverjum bát, verði endur- skoðuð með hliðsjón af þeirri reynslu er fengizt hefir hin síð- ari ár. Jafnframt telur ráðstefnan nauðsynlegt að sett verði ákvæði í næstu bátakjarasamninga varð andi sektir, sé ákvæðið um heimilaðan netafjölda ekki haldið.“ 1 lok ráðstefnunnar var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma: „Sjómannaráðstefna haldin á vegum Sjómannasambands Is- lands í Reykjavik 3. okt. 1971, lýsir yfir eindregnum stuðningi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um útfærslu fiskveiðilandhelg- innar. Jafnframt fagnar ráð- Þjóðlaga- hátíð í Tónabæ NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld, fi. október, verður haldin í Tónabæ þriðja Þjóðlagaliátíðin, á vegum Þjóðlaga- og vísna- klúbbsins Vikivaka. Koma þar fram flestir helztu þjóðlaga- og vísnasöngvarar landsins og má þar nefna: Hannes Jón, Ilörð Torfason, Kjuregej Alexöndrii, Lítið eitt, Ríó tríó og Þrjú á palli. Þjóðlagahátíðin 1971 hefst kl. 20.00. Meðlimakort fylgir hverj- um miða. Það kort verður síðan gjaldgengt á samkomum klúbbs ins í vetur og þurfa þá meðlim- ir aðeins að borga hálft gjald gegn framvísun kortsins. Stjórnandi og kynnir á Þjóð lagabátiðinni 1971 verður Ómar iarsson, blaðamaður og framkvæmdastjóri klúbbsins. stefnan einhug þjóðarinnar i þessu máli um leið og hún hvet- ur til skjótra friðunaraðgerða á landgrunninu til verndar fiski- stofnum okkar. Ráðstefnan skorar á ríkis- stjóm og Alþingi að beita sér fyrir, með nægum fyrirvara, al- gerri veiðifriðun á þýðingar- mestu hrygningarsvæðum nytjafiska. Jafnframt verði nú þegar friðaðar viðurkenndar uppeldisstöðvar nytjafisks utan sem innan 12 mílna fiskveiðilög- sögunnar." (Frá Sjómannasamb. íslands). — 100 þús. kr. Framhald af bls. 32. lands og Loftleiðum fyrir þá dýrmætu aðstoð, sem þau hafa veitt við að koma hjálp- arsendingum þessum til Lon- don. Þá var á almennum félags- fundi hjá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, sem haldinn var hinn 4. október s.l. eftirfar- andi ályktun samþykkt i einu hljóði, að því er segir í frétta tilkynningu frá félaginu: „Alþýðuflokksféiag Reykja- víkur skorar á alla landsmenn að gefa sem svarar einni sunnudagsmáltið til hjálpar bágstöddum börnum í flótta- mannabúðum í Indlandi." Nýja og gainlu skólahúsið á Blönduósi. — 4 meginkröf ur Framhald af bls. 32. inguna þá hafa vinnuveitendur farið fram á það, að hún komi til framkvæmda á fjórum árum, þ. e. að viinnuvikan styttist um eina klukkustund á ári, þanniig að 40 stundunum yrði náð eftir fjögur ár. Eins hafa vinnuveit- endur farið fram á að fá al- menina vaktavinnuheimild til að gera þeim kleift að nýta atvinnu tækin sem bezt. Björgvin sagði ennfremur, að á fundinum í gær hefði náðst samkomulag um að setja atriðin um aukna greiðslu í slysa- og veik indatilfellum og um kauptrygg- ingu tímakaupsfólks í tvær undirnefndir. Stefmt er að því að þessar nefndir hefji störf sem allra fyrst, og hefur næsti samn ingafundur ASÍ og vinnuveit- enda verið boðaður á þriðjudag kl. 4 í von um að eitthvað liggi þá fyrir frá undirnefndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.