Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1971, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBÉR 1971 16 Útgefandi hf. Án/akur, Reykjavfk. Fremkvwmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þórbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati S. sími 10-100 Augiýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mðnuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. SAMSTAÐA LÝÐRÆÐISFLOKKA í VARNARMÁLUM ¥¥ér í blaðinu hefur þeim skoðunum margsinnis verið lýst, að eðlilegt væri, að lýðræðisflokkamir tækju upp samstarf í öryggismálum landsins og stæðu saman í þeim viðræðum, sem fyrir- hugaðar eru við Atlantshafs- bandalagið og Bandaríkja- stjórn um fyrirkomulag varn- anna. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki látið í ljós skoðun sína á þessari tillögu, nema auðvitað kommúnista, sem henni eru andvígir, eins og vera ber. Vonandi er þó, að allir lýðræðisflokkarnir hug- leiði þá ábyrgð, sem á þeirra herðum hvílir og hverfi að því ráði að taka upp heil- brigða samvinnu sín á milli um að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Á ráðstefnu Varðbergs um vamar- og öryggismál, fjall- aði Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, um framtíðar- skipan á vömum landsins og sagði m.a.: „Ég spái því, að niðurstað- an verði sú, að það náist sam- starf milli þeirra þriggja lýð- ræðisflokka, sem stóðu að NATO um það, hvernig þeirri skipan verði fyrir komið.“ Þórarinn Þórarinsson er, eins og kunnugt er, sá af þingmönnum Farmsóknar- flokksins, sem mest hefur lagt sig eftir því að kynna sér utanríkismál og öryggismál landsins, enda er víst, að hann hefði orðið utanríkis- ráðherra í núverandi ríkis- stjóm, ef hann hefði viljað það. Hann hlýtur því að geta haft veruleg áhrif á stefnu Framsóknarflokksins í utan- ríkis- og varnarmálum, og þess vegna er sérstaklega ánægjulegt, að hann skyldi gefa framangreinda yfirlýs- ingu á ráðstefnu Varðbergs. Ekkert er heldur eðlilegra en að lýðræðisflokkarnir hafi samstarf við lausn þessa mesta vanda. Þeir hafa lýst yfir fyllsta stuðningi við Atl- antshafsbandalagið og gera sér grein fyrir því, að sjálf- stæði og frelsi íslands hefur verið varðveitt í skjóli varn- arsamtaka lýðræðisþjóða, og svo mim enn verða, þar til ástandið í heimsmálunum breytist. Þess vegna hljóta þessir flokkar, ef þeir vilja sýna einhverja ábyrgðartil- finningu, að haga málum svo, að ekki verði til þess að veikja vamarsamtökin. Er þeir starfa saman að lausn vandans vekur það aukið traust á ábyrgri afstöðu ís- lendinga í þessum málum og þá mun verða eytt þeirri tor- tryggni, sem gætt hefur í okkar garð, vegna hinna fljótræðislegu yfirlýsinga vinstri stjómarinnar í varn- armálum. Þetta samstarf þyrfti því að hefjast sem allra fyrst. Stuðningur Einingarsamtaka Af ríku /^óðir gestir dvöldu hér á " landi um síðustu helgi, fulltrúar Einingarsamtaka Afríku, og ræddu við ís- lenzka áhrifamenn í stjórnar- flokkunum og stjórnarand- stöðu. Eins og að líkum lætur bar kynþáttamisrétti og erf- iðleika Afríkuþjóða á góma, og við íslendingar getum ver- ið stoltið af því, að við höf- um ætíð stutt málstað hinna undirokuðu, og svo mun enn verða. Þótt við séum smáir telja leiðtogar Afríkuríkja nokkru skipta, að við styðj- um málstað þeirra, og í því efni munum við ekki bregð- aist. En foringjar nýfrjálsu þjóðanna lýstu líka yfir stuðningi við okkar málstað. Þeir sögðu, að Einingarsam- tök Afríkuríkja mundu styðja okkur í landhelgismálinu, og þar er hreint ekki um svo lít- ilvægan stuðning að ræða, því að þessi ríki hafa hvorki meira né minna en 41 at-1 kvæði á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Stuðningur þeirra getur því vissulega ráðið úrslitum um það, hvort við komum fram sanngjörn- um óskum okkar í landhelg- ismálinu. Forseti Máritaníu lýsti því yfir, að afstaða íslendinga hefði ekki komið sér á óvart. íslendingar væru gömul ný- lenduþjóð og skildu þess vegna málstað Afríkuþjóð- anna betur en ýmsir aðrir. Við skulum láta ásannast að svo sé. Þjóðnýting hækkar verð reint hefur verið frá því, ^ að þjóðnýting lyfjaverzl- unarinnar í Svíþjóð hafi gef- ið slæma raun. Þjónustan hefur versnað og verð farið hækkandi, og ríkislyfsalan þar í landi hefur hækkað álagningu á tæpu ári um 50% og spáð er meiri hækkun á næsta ári. Þegar þjóðnýting lyfja- verzlunar var ákveðin í Sví- ÍMxtnr^(jill&r (play~ues, ^fiíaitrc ci)c æ litccQetnic acs ~£ouri)eaicx Nýja stjórnin gengur ákveðin til verks. WMfWrý'fjWrftfj < Deigla eða erfðaprinsar? EFTIR BRAGA KRISTJÓNSSON Orslit síðustu þingkosninga reyndust viss áminning til þeirra, sem nú eru ut- an ríkisstjórnar. Margir eru enn furðu lostnir vegna úrslitanna og ekki síður vegna tiltölulega rökréttrar stjórnar- myndunar, þar sem Alþýðubandalags- menn fengu í sinn hlut mörg og þung ráðuneyti. Það var á engan hátt furðu- legt, úr því myndun stjórnarinnar tókst, að umrsett bandalag fengi orðinn hlut. Það hafði, póil'tiskit séð, lang sterkasta samningsaðstöðu. Allir vita, að það voru ekki Samtök frjálslyndra o.s.frv., sem sigur unnu á Vestfjörðúm heldur Hannibal Valdi- marsson og í Reykjavik Magnús fjölvisi Ólafsson. Framsóknarflokkurinn er sem stend- ur hálf dagaður uppi og stríðir auk þess við slæm innanmein. Einnig eru margir Framsóknarþingmenn einkar værir i lund og vilja ógjarnan mikið á sig leggja. Fylgisaukning Alþbl. í kosning- unum var fyrsti og fremsti pólitíski sig- urinn að þessu sinni, þótt hann sé sam- an ofinn úr mörgum þráðum og eigi ekki sízt upptök i vissum nýjum þáttum i breyttu þjóðfélagi og utan þess. MYNDVARPIÐ Brúkun myndvarps á heimilum hefur gjörbreytt öllum áróðri og stjórnmála- baráttunni í heild. En fleira kemur til. Myndvarpið var kærkominn gestur á heimili fólks, þar sem sófi og stóll eru mikils metnir. Vissulega má margt finna að efnisvali myndvarpsins, en allt stefn- ir það i rétta átt. Flestir höfðu löngu lesið sig sadda af dagblöðunum, enda gegna þau flest nær eingöngu pólitískum tilgangi og vart um það deilt, að siðgæði þeirra sé á sama plani. Myndvarpið hefur hins vegar lokið þjóðfélaginu upp fyrir þegn unum, fyrir borgaranum í stól sinum. Tækjum þess hefur verið beint jafnt um öræfi landsins sem samfélagsleg skúma- skot og kima. Túlkendur þess hafa bryddað á málum, sem teljast myndu rammpólitísk, ef þau kæmu í fram- reiðslu blaðamanna hinna pólitísku dags gagna. Fólki hefur verið vakin spurn. Og það hefur fræðzt, fyrirhafnarlítið. Og það hefur borið saman bækur sínar, á vinnustöðum, heimilum og krám. Stjórnmálamenn, sem aðeins heyrðusit þjálfa raddir sinar á hinum bráðskemmti legu eldhúsdögum Alþingis eða birtust fagureygir á myndum i stuðningsgögn- um, urðu lifandi menn með augu og nef og tennur og fólk hefur vegið þá og metið og fjallað um í sinum hópi. Það er t.d. erfitt fyrir ókunnuga að full- yrða, eftir að hafa séð og heyrt Eðvarð Sigurðsson í myndvarpi, að hann sé of- stækisfullur maður. Magnús Kjartans- Framh. á bls. 24 þjóð, lýsti sænski félagsmála- ráðherrann því yfir, að hið nýja fyrirkomulag myndi leiða til þess, að lyf lækkuðu í verði og bæði þjóðfélagið og einstaklingamir myndu njóta góðs af hinni nýju stefnu. Reyndin hefur sem sagt orðið þveröfug. Lyfin hafa hækkað í verði og algengt er nú orðið að menn þurfi að bíða í 2—3 daga eftir afgreiðslu á lyfj- um. í stjórnarsáttmálanu.m boð- ar íslenzka vinstri stjórnin, að hún hyggist koma á þjóðnýtingu lyfjaverzlunar, naumast verður orðalag sátt- málans skilið öðru vísi, en þar segir „að endurskipu- leggja (eigi) lyfjaverzlunina með því að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn“. „Félagsleg stjóm“ er fína orðið á þjóðnýtingu, en vinstri flokkunum er nú orð- ið ljóst, að fólkið veit, að þjóðnýting er til óþurftar, og þess vegna er þetta ný- tízkulega orðalag notað eftir forskrift frá kommúnistum. Enn hafa ekki verið gerðar ráðstafanir til að þjóðnýta lyfjaverzlunina, en líMegt er þó, að heilbrigðisráðherrann, illvígasti kommúnisti á ís- landi, muni gera ráðstafanir til að hrinda því verkefni í framkvæmd, og ekki eru mifclar líkur til þess að reynslan verði betri hér held- ur en hún hefur orðið í Svi- þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.