Morgunblaðið - 24.11.1971, Page 12

Morgunblaðið - 24.11.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1971 Alhliða ferðamanna þjónusta — fyrirhuguð við Mývatn Fréttir úr Mývatns- sveit Rætt við Kristján í»órhalisson, fréttaritara Morgunblaðsins Talsverður hugur virðist í Mývetningum um þessar mundir. Atvinna er þar mik- il, off nú nýlegpa hafa þeir undirbúið stofnun hlutafé lags um rekstur alhliða þjón ustufyrirtækis fyrir ferða- menn þar um slóðir. f»á hafa þeir fullan hug á því, að við Mývatn verði reist heilsu- hæli fyrir Norður- og Aust- urland. Þetta kom fram í fréttaritaraspjalli við Kristján Þórhallsson, Björk í Mývatnssveit. — Mjög mikil atvinna var hjá oikkur sl. sumar, og er raunar enn, sagði Kristján, enda kvað hann tíðarfar hafa verið hagstætt — auk þess sem hitaveitufram- kvæmdirnar ættu þar stóran þátt í og sköpuðu mlkla at- vinnu. — En Kisiliðjan er að sjálfsögðu langstærsti at- vinnuveitandinn. Á henn- ar vegum er nú verið að reisa fjögur íbúðarhús, og ennfremur er byrjað á stækkun birgðaskemmu verksmiðjunnar, raunar bú- ið að steypa sökklana. Á vegum einstaklinga eru þrjú ítoúðarhús í smíðum og vel á veg komin. Allmiklar endurbætur hafa verið gerðar á þjóðveg inum í Mývatnssveit, sagði Kristján ennfremur -— og vænta menn þess að hann verði lengur fær af þeim sök um, þegar snjóa gerir. Þá er búið að fá takmarkað leyfi tii silungsveiði í Mývatni og fær hver ábúandi að leggja sem svarar tveimur iagnet- um. Þeir sem lagt hafa net sín samkvæmt þessum leyfum hafa veitt afbragðsvel. Sil ungurinn er mjög feit- ur, gagnstætt því sem verið hefur undanfarin ár. Hins vxgvjtov AyMf:# Svipmynd frá ágústhretinu — nýfallinn snjór innun uni græna kjarrið. Kristján Þórhallsson. vegar hefur Mtið sézt af rjúpu, en mesta veiði sem ég hef heyrt um hjá rjúpna- skyttu er 24 stykki á dag. Fyrir skömmu var haldinn fundur í Hótel Reynihlið til undirbúnings varðandi stofn un hlutafélags um rekstur al hliða þjónustufyrirtækis fyr ir ferðamenn. Alimargir höfðu áður látið skrá sig til að taka þátt í slíkri félags- stofnun. Á fundinum var sam þykkt að stofna hlutafélagið og kosin bráðabirgðastjórn. Lágmarks hlutabréfsstærð var ákveðin 5 þúsund krón- ur. Það kom fram á fundin- um að stofnun slíks alhliða þjónustufyrirtækisins væri næsta brýn og verkefni ótal- mörg. Má þar fyrst nefna bíla-, báta- og hestaleigur, svo og útvegun veiðileyfa í .larðhitasvæðið við Mývatn. ám og vötnum, merkingu og lagfæringu vinsælustu ferða- mannaleiða, útgáfu bækl- inga og ítarlega upplýsinga- þjónustu, þannig að hver sá ferðamaður, er leið sína legg ur um Mývatnssveit, geti skipulagt fterðina út í yztu æsar heima hjá sér áður en hún er hafin. Margt fleira var rætt á þessum fundi, t.d. viðgerðarþjónusta bifreiða, reiðhjólaleiga, og aðstaða til skiða- og sundiðkunar og gufubaðs. Einnig var rætt um gerð minjagripa til sölu. Ákveðið var að hefja fljót- lega söfnun hlutafjár og ann an undirbúning til framgangs þessu aðkadlandi verkefni. Þá gat Kristján ennfremur um samþykkt íbúa í Voga-, Reykjahlíðar- og Grímstaða- hverfum varðandi heilsuhæli fyrir Norður- og Austur- land, en hún er svohljóð- andi: Fundur íbúa í Voga- ReykjahMðar- og Grímsstaða- hverfum, ásamt sveitarstjóra Skútustaðahrepps, haldinn að Hótel Reynihlíð 14. nóv- ember lýsir yfir stuðn- ingi sínum við fyrirhugaða byggingu heilsuhælis fyrir Norður- og Austurland og mælir eindregið með því að hælið verði reist í Mývatns- sveit. Loks gat Kristján um setn- ingu barna- og unglingaskói- ans í Mývatnssveit. — Hann var settur 16. október sl. að viðstöddu miklu fjölmenni, — nemendum, kennurum og mörgum foreldrum. Við skólasetninguna flutti sókn- arpresturinn, séra Örn Frið- riksson, ávarp. Skólastjór- inn Þráinn Þóroddsson flutti ræðu oig gat þess i upp- hafi, að nú væri hann að hefja 25. .starfsár sitt við kennslu og sikólastjórn í Mývatnssveit. Hann gat um ýmsar breytingar sem fyrir- hugaðar eru við skólann á kom andi vetri. Þær breytinigar eru í meginatriðum á þá leið að nú verður tekin upp 5 tiaga kennsluvika að miklu leyti í stað skiptikennslu áð- ur, sem var þannig að nemend urnir dvöidu hálfan mánuð í heimavist skólans og síðan sama tima heima. Þetta þýð- ir að nú geta ekki allir nem- endurnir dvalið í heimavist vegna rúmleyisis skólans. Verður því að aka sumum daglega i skólann. Að sjáif- sögðu eru margir ugg- andi um hverniig slík fram- kvæmd tekst, — hvort hægt verður að halda vegin- um opnuim á yfirsfand- andi vetri. Fengið hefur ver- ið húsnæði i Hótel Reynhilíð fyrir 7 10 ára börn úr næsta nágrenni. Alls munu nemendur vera tæplega eitt hundrað og kennarar tíu með skólast j ór an u m. Ég vil nota þetta tækifæri, sagði Kristján að lokum, — og bera fram þakklæti til skólastjórans fyrir hans heilladrjúga starf í þágu Mývetninga og óska þess að við fáum að njóta hæfileika hans um ókomin ár. Skipulagning opinberr- ar tannlæknisþjónustu UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um væntanleg af- skipti hins opinbera af tann- læknisþjónustu hérlendis. Því miður hefur ekki verið leitað álits eða aðstoðar Tann- læknafélags íslands við undir- búning hinna ýmsu tillagna. Tannlæknafélagið hefur eftir föngum kynnt sér þessi mál með öflun upplýsinga um tilhögun og reynslu annarra þjóða og komizt að raun um, að Norð- menn virðast hafa einna skyn- samlegasta fyrirkomulagið, enda hafa þeir hlotið mikla reynslu á löngum tíma. Leggja þeir aðaláherzluna á, að hið opinbera veiti sem flest- um á 3—18 ára aldri tannlækn- isþjónustu, og að auki íbúum þeirra héraða, sem einangruðust eru. Við leyfum okkur þvi, að leggja fram eftirfarandi tillög- ur til skipulagningar opinberrar tannlæknisþjónustu hérlendis: Hið opinbera stefni að þvi að veita reglubundna tannlæknis- þjónustu á eigin tannlæknastof- um með fastráðnu starfsliði, eft- irtöldum aðilum: 1. Börnum og unglingum 2—16 ára á öllu landinu. Skal sú þjónusta veitt endurgjalds- laust. 2. Ibúum dreifbýlisins, þar sem erfitt er að fá sjálfstætt starfandi tannlækna til starfa. Sú þjónusta skal veitt gegn gjaldi. Kostir kerfisins eru, að börn- in fá reglulegt eftiriit með tönn- um sínum, á þeim aldri, sem tannskemmdir eru tíðastar. Venjast þau strax á að finnast slíkt sjálfsagt. Þegar hið opin- bera sleppir af þeim hendinni, eiga þau sjálf að vera orðin nægilega þroskuð til að hugsa um þær. Með þessu kerfi er létt út- gjöldum af barnafjölskyldum, en það teljum við mikilvægast. Við álítum, að ætli hið opinbera að greiða kostnað vegna tann- læknisþjónustu landsmanna, eigi að byrja á að iétta undir með barnmörgum fjölskyldum. Þar er þörfin mest. Auðvitað er ekki hægt að veita strax í upphafi öllum ár- göngunum svona fullkomna þjónustu, og er því nauðsynlegt, að annast fyrst börn á barna- skólaaldri 6—12 ára. Síðan yngri börnum, ailt að tveggja ára aldri, en auka við eftir að þeim áfanga er náð, eldri árgöngum. Finnst okkur rétt, að stefnt sé að 16 ára aldri, þvi að flest börn hér á landi eru i skóla til þess aldurs. Auðvitað mætti síðan veita eldri unglingum sambæri- lega þjónustu, þó að við telj- um hiklaust, að í upphafi skuli fyrst hugsa um yngri bömin og byggja þannig kerfið upp á góðri undirstöðu. Er þetta lík stefna og Reykjavíkurborg hefur hing- að til fylgt í þessu máli. Nauðsynlegt er, að hið opin- bera setji á stofn og starfræki tannlæknastofur í dreifbýlinu. Með því eina móti er von til að tannlæknar fáist til starfa þar, svo að hægt sé að gefa íbúum landsins tækifæri til að njóta sem jafnastrar aðstöðu til tann- læknisþjónustu. Tvö önnur kerfi hafa verið mikið nefnd í sambandi við op- inbera tannlæknisþjónustu: End- urgreiðslukerfi og sjúkrasam- lagskerfi, en vegna þess, hve gölluð þau eru, getum við ekki annað en varað við að taka þau upp hér, þó að fjárhagslega hafi þau sýnt sig að vera tannlækn- um síður en svo óhagstæð. Helztu ókostir þeirra eru þess- ir. Þar eð búast má við aukinni eftirspum eftir þessari þjónustu, komist þessi kerfi á, er hætt við að nýútskrifaðir tannlæknar fáist síður til starfa i dreifbýl- inu, heldur setjist frekar að í þéttbýlinu. Aukast þannig ósjálf- rátt erfiðleikar dreifbýlisins og vonin um, að viðunandi tann- læknisþjónusta fáist þar, minnk- ar. Með þessum kerfum er einnig verið að mismuna enn meira íbúum landsins. Þeir, sem búa í þéttbýlinu fá greidda tannlæknis- þjónustu, sem íbúar dreifbýlisins hafa varla tök á að notfæra sér. Einnig fara mestu fjármunirn- ir til að greiða fyrir tréissana, sem hugsa illa um tennur sínar. Er því verið að verðlauna þá á kostnað hinna, sem betur hugsa um tannheilsu sina. Þetta kerfi miðar ekki að því að fólk læri sjálft að hirða um tennur sínar, eins og regluleg þjónusta unglingsáranna leitast við að gera. Með þessu er verið að toæta þjónustuna, þar sem hún er nú þegar orðin þolanleg á kostnað annarra landsmanna. Okkur finnst einnig, að hið op- inbera eigi fyrst að hjálpa til vlð að auka og gera þessa þjónustu fullkomnari fyrir börn og íbúa dreifbýlisins, en ekki byrja á því að eyða fjármunum í að greiða þjónustu, sem nú þegar er veitt, og taka þar með ábyrgðina af viðhaldi tanna fullorðins fólks á sínar hei-ðar. Ef hið opinbera ætlar að hefja afskipti af þessum málum, þarf að byrja strax á að ráða tann- lækni (landstannlækni) til þess að skipuleggja þau með hliðsjón af reynslu annarra þjóða og yrði sérstök deild í heilbrigðis- ráðuneytinu að annast þau. Einnig þarf að skapa starfs- aðstöðu úti á landi og stofna embætti héraðstannlækna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.