Morgunblaðið - 27.01.1972, Síða 18

Morgunblaðið - 27.01.1972, Síða 18
18 MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÍANÖAR 1972 Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri — Minning Fæddiir 14. ágúst 1913. Dáinn 1. janúar 1972. Kveðja frá Sambandi íslenzkra kristni- boðsfélaga Bjarni Eyjólfsson er ekki iengur á meðal okkar. Hann hef ur nú verið kallaður heim til þess Drottins, er hann gaf sig á vald á unga aldri. Með honum er horfinn sjónum okkar, einn þeirra manna, er skilja eftir sig siik spor í umhverfi sinu, er seint eða jafnvel aldrei verða að fullu burtu máð. Um hann er hægt að segja, að hann hafi verið sæll kristinn maður, er hugleiddi lögmál Guðs. Hans er þvi gott að minnast með orð- um Biblíunnar; „Hann er sem tré, gróðursett hjá vatnslækjum, Eiginkona min, Hólmfríður Jónsdóttir, Löngubrekku 15A, Kópavogi, lézt í Landspítaianum 25. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnabama, Jónas Antonsson. Systir okkar, Katrín Þorsteinsdóttir, saumakona, andaðist að hjúkrunarheimil- inu Grund 25. janúar. Fórdís Þorsteinsdóttir, Vigfús Þorsteinsson, Vilhjálmur Þorstr-insson. er ber ávöxt sinn á rétt- um tíma“. Strax í barnæsku gerði þráin eftir Guði vart við sig hjá honum, og orð Guðs náði þegar á æskuárum inn í innstu fylgsni sálar hans og vann þar sitt góða verk í hans hjarta. Hann var ekki ríkur af þessa hekns gæðum, en í orði Guðs, sem auðfundið var, að hafði náð sinum myndugleika yf ir honum og sem hann hafði beygt sig fyrir, var sá fjársjóð- ur fólginn er fullnægði öllum hans þörfum, og sem hann gat ausið þrotlaust af, sjálfum sér og öðrum til blessunar meðan kraftar entust. 1 Guðs orði hafði hann mætt Drottni sínum og freisara Jesú Kristi, og í hon- um hafði Guð tekið hann að sér sem sitt barn. Jesús Kristur var hans mikli fjársjóður. Þetta varð sá vitnisburður er gekk eins og rauður þráður i gegnum allar hans ræður, er hann flutti og sálma er hann orti. Hans per sónulega játning var; „Ég má Jesú hikiaust treysta, Jesú fela allt mitt ráð. Einfaldlega og ör- uggt trúa að hans blóð mér tryggir náð.“ Þetta var grund- völlur lífs hans og starfs í Guðs ríki. Auðfundið var, hversu mikla áherzlu hann lagði á það, að Guðs vilja væri leitað í öllu og því bað hann af innstu hjart- ans þrá: „Kenn þú mér Guð að þekkja vilja þinn. Þrá lát mitt hjarta æ að sé hann minn." Hversu varfærinn hann var I öllum málum, átti vafalaust rót sina að rekja til þess, að hann vildi fyrst og fremst vita vilja Guðs. Með þetta í huga, voru viðbrögð hans svo eðlileg við góðri lausn hinna margvíslegu Helga Sigríður Jónsdóttir frá Grímsstöðum, Glerárhverfi, andaðist í Eliiheimiii Akur- eyrar föstudaginn 21. janúar. Minningarathöfn verður í Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 11 f.h. Jarðsett verður frá Lögmanns hliðarkirkju. Bióm afþökkuð, en þeim, sem viidu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Börn hinnar látnu. Útför systur okkar, Sólveigar Jónsdóttur frá Ljárskógum, fer fram írá Fossvogskirkju laugardaginn 29. janúar kl. 10.30 f.h. Giiðmundur Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Ingvi Jónsson, Bogi Jónsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Önnu Jónsdóttur frá Grafargerði. Vandamenn. ■ AXEL MAGNÚSSON vélsmiður frá Bíldudal, andaðist í Borgarspitalanum í Reykjavík aðfaranótt miðviku- dagsins 26. janúar. Maria Jónasdóttir, Edda Axelsdóttir, Reynir Axelsson, Hörður Jónsson. Otför eiginkonu minnar SVANHILDAR SIGURÐARDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 3 e.h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabama Þorvaldur Jónsson. mála, er til úriausnar bárust „Þetta er Guðs handleiðsla' sagði hann á þann sann- færandi hátt, sem þeir einir geta sagt, er reynt hafa, hversu trú- festi Guðs er staðföst við þá er honum treysta. Áhrifa hans i þeim féiagssam tökum er hann helgaði krafta sina mun lengi gæta. Sem ungur maður skipaði hann sér i raðir „Kristilegs fé lags ungra manna". 18 ára gam- all, eða nánar tiltekið, þann 7. september 1931 gekk hann í kristniboðshreyfinguna og var aðeins 26 ára er hann var val inn til forustu í þeim samtök- um. Það var árið 1939 og hafði hann þvi gegnt því hlutverki, nú er hann féll frá aðeins 58 ára gamall, í 33 ár. Hér sjáum við hversu mikið traust honum var sýnt svo ungum og að það héizt til hinztu stundar. Og hann var traustsins verður. Und- ir hans forustu, á þessum árum hóf Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga, sjálfstætt starf úti á kristniboðsakrinum. Það var ár ið 1954. Tíminn sem leið frá þvi að hann tók við sem formaður Kristniboðssambandsins og þar til starfið í Konsó hófst var erfiður tími. Heimsstyrjöldin skall á og þrátt fyrir ótrúlegt góðæri fyrir okkur íslendinga á þeim árum, var gjaldeyrisum sóknum vegna hinnar fyrirhug uðu kristniboðsstöðvar, ' þrá- íaldlega synjað. En með aðstoð góðra manna hafðist þó málið í gegn. Er formaðurinn hafði fengið þetta dýrmæta leyfi í hendur má segja að upp hafi runnið nýr vordagur í íslenzkri kristnisögu. Á því andar- taki varð til hinn mikli þakkar óður Bjarna, er hefst á þessum orðum: „Upp sál min nú og hátt lát hljóma til himins lof og þakkargjörð". Guð hafði svarað, trúfesti hans hafði ekki brugðizt. Starfið úti í Konsó hófst í fullu trausti til fyrir- heita Guðs, er hafði heitið að vera með i verki. Blessunarríka ávexti þess starfs, sem þar hef- ur verið unnið, á liðnum árum, þakkaði Bjarni Guði. Gleði hans yfir vexti Guðsríkis i hinu heiðna umhverfi, var oft svo hrífandi fögur. Á þeim stund- um, varð manni ljóst, að hér var um að ræða hans hjartans mál, enda helgaði hann kristniboðs- málefninu mikið rúm í blaðinu Bjarma, sem um árabil hefur undir hans ritstjórn verið mál- svari lifandi kristindóms, sem byggist á höfuðjátningum lút- herskrar kirkju. Stjórnarmenn i Sambandi ísienzkra kristniboðs- félaga minnast hans sem hins góða og trausta samverkamanns. Hjá honum var gott að leita ráða og með honum var gott að vera. Kristniboðar okkar og heimastarfsmenn áttu í honum traustan vin, er bar umhyggju fyrir þeim persónulega. Það sama gilti einnig um þá norsku vini er við höfum haft mest sam- starf við á liðnum árum, úti á kristniboðsakrinum. Á sameigin legum ráðstefnum um kristni- boðsmál, var á Bjarna hlustað, með athygli, vegna hinnar víð- tæku þekkingar hans og reynslu á viðburðaríkri starfs- ævi. Við fráfall hans skal þess- um vinum þökkuð traust vin- átta og hjálpsemi á liðnum ár- um. 1 dag er þessa trúfasta for- ustumanns saknað af mörgum, en fyrir hann er lika þakkað af þeim hinum sömu, sem fundu svo vel hversu heilshugar og af Iwe miklum kærleika og alúð hann vann þau störf, er hann svo ung ur hafði verið kallaður til að vinna að. Guð blessi minningu Bjama Eyjólfssonar á meðal okkar. Kveðja frá stjórn KFUM í Reykjavík Bjama Eyjólfssyni formanni K.F.U.M. í Reykjavik látnum, hæfa ekki langar lofræður. Svo íjarri var það eðli hans. Að auki væri að þeim lesnum og , loknum jafnvel flest ósagt, er máli skipti, að minnsta kosti það, er skipti hann máli. Þakklætið beinist því til Drottins, er gaf oss hæfileika hans til þjónustu, ósérhlífni og fúsleika, elju hans og þrek, evangeliskan skilning og skarpa hugsun. Bjarni átti sæti í stjórn K.F.U.M. 1 Reykjavík í áratugi, lengst af sem ritari stjórnarinn ar, en siðan í marz 1965, eftir að síra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup lét af þeim störfum, var hann formaður, valinn til þess einróma af öðrum stjórnarmeð- limum. Var það þá ekki erfitt verk að taka við af síra Bjarna, viðurkenndu andans stórmenni með rúmlega hálfrar aldar reynslu að baki í þessu sæti? Það hefir það vafalaust verið, en í huga vorum var aldrei neinn samanburður. Þótti oss ávallt Ijóst, að Bjarni Eyjólfs- son var sendur til starfa af þeim Drottni, er bæði gefur verkefn- in og hæfileikana til þess að rísa undir þeim. Drottinn sá honum þá líka fyrir góðum skóla í þess um efnum þar sem var margra ára samstarf í stjórninni við brautryðjendurna gömlu undir forsæti síra Bjarna og náin vin- átta við síra Friðrik. Þegar Bjarni tók sæti í stjórninni var hann lang yngstur þeirra er þar sátu, rétt um eða innan við þrí- tugt. Gefur það hugmynd um hvers hann var metinn þá þeg- ar. Bjarni Eyjólfsson var ekki há skólamenntaður guðfræðingur, en varla hafa þeir verið margir, er stóðu honum á sporði í þekk- ingu í þeim efnum, og þá fyrst og fremst í þekkingu á Guðs orði. Munum vér margir, er minnumst ævinlega biblíulestra hans sem eins ágætasta veganest is, er vér höfum fengið. Hvað snertir lífshræringar í kristinni kirkju fyrr og síðar, allt til vorra tíma og frá degi til dags, var hann hreinn hafsjór af fróð- leik. Eðlilega, — því ekkert var honum hugstæðara. Prédik ari var hann traustur og af- burða skýr, þótt sjáldur teldi hann það eiginlega ekki sitt svið. Þar hefir sennilega komið til frekar, hvað honum var litt um það gefið að láta á sér bera. Marga kristilega söngva þýddi Bjarni eða orti og munu þeir á komandi árum verða hin mesta uppspretta andlegrar blessunar í starfinu og honum óbrotgjarn minnisvarði. Starfs- maður var Bjarni svo af bar og lét einatt betur að leysa verk- efni sjálfur en að marg biðja aðra og bíða eftir lausn þeirra. Hlóðst þvi næstum ótrúlega mik ið á hann af störfum og verk- efnum. Enginn einn getur leyst þau að honum látnum. Kemur nú að þvi er getið var í upphafi máls, að þótt margt yrði sagt Bjarna til lofs, þætti samt sem fátt eitt væri, en flest ósagt. Skal því láta lokið öllu slíku, þótt reyndar sé ekki hægt að telja það lof, sem hér hefir verið sagt um hann látinn, held- ur aðeins taldar staðreyndir. Oss hefir þótt, vinum hans, þungt að sjá á bak honum og ýmsir hafa verið uggandi. En vér viljum treysta því, að sá Drottinn er sendi Bjarna til starfs, muni sjálíur sjá fyrir hag þess starfs, er hann hefir annazt svo vel. Nofkkrum hanm- andi vinum, hverjum i sínu lagi, mætti sama orðið frá Drottni: „Ekki mun ég skilja yður eítir munaðarlausa.. Kveðjum vér því Bjarna vin vorn og formann að sinni I þakklátri vitund um orðið er segir: „Sælir eru dánir, þeir sem i Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvild frá erfiði sínu, þvi að verk þeirra fylgja þeim.“ (Opinb. 14, 13), en umfram allt vitandi, að hann setti aila von sina og traust á það verk, sem eitt varð um sagt: „Það er fullkomnað." — „Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna hon um dag og nótt i musteri hans“ . . . (Opinb. 7,9—17). Hversu eðlilegt áframhald að loknu slíku lifi. Kveðja frá stjórn KFUK í Reykjavík Sálm. 92, L—2. vers: Gott er að lofa Drottinn og lofsyngja nafni þínu, þú hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þina að morgni og trúfesti þína um næt- ur. Er við kveðjum Bjarna Eyjójísson eru okkur efst í huga þalkkir, fvrir mikia og ómetan- lega aðstoð hans í starfi K.F.U.K., þvi að í kristilega starfinu var hann af lífi og sál. Nú hefur Guð kallað hann heim til sin. Burt frá þjáningunni, heim, til hans, sem gaf honum fullvissu um eilífa lifið. Yfir því ber okkur að gleðjast, en ekki hryggjast. Lífið var honum Kristur, og dauðinn ávinningur. Fram á síðasta dag, má segja, var hann með í starfinu, af veik burða kröftum, en þar þráði hann að vera, á meðan unnt væri. Við eigum margar minningar frá liðnum árum, er hann var með okkur, hélt biblíu lestra, lauk upp fyrir okkur ritn ingunum á einfaldan og lifandi hátt, prédikaði Guðs orð kröft- uglega og vekjandi, eða sá um léttara efni á fundina til fróð- leiks og skemmtunar. Einn- ig dvaldist hann vikutíma, næst- um á hverju sumri í Vindáshlíð, er kvennaflokkurinn var þar, og sá þar um dagskrá. Stund- irnar þar verða þeim minnisstæð ar, er þar dvöldust. Einnig var hann fararstjóri í fjölmörgum sumarferðalögum um landið. Hann las mikið og var fróður maður. Alltaf hafði hann tiltæk- ar frásögur frá þeim stöðum, er heimsóttir voru. Sálma orti hann ótal marga, sem lýsa vel trúarlífi hans. Þessir sálmar hafa mikið verið sungnir og not aðir í félögum okkar og viðar. Einnig orti hann mörg tækifær- isljóð við ýmis tækifæri. Ætíð var hann hressilegur og skemmti legur í umgengni, og áttu vel við hann orðin í Filippíbr. 4,4, þar sem stendur: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin." Líf hans var heigað Kristi og starfinu í vingarði hans. Á herðar hans hlóðust æ fleiri störf, þvi alltaf var áhug- inn vakandi. Aðrir munu rita um æviferil Bjarna Eyjólfsson- ar. Okkur í K.F.U.K. langar að- eins að bera fram þakkir okk- ar, fyrst og fremst til Guðs, fyr- ir Bjarna, að hann hlýddi þeirri köllun, sem hann ungur var kall aður til. 1 sálmi 128, 1. versi stendur: „Sæll er hver sá, er ótt ast Drottin, er gengur á hans vegum." Það á við um Bjama Eyjólfsson. Hann þráði það heit ast af öllu, að ganga á Guðs vegi, og bera Drottni sin- um vitni. Blessuð sé minning hans. 1 dag kveðjum við leiðtoga okkar og vin Bjarna Eyjólfsson, formann K.F.U.M. Hann er einn sá eftirminnilegasti maður, sem ég hefi þekkt. Persónuleiki hans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.