Morgunblaðið - 10.02.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.02.1972, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1972 Innbrotafaraldur í Keflavík: Fatnaði stolið fyrir tugi þúsunda INNBROTSALDA hefur gengið yfir í Keflavík og á tiltölulega stuttu tímabili hafa þar verið framin upp undir 20 innbrot. — Flest þeirra hafa þó verið minni- háttar, en í einu þeirra — inn- broti í verzlunina Kyndil — var stolið talsverðu af fatnaði, sem metinn er á nokfcra tugi þúsunda. Sjö þessajra innbrota hafa þegar verið upplýst, og voru þar að verki börn og unglingar á aldrin um 11—13 ára. Rækjuveiöarnar vestra: Janúaraflinn rúml. 100 tn. lakari en í fyrra AFLI rækjubáta í Vestfirðinga- fjórðungi hefur verið ákaflega rýr og rækjan yfirleitt smá, en veiðar hófust að nýju hinn 17. janúar sl., bæði í Arnarfirði og Isafjarðardjúpi. Við Húnaflóa hófust veiðar hins vegar strax 3. janúar og var afli nijög góður allan mánuðinn. Alls stunduðu 75 bátar veiðarn- ar í janúar, og varð heildarafl- inn 300 lestir. í fyrra voru 72 bát- ar að veiðum í janúar og varð aflinn þá 403 lestir. Frá Bíldudal voru gerðir út 10 bátar til veiða í Arnarfirði og öfluðu þeir 25 lestir í mánuðin- um, en í fyrra var afli 15 báta í janúar 81 lest. Frá verstöðvum við ísafjarðardjúp voru gerðir út Afhending prófskírteina til kandídata ATHÖFN vegna afhendingar próf skirteina til kandídata fer fram í hátíðasal Háskólans iaugardag- inn 12. febrúar n.k. kl. 2 e.h, Háskólarektor, dr. Magnús Már Lárusson ávarpar kandídata, en forsetar háskóladeilda afhenda prófskírteini. 57 bátar og öfluðu þeir 141 lest, en í fyrra var afli 46 báta 252 lestir. Frá Hólmaví'k og Drangs- nesi voru nú gerðir út 8 bátai', sem öfiuðu 134 lestir, en í fyrra var afli 11 báta 70 lestir. Afla- hæstu bátarnir nú voru Guðrún Guðmundsdóttir með 21,4 lestir, Birgir með 21,4 lestir, og Sigur- fari með 20,8 lestir. 57 erlendir togarar við landið SAMKVÆMT síðustu könnun Landhelgisgæzlíunnar voru 57 erlend veiðiskip við fslands- strendur sl. þriðjudag. Brezk- ir togarar voru 28, 14 v-þýzk- ir og 5 belgískir. Brezku tog- ararnir voru flestir út af Aust fjörðum, en þýzku togararnir og hinir belgisku eru flestir út af Reykjanesi — á Reykja- nesgrunniog Faxabanka. J. Bréf „Óðins“ til Alþingis: Afgreiðslu skatta- frv. verði frestað MBL hefur borizt afrit af bréfi, sem ðlálfiindafélagið Óðinn hef- ur sent Alþingi. F> það svo- hl jóðandi: Stjórn Málfundafélagsins „Öð- ins“, skorar á háttvirt alþingi, að fresta samþykkt frumvarpa þeirra er ríkisstjórnin hefir lagt fram um skattamál, en vitað er að djúpstæður ágreiningur rikir um lagalegt gildi þeirra, ef sam- þykkt yrði á þessu þingi, og er ágreiningurinn um hin svoköll- uðu ílatsköttunarmál hvað al- varlegastur. Skal hér bent á nokkur atriði: 1. Árið sem skattarnir yrðu greiddir af er liðið. 2. Ágreiningi við ríkisskatt- stjóra er lokið, með þeim hætti að ríkisstjómin hefir samþykkt að hann leiðbeini almenningi um framtölin eftir gildandi lögum. 3. Framtalsfrestur er liðinn. 4. Er hægt að láta þyngingu skatta virka aftur i timann? Dæmi: a) Alþingi samþykkir skatt- fríðindi sjómanna til þess að auðvelda sjávarútveginum að manna flotanri. Er hægt eftir á að afnema fríðindin? Myndu ekki gömlu lögin gilda við álagn- ingu á tekjur ársins 1971, hvað sem öðrum lögum liður er síð- an kunna að vera samþykkt á alþingi? b) Yrði ekki sami ágreining- ur uppi varðandi skattfríðindi giftra kvenna. c) Nú vinnur launþegi mikla yfirvinnu á árínu með þeim árangri að hann í góðri trú kaup ir sér íbúð. Er hægt að taka hana lögtaki vegna þyngri skatta eftir á? d) Eru ekki mörg fríðindi í skattlagningu er ágreiningi gætu valdið fyrir dómstólum ef af- numin væru eftir á? e) Er hugsanlegt að ríkis- stjórn, sem telur sig geta aukið kaupmátt launa um 20%, gæti varið afnám fríðindanna fyrir dómstólum, með því að hér hafi verið um hreinar neyðarráðstaf- anir að ræða og þjóðinni allri stafað voði af ef ekkert hefði verið að gert? f) Veikir það ekki málstað ríkisstjórnarinnar, að félagsmála ráðherra fer af landi brott um leið og ríkisskattstjóri er tekinn í sátt og ágreiningurinn um lagagildi væntanlegra skattlaga magnast og þá alveg sérstak- lega um flatsköttunarfrumvarp- ið, er hann sjálfur flytur, og skilur, eftir að þvi er virðist, ekki aðeins verðhækkunarmál- in, heldur og flatsköttunarmál- in i höndum konu, er hann hef- ir skipað aðstoðarráðherra. g) Var það brýn nauðsyn, sem dómstólar myndu virða, að fé- lagsmálaráðherra færi i snatri að skoða NATO-stöðvar i Nor- folfc og ræða við bandaríska ráðamenn og léti starfið að flat- sköttunarmálunum þoka fyrir þeim þjóðarhagsmunum. h) Þar sem öll rök fyrir setn- ingu nýrra skattalaga nú eru mjög svo hæpin og langvinn málaferli um flatsköttunarmáiin eru likleg til að koma flestum eða öllum sveitarfélögum lands- ins i greiðsluþrot, með öllum þeim afleiðingum er því gæti fylgt, væntum við þess, að hið háa alþingi taki ábendingar okkar til greina. Reykjavík, 8. febrúar 1972, F. h. stjórnar Óðins, Magnús Jóhannesson, forni., Sigurður Angantýsson, ritari. Leonid Rybakov, Snorri Jónsson og Valeri Kratsnov. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Flokkurinn nýtur óskoraðs trausts verkamanna og launþega — segja gestir ASI frá sovézka verkalýðssambandinu TVEIR gestir frá Verkalýðssam- bandi Sovétríkjanna em nú í heimsókn hér á landi í boði ASÍ, þeir I.eonid Rybakov, forstöðn- maður skipulagsdeildar Verka- lýðssambandsins, og Valeri Krat- snov, starfsmaður utanríkisdeild- ar sambandsins, en hann er jafn- framt túlkur fyrir Rybakov og túlkar rússneskuna á enska tungii. Á fundi með fréttamönnum í fyrradag kynnti Snorri Jónsson, Iramkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, gestina og sagði litil- lega frá heimsókn þeinra. Þeir komu hingað til lands fyrir viku og verða hér í alls 10 daga. Sl. föstudagskvöld hélt Rybakov fyrirlestur í Norræna húsinu um verkalýðsambandið sovézka og svaraði síðan fyrirspurnum áheyirenda. Var gerður góður rómur að fyrirlestri hans og fyrirspurnunum rigndi yfir harun. í fyrrakvöld hélt Rybakov aftur fyrirlestur í Norræna húsinu um Verkalýðssambandið og eirunig var sýnd kvikmynd um starf þess, fyrirlestrinuim til sikýringar. Þeiir Rybakov og Kratsnov hafa kynnt sér starfsemi Alþýðusam- bandsins, svo og starfsemi Menin- ingar- og fræðslusambands al- þýðu. Þá hafa þeir skoðað Al- þingi undir leiðsögn forseta ASÍ, Bjöms Jónssonar alþingismanns og í gær voru þeir gestir nokk- urra verkalýðsfélaga í Reykjavík, heimsóttu vinnustaði o. fl. í dag fara þeir til Akraness í sams konar boði verkalýðsfélagaimna á staðnum og á morgun til Hafnar- fjarðar. Þeir Rybaikov og Kratsov eru, eins og áður sagði. í boði ASI hér á landi og er þetta boð til að endurgjalda fjölda boða, sem ASÍ hefur þegið á undanfömum árum frá sovézka Verkalýðssam- bandinu um heimsóknir og hafa farið héðan til Sovétríkjana ár- lega um nokkurt skeið sendi- nefndir frá ASÍ. í ráði er, að sendinefnd frá miðstjórn Verka- lýðsambandsins komi hingað tíl lands í boði ASÍ á sumri kom- anda, og eintnig mun ASÍ hafa þegið boð um að senda mann á þing sovézka Verkalýðssam- bandsins í næsta mánuði og sendinefnd í heimsókn til sam- bandsins skömmu fyrir frídag verkamanina, 1. maí, þannig að hún geti fylgzt með hátíðahöld- um í Sovétríkjunum á þeim degi. Rybakov svaraði nokkrum spurningum blaðamanna á fund- inum í fyrradag. Han.n sagði m. a. um misimunimn á sovézka Verkalýðsambandinu og Alþýðu- sambandi íslands, að munurimn á verkalýðssamtökum hirana ýmisu ríkja lægi fyrst og fremst í þeirri stöðu, sem samtökunum væri ætluð í hverju ríki. Munur- imn á sósíalísikum rfkjum og hin- um ríkjunum lægi aðallega í því að í sósíalískum löndum væri ríkisstjórnin fulltrúi verkaiýðs- ins, en í hinum löndunum full- trúi ríkjandi stétta. í sósíalískum ríkjum ynnu ríkisstjórn og verikalýðsamtök því að sömu verkefnum, sömu markmiðum, en í öðrum löndum yrðu verka- lýðssamtök að berjast fyrir hags- bótum verkalýðnum til handa og stainda vörð um hagsimuni hans. Rybakov sagði, að verfcalýðs- samtök í Sovétríkjunum væru ekki hluti af ríkisvélinni, heldur fræðslu og uppeidisstofnun, sem starfaði á þann hátt, sem henni væri einni eiginlegt. Ef ágrein- ingur kæmi upp milli verkaiýðs- samtaka og ríkisstjórnar, væri hann fyrst og fremst vegna af- skræmimgaT á valdi, þ. e. vegna skriffionsku. Aðspurður um hver væru af- sfcipti flokksins af verkalýðssam- tökunum í Sovétríkjunum, sagði Rybakov, að ek'ki væri rétt að taka svo til onða. Flokkurinm væri skipulagskjarni og fulitrú- ar flokksins væru fremstu menm í hópi verkamainna og launþega. Flokkurinn nyti óskoraðs trausta bæði verkamanna og launþega og verkalýðssamtökin hefðu efck ert á móti ieiðtogahlutverki fiokksins, enda væri þess getið í stofmskrá sambandsins. Um kauphækkanir og kjara- bætur í Sovétríkjunum sagði Rybakov, að þær væru teknar irin í fimm ára áætlanirnar og í höfuðatriðum byggðust þær á því, að ef framleiðslan ykist, hækkaði kaupið í *ama hlutfalli. Gilti þetta bæði um einstakar starfsgreinar í heild og eins um einistaka vimnustaði. íbúar Sovétiríkjanna voru um sl. árarnót um 246,5 milljónir, og af þeim voru 95 milljónir félagar í verkalýðsfélögum, eða um 97.8% verfcalýðs og námsmanna, en samyrkjubú eru ekki tekin með í þesea tölu. Færeysk ljóð — gefin út á dönsku UM þessar nuindir kemur út á Rnsenkilde og Baggersforlagi í Kaiipmannuhöfn safn þýðinga á færeyskum nútimal.jóðum, sem danski rithöfundurinn og þýð- andirin PoiiI P. M. Pedersen hef- ur þýtt. Er þetta fjórða og stærsta safn Pedersens af fær- eyskum Ijóðiim og eru í bók- inni 212 Ijóð. 1 bókinni eiga ljóð skáldin J. H. O. Djurhuus, Hans A. Djur- buus, Rikard Long, Poul F. Joensen, Hans Dalsgaard, Willi am Heinesen, Chr. Matras, Heð- in Brú, Georg L. Samuelsen, Karsten Hoydal, Regin Dahl, T. N. Djurhuus, Jens Pauli Heinesen, Ólavur Mikkelsen, Hirtu vélina AÐFARANÓTT sunnudags var stolið númerslausum Dodge station-bíi af stæði gegnt Borg- artúni 7 í Reykjavík og í gær fannst bíllinn töluvert langt ut- an „Flóttamannavegar" sunnan við Vífilstaði — vélarlaus. Vélin, sem er V-8, 350 hestöfl, hefur verið logskorin snyrtilega úr bílnum og skorar rannsóknar- lögreglan í Reykjavík á vitni að gefa sig fram. Guðrið Helmsdal, Líggias Bö, Steinbjörn B. Jacobsen, Hans J. Glerfoss, Óðin Óðn, Jóannes Dalsgaard, Gunnar Hoydal, Arin björn Danielsen, Rói Patursson, Héðin M. Klein og Alexander Kristinasen. Grafiskar myndskreytingar í bókina hefur gert danski lista- maðurinn Paile From og er Ein af fjölmörgum fögrum grafikskreytingum sem prýða bókina. þetta viðamesta verk haris fram að þessu. Rithöfundurinn William Heine sen skrifar á kápu bókarinnar: „Færeysk tunga spannar yfir allra minnsta sviðið á Norður- löndum og því koma færeysk ljóð aðeins fáum einum fyrir Poul P. M. Pedersen. sjónir. Sá lofsverði áhugi, sem Poul P. M. Pedersen hefur sýnt færeyskri ljóðagerð og ötult starf hans til að gera ljóð Fær- eyinga aðgengileg stærri lesenda hópi eru þess. vegna verð ails þakklætis." Þá er þess og að geta að Poul P. M. Pedersen skrifar sjálfur á ednum stað, að áhugi hans á færeyskri ljóðagerð hafi vaknað fyrir áratugum og siðan hafí af sprottið áhugi á íslenzkri Ijóð- list.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.