Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1972
- 150 mílna mengunarlögsaga
Framh. af bls. 1
' mötkuð 150 sjómílur frá grunn
línum.
RÉTTUR ÍSLANDS YFIR
! LANDGRUNMNU
| Fru.mvarpinu er skipt niður £
fimm kafla. f fyrsta kaflanum er
‘ fjaliað um íslenzka landgrumnið
og hafið yfir því. Þar segir, að
i land.grunn íslandg og hafið yfir
| því lúti yfirráðum íslenzka ríkis
ins. fslenzka landgrunnið telst ná
ava lanigt út frá ströndum lands
ins og eyja þess sem unnt reynist
að nýta auðæfi þess.
í öðrum kaflanum er fjallað
um rétt íslenzka ríkisins yfir
landgrunninu. fsienzka ríkið . á
fullan og óskoraðan rétt yfir land
1 grunni íslands, að því er telur
til ramnsókna á auðæfum land-
i grunnsins og vinnslu og hagnýt-
iiugu þeirra.
f' öll slík auðæfi eru eign ís-
lenzka ríkisins og skulu íslenzk
lög gilda í einu og öllu í þessum
efnum. Ákvæðin ná til allra jarð
efrna, fastra, fljótandi og loft-
kenndra, sem finmiast kunna í ís-
lenzka landgrunninu, og allra
annarra auðæfa þess, lífrænna
og ólífrænnsa. Ráðherra setur
með regiugerð frekari ákvæði
um framkvæmd rannsókna á auð
æfum landgrunnsiins og nýtingu
þeirra og jafnframt um nánari
afmörkun þess og önnur þau atr
iði, sem þurfa þykir. Annar kafl-
inn er efnislega eins og sambæri
leg ákvæði í lögum nr. 17 frá
1969.
FISKVEIÐILANDHELGIN
Þriðji kafli frumvarpsins ber
heitið Fiskveiðilandhelgi íslands.
Þir segir svo í 6. gr.: Þar til Al-
þingi ákveður annað, nær fisk-
veiðiLamdhelgi íslands yfir land
grunnið þannig, að ytri mörk
hennar skulu vera sem næst 400
metra jafndýpislínu mieð þeim
hætti, sem ákveðið er í 7. gr., en
þó hvergi nær landi en 50 sjó-
mílur frá grunnlínu, br. 8. gr.
í 7. gr. eru ákveðnir staðir þeir
sem ytri mörk fiskveiðilandhelg-
itmar skulu dregin á milli utan
50 sjómílna frá grunnlinu. Stað
k arákvarðanir eru gerðar af Sjó-
mælingum fslands.
Loks segir, að ráðherra skuli
með reglugerð setja ákvæði um
hagnýtingu fiskveiðilandhelginn-
ar.
VERNDUN FISKIMIÐA OG
MENGUNARLÖGSAGA
Fjórði kafU frumvarpsins fjall
ar um Vísindalega vemdun fiski-
miða landgrunnsins og mengun
airlögsögu. Þar segir, að við hag-
nýtingu fiskveiðilandhelginnar
skuli þess gætt, að ekki komi til
rányrkju eða ofveiði. Ráðherra
skuli með reglugerð ákveða tak-
mörk verndarsvæða og aðrar
aauðsynlegar takmarkanir veiða.
M.a. akuU setja reglur um vernd
arráðstafanir á helztu hrygning-
arstöðvum nytjafisks.
Þá segir, að ráðherra geti með
reglugerð sett ákvæði um vernd
ariráðstafanir á landgrunni ís-
lands utan fiskveiðilandhelginm-
ar. Hann geti í þessu skyni á-
kvarðað friðunarsvæði á mikil-
vægum uppeldisstöðvum ung-
físlcs. Hann geti ákveðið algjöra
friðun eða friðun á tilteknum árs
tíma, bannað tilteknar veiðiað-
ferðir og veiðitæki eða bannað
veiðar fiskiskipa yfir ákveðinni
stærð.
Þá segir, að reglum þeim, sem
settar verða um vísindalega
verndun fisldmiða landgrunnsins
skuU framfylgt þannig, að þær
séu ávallt i samræmi við milH-
rtkjasamniinga um þessi niál og
alþjóðasamþykktir, sem ísland
er aðiU að. Eru þessi ákvæði í
aatnræmi við 1. gr. laga nr. 44 frá
1948.
f 14. gr. segir, að fsland skuli,
eftir því sem hægt er, taka þátt
í alþjóðlegum vísindarannsókn-
um er miða að verndun fiskimiða
og hvers konar stanfi þjóða til
þess að hindra ofveiði og tryggja
fslendingum eðlilega hlutdeild í
flskveiðum á úthöfum, þar sem
hagsmuziir ná tiL
Loks eru í fjórða kafla ákvæði
um mengunarlögsögu. Hún skuU
afmörkuð 150 sjómllur frá grunn
Mnum, en þó hvergi lengra en
lína miðja vega milli íslands og
nærliggjandi landa. Eru þau á-
kvæði í samræmi við þær tiilög-
ur, sem fram komu á ráðstefmu
12 Norðaustur-Atlantshafsrikja,
þar á meðal fslands, á ráðstefnu
í Osló 19. til 22. októbeir 1971, og
er unnið að sitaðfestingu á.
1. SEPTEMBER 1972
í fimmta kafli frumvarpsins
eru ákvæði um gildistöku frum-
varpsirus, en þar segir að lögín
skuli taka gildi 1. sept. 1972, en
frá sama tíma falli úr gildi lög
nr. 44 frá 1948 og lög nr. 17 frá
1969.
ÞINGSÁLYKTUNIN FRÁ
7. APRÍL 1971
Frumvarpinu fylgir greinar-
gerð, þar sem m.a. segir svo:
„Samkvæmt ályktun Alþingis
um réttindi fslendinga á hafinu
umhverfis landið frá 7. apríl
1971 var kosin fimm manna
nefnd allra þingflokka til þess
að semja frumvarp til laga um
rétt íslendinga til landgrunnsins
og hagnýtingar auðæfa þess.
Skyldi frumvarpið lagt fyrir
næsta Alþingi og m.a. fela í sér
eftirfarandi atriði:
„1. Skilgreiningu á landgruntii
íslands miðað við sem næst 400
metra jafndýpislínu, möguleg
hagnýtingarmörk eða 50 mílur
eða meira frá grunnlínum um-
hverfig landið, eftir því sem frek
ari rannsóknir segja til um, að
hagstæðast þyki.
2. Ákvæði um óskertan rétt fs
lendinga tU fiskveiða í hafinu yf
ir landgrunninu eins og rétturinn
til liafsbotnsins hefur þegar ver
ið tryggður með lögum frá 24.
rnarz 1969 um yfirráðarétt fs-
lands yfir landgrunninu umhverf
is landið.
3. Ákvæði um ráðstafanir, er
séu nægjanlega víðtækar til þess
að tryggja eftirlit af íslands
hálfu og varnir gegn því, að baf
ið kringum ísland geti orðið fyr
ir skaðlegum mengunaráhrifum
úrgangsefna frá skipum eða af
öðrum ástæðum."
Jafnhliða þessum þrem megin
liðum fól þingsályktunin í sór
áréttingu og ábendingu um önn-
ur meiri háttar atriði varðandi
iandhelgismálið, sem rétt er að
minna á, en í henni segir:
„Jafnframt ályktar Alþingi að
árétta þá stefnu, sem ríkisstjórn
íslands mótaði í orðsendingu til
alþjóðalaganefndar Sameinuðu
þjóðanna 5. maí 1952, að ríkie
stjóm fslands sé rétt og skylt að
gera allar nauðsynlegar ráðstaf-
anir á einhliða grundvelli til þess
að vemda auðlindir landgrunns
ins, sem landið hvilir á.
Alþingi minnir á friðunarráð
stafanir íslendinga sjálfra á
hrygningarsvæðum síldar við
Suðvesturland, sem koma munu
í veg fyrir eyðingu á þessum fiski
stofni. Alþingi felur ríkisstjóm-
inni að undirbúa nú þegar frið-
unaraðgerðir fyrir öllum veiðum
tU vemdar ungfiski á landgrunns
svæðinu utan 12 mílna mark-
anna, þar sem viðurkennt er, að
um helztu uppeldisstöðvar ung-
fisks sé að ræða. Jafnframt felur
Alþingi fulltrúum fslands við
undirbúning hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna að kapp-
kosta, að sett verði skýr ákvæði
um friðunarsvæði til verndar
fiskistofnum í samræmi við nið
urstöiðuir visindallegra rann-
sókna, enda sé þá jafnframt gætt
sérstæðra hagsmuna strandríkis
eing og íslands, sem byggir efna
hagslega afkomu sina og sjálf-
stæði á nýtingu þess hafsvæði3,
er umlykur fsland á landgrunni
þess.“
Eftir alþingiskosningarnar 13.
júní 1971, sem til stjómarskipta
leiddu, var framangreind nefnd
kölluð saman, og var þá Lúðvík
Jósepsson, sjávarútvegsráðherra,
lcjörinn formiaður hennar. For-
maðurinn hefur ekki sýnt lit á
því að kalla nefndina saman tii
starfa þeirra, sem henni eru fal-
in samkvæmt fyrrgreindri alþing
issamþykkt. ítrekuð hafa verið
tilmæii til formanins nefndarimn
ar um að kalla hana saman til
starfa, en án árangurs. Hefur því
verið talíð nauðsynlegt að láta
ekki Xengur dragast að semja
frumvarp það, sem nefndinni var
skylt að gera. Frumvarp þetta
til laga um landgrunn fslands og
hafið yfir því, fiskveiðilandheigi,
vísindalega vemdun fialcimiða
landgrunnsins og mengunarlög-
sögu er fram Xx>rið af framan
greindum ástæðum."
LANDGRUNNIÐ OG HAFIÐ
YFIR ÞVf ER EITT
„í frumvarpi þessu er kveðið
á um þau atriði, sem ályktun Al-
þingis frá 7. apríl 1971 sagði til
um í meginatriðum. Eru þau nú
nánar skilgreind í frumvarpinu.
Á meðfylgjandi korti, sem er
fylgiskjal, er dregin sú iandhelg
islina fislcveiðilögsögunnar, sem
framangreind álylctun Alþingis
sagði til um í aðalatriðum. Gert
er þó ráð fyrir því, að Alþingi
lcunni síðar að breyta þesisum
ytri mörkum fiskveiðilandhelg-
innar, sem nú og síðar mundi æ
tíð verða miðuð við lamdgrunnið
sjáift í samræmi við vísindalega
skilgreiningu þess og hagnýting
armöguleika, sbr. 2. gr. Það er
kjarni þessa frumvarps, að ís-
land, landgrunn þess og hafið yf
ir því sé eitt og sameiginlega inn
an marka íslenzka ríkisins.
Þegar fiskveiðideilan við Breta
var leyst árið 1961, var það gert
með ályktun Alþingig (ALþt.
1960, 204. mál), þar sem Alþingi
heimilaði ríkisstjóminni að leysa
þessa deilu í samræmi við orð-
sendingu milli rikisstjórna ís-
lands og Bretlands, sem prentuð
var með þingsályktunartillögunmi.
Ágreiningur við Vestur-Þjóðverja
vair leystur með sarrta hætti. Upp
sögn eða breytingar á þessum
samningum eru því ekki löggjaf
aratriði og þvi ekki að þeim vik-
ið í frv. þessu.
í kaflaskiptingu frumvarpsins
felst efnisskipun þess. Fyrsti kafl
inn fjaUar um íslenzka land-
grunnið og hafið yfir því. Þar er
því slegið föstu, að hvort tveggja
sé innan marka íslenzka ríkisins
og að fslenzka landgrunnið teljist
í merkingu þassara laga ná svo
langt út frá ströndum landsins
sem urmt reynist að nýta auðæfi
þess. Þetta er í samræmi við þau
fyrirmæli, sem felcist í samþykkt
Alþingis frá sl. ári. Annar kafU
frumvarpsins fjaLIair um rétt ís-
lenzka ríkisinis til landgrumnains,
og í honum eru tekin upp ákvæði
gildandi laga hér að lútandi frá
24. marz 1969 um yfirráðarétt Ts
lands yfir landgrunninu umhverf
is landið, eins og áðumefnd álylct
un Alþimgis frá því í fyrra gerði
einnig ráð fyrir. Þriðji kaflinn
fjaliar svo um fiskveiðilandhieigi
íslands, og eru í honum nákvæm
ar skilgreiningar á því og fyrir-
mæU um, hvemig landhelgisln-
an skuli dregin, hvergi nær grurun
línu en 50 mílur, en að öðru leyti
miðað við 400 metra jafndýpis-
línu, þar sem hún liggur utan við
50 mílna mörlcin, sbr. 6., 7. og 8.
gr. Fjórði kaflimn fjallar u-m vís-
indalega vemdun fiskimiða land
grunnsins, og er þar byggt á eldri
ákvæðum laga hér um frá 1948 og
einnig tekin inn ákvæði um
mengunarlögsögu í samræmi við
þimgsályktuninia frá 7. apríl 1971
og með hliðsjón af undirbúningi
milliríkjasamþykkfcar 12 Norð-
austur-Atlantshafsríkja, sem ís-
land tekur þátt í, sbr. ráðstefnu
sem haldinn var í Osló dagana
19. til 22. október 1971. Fyrir dyr-
um stendur undirritun þessarar
samþykktar. f fimmta kaflanum
eru svo ákvæði um það, að eldri
lög, sem tekin hafa verið inn í
þetta frumvarp, falU úr gildi, og
einnig ákvæði um gUdistöku lag-
anna samkv. þessu frumvarpi og
þá miðað við 1. september 1972.“
ÍSLAND —i
\E>'
FLATARMAL FISKVEIÐILANDHELGI
í ÞÚSUNDUM FERKÍLÓMETRA **