Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1972 * ft ÓSKA EFTIR MEÐEIGANOA í 12 tn. bát. Viðkomarvdi þarf að gota lagt fram 500 þús. kr. Vinsoml. teggið nafn irm á afgr. MW, merkt Bátur 1702, fyrir 19. þ. m. STEYPUHRÆRIVÉL óskast, stærð 1—2ja poka. Upplýsiogar í síma 61344. UNGUR VERKFRÆÐIIMGUR, giftur og með tvö böm, óskar eftir 3ja til 4ra herbergja rbúð sem fyrst. Tilboð serrdist afgr. Mbl. merkt 1976. ÉG, 19 ára kennararvemi, vii taka að mér að gæta baroa á kvöldiin. Annað gæti komið til greina. Upplýsingar í síma 16640, eftir kl, 1.00 (13.00). SMELTI — HANDAVINNA Ný námskeið að hefja-st í smelti, taumálun, tauþrykki og hannyirðum. Uppl. í síma 84223. Jóíbamna Snorradóttir. ATVINNA ÓSKAST Stúlka óskar eftir atvinnu ihálfan daginn. Margt kemiur til greina. Er vön afgreiðslu- störfum, hefuir bíl ti'l uimráða. Upplýsingar í síma 86037. ÓSKA EFTIR sumarbústað eða sumarbú- staðalaindi á góðum stað inrvam við 100 km frá Rvik. Tilboð sendist Mbl. fyrir 19. febr. merkt Sumarbústaður. KEFLAVlK írisfatnaður nýkomi'nn — peysur og samfestingar. Verzlunin Elsa. KEFLAVlK Glæsilegur ungibamafatnaður frá Spáni og Danmörku. Útigallar, kjótar og föt. Verzlunin Elsa. KEFLAVlK Vöggusett, vagniteppi, k»ð- úlpor, kápur, húfur og treflar. Verzlunin Elsa. KEFLAVÍK — NJARÐVlK Siwa þvottavél til sölu með hitara og þeytivindu. Uppl. í síma 2168. KONA ÓSKAST á fámenrvt sveitaheimi'li sem fyrst, má hafa 1—2 börn. Uppl. í síma 33266. TIL SÖLU Volkswagen, árgerð '59. Sími 84168. AFSKORIN BLÓM og pottaplöntur. VERZLUNIN BLÓMIÐ Hafnarstræti 16, s'rmi 24338. TAPAZT HEFUR lítiH, svartur köttur, með rautt hálsband. Vinisamlega'st hringið í síma 26638. LITMYNDIR FRÁ ALASKA í kvöld kl. 8.30 verður Ferðafélagskvöldvaka í Sigtúni (húsið opnað kl. 8.00). Þar verða sýndar litmyndir frá Alaska. Dr. Sig- urðnr Þórarinsson mun sýna myndir frá fjalllendum norðan Anch- orage og víðar, en Einar Þ. Guðjohnsen sýnir myndir frá lax- veiðum við strendur landsins. Auk þess verður myndagetraun og dans til ld. 1. Myndin hér að ofan er af laxveiðibát í Suðaustur- Alaska. Því eins og: jörðin lætur gróður sinn koma npp og eins og aldingarðurinn lætur frækorn upp spretta svo mun herrann Drottinn láta réttlæti og frægð uppspretta i augsýn allra þjóða. (Jes. 61.11). 17. febrúar og er það 48. dagur ársins anSepnpnnnj Snp j 1972. Eftir lifa 318 dagar. Stórstreymi. Tungl næst jörðu. Ar- degisháflæði kl. 7.54 (Úr islands almanakinu). Almennar upplýsingar um lækna bjónustu í Reykjaviik eru gefnar í simsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögnm, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, símar 11360 og 11680. Vestmannaeyjar. Neyðarvaktir lcekna: Símsvari 2525. Tannlæknavakt í Heilsuvemdarstöðinni alla laugardaga og sunnudaga kl. 5—6. Sími 22411. Næturlæknir í Keflavík 17.2. Kjartan Ólafsson 18., 19. og 20.2. Arnbjörn Ólafs- son 21.2. Guðjón Klemenzsön. Mimið frímerkjasöfnun Geðverndarfélagsins. Póstbólf 1308, Reykjavík. ásgrimssafn, Bcrgstaðastræti 74 w opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Xáttúrugrrlpasafnið HverfisgótU 116, Opið þriðjud., fimmtud., iaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Ráðgjafarþjónunta Geðverndarfélaga- Ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—630 siðdegis að Veltusundl 3, simi 12139. tUónusta er ókeypis og öllum helmll. FRETTIR Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, kvennadeild. Föndurfundur verður að Háa- leitisbraut 13 í kvöld, fimmtu- dag kl. 8.30. Fagurt fordæmi Héldu hlutaveltu til styrktar lömuðum og fötluðum. 5 tíu ára stúlkur úr Kópa- vogi komu á dögunum á skrif- stofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og færðu félaginu kr. 1.500, —■ sem var ágóði af hluta veltu, sem þær héldiu og stóðu algerlega að sjiálfar, með söfnun og öðrum undirbúningi. Þegar þær voru spurðar, hvers vegna þær hefðu haft þetta félag í huga, þegar þær voru að vinna að þessu með svo góðu hugarfari, sagði ein úr hópnum, að hún hefði komið í stöðina að Háaleitisbraut 13 með vinkonu sinni, sem hefði þurft hjálpar við, og þá hefði hún séð svo margt gott starf unnið hér, og langað til að hjálpa svolítið til með vinkon- um sínum. Félagið hefur beðið Morgunblaðið að koma kæru þakklæti til stúlknanna og máski verður þetta fordæmi til fleiri slíkra atvika. VÍSUKORN Ellimóður, uppgefinn, afla róður þrotinn. Andans gróður allur minn eru Ijóðabrotin. Hjálmar frá Hofi. SÁ NÆST BEZTI Hermaður hafði verið lengur utan herbúðanna en hajnn hafði leyfi til og ætlaði hann að reyna að laumast yfir girðinguna og komast í bragga sinn, áður en til hans sæist. Þegar hann var kominn með annan fótinn yfir girðinguna, kallaði vörðurinn til hans og spurði hvert hann væri að fara. „Ég ætlaði aðeims að skreppa snöggvast út fyrir,“ svaraði h.er- maðurinn. „Það verður ekkert af þvi, karl minn,“ svaraði vörðurinn byrstiur. „Komdu innfyrir undir eins.“ Gamlir munir Hér birtist mynd af útskorn- um ullarlár og má þar einnig sjá ártalið 1690, sem er á gafl- inum. — Ullarlárar, eða lyppu- lárar eins og þeir voru oft kall- aðir, voru eingöngu notaðir til þess að geyma í þeim ull eða lopa, en einkum þó kembur spunakonunnar, því að þær máttu sízt verða fyrir hnjaski, en þá voru lárar þessir stund- um kallaðir kembulárar og num það nafn einkum hafa festst við þá á síðari tímuni, er tóvinnu- konur notuðu þessa þarflegu hirzlu undir kemburnar sínar. — Það niá víst fullyrða það, að nú á tímum sjást ekki lárar á íslenzkum heimilum, en minja- sö.Vnin okkar hafa varðveitt marga þjóðlega muni og þar get- um við fengið að skoða þá. (tír byggðasafni Skagfirðinga). „Þannig veiða þeir loðnuna á Grænlandi“ Einn af góðvinum Morgun blaðsins, Mats Wibe Lund, yngri, var s.l. vor á ferð á Grænlandi og hittist þá svo á, að hann sá mjög sérstæða ioðnuveiði, enda mun þá hafa verið hrygningartími loðnunnar. Þótti okkur því fróðlegt, sérstaklega af þvi, að loðnuveiði er hafin hér við land núna, að spyrja hann um ferðina og fá hjá honum myndir af loðnuveiði þeirra Grænlendinga. „Já, það var mjög skemmti- legt að sjá þetta, og ísinn myndaði bakgrunninn. Loðn- an eða angmagsat, eins og Grænlendingar kaila hana, hefur frá aldaöðli haft mikla þýðingu fyrir þessa sérstæðu veiðiþjóð. Loðnan hefur m.a. gefið nafn einni stærstu „borg“ í Austur-Grænlandi Angmagsalik. Þegar ég var á ferðinni í Norðivestur-Grænlandi sl. vor varð ég vitni að hrygningar- t'ima ioðnunnar. Þá fór loðn- an í geysistórum göngum alveg upp í landsteinana, þar sem krakkamir gátu mokað hana upp, eins og þau vildu. Síðan breiddu þau hana til þerris á klappirnar. Aðallega er loðnan notuð sem hunda- fóður á veturna." „Borða Grænlendingarnir þá ekki loðnuna sjálfir?“ „Jú, jú, og þeim þykir hún herramannsmatur, og ég gat ekki betur séð, en hún væri uppólhald'sréttur á matseðlin- um á hótelinu. 1 Suðvestur- Grænlandi nota þeir loðnuna einnig sem kindafóður, og í Sukkertoppen og Godthaab, framleiða þeir talsvert magn af loðnumjöli. Aðallega sýndist ihér þetta þó vera skemmtun fyrir krakkana, sem mokuðu henni upp mest allan sólarhringinn, meðan á göngunni stóð. En hrygningargöngurnar standa yfirleitt stutt, ekki nema 10— 14 daga á hverjum stað, svona f!rá mániaðamótum maí júní og fram í júlí. Myndimar, sem þú færð hjá mér eru ýmist frá Jakobs havn eða Sarkak.“ Um leið og við Mats Wibe Lund yngri felldum talið, var það sameiginleg ósk okkar, að Islendinigar yrðu loðnir um iófana eitt árið enn af loðnunni.— Fr.S. A FÖRNUM VEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.