Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FHBRÚAR 1972 Oítgsfandl hf Árvakuc R’&ykjavík Ftíamftvaemda&tjóri Hairaldur Sveínsaon. Rilsíjórar Mattlhfas Johanwessen, Eýjólifur KonráÖ Jórtsson AðstoSarrítstjórf Sityrmk Gunnarss'on. Ritstíórnarftflftrú! Rorbjöm Guömundsson Préttastjóri Björn JóHiannsson. Auglýsingastjöri Árnl Garðar Krlstlnsso-n. ftitstjórn og afgreiðsla Aðalatrætl 6, sfml 1Ö-100. Augjýsingar Aðalstreetl ö, sfmi 22-4-BO AsfcriftargjaW 225,00 kr á imðnuðl Jnnaniandls f fausas&Tu 15,00 Ikr elntakiö fj^ör Hannibals Valdimars- sonar, samgönguráðherra, til Bandaríkjanna hefur vak- ið almenna eftirtekt og nokkrar deilur í herbúðum stjómarflo'kkan.nia. Samgöngu ráðherra dvaldi í Banda- ríkjunum í rúma viku og átti þar viðræður við hina æðstu yfirmenn flota Atlantshafs- bandalagsins í Norfolk-flota- stöðinni. Ennfremur ræddl hann við æðsta yfirmann bandaríska flotans, þekktan og umdeildan hermann og loks hafði hann tal af hátt- settum embættismönnum og ráðherrum í utanríkisráðu- neytinu í Washington. För Hannibals Valdimars- sonar hefur ekki sízt vakið athygli vegna þess, að hvorki utanríkismál, samskipti við aðrar þjóðir né varnarmálin heyra undir hans ráðuneyti. Hins vegar hefur þessi ferð verulega þýðingu, þegar hún er skoðuð í ljósi þess, að Hannibal Valdimarsson er lykilmaður í núverandi ríkis- stjórn, enda þótt hann hafi ekki látið mikið að sér kveða frá því að hún tók við völd- um. Afstaða hans til varnar- málanna getur því haft mikla þýðingu varðandi afstöðu rík- isstjórnarinnar til öryggis- málanna. Þess vegna skiptir miklu máli, að samgönguráð- herra sé öllum hnútum kunn- ugur og öðlist nákvæma þekkingu á þeim vandamál- um, sem við er að etja í varn- armálum okkar. Af þessum sökum er fyllsta ástæða til að fagna því, að ráðherrann hef- ur tekizt þessa ferð á hend- ur, og þess er að vænta, að hann hafi haft af henni mikið gagn. Það var komið í ljós, áður en samgönguráðherra hélt til Bandaríkjanna, að ekki ríkti ánægja hjá öllum stuðn- ingsmönnum núverandi ríkis- stjórnar yfir þessari för. í sjónvarpsþætti um varnar- málin fyrir skömmu var sér- staklega spurt um þessa ferð, en þá hafði hennar ekki áður verið getið í fjölmiðlum. Hins vegar mun ráðherrann þá hafa verið búinn að skýra samráðherrum sínum frá henni. Fyllsta ástæða er til að ætla, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafi lekið upp- lýsingum um ferðina til skoð- anabræðra sinna, sem fram komu í fyrrnefndum sjón- varpsþætti, í því skyni að klekkja á samgönguráðherra í augum vinstri sinnaðra and- stæðinga varnarliðsins. Þessi skoðun var staðfest í Þjóð- viljanum sl. sunnudag, en þá birtist þar grein undir dul- nefni, þar sem mjög var veg- ið að samgönguráðherra vegna þessarar farar. í gær var hins vegar gengið beint til verks á síðum Þjóð- viljans og opinskátt veitzt að Hannibal Yaldimarssyni •vegna ferðar hans til Banda- ríkjanna. í grein þessari seg- ir greinarhöfundur m.a.: „Ekki síður verða þeir hvumsa við, sem fylgja þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, að herinn skuli fara úr landi á kjörtímabilinu, þegar einn ráðherrann fer í heimsókn til Bandaríkjanna, að því er virðist einkanlega í boði æðstu yfirmanna Atlantshafs- flotans og ræðir auk þess sér- lega við þau nátttröll kalda stríðsins í Danmörku og Noregi, sem holað er niður í þessum áróðurs- og stríðs- æsingamiðstöðvum. Til hvers er þessi för farin?“ í lok greinarinnar segir svo: „Það er því nánast með áhyggju- blandinni vongleði, sem and- stæðingar hersetunnar bíða þess, hvort heim komi hjart- veikur og eftirgefanlegur ald- ursforseti eða sá sigurglaði sveinn, sem allir landsmenn hafa nokkrar taugar til og gæti öðrum betur sýnt út- lendum herskálkum fram á, að íslendingar þykjast enn hafa vit til að sjá sjálfum sér hlut til handa — og vilji halda sæmd sinni.“ Þessi skrif sýna glöggt hví- líkt fjaðrafok hefur orðið í herbúðum kommúnista vegna vesturfarar samgönguráð- herra og jafnframt hitt, að þeir eru reiðubúnir til þess að vega að samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórninni um leið og færi gefst. Það hefur Einar Ágústsson orðið að þola, þegar fréttinni um ráð- herranefndina var af ráðnum hug lekið í Þjóðviljann. Það hefur Halldór E. Sigurðsson mátt reyna á BSRB-fundin- um, þegar Lúðvík Jósepsson ætlaði að slá sig til riddara í augum fundarmanna, með því að kannast ekkert við að ríkisstjórnin hefði neitað BSRB um viðræður um kjaramál ríkisstarfsmanna. Og nú er röðin komin að Hannibal Valdimarssyni að kynnast hinum sérstæða drengskap kommúnista í samstarfi við aðra. Að vísu hefur hann 12 ára reynslu að baki í þeim efnum, en endur- nýjar nú þann kunnings- skap. Morgunblaðið væntir þess, að vesturför samgönguráð- herra verði honum nokkurt íhugunarefni og að hann leggist á sveif með þeim öfl- um í þjóðfélaginu, sem tryggja vilja sjálfstæði og öryggi lands og þjóðar. „HERFÖR“ HANNIBALS Harmsaga hcimsbók- menntanna EFTIR MATTHf AS JOHANNESSEN Mörgum kunnum mönnum og heimsfrægum bregður fyrir í minn- ingabók N.M. Stalín og æðstu menn öryggislögreglu kommúnistaflokks- ins svífa þar auðvitað yfir vötnun- um. Það er engu líkara en við séum í för með Dante, en ekki N.M. Bukarin, einn helzti leiðtogi komm- únistaflokks Sovétríkjanna á þessum árum, virðist vera eini áhrifamaður- inn, sem reynir að koma O.M. til hjálpar, en hann fékk ekki rönd við reist, frekar en Krúsjeff þegar hann reyndi löngu síðar að rétta SoJzhenitsyn hjálparhönd. Kerfið hjó hana af honum — jafnvel honum — og síðan komst drep í allan líkama „eftirlaunamannsins". Bukarin var gamall bolsi eins og kunnugt er, fé- lagi í æðsta ráðinu frá 1919—1929, forsvarsmaður Komintern og rit- stjóri Izvestija, aðalmálgagns ríkis- stjórnarinnar. Hann virðist hafa haft einhverjar mannlegar taugar, enda var hann „hreinsaður" 1937 og var einn helzti sakborningur í rétt- arhöldunum miklu 1938, og þá dæmdur til dauða. Við kynnumst einnig mörgum menntamönnum, skáldum og rithöf- undum í minningabók N.M. Rússn- eska skáldkonan Anna Akhmatova (1888—1966), helzta skáldkona Sov- étrikjanna á þessari öld, var sér- legur vinur O. og N. Mandelstam. Hún talar í einu Ijóða sinna um að kveikja í nýársísnum með tárum sín- um. Bn engurn tókst að kveikja í nýársis byltingarinnar, ekki heldur þeim sem trúðu á hana. Þeir, sem hafa á'huga á skáldikon- unni, lífi hennar og viðhorfum ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að kynnast henni í þessari bók. Anna Akhmatova var gift einu helzta ljóð- skáldi Rússlands á fyrsta tug aldar- innar, Nikolaj Gumiljov (1886— 1921), en hann var ákærður fyrir gagnbyltingarstarfsemi og líflátinn. Hvers vegna? hrópaði Anna Akhma- tova, þegar þeir sem höfðu smitazt af andrúmsloftinu spurðu: hvers vegna hafa þeir handtekið hann ... eða hann? Hvað áttu við með hvers vegna? spurði skáldkonan. Það er kominn tími til að þú skiljir að fólk er handtekið áin tilefnis . . . Þessi orð í bók N.M. minna á ljóð Önnu Akhma- tova, sem hefst á þessum orðum: Þetta var á þeim tíma, þegar aðeins hinir dauðu brostu. Það er áreiðanlega engin hending, þegar Anna Afchimatova seg ir á einum stað: Skuggi minn var leiddur til yfirheyrslu. Hún gaf O.M. biblíuna sína: Gamla testamentið þekkti hún vel og elskaði það, seg- ir N.M., og talaði um alls konar smáatriði í því. En O.M. óttaðist aft- ur á móti guð, (ihér skrifað með litl- um staf skv. boði K.G.B. (rússnesku öryggislögreglunnar), sem auðvitað er táknuð með stórum staf!) Gamla testamentisins og ógnandi einræðis- vald hans. Hann sagði . . . að kenn- ingin um þríeininguna hafi gert kristindómnum kleift að yfirbuga einveldi hins gyðinglega Guðs. Og auðvitað óttuðumst við einveld- ið . . . segir N.M. O.M. hefur sagt meira um kristindóminn: Undiursam- leg náð hans hefur á 2000 ára menn- Anna Akhmatova. ingarskeiði orðið heiminum fyrirbeit um frelsisleik og andlega gleði, fyrir- heit um frelsi til að vera eins og Kristur. Þá kemur Alexander Blok (1880— 1921), eitt helzta Ijóðskáld rússn- eska symbólismans á þessari öld, nokkuð við sögu í bók N.M. Hann játaðist undir byltinguna en Púshkin daginn 1921 lýsti hann yfir því, að „friðurinn og frelsið eru tekin frá okkur. Skáldið deyr af því að það getur ekki lengur andað, og lífið hefur glatað tilgangi sínum.“ Nad- ezjda segir, að hann hafi líkt okkar öld við fall Rómar. Að áliti hans hrundi siðmenning einstaklings- ins og í fallinu dró hún með sér húmanismann og hinn siðmenntaða heim. í staðinn kom hin villimann- lega mergð, sem var í engri snert- ingu við menningoina, en hafði varðveitt „sál tónlistarinnar" og flutti með sér nýja menningu ... Athyglisvert er að Blok sá fyrir þýzku og slavnesku fjöldahreyfing- amar. Hugsun hans var lík boðskap Spenglers. En O.M. var aldrei hald- inn af kenningum Spenglers. Hann las „Untergang des Abendlandes" og sagði að kenningar Spenglers ættu ekki við kristna menningu. O.M. hafði aldrei á tilfinningunni að í að- sigi væru nein þau ragnarök, sem voru ein helzta forsenda svart- sýni Bloks. Þá kemur Boris Pastemak (1890— 1960) einnig þó nokkuð við sögu. Svo virðist af bók N.M. að þetta skáld, sem síðar átti meiri þátt í að afhjúpa miskunnarleysi kommúnism- ans og grimmd guðsins en flestir aðrir, hafi ekki gert sér neina verulega grein fyrir ógnunum hans og tortímingarstarfi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Hann var eins og Anna Akhmatova segir um líf sitt í einu ljóða sinna: áin sem var hætt að þekkja bakka sína. Pasternak bað Stalín að miiskunna sig yfir O.M., og sagði síðar við Nad- ezjda að sú staðreynd, að hann gekk bónleiður til búðar ein- ræðisherrans hefði orðið til þess að hann gat lengi á eftir ekki ort eitt einasta ljóð. Um afstöðu Pasternaks fyrr á árum segir Nadezjda þessi orð, sem hljóma eins og áminning til okkar allra: „Ég hafði á tilfinning- unni að Pasternak tryði því þá, að samtíminn, sagan og framtíðin holdguðust í þeim manni, sem hann hafði talað við (þ.e. Stalín) og hann hefði einfaldlega fengið löngun tii að sjá þetta furðuverk sjálft ljóslií- andi úr sem minnstri fjarlægð." I símtali Pasternaks og Stalíns sagðl einvaldurinn m.a.: Er hann (þ.e. O.M.) ekki meist- ari? Pasternak svaraði. Jú, en það er ekki um það, sem málið f jallar. Um hvað þá? Líf og dauða, svaraði Pasternak. Pastermak reyndi aftur að ná sam- bandi við Stalín, en án árangurs. Sízt af öllu var hættulaust að vera „meistari" í Sovétríkjunum. Trúar- brögð kommúnismans þoldu aðeins einn meistara. Og hann var ekki frá Nasaret. Meistarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.