Morgunblaðið - 12.03.1972, Page 4
MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDÁ.GUR 12. MARZ 1972
22*0-22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
14444 ©25555
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 11422, 26422.
BÍLAIEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Bilaleigan
TÝR “
SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937)
Einangrun
G6ð plastemangnm hefur hrta-
lerðoistaðal 0,028 til 0,030
Kcal/mh. "C, sem er verulega
minfM hrtaleiðol, en flest ðnn-
ur einangrunarefrvi hafa, þar á
meðal gleruW, auk þess sem
piasteinangrun tek-jr nálega eng-
an raka eða vatn í sig. Vatns-
drægni margra annarra einangr-
unarefna gerir þau, ef svo ber
undir, að mjög lélegri einangrun.
Vér hófum fyrstir allra, hér á
landi, framleiðslu á einangrun
(k plasti (Polystyrene) og fram-
teiðum góða vöru með hag-
stæðu verði.
REYPLAST HF.
Armúla 44. — Sími 30978.
HUGVEKJA
Sr. Þórir Stephensen:
FRAMMIFYRIR KRISTI
1 DAG er 4. sunnudagur löstunnar.
Aðalguðspjall dagsins er um mettun
fimm þúsundanna. Við þekkjum þá
sögu vel, um ungmennið, sem kom til
Jesú og gaf honum nestið sitt, fimm
lítil byggbrauð og tvo smáfiska.
Þama mætast tveir menn. Annar
er í æsku. Hinn er fullþroska maður,
þó ekki aldraður. Það geislar af hon-
um góðleik og göfgi, og hamn hrífur
alla með íramkomu sinni. Augu hans
ein nægja jafnvel til að bræða hjarta
hins forherta manns, gera hroka hans
að auðmýkt, sjálfsánægju hans að
iðrun, eigingimi hans að fómfýsi.
Persónuleiki mannsins er svo mikill,
að hann hefur áhrif, hvar sem hann
fer.
Nafn unga mannsins þekkjum við
ekki. Hinn er Jesús Kristur.
Ungi maðurinn hefur farið langa
leið, hann hefur lagt mikið á sig til
þess að ná til Krists. Móðir hans hef-
ur gefið honum nesti til ferðarinnar,
að visu ekki mikið, en það á þó að
nægja honum einum,
En þegar þeir hittast, Kristur og
ungi maðuriun, þá breytist viðhorfið.
Það, sem honum fannst áður, að
mundi eingöngu vera fyrir hann ein-
an, það finnur hann nú, að hann get-
ur gefið öðrum hlutdeild í. Kristur
hefur þau áhrif á hann, að honum
finnst í raun og veru ekki skipta
máli, hvort hann nýtur nokkurs af
því sjálfur, aðeins ef hann getur orð-
ið öðrum að liði.
Meðan ungi maðurinn var einn,
meðan hann hafði ekki mætt Kristi,
þá nægði nestið hans aðeins handa
honum einum. En þegar hann hafði
kynnzt Kristi, var hann orðinn af-
lögufær, fær um að miðla öðrum.
Nestið hans hafði þó ekkert breytzt,
aðeins hann sjálfur, hans innri mað-
ur.
Og þetta er það, sem gerist enn í
dag. Við það að kynnast Kristi, við
það að hrífast af boðskap hans og
lífi verður hver einstaklingur adltaf ; :
að einhverju leyti nýr maður. Ungi
maðurinn í guðspjallinu varð bæði
meðvitandi um þörf annarra manna,
meðbræðra sinna, fyrir hlutdeild í lífi
hans, og eins fann hann, að hann var
í raun og veru aflögufær og í þörf
fyrir að deila lífinu sínu með þeim.
Þess vegna gaf hann Jesú nestið
sitt og hjá þvi getur ekki farið, að
hann hafi undrazt, hve mikið gat
orðið úr því á þennan hátt. Ef hann
hefði notað það handa sjálfum sér
eingöngu, er útilokað, að svona hefði
farið.
Þessi ungi maður fylgdist með stór-
um hópi fólks, sem fylgdi Jesú eftir
langa leið til þess að hlýða á hann og
nema af honum. Við erum á þessari
sömu leið, þú, lesandi minn, og ég.
Við höfum fengið okkar veganesti til
ferðar okkar um lífsveginn. Og á
sunnudegi, þegar við lesum grein eins
og þessa, sem ber heitið hugleiðing
eða hugvekja, þá erum við að leita
á slóðir Krists, þá erum við á sömu
leið og fólkið, sem varð samferða
unga manninum yfir í óbyggðirnar
austan Genesaretvatnsins. Við finn-
um vel, að margt er að. Okkur skort-
ir tillitssemi til fólksins, sem við um-
göngumst mest, heima og á vinnu-
staðnum. Við fínnum, að við erum
oft bæði eigingjörn og ráðrik og ekki
nærri nógu velviljuð. Við höfum oft
gaman af að tala um það, sem miður
fer í fari náungans, í stað þess að
bera í bætifláka fyrir hann og hjálpa
honum til betri vegar. Já, við finn-
um, að framkoma okkar er ekki
nærri alltaf sem skyldi, ekki nógu
sönn og einlæg, já, drengileg.
Öllu þessu getur Kristur breytt. Sá,
sem leitar af alhug til Krists og legg-
ur allt, sem hann á, í hans kærleiks-
hendur, verður betri maður gagnvart
öðrum, nær betri árangri í eigin lifi
og verður þar af leiðandi hamingju-
samari maður.
Leiðimar til þessa eru ýmsar. Við
getum hugleitt, hvað Jesús hefði gert
í okkar sporum og reynt að læra af
því. Við getum líka beðið hann, og
það er að mínum dómi bezta ieiðin.
1 bænunum okkar skulum við leggja
allt, sem okkar er, I hans hönd likt
og ungi maðurinn gerði forðum. Við
skulum segja honum allt, sem með
okkur býr og veldur okkur heilabrot-
um og erfiðleikum, og við skulum
biðja hann að hjálpa okkur og leggja
okkur svo öll fram um að fylgja boð-
skap hans.
Ég er viss um, að árangurinn get-
ur orðið undraverður í lífi okkar. Or
því litla, sem okkar er, getur Kristur
gert ótrúlega hluti, ef við viljum af
henda honum það. Þá fyrst verður
það mikils virði, hrein og óþrjótandi
auðlegð fyrir líf okkar.
Við hugsum oft um okkur sjálf sem
einstaklinga fyrst og fremst. En
frammi fyrir Kristi finnum við, að
við erum jafnframt hluti stórrar
heildar, hluti af fjölskyldu Guðs. Og
sá, sem er hluti af fjölskyldu, hefur
skyldum að gegna gagnvart henni.
Ef allt er eðlilegt, þykir honum vænt
um fjölskyldu sína og gjörir með
gleði allt, sem henni er til góðs.
Það er þetta, sem Kristur vill láta
okkur finna, þegar við stöndum
frammi fyrir honum. Mennimir eru
allir bræður, allir úr sömu fjölskyldu
og þurfa allir á kærleika að halda,
kærleika Guðs og kærleika með-
bræðra sinna. Og það hugárfar vill
Kristur skapa í sál okkar hvers og
eins, svo að við leggjum af allt, sem
hindrar slik samskipti og leggjum í
hans hendur það, sem okkur hefur
verið gefið i nesti til vegferðar okk-
ar hér, svo að máttur hans móti það
til margfaldrar blessunar fyrir mann-
lífið í heild.
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON.
Úti á viðavangi
Maður skyldi aidrei seg.ja
aldrei, var einu sinni sagt, og
mikið lifandis skelfing er niik
ið réttneifni i þessu, þvl að
mér fannst einhvem veginn,
að nú mætti ég ekki skrifa
meira um starana, fyrr en
komið væri hanst.
En maður skyidi aldrei
segja aldrei. Ég heid hann
hafi hvíslað þvi að mér í trún
aði, hann Jón Arnfinnsson,
þegar hann kom hingað nið-
ur á blað fyrir mjög skömmu,
— að nú væri starinn orpinn,
þarna rétt í næsta húsi við
sig á Baldursgötunni, ekki þó
í Garðshorni, sem þeir
byggðu heiðursmemnirnir,
Kjartan og Felix, og þar sem
Grýta sér um skyrturnar.
En allavega þar mjög nærri,
—- og svo eins og allir vita,
verpa þeír stararnir lika í
litlu götunum í Krimglunni í
Alþin.gis.húsinu, og starar eru
taldir berá.íneð sér flær, þar
af óværðinVsem stundum sæk
ir á alþingisiménn, þegar þeir
láta sér sérstaklega annt um
landsmenn í einu formi eða
öðru. : ■
. Og svo Sá ég þá aílt í einu
grein í dönsku blaði um dag-
inn, sem bar yfirskriftina:
„Fyrst, þegar stwrinn er
floginn, er vorið komið.“ Og
þá kwmu mér í hug nokkrar
hendingarx Tómasar í kvæð
inu Frá liðnu vori, en þær
ganga svo:
„Og vorið kom í maí, eins og
vorin komu forðiim,
með vængjaþyt og sólskin og
næturkyrrð og angan.
Og kvöld eifct niðri á bryggju
hún kyssti mig á
vangann.
Það kvöld gekk lítið hjarfca í
fyrsta sinn úr skorðum.“
1 þessu danska blaði segir
Starahópur í tré. Myndin er úr danska blaðimi, sem minnzt
er á í greininni, en gæti svo sem alvog verið frá Öðins-
torgi eða frá Skerjafirði.
ýmislegt skemmtilegt um star
ana og raunar byrjar grein-
in á því, að segja, að fólk
skuli ekki reka upp gleði-
hróp yfir að sjá stara á þess-
um árstíma og alls ekki
blanda Thy og Mors inn i
Framhald á bls. 19
með DC-0
L0FTLEIDIR
PARPömun
bein líno í ÍQf/kfófdttikl
asroQ
^Kaupmanndhöín ^Osló ^ Stokkhólmur
sunnudaga/ sunnudaga/ mánudaga/
mánudaga/ [oriójudaga/ driÓjudaga/ föstudaga.
fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga
^ GldSSOW
laugardaga
}London
laugardaga