Morgunblaðið - 12.03.1972, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1972
Otgefandi hf ÁrvakuC Röy'k'javík
FVsrrrkvæmda &tj’óri Ha,ra!dur Svemsiaon.
Rittisitjórar Matiihías Johan'nessen,
Eyfólifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri SÍtyrmir Gunnarsson.
RitstjómarSull'trúi riorbijönn Guðmundsson
Fréttastjóri Bjöm Jólhannsson
Auglýsingastjöri Árni Garðar Kristínsson
Ritstj'órn og afgreiðsla Aðaistraeti 6, sími 1Ö-100.
Augiiýsingar Aðalstraati 6, sfmi 22-4-SO
Áskriftargjafd 226,00 kr á 'mómuði irvnanlands
t iausasö'lu 15,00 Ikr eintakið
'E’inn af merkustu þáttunum
. í hinu mikla umbótastarfi
fyrrverandi ríkisstjórnar voru
hin nýju viðhorf og vinnu-
brögð, sem hún innleiddi í
uppbyggingu strjálbýlisins. I
fyrsta skipti var hafin gerð
sérstakra landshlutaáætlana
hér á landi og riðið á vaðið
með Vestfjarðaáætlun í sam-
göngumálum. Síðan kom at-
vinnumálaþáttur Norður-
landsáætlunar, þá Austf jarða-
áætlun í vegamálum og loks
var hafin gerð vegaáætlunar
fyrir Norðurland og skyldi
framkvæmd hennar hefjast
nú á næsta sumri, eins og
yfirlýst var af fyrrverandi
ríkisstjórn, þótt allt sé nú á
huldu um, hvort núverandi
ríkisstjórn treystir sér til þess
að standa við þau fyrirheit.
Þetta mikla umbótastarf
var unnið í samráði við sveit-
arfélögin og landshlutasam-
tök þeirra. Var það í samræmi
við þá skoðun sjálfstæðis-
manna, að þegar um er að
ræða málefni, er snerta jafn
mikið, ríkið og sveitarfélögin,
verði að líta á þau sem jafn-
réttháa aðila. Það var því
fullkomlega eðlileg og sjálf-
stæð yfirlýsing, sem m.a. þá-
verandi fjármálaráðherra,
Magnús Jónsson, gaf í sam-
bandi við breytta verkefna-
skiptingu ríkis- og sveitar-
félaga, að ekki væri unnt að
koma henni á, nema í fullu
samráði við sveitarfélögin,
enda yrði endurskoðuninni
hagað með þeim hætti, að þau
ættu þar formlega aðild að.
Því var það, þegar Samband
íslenzkra sveitarfélaga tjáði
sig reiðubúið til að hefja end-
urskoðun á verkefnaskipting-
unni, að Magnús Jónsson
skipaði menn af hálfu ríkis-
ins til þess að fjalla um þau
mál. Ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar lét það hins veg-
ar verða eitt af sínum fyrstu
verkum að setja þessa nefnd
frá, — ekki vegna þess, að
hún væri út af fyrir sig and-
víg nefndum, því að hún hef-
ur skipað eitthvað yfir 50
nefndir síðan hún settist að
völdum, — heldur vegna þess,
að hún taldi, að samtök sveit-
arfélaganna hefðu ekkert
með það að gera að vera
formlegur aðili að endurskoð-
un tekjustofnalaganna.
í þessu sambandi er nauð-
synlegt, að sá misskilningur
sé leiðréttur, sem hvað eftir
annað hefur komið fram í
málgögnum stjórnarsinna, að
núverandi ríkisstjórn hafi
beitt sér fyrir nýrri verkefna-
skiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Það er að vísu rétt, að
ríkisstjórnin hefur tekið yf-
ir nokkra málaþætti, sem
sveitarfélögin höfðu áður í
raun ekkert yfir að segja.
En það er ekki þetta, sem við
er átt með breyttri verkefna-
skiptingu þessara aðila, held-
ur hitt, að samtímis því sem
ríkið tekur yfir til sín einhver
af verkefnum sveitarfélag-
anna, fái sveitarfélögin önn-
ur í staðinn og þá um leið
tekjustofna til þess að standa
undir þeim. Þetta er mergur-
inn málsins. Og þetta verk
verður ekki unnið með við-
hlítandi hætti, nema sveitar-
félögin eigi formlega aðild að
þeirri nefnd, er að hinni
breyttu verkefnaskiptingu
vinnur. í þessu sambandi hef-
ur m.a. verið um það rætt,
að sveitarfélögin hafi skyldu-
fræðsluna með höndum að
öllu leyti, en framhaldsskól-
arnir hvíli hins vegar á herð-
um ríkisins. Að baki þessu
liggur það sjónarmið, að það
sé óheppilegt, að þessir aðil-
ar báðir skuli rísa undir
kostnaðinum við sömu verk-
efnih. Það er oftast svo, að
ábyrgðin hvílir á sveitar-
félögunum og frumkvæðið
verður að vera þeirra, en hin.s
vegar geta þau ekkert gert,
nema samþykki ríkisins og
fjárveitingavaldsins komi tii.
Þessu verður að breyta og
skilja á milli þessara aðila á
sem flestum sviðum.
Sjálfstæði sveitarfélaganna
er einn af hyrningarsteinum
hins íslenzka þjóðfélags. Að
því ber að vinna, að þetta
sjálfstæði þeirra sé tryggt og
aukið, — en það verður ekki
gert með öðrum hætti en
þeim, að þeir sem fara með
meirihlutavald á Alþingi og
standa að ríkisstjórn hverju
sinni, fáist til þess að um-
gangast sveitarfélögin sem
jafnréttháa aðila sér í þeim
sérstöku málum, er sveitar-
félögin varða. Málefnum
sveitarfélaganna verður ekki
skipað með viðhlítandi hætti,
nema í fullu samráði við þau,
þannig, að þau eigi formlega
aðild að öllum þeim ákvörð-
unum, sem teknar eru þeirra
vegna. Sú ríkisstjórn, sem
ekki skilur þetta, getur ekki
orðið langlíf í landinu.
SJÁLFSTÆÐI
SVEITARFÉLAGANNA
Reykjavíkurbréf
_____Laugardagur 11. marz_
Sigurður Pálma-
son látinn
Við lát Sigurðar Pálmasonar,
kaupmanns á Hvammstanga,
leiða menn hugann að því þjóð-
nytjastarfi, sem dugmestu menn
þessa lands hafa unnið á 20. öld-
inni, menn sem breytt hafa ís-
landi úr landi örbirgðar i land
allsnægta. Sigurður Pálma-
son rak verzlun í V-Húnavatns-
sýslu í meira en hálfa öld, og
hann var svo lánsamur, að ung-
ur dugnaðarmaður tók við, er
starfskrafta hans þraut og rek-
ur enn þróttmikla verzlun á
Hvammstanga. Sigurður starfaði
lengi og vel fyrir Morgunþlað-
ið.
Þeir einstaklingar, sem hófu
verzlunarrekstur á öndverðrl
öldinni, áttu við marghátt-
aða erfiðleika að stríða. Fólkið
bar í brjósti rótgróna andstöðu
gegn erlendu kaupmanna-
valdi, sem oft á tíðum færðist
yfir á islenzka kaupmenn. Sam
vinnufélögin voru að festa ræt-
ur og stundum sáust menn ekki
fyrir. Þótti þá jafn áríðandi að
knésetja kaupmanninn og
að bæta verzlunarkjörin. Vest-
ur-Húnavatnssýsla er algjört
landbúnaðarhérað; þar má segja,
að svo til enginn annar atvinnu
rekstur hafi verið stundaður. Og
samvinnuverzlun hefur bezt
þrifizt í landbúnaðarhéruð-
um, þess vegna er enn meira
þrekvirki að kaupmannsverzl-
un skyldi halda þar velli.
Þrátt fyrir þann mikla árang-
ur, sem samvinnustarfið hefur
víða borið, verður hinu ekki neit
að, að allt fram á þennan dag
hefur tíðum verið leitazt við að
leggjá samkeppnisaðilana að
velli. Hefur það verið gert í
nafni samvinnuhugsjónarinn-
ar, þótt auðvitað sé það and-
stætt hagsmunutn neytenda —
og raunar framleiðenda í sveit-
um líka — að verzlun sé einok-
uð. Samt sem áður hefur niður-
staðan orðið sú, að kaupmanna-
verzlanir hafa víðast gefizt upp,
en dæmið frá Hvammstanga, þar
sem öðlingsmaður mætti erf-
iðleikunum ætíð með bros á vör,
sýnir, að þar sem þrek er nægi-
legt, er unnt að sigra ofureflið
eða halda til jafns við það. Og
þá er verzlunarkjörum fólksins
bezt borgið, þegar samkeppninn
ar nýtur.
Nám og viirna
Á fundi um fíknilyfjaneyzlu
var athygli á því vakin, að sá
háttur, sem hér á landi er á,
að skólafólk vinni hluta ársins,
væri til þess fallinn að draga
úr lífsleiða ungra manna
og forða þeim frá því að lenda
á glapstigum. I umræðuþætti í
sjónvarpi var að því vikið, að
hætta væri nú á því, að stétta-
skipting myndaðist á Islandi.
Annars vegar yrði stétt mennta-
manna og hins vegar þeirra, sem
ekki hefðu notið langskólanáms.
Þessar umræður eru svo sann
arlega þess eðlis, að vert er að
ihuga þær náið. Islenzk alþýða
hefur fúslega lagt á sig erfiði
til að búa sem bezt í haginn
fyrir þá æskumenn, sem vilja
ganga menntaveginn, og all-
ir eru um það sammála, að þjóð-
félagið hafi nú efni á því að
tryggja að hæfileikar til náms
glatist ekki vegna fjár-
skorts. Komið hefur verið á fót
lánakerfi, sem úthlutar geysi-
miklum fjármunum ár hvert, og
sótt er á um frekari fjárfram-
lög, enda reynslan hvarvetna
að ekkert skilar sér betur en
fjárveitingar til skólamála. En
þær mega ekki stuðla að þrek-
leysi eða fyrirlitningu á dagleg-
um störfum aiþýðu manna.
Sjálfsagt verður það kölluð
íhaldssemi eða eitthvað verra, ef
á það ér bent, áð takmörk séu
fyrir því, hve langt eigi
að ganga í styrkveitingum til
námsmanna — ef þeirri skoðun
er haldið fram, að ekki eigi að
styrkja þá meir en svo, að þeim
sé nauðsynlegt að stunda at-
vinnu hluta úr árinu. Þeim skoð
unum hefur raunar verið hreyft
af eimuim núverandi þingmanni
Alþýðubandalagsins, að til
vansa væri, að námsmenn þyrftu
að vinna erfiðisvinnu hluta úr
ári!
Því hefur verið haldið fram,
að Island sé eina stéttlausa
þjóðfélagið í veröldinni;
kannski er það nokkuð mikið
sagt, en hitt er víst, að þorri
þjóðarinnar vill spyrna gegn
því, að stéttaskipting verði hér
á landi með svipuðum hætti og
víðast er erlendis. Stéttaskipt
ing sem byggist á miklum
mismuni á menntun þegnanna, er
engu betri en sú, sem byggð er
á misjafnri fjárhagsafkomu.
Stundum er menntasnobbið
meira að segja hvimleiðara en
þau forréttindi, sem menn kunna
að njóta vegna eigna sinna.
Námsfólk og
atvinnulíf
Áreiðanlega er affarasæl-
ast, að sá háttur verði áfram á
hafður, að skólar standi ekki
allt árið, heldur sé langt sumar-
frí og þá sé kappkostað að gera
öllum kleift að fá störf við sitt
hæfi við hinar margvíslegu
greinar islenzks atvinnulífs. Sá
æskumaður, sem einungis hefur
stundað bóklestur, kann að
verða talinn menntaður, en
hann skortir þó þann þroska,
sem við viljum, að allir Islend
ingar hafi til að bera. Hann hef-
ur ekki þá reynslu af íslenzku
þjóðlífi og þar með menningu,
sem þátttaka í atvinnulífinu ein
veitir honum. Hann hefur ekki
þau nánu kynni af dag-
legu starfi og striti, sem hverj-
um og einum eru nauðsynleg.
Eins og áður getur, bryddir
á því, að sumir menntamenn
telji það utan verksviðs síns að
vinna dagleg störf í íslenzku
þjóðfélagi. Sem betur fer
er þessi hugsunarháttur ekki
útbreiddur enn sem komið er.
En þó er rétt að gjalda varhug
við honum, því að tízkufyrir-
bæri eru býsna fljót að grípa
um sig, ekki sízt í röðum hinna
yngri.
Stundum er þvi a"S vísu hald-
ið fram, að námsmenn vinni svo
mikið, borið saman við aðra
þjóðfélagsþegna, að þeim sé
ekki of gott að hafa langt frí.
Raunar verður því ekki á móti
mælt, að nú virðast börn
og unglingar eiga að vinna mun
lengri vinnudag en hinir full-
orðnu, enda ekki örgrannt um,
að krakkarnir geri grín að
vinnutímastyttingunni, sem
vinstri stjórnin allra náðarsam-
legast afhenti launþegum, áiy
þess að spyrja þá álits. En hvað
sem þessu líður er ungmennunum
það áreiðanlega fyrir beztu að
slæpast ekki í nokkra mánuði á
ári hverju, heldur ber að
fá þeim viðfangsefni, sem eru
við þeirra hæfi, þ.e.a.s. störf í
hinu daglega lífi í þjóðfélaginu.
„...í hrópandi
andstöðu44
Fyrir nokkrum dögum, birtist
í Tímanum, viðtal við Halldór
Sigurðsson, f jármálaráðherra
um skattamál. Þar segir hann
m.a.
„Framkvæmd skattalaga-
ákvæða, m.a. um hlutafjárarð-
inn, flýtifyrninguna hjá fyrir
tækjum og margt fleira væri I
hrópandi andstöðu við málefna-
Nú er mikill annatimi i hraðfrystihúsum. Þessi mynd er úr hra.