Morgunblaðið - 12.03.1972, Page 22

Morgunblaðið - 12.03.1972, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SIJNNUDAGUR 12. MARZ 1972 Axel Meinholt — Kveðja ÁRIÐ 1904 kom hingað til ís- lands góður gestur, ungur maður sem nýlega hafði lokið sveins- prófi í iðn sinni, húsgagnabólstr- un. Lað var Axel Meinholt kaup- maður á Laugavegi 5 hér I Reykjavík. Axel Meinholt var fæddur 24. 5.' 1885, sonur Rasmus Mein- holts frá Töllöse á Jótlandi. Hann andaðist sunnudaginn 5. þ.m. og verður jarðsunginn mánudaginn 13. þ.m. frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Árið 1906, þann 15/12, kvænt- ist Axel Kristínu Benediktsdótt- ur, járnsmiðs Samsonarsonar. Eina fósturdóttur áttu þau hjón, Gúðríði Guðmundsdóttur, sem gift er Karli Ó. Bang. T-elja má liklegt, að það sé fyrst og fremst að þakka elsku- legri og fallegxi íslenzkri stúlku, frú Kristínu, að hinn glæsilegi ungi Dani ílengdist hér og gerð- ist góður íslendingur og kennari í nýrri iðngrein, húsgaganbólstr- un, en til þess tíma hafði bólstr- un verið unnin af söðlasmiðum, sem til þess voru hæfastir. Á 25 ára afmæli Meistarafé- lags bólstrara árið 1954 var Axel Meinholt útnefndur fyrsti heið- ursfélagi þess fyrir sitt braut- ryðjandastarf; þá þekkingu, sem hann miðlaði okkur, og sem stofn anda félags okkar. Ennfremur var það að hans tilhlutan, að sú skipan á okkar félagsmálum, sem enn er í gildi, komst svo ffljótt á. Mun þar hafa gætt reynslu hans frá sínum hfihna- högum. Við félagar í Meistara- félaga bólstrara mmnumst Axeis Meinholts með virðingu og þakk- læti fyrir það, sem hann gerði fyrir okkur, og við teljum, að með komu hans hingað og þeim 7 ungu mönnum, sem hann kenndi bólstrun og útskrifuðust sem fullgildir sveinar hér á landi, hafi iðn okkar mótazt að fullu í það horf, sem nú er. Eftir að Axel Meinholt hætti við bolstnm á árunum 1916—’17, stofnaði hann ásamt konu sinni verzlunina Goðafoss í húsi þeirra hjóna að Laugavegi 5 hér í borg og verzlaði þar með snyrtivörur, kvenskraut og fleira. Að leiðarlokum óskum við þér Axel Meinholt góðrar ferðar til hins ókunna og vottum fóstur- dóttur og tengdasyni samúð okk- ar. F.h. Meistarafélags bólstrara Ásgrímur S. Lúðvíksson. VITUR maður var eitt sinn spurður: Hvað myndir þú gera, ef þú vissir, að þú ættir að deyja á morgun. Hann svaraði: Ég myndi halda áfram að lú garðinn minn. — Hefur ekki þessi hugs- un gegnsýrt íslenzkt þjóðlif á liðnum öldum, og gert hverri kynslóð kleift að skila sínu dags- verki? Var ekki rökkursvefninn og hvíldin milli lágnættis og miðs morguns oft einu stundirn- ar, aem gáfust til endurnæringar líkamsþreki? Hálfprjónaður sokk ur á dánarpeði gamallar konu hefur orðið mér ljósust sönnun þess. — En þessax kynslóðir hafa kvatt. En örfáir em enn meðal okkar, þeirrar síðustu. — Axel Meinholt var fuiltrúi sið- ustu kynslóðar gamla timans. íslendingur í nær 7 áratugi, þótt fæddur væri og uppalinn í Dan- mörku. Hann var glaður og hress, og mundi vel gamla tím- ann, en stóð þó jöfnum báðum í nútímanum. Honum féll aldrei verk úi' hendi; hann sat ekki og horfði í gaupnir sér, en hafði ótal áhugamál sem ungur væri. Gróðurreitir hans, og þá sérstak- lega Skógairnes í Mosfellssveit bera þess gleggst vitni. —■ Hann lúði garðinn sinn til hinztu stund- ar. Við hjónin og börn okkar þökkum honum margra ára vin- áttu. Blessuð sé minning hans. Jón Gunnlaugsson. Kristiana Blöndahl Olafsson — Minning Fædd 28. nóv. 1896 Dáin 7. marz 1972 KRISTIANA Blöndahl andaðist 7. þ.m. eftir margra ára vanhelsu, þótt hún hefði ekki orð á, held- ur reyndi að standa á meðan stætt var. Foreldrar Kristiönu voru hjónin Magnús Th. Blönd- ahl og kona hans, Guðrún Gísla- dóttir. Magnús rak verzlun 1 Hafnarfirði og eftitr að hann flutt ist til Reykjavíkur, um sl. alda- mót, hélt hann verzlunarrekstri áfram, ásamt fleiru og sat um 6 ára skeið i bæjarstjórn Reykja- víkur og á alþingi í 3 ár. Það var um síðustu aldamót, sem Magnús fluttist til Reykjavíkurí Lækjargötu 6. Þar bjó fjölskyld- an á meðan Magnús lifði. Börn Guðrúnar og Magnúsar voru: Kristiana, sem var yngst þeirra, Sigfús, Sigriður og Sighvatur. Eru þau nú öll dáin. Þegar Kristi ana stofnaði heimili með manni sínum, Kjartani Ólafssyni, augn- lækni, sem alkunnur var á sínu sviði, var það einnig í þessu húsi. Kjartan Ólafsison er dáinn fyrir allmörgum árum. Börn Kristiönu Halldór Mýri — Borgarsson Minning Fæddur 9. apríl 1891. Dáiiui 10. áffúst 197L Hinn 10. ágúst s.l. lézt á sjúbrahúsinu á Isafirði Halldór Ingimundur Borgarsson, eins og hann hét fuflu nafni, síðastur sinna systkina, sem voru níu. Fæddur var hann á Berjadalsá í Snæfjallahreppi 9. april 1891. Foreldrar hans voru Borgar Bjamason, sem var í. 19. janúar 1865 og d. 22. maí 1910 og Guð- ný Pálsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit. Hún var f. 25. maí 1858 og d. 10. janúar 1925. Árið 1910 fluttu þau að Mýri í sama hreppi, og það sama ár lézt Borgar. Móðir Halldórs hélt Faðir minn og tengdafaðir, Þórður Steinþórsson, sem andaðist 7. marz, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 14. marz kl. 1.30 síðdegis. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Lára Þörðardóttir, Árni Ketilbjarnar. Jarðarför Margrétar Hallsdóttur frá Kóreksstöðum, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. marz kl. 3 eftir hádegi. Loftur Þorkelsson, Þórhalla Loftsdóttir, Bergþóra Loftsdóttir, Elvar Loftsson, Eva Loftsson. Útför KRISTIÖNU BLÖNDAHL ÓLAFSSON fer fram frá Dómkirkjurmi mánudaginn 13. marz kl. 15. Blóm eru vinsamlegast afbeðrn, en þeim sem vildu minnast hennaT er bent á Blindravtnafélagið. Áslaug Cassata, Magnús Biöndahl Kjartansson, Ragnheiður Stefánsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Fósturfaðrr minn. AXEL MEINHOLT, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. mara kl. 1.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Náttúrulækningafélagið eða aðrar líknarstofnanír. F. h. vandamanna Guðríður G. Bang. þó búskap áfram ásamt dóttur sirrni og fimm sori'um, aðallega þeim Elíasi, Páli og Halldóri, en tveir synir hennar varu þá látn h. Stunduð var jöfnum höndum sjósókn og búskapur. Guðný lézt í skjóli sonar síns, Elíasar, sem þá var kvæntur. Hinn 14. desember 1920 kvænt ist Halldór Svövu Guðmunds- dóttur, ættaðri frá Isafirði. Hún missti föður sinn 13 ára, og var tekin í fóstur að Hamri i Naut- eyrarhreppi og þar voru þau Halldór fyrsta hjúskaparárið, en fluttust síðan að Mýri i maí áríð 1922, þar sem þaiu bjuggu á þriðja hluta jarðarinnar á móti tveim systkinum hans til ársins 1942. Halldór stundaði sjóinn á vetr um, á bátum frá Isafirði og varð þá kona hans að sinna heimil- inu meðan bömin voru ung. Þau eignuðust sjö börn: Rannveigu, giffca Ásgeiri Sig urðssyni, skipstjóra á Hólmavík, Guðmund, kvæntan Maríu Ólafs- dóttur, Óskar, kvæntan Sigriði Vigfúsdótfcur, Borgar, kvæntan Kristínu Ólafedöttur, ailir bú- settir á Isafirði, Bjama, bakara, sem lézt af slysförum 21. marz 1971, kvæntan Steinunni Gesfcs- dóttur og Sigvárð, kvæntan Guðriði Elíasdóttur og eru þau búsett á Álafossi. Dóttur, sem Elísa hét, misstu þau sjö ára gamla 19. janúar 1944. Barna- bömin voru tuttugu og barna- bamaböm þrjú. Konu sína missti hann 25. mai 1944, aðeins 41 árs að aldri. Þá leystist heimihð upp, og var yngstu börminum komið fyrir á góðum heimilum, sem reyndust þeim vel. Sigvarður var þá þriggja ára og hjón þau, sem tóku hann hafa ætíð verið hon- um sem beztu foreldrar. Halldór var eftir það á ýms- um stöðum, meðal annars tæp sex ár á Hólmavik, hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þá var hann einnig í Sandgerði og í Bol ungavík um tima hjá sonum sín- um. Siðasta hálft fjórða árið, sem hann lifði var hann á EUi heimilinu á Isafirði. Nú, er jarðvist hans er lokið, viljum við systkinin þakka hon um ást hans og umihyggju í okk- ar garð. Öllum þeim, sem að honum hlynntu í veikindum hans, og styttu honum stundir, er hann var þrotinn að heilsu og kröft- um þökkum við hjartanlega. Blessuð sé minning hans. R.H. og Kjartans eru: Áslaug, Magn- ús og Guirnar. öll hafa systkinin þrjú stofnað eigin heimili, en á sl. ári lézt Gunnar og varð það þungur barmur, móður og fjöl- skyldu og þeim er hann þekktu. Um langt árabil hefur Kiristi- ana rekið gleraugnaverzlunina Fókus, sérhæfðu þau sig til að vinna við hana, Gunnar og Ás- laug. Fyrir nokkrum árum keypti Kristiama hús að Sóleyjax- götu 29 og hefur búið þar síðan. Guðrún, móðir Kristiönu, bjó hjá henni um langt skeið. Þar naut hún umhyggju og umönn- unar fjölskyldunnar a.l.lrar, svo sem bezt varð á kosið. Þar átti sinn hlut sú kona, sem orðin var ein af fjölskyldunni, Ragnheiður Stefánsdóttir — Ragna — eins og hún ævinlega hefur verið kölluð. Milli hennor og Kristiönu fannst manni ríkja systratengsl, sem bezt geta orðið, og yfir- leitt fjölskyldukærleikur, gagn- kvæmur miili alls hópsins. Kristiana mat mikils þessa konu, sem svo mikið hvíldi oft á. Ein er enn sú kona, af stórum hópi, Friðbjörg Jónatansdóttir, sem mikið ástríki batt við fjöl- skyldu Kristiönu. K rist iana hafði mikinn og sér- stæðan persómuieika. Heillyndi hennar varð hverjum einum ljóst, sem benni kynntist. Hún hafði ákveðnar skoðanir um mienn og málefni og tjáði þær á sinn sérstaka hátt, en gerði það sjaldan með mörgum orðum. Ýmsum fannst það stundum nokkuð fast orðað, en hreinlyndi munu þó hinir sömu ekki hafa efazt um. Kristiana hafði mjög skýra hugsum og giögga yfirsýn, enda góðum gáfum gædd. Hver sá er varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að eignast vináttu Kristiönu, stóð ekki einn, þótt svalt blési um hann, enda var hún ein sú trygglyndasta kona, siem ég hefi kynnzt. Böm, tengdabörn og bamabörn nutu umhyggju og ástríkis Kristi önu. Nú, þegar þú elskulega Kristi- ana ert fhrtt á næsta lífssvið, sem þú svo örugglega treystir á, og trúðir, að við tæki að jarðlífi loknu, sendum við Ásta þér svo einlægar þakkir fyrir vináttu þína og biðjum þér og ástvinum þSraum Guðs blessunar. Karl Helgason. Minning; Unnur Árnadóttir Fædd 17/7 1908 — Dáin 17/2 1972. Elg'ku teingdamamma. Mig langar til að mininast þín með fáeinum orðum, nú þar sem þú ert horfin frá okkur um tíma. Við immum safcna þín öll, þar sem við vitum að þú ert nú í góðum höndum, og þarft ekki að líða meiri kvalir, það eykur aftur á móti ánægju okkar og dregur svolítið úr sökniuðfcium. Við áttum margt sameiginlegt og höfðum miörg sömu áhugamál og þar af leiðaodi skildum við hvor aðra betur. Við vissum báðar að hverju stefndi og rædd- um feimnislaust um þau mál. Þökkum innilega öllum þeim er vottuðu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, RUNÓLFS RUNÓLFSSONAR, Gyða Runólfsdóttir, Júlíus Magnússon, Ásgerður Runólfsdóttir, Georg Arnórsson, Lára Runótfsdóttir. Það verðuT tómlegt á afmælis- dögum Bjömis og tvfburanna án ömmu í Reykjavík, eins um jól og aðrar hátíðar, því þá komu amimia og afi ævmlega. Börnin tala mikið um þig, em nú vita þau að þú ert búin að hitta Björn afa og Ásberg fræmda og hefur þar af ledðamdi bæði þá, litlu dótturina sem fór frá þér svo ung og okkur öll héma megin. Ég veit að lesenidum þykir sikrýtið að ég skuli tala við þig eins og þú værir enm meðal okk- ar, en það var efcwnitt það sem við vorum samimála uan, að við mymdum aldrei skilja nema um stunidarsakir, og það hefur kammiski verið þeas vegma sem þú hafðir sivo mikið þrek og óþrjót- andi lifsgleði yfir að ráða í gegn- um öll þin veikindi. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá, ö Farimegsgade 42 Köbenbavn Ö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.