Morgunblaðið - 16.03.1972, Side 7
MORGUNBLAÐIí), FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1972 7
Js __ ___ ___ -
DAGBÓK
BARMNM..
BANGSIMON
og vinir hans
Ekki veit ég, hvort hann
hefði fundið nokkurt ráð,
þegar hann var búinn með
allar brauðsneiðamar, en
hann var kominn að þeirri
næst-síðustu, þegar skrjáf-
aði í burknunum og þeir
sáu, hvar Jakob og Asninn
komu gangandi.
„Ekki yrði ég hissa, þótt
kæmi haglél á morgun,“
sagði Asninn. „Og hríðar-
bylur og þess háttar. Þó
áð veðrið sé gott í dag,
þá er ómögulegt að treysta
neinu. Það er bara í dag
og ómögulegt að vita,
hvað verður á morgun.“
„Þarna er Bangsímon,“
sagði Jakob. Honum var
alveg sama, hvernig veðr-
ið var, bara ef hann var
úti. „Góðan daginn, Bang-
símon.“
„Þarna er Jakob,“ sagði
Grinslingurinn. „Hann veit
áreiðanlega hvað við eig-
um að gera.“
Þeir flýttu sér báðir til
hans.
„Heyrðu, Jakob.......,“
sagði Bangsímon.
„Og Asni,“ bætti Asninn
við.
„Tígrisdýrið og Kengúru
barnið eru uppi í einu
grenitrjánna og þau kom-
ast ekki niður....“
„Og ég sagði einmitt áð-
an,“ sagði Grislingurinn,
„að ég vildi óska að
Jakob.....“
„Og Asninn....,“ bætti
Asninn við.
„Að ég vildi óska að þið
væmð komnir. Þá mund-
um við áreiðanlega finna
eitthvert ráð.“
Jakob leit upp og sá
Tígrisdýrið og Kengúru-
barnið, og svo reyndi hann
að láta sér detta eitthvað
í hug.
„Ég held,“ sagði Grisl-
ingurinn, „að það væri ráð,
að Asninn stæði við tréð
og Bangsímon stæði á bak-
inu á Asnanum og ég stæði
á öxlunum á Bangsímoni
og.....“
„Og bakið á Asnanum
mundi brotna og þá mundu
allir fara að hlæja.... Ha,
ha. Kannski skemmtilegt,“
sagði Asninn, „en ekki sér-
lega árangursríkt.“
„Jæja,“ sagði Grislingur-
inn niðurlútur, „mér datt
bara í hug.....“
„Mundi bakið á þér þá
brotna, Asni?“ spurði Bang
símon alveg hissa,
„Já, það væri einmitt
mjög skemmtilegt, Bang-
símon. En það er ómögu-
legt að segja nokkuð um
það fyrr en eftir á.“
„Nú-ú,“ sagði Bangsím-
on og svo fóm allir að
hugsa aftur.
„Nú dettur mér ráð í
hug,“ sagði Jakob.
„Hlustaðu nú vel á,
Grislingur,“ sagði Asninn,
„því að nú skaltu heyra,
hvað við ætlum að gera.“
„Ég fer úr frakkanum og
svo getum við haldið sinn
í hvert hornið á honum og
svo geta Tígrisdýrið og
Kengúrubarnið hoppað nið
ur í frakkann. Það verður
mjúkt að detta í hann og
þau meiða sig ekki.“
„Að ná Tígrisdýrinu nið-
ur,“ sagði Asninn, „án þess
að nokkur meiði sig ....
það er aðalatriðið.
Gleymdu því ekki, Grisl-
ingur.“
En Grislingurinn hlust-
aði ekki á hann, því hann
var svo fullur eftirvænt-
ingar. Nú mundi hann
nefnilega fá tækifæri til
að sjá aftur bláu axla-
böndin, sem Jakob var
með. Hann hafði séð þau
einu sinni áður, þegar
hann var miklu yngri, og
hann hafði orðið svo frá
sér numinn af hrifningu,
að hann hafði orðið að fara
að hátta hálftíma fyrr en
venjulega, og síðan hafði
hann oft velt því fyrir sér,
hvort þau hefðu verið eins
blá og falleg og hann
minnti að þau hefðu verið
FRflMWHLBS
Sfl&fl
BflRNflNNfl
FERDINAND
Finnboga saga ramma — Teikningar eftir Ragnar Lár.
'!<
49. Ingibjörg spyr dóttur sína, hvort hún vill fara
með þessum manni. Hún bað hana ráða. Móðir
hennar býr hana út með gull og silfur og marga
hina beztu gripi. Finnbogi rær með hana brott.
Þá spyr mærin Finnboga, hversu þeir faðir henn-
ar hefðu skilið. Hann segir þá sem var.
50. Þá tók mærin að gráta. Finnbogi mælti:
„Vertu kát, ekki skal ég níðast á þér. Verður sem
má um mína framferð aðra.“ Síðan koma þau til
eyjarinnar fram fyrir hellinn, og bar hann á skip
fé það, er þar var. Síðan rær hann suður með landi.
og þegar hann kemur til hafnar, skortir hann eigi
menn til þess, er hann vill.
BROTAMÁLMUR
Ka-upi allan brotamálm hæ-sta
veröi, staðgreiösla.
Nóatún 27, smi 2-68-91.
VOLKSWAGEN '60
tíl sö'lu, U'ppger&uir b'fM. Upp-
iHýsiiinigair í síma 26105 mirNii
kl 6—8.
INNRÖMMUM
myndir og máiv&rk. Ramma-
listar frá Þýzkalandi, Hollandi
og Kína. Matt gler.
Raimnniageröin,
Hafnarstræti 17.
ÞVOTTAHÚS
tiil sölu af sérstökom ástæð-
um. Allar vélar, hilll'ur o. fl.
Fasteignamiðstöðin
Austunsitræti 12.
PRJÓNAVÉLAR
ti:l sölti, góð kj&r.
Fasteignamiðstöðin
A usiturstræt i 12.
VERZLLHM
til leigu eða sölu.
Fasteignamiðstöðin
AusiUi'Pstræti 12.
teÚÐ ÓSKAST
tli'l leígu secn fyrst i Reyk jia-
vík, Kópavogi e&a Hafriapr1-
firði. Uppl í sima 26669.
1 FJARVERU MINNI (óáJkveðið)
gegnir Jón G. Niikulásisoin
sjúk'ra'sam lag&l ækn ing-uim fyr-
«r mig.
Öf e igur J. Ófeigis-son.
HEITUR OG KALDUR MATUR
Smurt brauð, brauðtertur,
leiga á dúkum, diskum, hnífa-
pörum, glösum og flestu sem
tilheyrir veizluhöldum.
Veizlustöð Kópavogs
sími 41616.
NÝKOMiÐ FRÁ KlNA
Otsaumaðir borðdúkar, stól-
setur og bök, púðaborð og
klukkustrengir. Vandaðar vör-
ur — mjög lágt verð.
Rammagerðin Hafnarstræti 17
Rammagerðin. Austurstræti 3
BlLL ÓSKAST
Óska eftir að kaupa Toyofa
Crown eða Peugeoit 404
A&rar sambærilegiar tegwtdir
kome ©innig tíl greinia. Etóri
bílar en árg. 1966 koma eikikíi
til gireina. Sími 81279.
MEÐEIGENDUR ÓSKAST
Vantar meðútgefendur að
tímanti um þjóðfél.mát, bó'k
menntiir o. fl. Tiliboð sendiist.
afgr: Mtol. f. 25/3, me'rktTíima
rit 1947, eða ti'l undinritað®
Sveinn Kriistinisson
Þómfelfi 16 (4. hæð) R.
ÞHR ER EITTHURÐ
FVRIR RLLR
LMYNDAMOT HFJ
AÐALSTRÆTI 6 — REVKJAVlK
^PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152J
^AUGLÝSINGATEIKNISTOFA^
SIMI 25810