Morgunblaðið - 18.03.1972, Síða 15

Morgunblaðið - 18.03.1972, Síða 15
MORGU*NBLA£>lÐ, LAUOAR-DAGUR 18. MARZ 3972 15 Áttrædnir í dag: Finnbjöm Finn- bjarnarson ísafirði ÁTTRÆÐUR er í da.g Fininbiörn íinnbjamarson, Hranrvar gótu 1, ísalirði. f tileíni af því murm margir vinir og skyldmenni viðs vegar tim lo,nd og earlendis senda hon- t»m hlýjar óskir. Ég ætla ekki að rekja hér ná kvæmlega æviágrip Finnbjöms. >vi hefur verið gerð svo góð skil áð«r, hvemig hann brauzt úr mi'killi fátækt til þess að læra málaraiðn úti í kóngsins Kaup- mannahöfn; hvernig hann kom undir sig fótum á ísafirði sem máiarameistari og kaupmaður og kom þar upp sjö börnum. Öll um þeim trúnaðarstörfum, sem hann gegndi þar og hversu mik- ill og góður trúmaður Finnbjöm vair ög er. Mig langar að þakka honum .aíla góðviid og velvild til handa mér og dætrum mínum öll þau mörgu ár, sem við höfum þekkzt. örugglega muna öll bamabörn Finnbjarnar hversu mi'kið til- hlökkunarefni það var þegar von var á afa frá ísafirði í bæinn. Hve gaman var að heimsækja hann og ömmu á ísafirði og svo séinna hainn og Ra.gnheiði Jónas- dóttur. Bamabömin og bama- bamabörnin eru orðin mörg og þau eiga því láni að fagna að eiga góðan og glæsilegan ættföð- ur. Ragna og Finnbjörn — beill og haminigja fylgi þessum degi og ékomnum dögum. Jóhanna Bjarnfreðsdóttir. Á umglingsárum minum heima á ísafirði eru mér minnisstæðir maffgir menn, sem þá og síðar á ævibrautini settu svip á bæ- inn. Þeir voru ekki aliir fínir eða ríkir. Margir þeirra eru mér ó- gieymanlegir fyrir útlit átt, framkomu og háttemi í lífi og etarfi, hvort sem þeir voru sjó- memn, verkamenn, iðnaðarmenn, kaapmenn eða embættismenn. — Flestir þessara manna hafa lok- ið göngu sinni I þessu lífi, marg- ir fluttust burt úr bænum, en þeir sem eftir urðu og lifa eru nú orðnir gamlir menn, sem lokið haia iöngu og miklu dagsverki. Eihn þeirra fáu mann,a, sem eftir lifa og haldið hafa tryggð við bæ irtn, sem þeir hafa starfað og lif- að í, er Finnbjörn Finnbjörnsson málarameistari, sem er áttatiu áia í dag. Finnbjörn er fæddur 18. marz 1892 á Bakka í Hnífsdal og voru foreidrar hans Halldóra Halldórs dóttir frá Arnardal og Finn- björn Eliasson bóndi og formað- ur. Foreldrar hans fiuttust til Að alvíkur og þar ólst Finnbjöm upp til fermingaraldurs. Þau vom 13 systkinin og var Finn- björn 4. elzti í hópnum. Eftir fermingu fer hann úr foreldra- húsum og fiyzt tdl Fremri-Hnífs- dals og er þar hjá hjónunum Kristjönu Þorvarða.rdóttur og Kjartani Guðmundssyni hrepp- stjóra til 25 ára aldurs. Nokkru síðar liggur leið hans til Kaupmiannahafnar og þar Iær ir hann málaraiðn og stundaði jafnframt nám við Den Tekniske Selskabsskole. Að námi loknu flyzt hann til ísafjarðar og þar hefur hann síðan verið búsettur. Hann hefur á löngum starfsterii útskrifað fjölda nemenda í iðn sinni og um langt árabil rak hann verzlun með málningavör- ur. Finnbjöm hefur tekið mikinn þátt í félagslífi og látið sér annt um mál bæjarfélaigs sáns. Hann átti um skeið sæti i bæjarstjórn ísafjairðar, sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. f fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna hefur hann verið frá stofnun þess og fáir menn sóttu jafnvel fundi og hann á meðan heilsa og kxaftar leyfðu. Hamn hefur aJla tið verið ákveðinn í stjórnmálum og er ör uggur málfylgjandi sjálfstæðis- stefnunnar og trúr sinni hugsjón að frelsi einstaklingsins efli menn til dáða og athafna og sé örugg- asta leiðin til sem mestrar hag- sældar og uppbyggingar í þjóð- félaginu. Finnbjörn hefur starfað í mörgum nefndum og félögum í bæ sínum. Hann hefur m.a. ver ið í sáttanefnd, áfengisvarnar- nefnd og prófnefnd i iðngrein sinni. í Frímúrarareglunni hefur hamn verið um áratuga skeið. Hann var í nokkur ár meðhjálp- ari í ísafjarðankirkju og hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um söng og tónlist og verið styrkt armaður Karlakórs ísafjarðar um áratuga skeið. Þá var hann fyrr á árum þátttakandi í at- vinnumálum og m.a. hluthafi í nokkrum útgerðarfélögum. Finnbjörn Finnbjörnsson var vinnusamur maður og alvairlegur þegar það átti við, en á góðra vina fundum var hann alira manna glaðastur og skemmtileg astur. Hann átti mikla kímni- gáfu og var glettinn og spaugsam ur. Finnbjörn er greindur mað ur, sterkur persónuleiki, sem á- vallt tók mannlega á hverju máli. Á fullorðinsárum fór hann tölu vert til þess að skoða sig um og m.a. heimsótti hann alla vinabæi ísafjarðar á Norðurlöndum. Á þeim ferðum eignaðist hann marga góða vini og hafa sumir þeirra alltaf haft við hann sam- band síðan. Á þessum vinabæja mótum skemmtum við okkur mjög vel og eigum um þau marg ar góðar minningar sem oft liafa verið rifjaðar upp. Finnbjörn er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Guð- rún Guðmundsdóttir frá Önund arfirði. Þau gengu í hjónaband í miaá 1923 en hún lézt eftir aðeins tveggja ára sambúð. Þau áttu tvo drengi: Guðmund sölustjóra kvæntan Jónínu Þorsteinsdótt- ur og Ingólf bifreiðastjóra, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Á árinu 1926 kvæntist hann Sig- ríði Þórðardóttur, sem einnig var ættuð úr Önundarfirði. — Böm þeirra fimm eru: Ratgnheiður, gift James D. Ellis veðurfræðingi, bú sett í Washington; Guðbjartur, loftskeytamaður, kvæntur Þór- dísi Friðriksdóttur, búsett á ísa- firði, Finnbjörn, málarameistari, kvæmtur Guðrúnu Flosadóttur; Halldóra gift Erich Húbner, deildarstjóra og Þórður flugstjóri kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, öll búsett í Reykjavík. Sigriður iézt sáðla árs 1958. Barnabömin eru orðin 26 og barnabarnabörn in 5. Nokkru eftir lát Sigríðar kom Ragnheiður Jónasdóttir til Finnbjarnar og hafa þau haidið heimili siðan. í veikindum hans hin síðari ár hefur Ragnheiður reynzt honum framúrskarandi vel og verið honum ómetanleg. Það er dagur að kveldi gamli góði vinur. Þú hefur lokið miklu og góðu dagsverki og getur með stolti litið yíir farinn veg. Það hafa skipzt á skin og skúrir. — Sorgin hefur knúið hjá þér dyra, en jafnvel í sorginni ylja góðar og hlýjar minningar hverjum manni. Þú varst löngum kátur og léttur og hafðir sérlega gott lag á að láta lífsgieðina ráða ferð inni. Fyrir það ertu mér og mörg um öðrum ekki sízt minnisstæð- ur. Þau era íögur og kyrrlát góð viðriskvöldin heima á ísafirði. Þá ó®k á ég bezta þér til handa að slik kyrrð, friður og íegurð megi fylgja þér og þínum ævi- kvöldið á enda. Matthías Bjarnason. Willy Brandt: Verulegar tilslakanir sovézku st jórnarinnar Markmiðið að styrkja veikan meirihluta stjórnarinnar með Austursamningum in.g við Vestur-Þýzkaland, er eínn ig skyldi ná til Vestur-Berlínar, en Sové^nikin hafa ekki vi.ljað viðunkemna V-Berlin sem hluta af Sambandisilýðiveldiiniu. Bonn, 16. marz AP WIL.L.Y Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands skýröi í dag frá veru legntm tilslökunum af hálfu Sov- étrikjanna, sem virðast vera gerðar í þeim tilgangi að anka möguleika stjórnar Brandts á þvi að fá Austursamningana svo- nefndu samþykkta á Sambands- {þiiniginii, en vafi leikur nú á þvi, ifevort samningamir fái nauðsyn- Hegam atkvæðaf jötda. í ræðu, sem Brandt Fai.tti á ffiuhdi hjá utanri.ki.smáJanefnd Sambandsþinigsins, þar sem Aus“ ursamningarnir svonefndu voru til meðferðar — eða samn- ingar þeir, sem hann undirritaði við Sovétriki:n og Pólíland 1970 — sagði kanslarinn, að sovézka stjómin hefðö tilkynnt, að hún myndi opinberlega viðurkeinna það pótitiska markmið Bonn- stjómarinnar, að Þýzíkaland yrði sameinað að nýju einhvern timann í framtíðónini. Jafnframt myndi Sovétstjórnin hefjasit handa um viðislkiptasamn Talið er, að þessar tilslakanir Sovótrikjannia kunni að styrkja Brandf verulega gagnvart gagn- rýni kristilegra demókrata, sem halda þvi fram, að samnin.garn- ir við Sovétrikin og Pólland feli í sér of milklaor fómir, án þess að noktouð toomi í staðinn. Greinar í sovézlkum blöðum að u.ndanföm>u bera merki um kvóða þar i landi yfiæ því, að svo kunni að fara, að Austur- samninigamir verði feMdir. Einar Ágústsson; Vonumst eftir samkomulagi — en Haag-dómstóllinn hefur ekki lögsögu í málinu EINS og skýrt var frá í forsíðn- frétt í Mbl. í fyrradag, segj- ast Bretar vera reiðubúnir til þess að gera bráða.bi rgðasam - komulag við jslendinga um land- helgismálið, þangað til alþjóða- dómstóllinn hafi kveðið upp úr- sknrð sinn í málimi. Segist brezka stjómin þess albúin að halda áfra,m samningavJðræðum við Islendinga um málið til að tryggja að ekki komi til árekstra á miðnnum milli skipa landanna. Mbl. leitaði áJits Einars Ágiists- sonar. utanríkisráðherra á þess- um atriðnm í gær og sagði hann þá: „Ég hef allt gott að segja um það tilboð Bre’a að halda áfram vióræðum um sérstaka samninga í landhelgismáhnu, enda hefur það frá upphafi verið stefna rik- isistjórnarinnar og landheligis- nefndar að leita sliikra samnin.ga. Þessi tilmæíH komiu lika fram S gireinargerð ve.stur þýzku rikis- stjómarinnar, sem afhent var sama dag og hin brezka. Ég vil þess vegna vona, að enn.þá geti mál þannig skipazt að samikom’Ulag náiist, er bindi enda á þessa deil.u, a.m.k. um stundarsakiir og auðviitað helzt tdl frambúðar. Hins vagar er ég ekki reiðubúinn ti'l að samþykkja, að miðað skiuli við það að alþjóða- dómstólflinn hafi kveðið upp úr- skurð. Það er dagsetning, sem viO kærum otokur etókert um að taka miið af, enda hefur Aflþinigi lýst því yfir, að dómstóllikin hafi eigi lögisögiu í þes®u máM. Ég hef K'ka fuHa vissu fyrir þvS, að timasetning samtoomiuilagisáns verður etoki fjötur um fót, ef •um þau atriði semst, sem mestiu máli skipta." Berlingske Tidende; , ,S j ómílnastrí ðið“ getur skaðað ísland í viðræðunum BERLINGSKE Tidende, segir í frétt hinn 12. þessa mánaðar að „sjómílnastríðið“ geti skað- að fsland í samningaviðræðun- nm við EBE. Fréttin er frá blaðamanni Berlingske í Brússel og hljóðar svo: ísiland befutr sett »g í mjög erfiða samnin inigsst öðu gagn- vart Efnahagsbamdalagi Evr- ópu, í viðræðuwum um við- skiptasammng á svipuðum grumdvelli og hin EFTA lönd- in saekjast eftir. Það var sagt hér i kvöld að þetta myndu þeir fimmia þegar nœsta um- ferð saimmángaviðræðiniainma hæfist. Strax þega<r undirbúniings- viðræðurnar hófust, og ís- lamd bafði gert grein fyrir óskum sámum um sérstakar umdamþágur varðamdi fisikút- flutmiwg til stækkaðs EBE, var af hálfu sammámiganefmdar EBE sagt að það færi eftir þvi hvort íslamd gerði alvöru úr þeírri hótum simmi að stætoka landhelgina út í fimm- við EBE tíu mílur, hvort orðið yrði við þessum óskum. Þar við bætist nú, að a m.k. eitt aðildarlamd hefur krafizt þess að réðherranefnd EBE taki íslenzka vaindamálið fyrir hið bráðasta. Þetta er vanda- mál — er sagt — sem snertir bæði núverandi og tilvpmamdi aðildarlönd. Það er auðvitað að Englamd vill nú leggja málið fyrir alþjóða dómstói- inm í Haag, en meðan íslamd vill ekki hiíta úrskurði hamis, hefur það ekki mikla rauni- hæfa þýðingu. Á hinm bóginm er segt héT að úrskurður sem væri íslandi í óhag, myndi hafa töluverð alþjóðleg áhrif. Eins og nú eir málum háttað hafa bæði Emg- land og Þýzkaland gert ís- landi ljóst að þau geti eklki sætt sig við þessara einhliða aðgerðir. Hvað Færeyjar snertir er ljóst að það imir, verða afgerandi fyrir afstöðu þeirra til aðildar að EBE, hvort íslarnd framfylgi.r hótun simmi. Við BALDVRSGÖTU er til sölu mjög góð 3ja herb. 80—85 ferm. ibúð. Ibúðin er öll nýstand- sett, sérinng. Hita- og raflagnir nýjar. Gott verð. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12, símar 20424—14120, heima 85798. Tilkynning Að gefnu tilefni vill Bifreiðaeftirlit ríkisins taka fram að hverskonar breytingar sem snerta stjórn eða öryggisbúnað skráðra bif- reiða. eru óheimilar án samþykkis Bifeiða- eftirlitsins. Á þetta m.a. við um breytingar á fjaðrabúnaði jeppabifreiða. BIFRKIÐAEFTIRLIT RÍKISINS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.