Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG 8 SÍÐUR ÍÞRÓTTIR 97. tbl. 59. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rogers viö koinuna í gær: Ræðir í dag við forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og formann utanríkismálanefndar William P. Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við komuna til Keflavíkurflugvallar í gær. Við hlið hans stendur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) — MÉR er það mikið ánægju- efni að vera kominn til ís- lands og fá tækifæri til þess að ræða við íslenzka ráð- herra og þá einkum um fyr- irhugaða ferð Nixons forseta til Sovétríkjanna. fsland er fyrsti áfangi ferðalags míns til Evrópu nú, þar sem ég mun heimsækja sjö önnur lönd. Þannig komst William P. Rogers, utanríkisráðherra Mesti sigur N-Vietnama: Hue í hættu eftir hertöku Quang Tri Stórt svæði á miðströndinni fallið — Kontum ógnað Saigon, 2. maí — AP HERLIÐ Norður-Víetnama fylgdi í dag eftir sigri sínum á norðurvígstöðvunum með nýjum árásum í fjölbýlum strandhéruðum í miðhluta Suður-Víetnam og hrakti stjórnarhermenn úr enn einni herstöð á miðhálendinu hjá Kontum. Allt nyrzta hérað Suður-Víetnam með héraðs- Fundahöld í Brussel BRÚSSEL 2. maí — NTB. FULLTRÚAR aðildarrikja Efna- hagsbandalags Evrópu hófu í dag viðræður við fulltriia ríkjanna fjögurra, Bretlands, frlands, Nor- egs og Danmerkur, sem sækja um aðild að EBE, um nýjar til- lögur varðandi viðskiptasamn- tnga við EFTA-rikin sex, Svi- þjóð, Finnland, Island, Portúgal, Sviss og Austurríki, sem ekki sækjast eftir fullri aðild að bandalaginu heldur sérstökum viðskiptasamningnm. Er þetta síðasti llður í undirbúningi áframhaldandi viðræðna milli EBE og þessara sex ríkja, sem búizt er við að hefjist aftur um miðjan þennan mánuð. Á ráðherrafundi EBE í síðustu vikiu var ákveðið að bæta veru- lega tilboð bandalagsins til EFTA -rikj ann a og var þar sagt miki'IK/ægust tiMökun af háitfu Framh. á bls. 21 höfuðborginni Quang Tri er nú í höndum Norður-Víet- nama og útvarpsstöð þeirra hélt því fram í dag að ekkert gæti bjargað næsta héraði fyrir sunnan, Thua Thien, með gömlu keisaraborginni Hue. í dag sást til norður- víetnamskra skriðdreka um 20 km sunnan við Quang Tri á leið til Ilue. Suður-Víetnamar reyndu í dag að mynda nýja varnarlínu norð- an Hue og hafnar eru handtök- ur meintra útsendara Víetcong í borginni. Um 150.000 flótta- menn hafa streymt til borgar- innar sem hefur 200.000 íbúa og talið er að í hópi þeirra kunni að leynast einhverjir útsendarar, en alls hafa 600 verið handtekn- ir tvo síðustu daga. Yfirmaður nyrzta hersvæðis Suður-Víetnam, Hoang Xuan Lam hershöfðingi, hefur verið kvaddur á fund Thieu forseta í Saigon vegna falls Quang Tri-héraðs, en ekki er vitað hvort hann verður sett- ur af. Norður-Víetnamar náðu Quang Tri-héraði með miklu úrvali vopna, þar á meðal vopnum sem þeir hafa ekki beitt áður, til dæmis svokallaðri naglaeldflaug, en skotpallur hennar er svo lítill að hægt er að halda á honum. Bandarísk þyrla var skotin nið- ur með slíkri eldflaug og biðu fjórir af áhöfninni, banda- rískur ráðunautur og tveir Suð- ur-Víetnamar bana. Mannfall hef ur orðið mikið í liði Suður-Víet- nama í Quang Tri, en hergagna- tjón ennþá meira og voru marg- ir skriðdrekar og önnur hergögn skilin eftir eða eyðilögð. Tvær bandarískar flugvélar voru skotnar niður við djarfa björg- un 80 bandarískra ráðunauta frá borginni Quang Tri og er engra ráðunauta saknað. Alls hafa Bandaríkjamenn misst 59 flug- vélar og þyrlu síðan sóknin hófst. • ÞREYTTIR HERMENN Þreyttir og sigraðir stjómar- hermenn flýðu í dag í löngum Franih. á bls. 21 Bandaríkjanna, m.a. að orði, er hann kom til Keflavíkur síðdegis í gær. Kom hann þangað ásamt konu sinni og 12 manna fylgdarliði frá Bandaríkjunum í einkaþotu af gerðinni Boeing 707. — Ég hafði áforimað að koma hingað fyirr, sagði Rogerfl utan- ríkisráðherra ennfremur, — en ég gat ekki látið verða af þeiirri för minini þá og etr því mjög áinægður með ag geta bsett úr því nú. Síðast þegar ég kom til fö- lancls, var ég í för með Nixom forseta. Það var árið 1956, er Nixon var varaforseti. Þá höfð- um við farið til Austurríkis í sambandi við uppreianima í Umg- verjalandi. Ég mininist þess, að við komum hingað rétt fyrir jól að kvöldi dags, þegar hér vaæ snjókoma. Okkur var mjög vel tekið. Ég vil nota tækifærið til þess að færa ísilendingum þakkir fyrir mína hönd, komu minmar og fylgdarmanma minma fyrir að fá að heimsækja ísland. Við berum mikla virðinigu fyrir fslamdi og metum milkils þau vimáttubönd, sem fyTir hendi eru miilli fs- lands og Bandaríkjamma. Rogers var spurður um af- stöðu Bandaríkjanma til landhelg- ismálsinis og svaraði hamm þá: — Eins og kunnugt er, þá á Framh. á bls. 31 Verður skattafrum- varpið stjórn Palmes að falli? Stokkhólmi, 2. mai — NTB • Borgarafiokkarnir þrír, sem sæti eiga á sænska þinginu, hafa skýrt frá því, að þeir muni beita sér gegn hinu nýja skattafrnm- varpi ríkisstjórnar sósíaldemó- krata. • Áður hafði leiðtogi kommún ista, C. H. Hermansson lýst því yfir og oftar en einu sinni, að þingmenn flokks hans mundu ekki greiða atkvæði með skatta- frumvarpinn. Stendur stjórnin því illa að vígi í máli þessu, því að sósíaidemókratar hafa ekki meirihluta á þingi og þurfa stuðn ing úr öðrum flokkum til þess að Framh. á bls. 31 NA-Atlantshaf mikilvægt at- hafnasvæði sovézkra kafbáta Leiöir athyglina á ný að flugstöðinni í Keflavík Londom, 2. maí NTB. í ÁRSYFIRLITI alþjóðastofnun- ar í Loudon, sem sér um her- fræðilegar rannsóknir, segir frá því meðal annars, að norð-austur- hluti Atlanshafs sé nú orðinn mikilvægt athafnasvæði fyrir sovézka kafbáta, sem hafi því hiutverki að gegna að fylgjast með hugsanlegum skotmörkum í Bandaríkjumim. Stofnunin telur augljóst, að hlutverk sovézka flotans á þessu svæði sé að vega upp á móti bandaríska Pólarisflotanum og tryggja sovézkum kafbátum, sem bónir eru kjarnavopnum, frjálsan aðgang að árásarstöðv- um óti fyrir austurströnd Banda- ríkjanna. Einnig sé það hlutverk flotans að hlera fjarskipti Atlanshafsbandalagsins á þessu svæði. Segir stofnunin, að þessar staðreyndir leiði enn á ný athygli að flugbækistöðinni í Keflavík, sem ríkisstjórn íslands hafi lagt til að verði lokað fyrir árslok 1975. í yfirlitimu segir, að Sovét- menn geti semmilega hvatt á vett- vanig átta áréisardeildir ofan- sjávarflota á íshafi, Norðursjó og Skagerak mæti þeiir ekki mót- spyrnu. Bandaríkjamenm geti á þessu svæði hvatt á vettvamg fimim slíkar flotadeildir, korni skyndilega til hetrnaðarástands em allt upp í átta, ef þeir hafi næg- an tíma. Hinis vegar segir í Framh. á his. 21 Metum mikils vináttu íslands % \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.