Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1972 O.t-gefandi hf. ÁrvaScui', Röytcjavfk Fr.am'kvænn da stjóri Haratdur SvomS'aon. Riitatjórar Matthías Johannessen, Eyijóltfur KonréO Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. RitS'tjörnarf'U'llrtrúi Rorbljörn Guðrrvundsson Fréttastjóri Björn Jóihannsson Auglýsingastjðri Árrti Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 1Ó-100. Augirýsingar Aðatstræti 6, slmt 22-4-80 Ásfkriftargjatd 225,00 kr á 'mémuði irvnanlands I íausasöfu 15,00 Ikr eintakið Af samtölum þeim, sem Morgunblaðið átti við fjölda verkafólks og birtust í blaðinu 1. maí sl. kemur í ljós, að langt er síðan ríkisstjórn á íslandi hefur staðið and- spænis jafn magnaðri gremju þeirra, sem eru lægst launað- ir, og nú er. Flestu af þessu fólki kemur saman um, að kauphækkanirnar í fyrra séu löngu komnar inn í verð- lagið, þar bafi þær verið étn- ar upp ýmist fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins eða með sam- þykki þess, og það af svo mik- illi áfergju, að jafnvel þykir einsdæmi í okkar verðbólgu- þjóðfélagi. Verkafólkið á raunar varla nógu sterk orð til að lýsa andúð sinni á þró- un kjaramála hér á landi frá því vinstri stjórnin kom til valda. Er þetta sannarlega verðugt íhugunarefni þeim mönnum, sem sýknt og heil- agt þykjast hafa setzt í ráð- herrastólana fyrir vinnandi fólk, eins og þeir sjálfir kom- ast að orði á hátíðlegum stundum. Sannleikurinn er sá, að þeir hafa setzt í ráð- herrastólana fyrir aðra og af öðrum hvötum en þeim að rétta hlut hinna lægst laun- uðu. Þetta sér nú fólkið og andúð þess á núverandi ríkis- stjórn magnast dag frá degi. Einasta von ríkisstjórnarinn- ar er nú að geta þjappað þjóð inni saman í haust, þegar fiskveiðilögsagan verður færð út í 50 mílur, og beina athygli fólks að öðru en kjara og verðlagsmálum. Þá getur verið að ríkisstjómin fái stundarhlé, ef hún verður enn við völd, en það hlé verð- ur ekki langt. Framundan er hættulegri verðbólguþróun en nokkru sinni frá 1942, að áliti Ólafs Björnssonar. Slík þróun gerist í valdatíð þeirra manna, sem kröfðust þess að komast í ráðherrastólana svo að þeir gætu stöðvað dýrtíð- ina á íslandi. Þeir einir væru þess megnugir. Launþegar hafa nú séð svart á hvítu, hvers þessir menn eru megnugir og eru óhræddir á hátíðisdegi sín- um að lýsa andúð sinni á vinstri stjórninni, þó að gaspr arar hlaupi upp í ræðustóla og tali upp í vindinn. Einum slíkum þótti svo mikið við liggja, að hann lýsti því yfir í gaspursræðu á Lækjartorgi á mánudag, að Bretar og Þjóðverjar hefðu hafið heims styrjaldirnar tvær. Kannski það standi í síðustu útgáfu rússnesku alfræðiorðabókar- innar, að Bretar hafi ásamt Þjóðverjum gert innrás í Pól- land 1939, annað eins hefur verið borið þar á borð fyrir al þýðu manna. Þó að við eig- um Breta nú að andstæðing- um í landhelgisdeilunni er út í hött að falsa sögulegar stað- reyndir til þess að kalla al- þýðufólk á íslandi til liðs við íslenzkan málstað. í fyrsta lagi er óþarft að brýna þetta fólk, þegar hagsmunir íslands eru annars vegar. í öðru lagi er íslenzk alþýða miklu upp- lýstari en svo að unnt sé að brengla sögulegum staðreynd um í hennar eyru og rugla dómgreind hennar. Að vísu trúa þeir menn, sem tala í nafni kommúnista ávallt á fá- fræði fólks. Það kom bæði fram á Lækjargötu og í ríkis- útvarpinu. Sumt í dagskrá útvarpsins var svo bágborinn áróður, að allir sáu í gegnum hann. Þar voru ekki forystu- menn verkalýðs að berjast fyrir sitt fólk, eða túlka mál- stað þess, enda var þeim út- hýst, eins og kunnugt er. Það voru hjáróma raddir komm- únista, sem hljómuðu eins og bergmál í draugahúsi. Eins og kunnugt er voru síðustu kjarasamningar gerð- ir til tveggja ára. Illt er að svo hafi verið gert einmitt á þeim tíma, þegar mesta verð- bólgualda sem um getur, skellur yfir þjóðina. Samn- ingar til langs tíma, sem tryggja vinnufrið, ættu að geta verið öllum landslýð — og þá ekki sízt launþegum — til blessunar. Nú virðist mik- ill meirihluti verkalýðs and- snúinn slíkum langtíma samningum, eins og fram kemur af samtölunum og er ástæðan eingöngu sú, hve illa hefur tekizt til undir stjórn núverandi ríkisstjórn- ar. Á samningstímabilinu eykst verðbólgan svo hröð- um skrefum, að í lok þess verður staða launafólks mun verri en hún var, þegar samn ingarnir voru gerðir — og raunar er nú svo komið. Allt þetta hlýtur að vekja tortryggni og mun sízt af öllu ýta undir, að launþegar óski eftir samningum til langs tíma. Er það að vonum. En þá verða þeir einnig að vera þess minnugir að núverandi ástand á íslandi er afbrigði- legt, svo að sækja verður fyr- irmyndir þess allt aftur til styrjaldarástandsins 1942. Óánægja verkafólks er skilj- anleg. Það lætur ekki fag- urgala stjórnmálamanna blekkja sig. Það finnur, hvað að því snýr. En það verður einnig að hafa hugfast, að kjarasamningar sem tryggja kaupmátt launa — og þá ekki sízt vinnufrið til tveggja ára — eru undir venjulegum kringumstæðum æskilegri en það ótrygga ástand, sem stuttir samningar hafa í för með sér. Vor ástkjæra ríkis- stjórn er samt ekki rétti aðil- inn til að sannfæra menn um það. VOR ÁSTKÆRA RÍKISSTJÓRN Björn Bjarnason; Willy Brandt, Morgun- blaðið og þröngsýnin Stjórnmálasviptingarnar í Vestur-Þýzkalandi síðustu daga hafa m.a. haft það í för með sér, að einn lesandi Morgunbiaðsins kvartar und an þvi, „að samgöngur séu orðnar strjálar núorðið . . . frá miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins til ritstjómar Morgunblaðsins." Lesand- inn kemst að þessari niður- stöðu, þar sem ritstjórar blaðsins megi „varla vatni halda af geðshræringu yfir því, að stjórn Willy Brandts í Þýzkalandi er í hættu.“ Hvergi hefur komið fram í ályktunum flokksfunda Sjálf stæðisflokksins eða yfirlýs ingum forystumanna hans, að fiokkurinn sé andvigur utan- rikisstefnu ríkisstjórnar Willy Brandts, en lofsamleg ummæli forystugreinar Mbl. um hana knúðu lesandann til að bera fram framangreinda kvörtun. Þvert á móti stóð ut anríkisráðherra þeirrar ríkis stjórnar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn veitti stjórnarfor ystu, að svofelldri yfiriýs- ingxi á ráðherrafundi Atlants hafsbandalagsins í Rótn í maí 1970: „Með stuðningi og skilningi bandamanna sinna hefur Sam bandslýðveldið Þýzkaland átt frumkvæðið að viðræðum við Sovétríkin, Pólland og DDR (Austur-Þýzkaland) til að bæta ástandið í Mið-Evr- ópu. Bandalagsríkin telja þetta lofa góðu. Þau lýsa þeirri von, að þessar viðræð- ur verði árangursríkar og þeim verði ekki spillt með óaðgengilegum kröfum . . Utanríkisráðherra sömu ríkisstjórnar stóð að eftirfar- andi yfirlýsingu á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalags- ins í Brussel 3. og 4. desem- ber 1970: „Ráðíherrarnir lýstu ánægju sinni yfir undirritun sáttmálans miili Sambandslýð veldisins Þýzkalands og Sov étrikjanna 12. ágúst 1970 og yfir því, að 18. nóvember 1970 hafi lokið samningsgerð milli Sambandslýðveldisins Þýzkaiands og Póllands. Þeir telja þessa samninga stuðla að minnkun spennu í Evrópu og að þeir séu mikil- væg forsenda þess modus vi- vendi, sem Sambandslýðveld ð Þýzkaland vi!l stofna tii við nágranna sína í austri ...“ Stuðningurinn er afdráttar laus. Svo virðist sem fleiri en ritstjórar Morgunblaðsins séu þeirrar skoðunar, að Willy Brandt sé réttur mað- ur á réttum stað. Varla er unnt að búast við algjörri stefnubreytingu í utanrik- ismálum Vestur-Þýzkalands, þótt ný stjóm undir forystu Kristilegra-demókrata tæki þar við völdum. 1 ræðu, sem Rainer Barzel, formaður flokks þeirra, flutti 25. apríl s.l., þ.e. áður en gengið var til atkvæða um vantrauststil- löguna gegn Willy Brandt, sagði hann: „Stefna Þýzka- lands, eftir að stjórn Brandts hefur verið steypt, mun sem fyrr verða friðarstefna." Með Björn Bjarnason þessum orðum vildi Barzel friða bandamenn Þjóðverja í vestri og samningsaðilana í austri. Ljóst er, að síðan stjóm Brandts tók við völdum haust ið 1969, hafa andstæð- ingar hennar reynt að steypa henni með öllum tiltækum ráð um. Innanlands hefur stefna hennar í efnahagsmálum ver- ið harðlega gagnrýnd. Einn- ig hefur verið ráðizt á hana fyrir, að gæta ekki „laga og reglu" nægilega vel. Innan lands hefur því einnig verið haldið fram, að ríkisstjórnin fyl.gi utanríkisstefnu, sem sé andstæð þjóðarhagsmunum landsins. Er þar einkum átt við afstöðuna til Austur- Þýzkaiands, en því er haldið fram, að ekki verði unnt að sameina Þýzkaland í eitt ríki, ef stefna Brandts nær fram að ganga. Efnisleg atriði þess arar deilu eru svo flókin, að þau verða ekki rakin í stuttri grein. Rúmlega viku áður en samningarnir við Sovétríkin og Pólland skyldu lagðir fyr- ir sambandsþingið í Bonn tii staðfestingar, leggur stjórnar andstaðan fram vantraust á Brandt við afgreiðslu f jár- iaga. Hvers vegna er van- traustið ekki lagt fram við af greiðslu samninganna á þing inu ? Fréttaritari franska blaðsins Le Monde, gefur þessa skýringu: „Baráttuaðferð stjórn- arandstöðunnar hefur það sér til gildis, ef hún heppn ast, að Brandt, kanslari, fell- ur á innanlands máli — at- krvæðagreiðslan fer fram við fjárlagaumræðuna. Þannig er dregið úr alþjóðlegum af- leiðingum þess, að staðfest- ingu samninganna sé hafnað. Strax á eftir verður unnt, eins og stjórnarandstaðan hefur lengi lýst yfir, að láta samningana, sem undirritaðir hafa verið, við Moskvu og Varsjá „liggja milli hluta“. Síðan má vafalaust búast við því, að nýi kanslarinn, þegar hann hefur tekið við völd- um, geri sig án igðan með nokkrar minniháttar „viðbæt ur“ til að geta sjálfur stað- fest þá stefrni, sem hann hef- ur svo hatrammlega gag,n- rýnt.“ (Þetta var skrifað, áð- ur en atkvæðagreiðslan fór fram um vantraustið.) Þeir, sem óttast, að Willy Brandt vilji með stefnu sinni veikja varnir Vesturlanda, eru haldnir ástæðulausum ótta. Enn eru í fullu gildi orð þau, sem Helmut Sohmidt, varnarmálaráðherra Vestur- Þýzkalands, mæiti í Atlants- hafsráðinu 1970: „Hin nýja ríkisstjórn Þýzkalands mun halda áfram fyrri stefnu bæði innan bandalagsins og gagn- vart því. Við munum ekki draga úr varnarmætti Þýzka lands, hvorki að gæðum né magni, en við munum leggja okkar af rnörkum til endur- bóta og skipulagsbreytinga á herafla okkar . . . Við mun- um sem fyrr leggja til 460.000 manna herafla." Á stjórnar- tíma Brandts hafa Þjóðverjar tekið forystu meðal Evrópu- landa NATO í tilraunum þeim, sem þessi lönd hafa gert til að efla vamir Vest- ur-Evrópu. Hér hefur verið leitazt við að draga fram nokkrar stað- reyndir, sem ekki mega gleymast, þegar þessi mál eru rædd. Reynslan ein get- ur skorið úr um það, hvort sú stefna Vesturlanda, sem einkennist af tilraunum til bættrar sambúðar við lönd- in í Austur-Evrópu, verður tii góðs eða ills. Auðvitað eru alltaf ein- hverjir andvigir framförum — á þessu sviði eins og öðr- um. Þótt þröngsýni þeirra ráði ekki skrifum Morgun- blaðsins, er óþarfi að brigzla Sjálf.stæðisflokknum um hana að ósekju. Björn Bjamason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.