Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1972
SAGAIM
TVITIJG-n
'STULKA
OSKAST.
I þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
„Bkki sem bezt," sagði hann,
þegar við höfðum bragðað á
drykknum (og ég samsinnti þvi
í hljóði). „Þeir kalla þetta Kýp-
ur sherry. Réttara vœri að kalla
það rúsínute frá Kýpur með svo
litlum vinanda úti. í>eir láta rú-
sinurnar liggja í vatni í sólinni
og annaðhvort gerjar það af
sjálfu sér, eða þeir láta það gerj
ast. Ég veit ekki hvort heldur.
Síðan er það siað og vínand-
inn látinn í. Ku vera bráðhollt.
Sáuð þið ekki, hvað þeir ætiast
fyrir núna? Það var i blöðun-
um í morgun."
Það kom brátt í ljós, að hann
átti ekki við Kýpur-sherrygerðar
mennina, heldur þá, sem fóru
með stjórn landsins þessa stund
ina. Leyfð hafði verið einhver
verðhækkun eða kauphækkun.
Copes sagðist engan áhuga hafa
á stjórnmálum og hefði aldrei
haft, en sagði þó augljóst vera,
hvað vantaði, nefnilega hjarta-
góðan einræðisherra, eða sæmi-
lega hjartagóðan, sem afsalaði
sér völdum eftir visst tíimabil,
þegar hans væri ekki lenigur
þörf. Copes var spurður, hvað
hefði þá áunnizt eftiir slikt tíma-
bil, og þá svaraði hann, að heið-
arleiki og eindrægni hefðu ver-
ið endurvakin með þjóðinni og
forréttindastéttir og hópar væru
úr sögunni. Menn, sem þjönuðu
gróðasjómarmiðinu eingöngu
yrðu hnepptir i fangeisi, ásamt
verkfal’ismönnum og byltinga
seggjum. Þeldökkir húseigend-ur
yrðu fluttir úr landi ásamt þel-
dökfcum leigjendum þeirra, upp
reisnangjarnir stúdentar og
ólátabelgir á fótboltakappleikj-
um yrðu skotnir hlið við hlið á
götunni. Og þegar þannig hefði
verið hreinsað til, hyrfu sjálf-
krafa önnur vandamál, svo sem
fóstureyðingar og kynvilla.
Þegar við höfðum hlustað á
þetta góða stund, fór Vivienne
fram í eldhúsið. Copes fylltd aft-
ur í glasið mitt og sagði sömu
vingjarnlegu röddinni, sem hann
hafði viðhaft allan timann:
„Er það ekki rétt til getið hjá
mér, að þér og hún Vivví litla
sofið saman?"
Þetta kom mér í opna skjöldu.
Hefði spumingin komið seinna
um kvöldið og hefði Vivienne
verið viðstödd og hefði ekki rétt
mæti hjónabandsins almennt ver
ið mér svona ofarlega i huga, þá
hefði mér sjálfsagt dugað
að ræskja mig aðeins fyrst, til
þess að svara þessu eins og mað
ur. En nú heyrði ég sjálfa mig
svara eða næstum hreyta út úr
mér:
„Nei . . . nei. . . alls ekki.“
„Alls ekki? Þá hljótið þér að
eiga aðra vinstúlku eða vin-
stúlkur til slíks. Er það efcki?"
„Nei, hvaða vitleysa . . . nei.“
„Nú? Þér hallizt þá kannski
að yðar eigin kyni? Satt að
segja sýndist mér útlit yðar efcki
benda til...“
„Nei, nei.. .“
„Jæja, þá hljótið þér að gripa
til eigin ráða á þann veg, sem
við vorum margvaraðir við í
Skóla, eða hvað?“
„Nei, ég .., nei, nei . . .“
„Nei, ekki það nei. Og hvað
hafið þið Viwí þefckzt lenigi?"
„Um það bil f jóra mánuði."
Copes kipptist við eins og
hann hefði fengið í sig vægan
rafstraum. „Og hvað eruð þér
gamEill?"
„Þrjátíu og þriggja ára.“
„Já. Ég skal segja yður það,
Yandell, það getur vel verið að
ég sé gamaldags, en mér finnst
ungur maður, eins og þér, hraust
ur og líflegur að því er virðist,
varla heppilegur félagi fyr-
ir stúlku eins og Viwí, sem er
bæði hraust og lífleg, ef hann
getur bælt niður allar líkamleig-
ar hvatir í fjóra mánuði. Þá er
eitthvað að, segi ég.“
„Ég skil,“ sagði ég, og fór að
reyna að íimynda mér, hvað
SylVía væri að gera þessa
stundina.
„Þetta kalla ég gaiffalinn hans
Copes gamla," sagði hann og
hló vingjarnlega. Eins og mað-
Símonúmer okknr er 86511
Olivelli UMBOÐIÐ
SKRIFSTOFUTÆKNI HF.,
Laugavegi 178.
velvakandi
0 Deilt er um Hrafna-
gilskirkju hina fornu
Hér er bréf um heiti kirkj-
unnar á Akureyri.
„Ýmsir góðir og gegnir meim
klifra nú himnastigann i ör-
væntingu út af því, að guðshús
ið hér á Akureyri skuli vera
nefnt Matthíasarakirkja. Þeir
vilja gleyma Matthiasi og vita
ekki, að hann er hæsti tindur
Akureyrar í trúarlegum efnum,
og að þess vegna er sjálfsagt
að stíga af hans herðum til
himna, því að þær ber hæst. —
Fjarri sé mér, að gleyma Davíð
frá Fagraskógi sem trúarskáldi,
en hann orti ekki nema einn
sálm, meðan Matthíais orti tiu.
Akureyrarkirkja hefir aldrei
verið nein tiil, í sögu aldanna.
Sú sem hér hefir staðið um
nokkra tugi ára, heitir raun-
verulega Ilrafnagilskirkja Og
það er bezt að hún heiti það
áfram, ef hún má ekki nefnast
í höfuðið á Matthíasi. Allt sitt
gildi hefur hún fengið af ljóm
anum kringum Matthías. Og þó
að söngsnillinguriínin Geir Sæ-
mundsson héldi vei í horfinu
með heiðiur kirkjunnar, á hann
þó engan söfnuð. Matthias á
söfniuð um land allt. Hér á Ak-
ureyri dvaldist hann allt sitt
þroskamesta æviskeið. Hér
skammt frá kirkjunni, stendur
hús hans, Sigurhæðir.
Það er oflátungs-merki, að
vilja ekki kannast við yfirburði
sr. Matthíasar, og það er fyrsta
undirrótin til þess að kynslóð
imar gleymi honium að veru-
legu leyti, að amaist við nafni
hans á kirkjuhúsinu. Því miður
er það ekki einn heldur margir
sem gera þetta.
Sig. Draumland".
£ Garðurinn við
Kirkjustræti
Vesturbæingur skrifar:
„Mér hefur oft dottið í huig
að skrifia þér Mnur af hreiu-
skilni og góðu hugarfari til okk
ar ágætu borgarstjómar, em
ekki orðið af fyrr en nú
Eins og þér er kunmgl hefur
Landssíminn verið að byggja
viðbót við stofnun sina og Raign
ar Þórðarson reist stóra og veg
lega byggingu við Aðalstræti.
Er ekki annað en gott um þetta
að segja, en það sem gerzt
hefur við þessar byggingar er,
að gamll bæjarfógetagarðurinn
(raunar elzti kirkjugarður borg
arinmar) hefur týnzt með öLl*u.
Aðeiirus stendur eftir stytta
Skúla Magnúsisonar og nokkur
tré.
Það eru tilmæli mín, að þú
gangir í lið með mér og herðir
á garðy rkj uráðuney ti borgar-
innar til úrbóta þar sem fyrst.
Nú fer ferðamannastraumiurinn
til borgarinimar að stóraukast
og því nauðsymlegt að þeasum
gamla garði verði sýndur við-
eigandi sómi.
Vestiirbæingiir".
Veivakanda rekur minni til,
að garðyrlcjustjóri borgarinnar
hafi látið svo um mælt í bliaða
viðtaili nýlega að fljótlega yrði
hafizt handa um endurbætur á
umræddum garði.
0 Vegna hinna sorglegu
slysa
„Vegna hinna mörgu og sorg
legu siysfara, sem verða svo
að segja á hverjum degi vegma
ölvunar við akstur og er kunn-
ara en frá þurfi að segja, lanig
ar mig tii að koma þeirri hug-
mynd minni á framfæri við lög
reglustjórann í Reykjavík, að
hann stofr.i til fræðslufunda
með ökumönnum um að aka
ekki bíl eftir að hafa neytt
áfengis. — Það væri gott að
hann væri sjálfur í fararbroddi
með námskeið þetta. Hann hef
ir reyndum mönnum á að
skipa, sem hafa verið erlendis
við lögreglustörf og nám. Á ég
þar við Bjarka EMasson og Ax
el Kvaran og fleiri kærnu einn
ig til greina.
Við vonum að þið komið sem
allna fyrst þessum vínhneigðu
ökumönnum og þar með þorra
borgarbúa til hjálpar og íull-
tingis, með leiðbeinimgum nám
skeiðsins, með sýnikennslu,
sem aMtaif verður drýgst og svo
drengiílegum áskorunum til
góðra drengja að aka aldred bií
reið eftir að hafa skálað í vaira
sömum veigum.
Með fyrirfram þökk,
Kristin M. J. Björnsson".
Glæsileg! úrval af
sængurlatnaði
Höie krepp straufrítt, damask- og léreftsett,
mislit í fallegum mynstrum. Lök, hvít og
mislit. Koddar og sængur í mörgum stærð-
um. — Sendum í póstkröfu.
Sængurfataverzlunin KRISTÍN,
Snorrabraut 22, sími 18315.
Til sölu
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi
hæð og ris. Fyrsta hæð, 2 stofur, 2 svefnherb.,
eldhús, W.C. Ris, 3 svefnherb. og bað. Bílskúr
fylgir.
6 herb. íbúð 130 ferm.
í Hraunbæ. íbúðin er 2 stofur, 4 svefnherb.,
eldhús og bað, sér þvottahús. Sameign full-
frágengin.
ÍBUÐA-
SALAN
GÍSLI ÓLAFSS.
ARNAR SIGURÐSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓl
StMI 12180.
HEIMASÍMAR
83974.
36849.
TRÖPPUR
TRÖPPU STÓLAR
TRÖPPUSTÓLAR m. baki
J. Þorláksson & Norðmann hf.
Til sölu
Tveir aluminennium lífbátar 17 manna með
flotkútum og öllu tilheyrandi. Bátsuglur geta
fylgt ef óskað er. Selst mjög ódýrt.
Upplýsingar í síma 93-2275.
Til sölu
Nordisk Konversations Leksikon I.—VIII.
bindi. — Tækifærisverð.
Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar,
Laugavegi 8. Sími 19850.