Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1972 Fellibylur í Bangladesh: Óttazt um 300 manns Dacca, 2. maí NTB—AP. ÓTTAZT er, að þrjú hundruð manna að minnsta kosti hafi týnt lífi sl. sunnudag, er fellibylur gekk yfir héraðið Mymensingh í norðurhluta Bangladesh. Hundruð annarra hlutu meiðsl og eyrtileggingin af völdum óveðursins er sögð ná yfir 500 ferkílómetra svæði. Vindhraðinn komst upp í 192 km á klst. Blaðaimemm, sem komu til Mymensingh í gær, herma, að mörg þorp á þessu svæði hafi verið eins og hrundar eldspýtna- borgir og bambusskógarnir hafi víða lagzt alveg niður að jörð. Forsætisráðherra landsins Muji bur Rahman, ætlaði að leggja af stað til Mymensingh í dag til að kynna sér ástandið. Argentína: Kalla Peron til framboðs TUGÞUSUNDIR V-Berlínar- búa söfnuðust saman á John F, Kennedy torginu í V-Berlín á laugardag til þess að hlýða á Willy Brandt, kanzlara V-Þýzkalands. Var honum mjög fagnað, er hann kom fram á svalirnar á ráðhúsinu í Berlín, — þar sem hann var áður fyrr aðalborgarstjóri — og lýsti því yfir, að samning- um þeim, er hann hefði gert við rikisstjórnirnar í Moskvu og Varsjá yrði ekki rift. Hoover látinn Var forstöðumaður FBI um 48 ára skeið Wa.shington, 2. mai — AP — NTB. TILKYNNT var í Wasliington í dag að J Edgar Hoover for stöðumaðui bandarísku alrík islögreglunnar — FBI — hefði látizt að heimili sinu i nótt. Hann var 77 ára, og hafði starfað hjá FBI frá árinu 1921, og verið forstöðumaður stofn unarinnar um 48 ára skeið. í>að vair Richard Klieindi- enst starfandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanmia, sem til- kynnti um l'át Hoovers. Sagði ráðherramn að persónulega harmaði hann að þurfa að til- kynna látið, en hefði það eftir lækni Hoovers að hann hefði látizt af eðlilegum orsökum. Richard Nixon forseti gaf út stutta yfirlýsingu eftir að hann frétti lát Hoovers: Segir forsetinn þar m.a.: ,,Hoover var gagnmerkur maður, sem þjónaði landi sínu í 48 ár und ir stjórn átta forseta af ein- dæma hollustu og trú- mennsku.“ Sagði Nixon að með láti Hoovers hefði hann persónulega orðið fyrir mikl- um missi, því Hoover hefði verið náinn vinur og ráðgjafi. Fyrirskipaði Nixon að fánar yrðu dregnir í hálfa stöng á ölium opinberum byggingum. J. Edgar Hoover er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar. Þegar hann tók við stjórn FBI árið 1924 voru starfsmenn þar um 900, starf semin iillla skipulögð, og völd in takmörkuð mjög, því fáar tegundix afbrota heyrðu und ir alríkislögregl'una. Við lát Hoovers voru starflsmenn FBI um 15 þúsund, og starf alríkis lögreglunnar viðurkennt víða um heim. Oft stóðu deilur um Hoov- er og embætti hans, en jafnan hélt hann veili, og skipti þá ekki máli hvort repúblikanar eða demókratar voru við stjórn. Lögum samkvæmt átti Hoover að fara á eftirlaun sjötugur, en Lyndon Johnson þáverandi forseti veitti hon- um undanþágu til að starfa áfram, og sama gerði Nixon eftir að hann tók við forseta- embættina. Meðan Hoover var forstöðu maðiu’ FBI var honum sýndur margs konar heiður. Þannig var hann til dæmis heiðurs- doktor við 19 háskóía, auk þess sem honum höfðu verdð veitt heiðursskjöl og heiðurs- merki svo hundruðum skipti. Um nokkurt skeið hafa ver ið uppi vangaveltur um það hver væri liklegur til að taka við stjórn FBI eftir Hoover, því talið var fullvíst að næðu J. Edgar Hoover demókratar völdum í forseta- kosningunum á hausti kom- anda yrði Hoover látinn víkja úr embætti fyrir aldurs sakir. Fyrst um sinn tekur Ciyde A. Tolson við embættinu, en hanm hefur að undanförnu verið aðstoðar forstjóri alrík iislögregliunnar. Tolson er hins vegar 71 árs, og hefur átt við vanheilBu að stríða, svo búizt er við að Nixon skipi yngri mann i embættið innan tíðar. Meðal þeirra, sem taldir eru koma tiil greina, er Jerry Wil- son, núverandi lögreglustjóri í Waslhinigton. Buenos Aires, 2. maí AP—NTB. HAFT er eftir góðum heimildum í Buenos Aires, að 2000 stuðn- ingsmenn Juans Perons, fyrrum einræðisherra í Argentínu hafi á fundi sínum á sunnudag ákveðið að skora á Peron að verða í fram boði til forsetakosninganna, sem fyrirhugaðar eru í landinu í marz næsta ár. Á fundinum var ávarp Perons til stuðningsmanna flutt af segulbandi og skoraði hann þar á þá, að fylkja liði fyrir kosn- ingarnar og vera reiðubúna til þeirrar innanlandsbaráttu, sem þyrfti til að sigra. Ekki nefndi hann sjálfur, hvort hann hefði áhuga á framboði. Juan Peron er nú á Spáni. Hann var kjörinn forseti Argen- tínu árið 1946 og aftur 1951, en árið 1955 steyptu nokfcrir her- foringjar honum af stóli. Argentína hefur lotið herfor- ingjastjórn frá því árið 1966 en núverandi forseti, Aljandro Lanusse, forseti, hefur heitið því, að almennar þingkosningar Pulitzer: Birting Pentagon- skjala verðlaunuð New Y irk, 1. maí — AP FULLTRÚAR Columbia-liá- skólans í New York úthlutuðu á mánudiig Pulitzer verðlaun- uniim til rithöfunda og blaða manna fyrir árið 1972. Meðal verðlaunanna voru sérstök verðlaun til blaðsins New York Times fyrir birtingu á Pentagon-skjölunum svo nefndu, en skjöl þessi fjölluðu um þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í Vietnam frá upp hafi og til ársloka 1968. Sjóðsistjórnina skipa fuil- trúar Columbia-háskóla, og annast þeir úthlutun í samræmi við tiMögur ráð- gjafalnefndar sjóðsinjs. Geta fulltrúar háskólans neitað að úthluta ákveðnum verðlaun um, en ekki breytt nöfnum a lista róðigjafanefndarmnar. — Að þessu sinni fylgdi úthlut- uninni skýrsla frá fulltrúum háskólarts, sem segja m.a., að hefðu þeir einiir ráðið, hefði verðliaiunaiistinn litið öð^u vlsi út. Ekki gefa þeir frekari upplýsingar um það hvaða nöfn hefðu þá faUiið út af list anum. Verðlaiun fyrir frásagnir af innlendum atburðum hlaut nú blaðamaðurinn Jack Ander- son fyrir frásagnir af leyni- ðkjöium varðandi afskipti Bandaríkj anna af styrjöld Indverja og Pakistana á ný- liðnum vetri. Verðlaun fyrir- ertendar fréttir hlaut Peter R. Framli. á bls. 31 og forsetakosningar skuli haldn- ar í marz, eins og fyrr sagði. Brandt og Barzel leita málamiðlunar er geri fært að staðfesta Austursamningana með einingu stjórnmálaflokkanna Bonn, 2. maá — AP — NTB • WILLY Brandt, kanslari V- Þýzkalands, skýrði frá því í dag, að hann gerði sér vonir um, að hægt yrði að hefja umræður mn Austursamningana svonefndu nk. íöstudag og ganga til atkvæða- greiðslu um þá í næstu viku • Blandf og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, Rainer Barzel, hafa orðið ásáttir um að reyna að finna einhverja leið tii mála- miðlunar i deilu þeirra um samn ingana, til þess að haegt sé að staðfesta þá á þingi. Er búizt við, að þeir gefi jafnvel út sameigin- lega yfirlýsingu um stefnu Þjóð- verja í iitanríkismálum. Upphaflega hafði verið ákveð- ið, að umræður um samningana hæfust á miðvikudag og var þá búizt við atkvæðagreiðsl'u fyrir helgi. Stjórnaramdstaðan hefur bairizt atf hörku gegn þvi, að samniimgarnir verði staðfestir í þeirri mynd, sem Brandt hefur laigt þá fyrir þinigið, og reyndi i siðustu viku að fá samþykkt van traiust á stjórnina vegna má'ls þessa. í dag sagði Barzel við blaða- menn, eftir stjórnartfund flokks Kristilegra demókrata, að það væri óábyngt að leggja Austur- sammlingana fram til atkvæða- greiðslu nú. Flokkarnir væru nú báðir í aðstöðu, sem ekk: væri leikur að komast út úr, því að hvorki stjórnin né stjórnarand- staðan hefðu nægitegam styrk á þingi til að halda sínum mál- stað tid streitu. SAMEIGINLEG YFIRLÝSING Á föstudaig ræddust Ifeir Brandt og Barzel við í hálfa fimmtu klukkustund og síðan atft ui á mánudaig. Á morgun, mið vikudag, er ákveðið að halda fund tiu helztu leiðtoga stjórn- málaflokkanna þriggja, Krísti- legra demókrata, Sósíail'demó- krata og Frjálsra demókrata. — Ætla kristilegir að leggja þar fram skilyrði sín fyrir staðfest- ingu Austursamninganina. Að þesisum skilyrðum hefur verið unnið í dag, að því er NTB seigir í frétt frá Bonn og heOur eftir heimildum innan flokksins, að hainn muni ekki reyn,a að hindra staðfestingu samning- anna svo frarwarlega sem stjómiin verði við tveimur meginkröfum hans; annars vegar því, að fram komi í sameigiinllegri yfirlýsingu þeirra Brandts og Barzels um steínunia í utanríkismálum, að Austursamnhiigarnir komi ekki í staðinn fyrir allsherjar friðar- samninga, sem taki til allra vaindamála, sem enn eru óleyst frá þvi í heimsstyrjöildinni sið- ari, — þar á meðal muni koma ákvörðun um landamæri Þýzfca- lands, — hinis vegar sé tekið fram, að þýzka þjóðin hatfi réttt til þess að ákveða sjálf framtíð sína og mun þetta atsriði eiga við Austur-Þýzkaland, þar sem 17 miHljónir Þjóðverja búa við kommúnískt flokksræði. Brandt kveðst reiðubúinn að íhuga hvers kyn.s skyns.amlegar samvinnutiillögur stjórnaranjJ- stöðunmair, en ekki muni hann fgiHast á marklausar málamiðlön ír til þess að binda enda á deilurn ar um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.